Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Qupperneq 18
18 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Ég vissi ekkert hvað þetta var en svo sá ég þetta. Þetta er bara eitthvað sem allir hafa séð, tvær stelpur að troða glasi á fæti upp í rassinn á annarri þeirra og svo brotnar glasið inni í henni. Ég var í sjokki eftir þetta.“ Salvör: „Það eru líka dæmi um að fólk horfi á mjög gróf myndbönd sér til skemmtunar. Vefsíður á borð við eFucked helga sig ýktum og ógeðs- legum myndböndum og það eru fullt af krökkum sem sitja inni í matsal skólans að horfa á svona myndbönd og hlæja að þeim. Það myndi enginn þora að segja að honum liði illa yfir þessu, það er tabú. Þú átt að þola þetta eins og hinir. Sem er fáránlegt.“ Nota klám sem skemmtiefni Hjalti: „Það er svona vika síðan ég gekk inn á nemendafélagsskrifstof- una þar sem tveir strákar sátu saman og voru að horfa á klám. Ég spurði hvað þeir væru að horfa á og þá var þetta viðtal við stelpu sem vildi leika í klámmynd og það var verið að gera ógeðslega hluti við hana og niður- lægja hana á allan máta. Þeir sátu bara hér og horfðu á þetta en ég strunsaði út og sagði Sölku að strák- arnir væru að horfa á klám og spurði hvort hún væri ekki til í að fara inn og öskra á þá. Þetta er svona viðurkennt, þessir strákar eru ekkert slæmir gaurar, þetta er bara kúltúrinn.“ Ester: „Ég geng svo oft inn í aðstæður þar sem verið er að horfa á myndband sem snýst um eitthvað svona, fimmtán menn að fá það yfir eina konu, og þeim finnst það ógeðs- lega fyndið að hún sitji bara þarna á meðan það er verið að „cumma“ yfir andlitið á henni. Þeim finnst það bara geggjað, það er svo skrýtið. En þegar maður segir eitthvað þá er alltaf einhver sem segir manni bara að slaka á, þetta sé bara djók en ekki alvara. Í alvöru? Ok, þetta er ekki hefðbundið klám, það snýst meira um að einhver karl sé að „pounda“ konu geðveikt fast, „anal“ og meira að segja myndi „triple penetration“ flokkast undir hefðbundið klám. Það er líka svo al- gengt í þessum myndböndum þessi leikur þar sem hún segir nei, hann heldur áfram og segir jú, hún neit- ar aftur og svona gengur þetta þar til nei-ið týnist og það fer allt af stað. Engu að síður er þetta önn- ur deild í klámi sem er jafn algeng og venjulegt klám. Það eru allir að spyrja hvort maður hafi ekki séð þetta því það séu allir búnir að sjá þetta. Eins og þessar „e-fucked“-síð- ur og „4chan“. Þegar krakkar eru að horfa á þetta ógeðsklám þá er eins og þeir séu að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu eða handboltaleik þar sem þeir eru bara „ neeiiiiiii“. Þetta er sjúkt. Það er engin hugsun á bak við það sem þeir eru að gera, þeim finnst þetta bara svo klikkað og ógeðslegt að þeir horfa á þetta.“ Salvör: „Fólk fer alltaf að horfa á grófara klám af því að það heldur að þetta sé í lagi. Um leið og þú sérð að einhver hefur gert þetta þá ferðu að hugsa með þér að það sé kannski allt í lagi að gera þetta.“ Steinarr: „Ég veit ekki hvort klám sé alltaf að verða grófara. Ég held að það sé aðallega þannig að þeir sem horfa mikið á klám sækist í grófara klám.“ Salvör: „Á meðan telja framleið- endur sig þurfa að svara eftirspurn- inni svo fólk fái ekki leið á kláminu. Klámmarkaðurinn er ekki þarna til þess að hjálpa neinum nema sjálf- um sér. Hann er ekki þarna til þess að kynna heilbrigð viðhorf, hann er þarna til þess að græða peninga, rétt eins og allur iðnaður, sama af hvaða tagi hann er. Þess vegna verður að draga úr eftirspurninni.“ Fólk sér ekki vandamálið Salvör segir það líka áhugavert að velta því fyrir sér hvað sé að gerast hjá þeim sem leika í þessum mynd- böndum: „Á hverjum degi byrja stelpur í þessum bransa í von um að verða næsta stórstjarna. Það er líka áhugavert að skoða í hverju þær hafa lent áður en þær enda þarna. Oft hafa þær lent í slæmri kynferð- islegri reynslu. Það þarf að breyta mýtunni um að þetta sé gott líf, þetta er bara ömurlegt fyrir alla sem koma að þessu. Líka strákana sem vinna við að halda „bóner“ í fimm tíma og niðurlægja konur. Þetta eyðileggur líf þeirra og margir svipta sig lífi. Það er ekkert kúl við þennan heim. En eldri kynslóðin veit ekki hvað þetta er og hvað þetta er útbreitt og vill ekkert endilega horfast í augu við það. Fyrir þeim er þetta feimnismál, viðhorfið er annað hjá yngra fólkinu sem lítur frekar á þetta sem gaman- mál.“ Vigdís Perla: „Ég held að það sé aðallega það að fullorðið fólk veit ekki af þessu, hversu eðlilegt þetta þykir og hversu gróft þetta er. Það sér ekki vandamálið.“ Steinarr: „Það áttar sig kannski núna með þessari umræðu sem hefur átt sér stað síðustu vikur.“ Hjalti: „Ég er mjög feginn að þessi umræða eigi sér stað. Ég held að nauðgunarkæran gegn Gillz hafi haft mjög djúpstæð áhrif því fólk fór að átta sig á því að þessi kúltúr er ekki eitthvað sem gæti mögu- lega einhvern tímann farið að hafa áhrif heldur er þetta „mainstream“- vandamál. Það er þarna og það hefur áhrif. Um daginn var birt rannsókn sem sýndi að strákar í grunnskóla væru íhaldssamari en þeir voru fyrir tuttugu árum. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því og þetta hefur allt áhrif. Klámið meðal annars, það smitar út frá sér.“ Vigdís Perla: „Það þarf að ná til yngri krakka, fræða þá og stimpla það inn í hugann á þeim að þetta sé ekki í lagi. Það er allt of seint í rass- inn gripið að ætla að byrja á 19 ára strákum.“ Ester: „Ég held að það sé mjög erfitt að banna þetta. Það væri far- sælast ef eftirspurnin myndi hverfa, sem gerist helst með fræðslu og al- mennri viðhorfsbreytingu. Það væri óskandi að klám væri ekki eitthvað sem þú verður að hafa séð því það eru allir að horfa á klám. Það á ekki að vera normið.“ n „Það er fullt af krökkum sem sitja inni í matsal skólans að horfa á svona myndbönd og hlæja að þeim Þreytt á kláminu Salvör, Steinarr, Ester, Hjalti og Vigdís Perla eru nemendur í MH. Þeim er slétt sama þótt þau séu stimpluð sem öfgafemínistar fyrir að gagnrýna klámnotkun sem á sér meðal annars stað í skólanum, enda segja þau klámkúltúrinn hafa slæm áhrif á hugmyndir um kynlíf og kynhlutverk, eins og þau hafa upplifað sjálf. „Þær liggja bara þarna. Síðan fara stelpur inn í kynlífið án þess að hafa skoðun á neinu og halda að það sé ekki þeirra völlur á meðan strákarnir halda að þeir séu sönn karlmenni ef þeir „pounda“ hana geð- veikt fast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.