Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Qupperneq 56
Sjálfselsk?
Klassísk Vigdís
n Dagur B. Eggertsson segir saman-
burð Fréttablaðsins á Vigdísi Finn-
bogadóttur og leikkonunni Naomi
Watts vera ómaklegan og að þar
sé hreinlega vegið að klassískri
fegurð Vigdísar. Tilefnið er grein
í Fréttablaðinu á miðvikudag þar
sem rætt er um að leikkonan taki
að sér hlutverk Vigdísar í nýrri
kvikmynd. Sjálfur segir Dagur á
Facebook: „Oft er ég sammála
Fréttablaðinu, en þegar blaðið
segir Naomi Watts „hafa útlitið
með sér þegar samanburður-
inn við Vigdísi (Finnbogadóttur
forseta) er annars vegar“ – er
ég ósammála. Watts sem á að
leika Vigdísi í nýrri mynd er fín
en fegurð Vigdísar er klassísk
og glæsileikinn ristir dýpra – og
hananú.“ Við sömu stöðuupp-
færslu skrifar Einar
Bárðarson: „Mar-
ía Ellingsen ætti
að leika Vigdísi,
best ég hringi
út.“ Samkvæmt
þessu er ljóst að
margir hafa
sterkar
skoðanir
á hlut-
verk-
inu.
Á flakki
n Hljómsveitin Reykjavík! lagði
land undir fót á dögunum til
þess að taka þátt í uppsetningu á
jaðarsöngleiknum Tickling Death
Machine ásamt hljómsveitinni
Lazy Blood. Söngleikurinn hefur
verið sýndur hér á landi sem og á
listahátíðum í Brussel og Orléans
í Frakklandi. Einn höfunda verks-
ins er dansarinn Erna Ómarsdótt-
ir sem hefur gert garðinn frægan
víða erlendis. Erna var meðal
annars tilnefnd til Menningar-
verðlauna DV í ár þar var hún sögð
hafa á ferli sínum þróað einstakan
stíl sem vex með hverju
verki. Erna skipar
hljómsveitina
Lazyblood ásamt
eiginmanni sín-
um Valdimar Jó-
hannssyni sem
leikur einmitt
eignig með
hljómsveitinni
Reykjavík!
Ástfangin
n Femínistinn Hild-
ur Lilliendahl er
ástfanginn upp fyr-
ir haus ef marka má
vefinn hun.is sem
birtir viðtal við
hana. Þar er hún
spurð hvort hún
sé ástfangin og
svarar hún: „Ó, já.
Bæði af mannin-
um mínum, börn-
unum mínum og
sjálfri mér.“ Margt
skemmtilegt kem-
ur fram í þessu við-
tali en þar greinir
hún meðal annars
frá vandræðaleg-
asta atviki sem
hún hefur lent í
og tískuslysi frá
unglingsárun-
um.
D
júpið er lágstemmd og hógvær
mynd sem snertir mann,“ seg-
ir bandaríska tímaritið Vari-
ety í umfjöllun um Djúpið,
mynd Baltasars Kormáks. Þar segir að
Baltasar hafi gjarnan mörg járn í eldin-
um og skiptist á að framleiða stjörnum
prýddar myndir fyrir enskumælandi
markað og ástríðuverkefni fyrir aðdá-
endur sína heima á Íslandi. „Djúpið
fellur í síðarnefnda flokkinn.“
Myndin fjallar sem kunnugt er um
sjóslysið úti fyrir Vestmannaeyjum árið
1984 þar sem Gunnlaugur Friðþórsson
komst einn lífs af eftir hetjulega baráttu
við náttúruöflin. Í umfjölluninni seg-
ir að myndin sé laus við alla stæla og
að Baltasar standist þær freistingar að
spila háværa tónlist og keyra dramatík-
ina í botn eins og líklega hefði verið gert
þegar skipið sekkur ef myndin hefði
verið framleidd í Hollywood. Baltasar
sé trúr íslenskum tíðaranda og að yfir-
vegun einkenni myndina. Hann sé trúr
aðalpersónunni og veiti áhorfandan-
um góða innsýn í daglegt líf fólks í ís-
lensku sjávarþorpi og æðruleysi þess
gagnvart náttúruöflunum.
Í umfjölluninni kemur enn frem-
ur fram að myndatakan, sem var í
höndum Bergsteins Björgúlfssonar, sé
mögnuð og glæsileg.
Djúpið var frumsýnt á Íslandi fyrir
viku en um 10 þúsundir sáu myndina
í íslenskum bíóhúsum um helgina.
Þá hefur hún verið sýnd á alþjóð-
legu kvikmyndahátíðinni í Toronto í
Kanada við góðan orðstír.
Baltasar Kormákur sagði á Beinni
línu á DV.is á dögunum að áhugi væri
fyrir því að sýna myndina í Bandaríkj-
unum. Einhver áhugi væri fyrir endur-
gerð á myndinni en formlegar viðræð-
ur væru ekki hafnar. „Ef af yrði myndi
ég ekki leikstýra henni sjálfur.“ Spurð-
ur um kostnaðinn við myndina sagði
hann að Djúpið hefði kostað á fjórða
hundrað milljóna. „Ég ber persónu-
lega áhættu út af stórum hluta þeirra
fjármuna. Það er ólíklegt að myndin
komi fjárhagslega út í plús.“
baldur@dv.is
„Djúpið er mynd sem snertir“
n Mynd Baltasars Kormáks fær góða umsögn í Variety
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 28.–30. sEptEMBEr 2012 112. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.