Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Qupperneq 8
8 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað n Kærði stúlku sem kærði hann fyrir nauðgun n Kærði vitnin líka E gill Einarsson hefur kært 19 ára stúlku fyrir rangar sakargiftir en hún lagði fram nauðgunar­ kæru á hendur honum og kær­ ustu hans. Egill kærði einnig tvær vinkonur stúlkunnar fyrir rangan framburð en þær báru vitni í málinu. Þá fór hann fram á lögreglurannsókn á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir óeðlilegum þrýstingi um að leggja fram kæru og hvort einhverjir hafi beitt pólitískum völdum og áhrifum til að ná fram ákæru. Það var í sumar sem ríkissak­ sóknari tók ákvörðun um að fella nauðgunarmálið niður þar sem það var ekki var talið líklegt til sakfellis og um miðjan september vísaði lög­ reglustjórinn á höfuðborgarsvæð­ inu kæru Egils frá. Í byrjun mánað­ ar krafðist ríkissaksóknari þess hins vegar að sú ákvörðun yrði endur­ skoðuð, en taldi þó ekki tilefni til þess að rannsaka hvort pólitískum völdum hefði verið beitt til þess að knýja fram ákæru. Egill hefur ávallt haldið fram sak­ leysi sínu. Sagði hann „refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki“, en lögmaður stúlkunnar þvertók fyr­ ir að á Egil hefði verið sendur hand­ rukkari á hennar vegum. Nú segist Egill vonast til þess að hann verði endanlega hreinsaður af þessum alvarlegu ásökunum, það hafi verið nánast óbærilegt að sitja undir gróf­ um svívirðingum, glósum og and­ styggilegum heitum vegna málsins. Samkvæmt heimildum DV hafði stúlkan ekki heyrt af kærunni fyrr en fréttir voru fluttar af málinu í fjöl­ miðlum. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og það vildu vinkonur hennar heldur ekki gera, en af þeim mátti skilja að þeim hefði verið ókunnugt um kæruna. leyndarhjúpur um ferðakostnað A lþingi vill ekki láta DV hafa upplýsingar um kostnað sem þingið ber af ferðum þingmanna og annarra starfsmanna þingsins til útlanda. Blaðið hefur sent tvær fyrir spurnir um málið og ítrekað þær, en án árangurs. Helgi Bern­ ódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að upplýsingarnar liggi ekki fyrir með þeim hætti sem DV óskar eftir þar sem ferðum starfsmanna sé ekki haldið aðgreindum í bók­ haldinu. Ekkert svar „Flestar utanferðir starfsmanna skrifstofu Alþingis tengjast alþjóð­ legum samskiptum þingmanna, þ.e. alþjóðanefnda þingsins, og for­ seta Alþingis,“ sagði Helgi í svari við fyrri fyrirspurn blaðsins vegna málsins. Þar sagði hann enn fremur að dæmi séu um að einstaka starfs­ menn þingsins sæki fundi og ráð­ stefnur á erlendri grund sem kollegar þeirra standa að og rétt þykir að þeir sæki. „Haldið er utan um kostnað við hverja nefnd í heild innan hvers árs. Sömuleiðis er haldið utan um heildarútgjöld við ferðir starfsmanna til útlanda og hliðstæða fundi og ráðstefnur á Íslandi,“ sagði hann en fyrir spurn DV snéri að ferðakostnaði starfsmanna á Alþingi síðastliðin tvö ár sundurliðað eftir einstaklingum og ferðum. Í kjölfarið á þessu svari sendi blaðamaður nýja fyrirspurn til Alþingis þann 16. október þar sem óskað var eftir upplýsingum um hver heildarkostnaðurinn væri, það er að segja þær upplýsingar sem Helgi hafði nefnt, í svari við fyrri fyrir­ spurn, að væru til hjá starfsmönnum. Tveimur vikum síðar var fyrirspurnin ítrekuð þar sem spurt var hvað væri að frétta af fyrirspurninni og var ein­ falt svar sem barst: „Nei, það er ekk­ ert frekar að frétta.“ Blaðamaður spurði þá hvort að fyrirspurninni yrði ekki svarað en engin viðbrögð hafa komið frá þinginu nú rúmum tveim­ ur vikum síðar. Engin ársskýrsla komin út Alþingi birtir reglulega ársskýrslu um störf sín og rekstur þingsins. Síð­ asta skýrsla sem birt var á vef þings­ ins er vegna ársins 2009. Samkvæmt þeirri skýrslu var kostnaður þings­ ins vegna alþjóðasamstarfs rúmar 60 milljónir króna. Sá kostnaður er ekki sundurliðaður neitt frekar. Í skýr­ slunni er einnig fjallað um kostnað vegna alþjóðasamstarfs árið 2008 en hann var 79 milljónir króna, lækkun upp á 19 milljónir átti sér því stað á milli ára. Þetta rímar við svar Helga við fyrstu fyrirspurn DV um að ekki væri hægt að sundurliða kostn­ aðinn þar sem allt væri fært und­ ir einn hatt í bókhaldi þingsins. Enginn ársskýrsla hefur komið út síðan skýrslan vegna 2009 var birt á vef þingsins. Enn er því beðið eftir skýrslu vegna 2010 og 2011 og ekki er nema einn og hálfur mánuður þangað til rekstrarárið 2012 líður undir lok. Borga hluta ferðakostnaðar Samkvæmt reglum um starfskjör þingmanna er greiddur ferða­ kostnaður í samræmi við reglur um greiðslu ferðakostnaðar á veg­ um ríkisins sem ferðakostnaðar­ nefnd gefur út og birtar eru í Lög­ birtingablaði. Þingmenn eiga hins vegar rétt á að fá greiddan gisti­ kostnað og helming fullra dag­ peninga til viðbótar. Starfsmenn þingsins, aðrir en þingmenn, eiga líka rétt á að fá ferðakostnað sinn greiddan að einhverju leyti. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Nei, það er ekkert frekar að frétta. n Ekki fást svör við fyrirspurnum DV n Upplýsingarnar liggja ekki fyrir Ekki til Skrifstofustjóri Alþingis, segir upplýsingarnar ekki liggja fyrir. Hann segir þó heildarkostnað vegna ferða starfsmanna til útlanda liggja fyrir en hefur ekki svarað spurningum DV um hver sá kostnaður er. Fórnarlamba umferðarslysa minnst: 188 látnir á tíu árum Minningarathöfn fer fram við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á sunnudag klukkan 11 þar sem fórnarlamba umferðar­ slysa verður minnst. Það er starfs­ hópur innanríkiráðuneytisins sem annast undirbúning verkefnisins og eru landsmenn hvattir til að minnast á þessum degi þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni, að því er segir í tilkynningu. Á hverju ári látast um 1,2 til 1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum og hundruð þúsunda bíða varanlegan skaða. Á Íslandi hafa 188 manns látist í 166 um­ ferðarslysum síðastliðin 10 ár og um 1.700 hlotið mikil meiðsli. Þann 1. nóvember síðastliðinn höfðu 965 látist í umferðarslysum á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð þann 26. maí árið 1968. Við Landspítalann munu koma saman fulltrúar þeirra starfsstétta sem kallaðar eru til þegar alvarleg umferðarslys eiga sér stað. Einnig verða viðstaddir forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra auk annarra gesta. Klukkan 10.45, rétt fyrir athöfn­ ina sem hefst klukkan 11.00, mun þyrla Landhelgisgæslunnar lenda við þyrlupall Bráðamóttökunnar. Að lokinni einnar mínútu þagnar­ stund munu tveir aðstandendur sem misst hafa ástvini sína í um­ ferðarslysum segja stuttlega frá reynslu sinni. Smyglari í fangelsi 32 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á kókaíni. Maðurinn var stöðvaður í Leifsstöð við komuna frá Kaup­ mannahöfn í apríl eftir að í fór­ um hans fundust 197 grömm af kókaíni. Efnið var 70 prósent að styrkleika en að því er fram kom í ákæru hefði verið unnt að framleiða 644 grömm að 21,4 prósenta styrkleika úr efn­ unum. Maðurinn faldi efnin í sex pakkningum í líkama sín­ um. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómnum en hann vildi ekki ljóstra upp um þá eða þann sem skipulagði för hans. Fjórir mánuðir af sjö eru skil­ orðsbundnir Hefur sætt svívirðingum Egill hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Vill hreinsa nafn sitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.