Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 56
Sjálfselsk? Klassísk Vigdís n Dagur B. Eggertsson segir saman- burð Fréttablaðsins á Vigdísi Finn- bogadóttur og leikkonunni Naomi Watts vera ómaklegan og að þar sé hreinlega vegið að klassískri fegurð Vigdísar. Tilefnið er grein í Fréttablaðinu á miðvikudag þar sem rætt er um að leikkonan taki að sér hlutverk Vigdísar í nýrri kvikmynd. Sjálfur segir Dagur á Facebook: „Oft er ég sammála Fréttablaðinu, en þegar blaðið segir Naomi Watts „hafa útlitið með sér þegar samanburður- inn við Vigdísi (Finnbogadóttur forseta) er annars vegar“ – er ég ósammála. Watts sem á að leika Vigdísi í nýrri mynd er fín en fegurð Vigdísar er klassísk og glæsileikinn ristir dýpra – og hananú.“ Við sömu stöðuupp- færslu skrifar Einar Bárðarson: „Mar- ía Ellingsen ætti að leika Vigdísi, best ég hringi út.“ Samkvæmt þessu er ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á hlut- verk- inu. Á flakki n Hljómsveitin Reykjavík! lagði land undir fót á dögunum til þess að taka þátt í uppsetningu á jaðarsöngleiknum Tickling Death Machine ásamt hljómsveitinni Lazy Blood. Söngleikurinn hefur verið sýndur hér á landi sem og á listahátíðum í Brussel og Orléans í Frakklandi. Einn höfunda verks- ins er dansarinn Erna Ómarsdótt- ir sem hefur gert garðinn frægan víða erlendis. Erna var meðal annars tilnefnd til Menningar- verðlauna DV í ár þar var hún sögð hafa á ferli sínum þróað einstakan stíl sem vex með hverju verki. Erna skipar hljómsveitina Lazyblood ásamt eiginmanni sín- um Valdimar Jó- hannssyni sem leikur einmitt eignig með hljómsveitinni Reykjavík! Ástfangin n Femínistinn Hild- ur Lilliendahl er ástfanginn upp fyr- ir haus ef marka má vefinn hun.is sem birtir viðtal við hana. Þar er hún spurð hvort hún sé ástfangin og svarar hún: „Ó, já. Bæði af mannin- um mínum, börn- unum mínum og sjálfri mér.“ Margt skemmtilegt kem- ur fram í þessu við- tali en þar greinir hún meðal annars frá vandræðaleg- asta atviki sem hún hefur lent í og tískuslysi frá unglingsárun- um. D júpið er lágstemmd og hógvær mynd sem snertir mann,“ seg- ir bandaríska tímaritið Vari- ety í umfjöllun um Djúpið, mynd Baltasars Kormáks. Þar segir að Baltasar hafi gjarnan mörg járn í eldin- um og skiptist á að framleiða stjörnum prýddar myndir fyrir enskumælandi markað og ástríðuverkefni fyrir aðdá- endur sína heima á Íslandi. „Djúpið fellur í síðarnefnda flokkinn.“ Myndin fjallar sem kunnugt er um sjóslysið úti fyrir Vestmannaeyjum árið 1984 þar sem Gunnlaugur Friðþórsson komst einn lífs af eftir hetjulega baráttu við náttúruöflin. Í umfjölluninni seg- ir að myndin sé laus við alla stæla og að Baltasar standist þær freistingar að spila háværa tónlist og keyra dramatík- ina í botn eins og líklega hefði verið gert þegar skipið sekkur ef myndin hefði verið framleidd í Hollywood. Baltasar sé trúr íslenskum tíðaranda og að yfir- vegun einkenni myndina. Hann sé trúr aðalpersónunni og veiti áhorfandan- um góða innsýn í daglegt líf fólks í ís- lensku sjávarþorpi og æðruleysi þess gagnvart náttúruöflunum. Í umfjölluninni kemur enn frem- ur fram að myndatakan, sem var í höndum Bergsteins Björgúlfssonar, sé mögnuð og glæsileg. Djúpið var frumsýnt á Íslandi fyrir viku en um 10 þúsundir sáu myndina í íslenskum bíóhúsum um helgina. Þá hefur hún verið sýnd á alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada við góðan orðstír. Baltasar Kormákur sagði á Beinni línu á DV.is á dögunum að áhugi væri fyrir því að sýna myndina í Bandaríkj- unum. Einhver áhugi væri fyrir endur- gerð á myndinni en formlegar viðræð- ur væru ekki hafnar. „Ef af yrði myndi ég ekki leikstýra henni sjálfur.“ Spurð- ur um kostnaðinn við myndina sagði hann að Djúpið hefði kostað á fjórða hundrað milljóna. „Ég ber persónu- lega áhættu út af stórum hluta þeirra fjármuna. Það er ólíklegt að myndin komi fjárhagslega út í plús.“ baldur@dv.is „Djúpið er mynd sem snertir“ n Mynd Baltasars Kormáks fær góða umsögn í Variety Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 28.–30. sEptEMBEr 2012 112. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.