Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Síða 6
„Hvaða máli skiptir þetta?“ 6 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað „Ég er ótrúlega glaður“ n Gunnlaugur búinn að greiða málskostnað Teits G unnlaugur M. Sigmundsson, fjárfestir og fyrrverandi alþingismaður, er búinn að greiða málskostnað Teits Atla- sonar vegna dómsmáls sem hann höfðaði á hendur þeim síðarnefnda. Meginatriðum málsins var vísað frá héraðsdómi en annars var Teitur sýknaður. Málið snérist um um- mæli í bloggfærslu sem Teitur skrif- aði í tengslum við upprifjun hans á Kögunarmálinu. Greiðslan barst frá Gunnlaugi á þriðjudag í kjölfar bréfs sem lög- fræðingur Teits sendi þar sem kraf- ist var greiðslu á málskostnaði en héraðs dómur hafði úrskurðað að Gunnlaugur ætti að greiða málskostn- að Teits. Teitur er að vonum ánægður en hann telur að nú sé málinu lokið. „Ég er ótrúlega glaður yfir þessu og fegin að þessu máli sé lokið,“ segir hann um málið. Meðan á málaferlunum stóð safnaði Teitur styrkjum til að standa straum af kostnaði sem féll á hann vegna málsins. Hann segir að í næstu viku muni hann hefja endurgreiðslu styrkjanna til þeirra sem lögðu söfn- uninni lið. „Þetta eru nokkuð margir aðilar og upphæðin er tæp milljón,“ segir hann um styrkina. „Það er ótrú- lega mikilvægt að sýna fram á að með samstöðu er hægt að verjast milljóna- mæringum sem vilja stjórna umfjöll- un um sjálfa sig.“ Til stendur að birta allar fjárhags- upplýsingar í tengslum við söfnunina á næstunni. „Ég mun birta allt bók- hald og yfirlit yfir þessa söfnun þegar ég er búin að borga öllum til baka. Það stendur ekkert eftir.“ Teitur segir- þó upphæðina sem Gunnlaugur hafi þurft að borga ekki standa undir öll- um lögfræðikostnaði sínum. adalsteinn@dv.is n Jóhannes í Iceland veit ekki hvernig hann á hlut í 1100 milljónum J óhannes Jónsson, yfirleitt kenndur við Bónus en nú við Iceland-keðjuna, átti þar til fyrr á þessu ári stóran eignarhlut í fjölmiðlafyrirtækinu 365. Í opinberri umræðu hefur Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, sonar Jóhannesar, hins vegar alltaf verið sögð eiga fjölmiðlafyrirtækið. Þetta er ályktun sem ekki er annað en hægt að draga við lestur á árs- reikningi eignarhaldsfélags sem var í eigu hans, Apogee ehf. Þetta félag er alfarið í eigu lúxemborgska eignarhaldsfélagsins Moon Capital sem er stærsti einstaki eigandi fjöl- miðlafyrirtækisins 365 með tæplega 44 prósenta hlut. Ástæðan fyrir því að Jóhannes í Iceland hlýtur að hafa átt stóran hlut í 365 er sú að í mars var greint frá því að hann hefði selt 50 prósenta hlut í færeysku verslunarkeðjunni SMS í gegnum áðurnefnt félag, Apogee ehf. Þar sem Apogee ehf. var alfarið í eigu Moon Capital og það félag átti nærri helmingshlut í 365 hlýtur Jóhannes í Iceland einnig að hafa átt hlut í 365. Ingibjörg Pálmadóttir, sem sögð er eigandi 365, var hins vegar ekkert tengd við söluna á SMS jafnvel þó sama fyrirtækið, Moon Capital, ætti félagið sem átti 365 og SMS. Jóhannes hverfur á braut Í september, skömmu áður en Apogee skilaði ársreikningi, var heimilisfang félagsins fært af heimili Jóhannesar og í húsnæði tengt Ingi- björgu Pálmadóttur. Þá gaf Jóhannes einnig eftir prókúru sína og stöðu framkvæmdastjóra sem og að hverfa úr stjórn. Ingibjörg tók við prókúru- umboðinu og framkvæmdastjóra- stöðunni og situr nú í stjórn félagsins ásamt systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur. Miðað við þetta er Jóhannes í Iceland ekki lengur einn af stjórn- endum Apogee. Vel kann hins vegar að vera að hann eigi ennþá hlut í Moon Capital, sem hann hlýtur að hafa átt þar sem hann var sagður hafa selt SMS-keðjuna sem var í eigu félags sem Moon Capital átti. Ef svo er þá á Jóhannes ennþá hlut í 365. Getur ekki útskýrt málið Jóhannes getur aðspurður ekki út- skýrt hvernig eignarhaldi hans á SMS-keðjunni í Færeyjum var háttað. Hann staðfestir hins vegar að hann hafi átt umrædd hlutabréf. „Já, ég átti það.“ Jóhannes segist til dæmis ekki hafa átt hlutabréf í Moon Capital. „Ekki svo ég viti til. Nei, ég átti ekkert í því.“ En þegar Jóhannes er spurður hvernig það fáist þá staðist að hann hafi átt hlutabréf í SMS án þess að eiga hlutabréf í Moon Capital, þar sem Moon Capital átti einnig Apogee, segir Jóhannes. „Á hvaða forsendum ertu að finna það út? Hvaða máli skiptir þetta?“ Þegar Jóhannes er spurður hvern- ig þetta standist þá segist hann ekki vita það. „Ég er bara ekki með skýr- ingar á þessu hér hérna hjá mér. Þú færð engar skýringar hjá mér og ég sé ekki að þetta skipti neinu máli. Það hljóta að vera eðlilegar skýringar á þessu.“ Sterkt félag Apogee er ansi sterkt félag miðað við ársreikning þess og má segja að einkennilegt sé að Jóhannes kannist ekki við hvernig hann eigi svo eigna- mikið hlutafélag. Félagið hagnað- ist um tæplega 270 milljónir króna í fyrra. Apogee er skráð fyrir eignum upp á meira en 1.100 milljónir króna en skuldar eingöngu tæpar 370 millj- ónir. Félagið á óráðstafað eigið fé upp á nærri 620 milljónir króna. Miðað við eignarhald Jóhannesar á SMS hlýtur hann að eiga að minnsta kosti hluta af þessum miklu eignum. Ef marka má ársreikninginn feng- ust 3,75 milljónir danskra króna fyrir eignarhlutinn í SMS, eða rúmlega 800 milljónir króna miðað við gengi krónunnar í mars. Jóhannes hlýtur að eiga þá peninga, ef marka má orð hans sjálfs um að hann hafi átt SMS í reynd, það er að segja. Eignarhald Jó- hannesar í Apogee og hvernig því er háttað er hins vegar enn á huldu eftir samtalið við hann. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það hljóta að vera eðlilegar skýringar á þessu. Var eigandi 365 Jóhannes í Iceland var og er hugsanlega enn hluthafi í fjölmiðlafyrir- tækinu 365. Hann kannast hins vegar ekki við hvernig eignarhaldi hans á eignum í Færeyjum upp hundruð millj- óna var háttað. Málinu lokið Teitur býst ekki við öðru en að greiðsla sé til marks um að málinu sé nú lokið. Mynd Eyþór ÁrnaSon Mengað vatn á Eskifirði Á Eskifirði hafa fundist kólígerlar í neysluvatni. Íbúar hafa verið beðnir um að sjóða allt neyslu- vatn en það er þó talið óhætt að baða sig upp úr vatninu og sjóða kartöflur. Sýni var tekið úr vatns- bóli bæjarins á miðvikudag og niðurstöður bárust á fimmtu- dag. Allir íbúar í bænum fengu bréf þar sem þeim var tilkynnt um þetta. Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, sagði í samtali við Vísi að þetta væri ekki í fyrsta sinn með kólígerlar mældust í neyslu- vatni á Eskifirði. Ráðinn aðstoðar maður Katrínar Arnar Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efna- hagsráðherra, og verður hann annar tveggja aðstoðarmanna hennar. Auk Arnars starfar Kol- beinn Marteinsson sem aðstoðar- maður Katrínar. Arnar var að- stoðarmaður iðnaðarráðherra 2009 til 2011 og gegndi for- mennsku í Auðlindastefnunefnd ríkisstjórnarinnar og nefnd um lagaramma orkumála. Arnar hefur starfað sem verk- efnastjóri hjá fjárfestingarsviði Íslandsstofu síðustu ár. Hann starfaði áður hjá hagdeild og greiningardeild Landsbanka Ís- lands, Fjárfestingarstofu og Út- flutningsráði, Aflvaka – atvinnu- þróunarfélagi Reykjavíkur og Alþýðusambandi Íslands. Arnar lætur af störfum hjá fjár- festingarsviði Íslandsstofu meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns fjármála- og efnahagsráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.