Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Side 27
„Femínistar eru lúxusand- stæðingar“ Viðtal 27Helgarblað 16.–18. nóvember 2012 Dalvegur 2 200 Kópavogur Sama hús og vínbúðin Verð 22.990,-kr. Verð 20.990,-kr. Verð 23.990,-kr.Verð 21.990,-kr. www.facebook.com/modabrasilia Opið 16:30 - 18:30 mánudaga-föstudaga 12:00 - 16:00 laugardaga. Við seljum handunna skó og töskur úr gæða leðri beint frá Brasilíu sem tryggir frábært verð. Einungis verða til 12 pör í tegund hverju sinni. NÝ VERSLUN SÍMI: 662 5041 SJÁÐU VERÐIÐ! kynferðismálum. Við megum hafa áhuga á kynlífi en það þarf að vera pólitískt rétt til að verða samþykkt.“ Varðandi vændi telur Eva að konur eigi að fá að stjórna því sjálf- ar hvað þær geri við líkama sinn. „Ég hef samúð með því fólki sem er ekki boðið til umræðu um eigin mál- efni, eins og flóttamönnum, föngum og kynlífsþjónum. Því er enn haldið fram að „hamingjusama hóran“ sé ekki til enda þótt myndbönd og greinar með vitnisburði margra kyn- lífsþjóna sanni hið gagnstæða og samtök fólks í kynlífsþjónustu séu starfrækt víða um heim. Það er líka athyglisvert að þessi hamingjukrafa skuli gerð til að- eins einnar stéttar. Ekki var ég rass- gat hamingjusöm við skúringar eða saltfiskverkun en þó reyndi enginn að banna skúringar eða saltfisk til að „bjarga“ mér. Framkoma yfirvalda við fólk í kynlífsiðnaði er ömurleg. Fyrir nokkrum vikum efndu þrjú ráðu- neyti til ráðstefnu um klám og ekki einum einasta fulltrúa klámiðnað- arins var boðið. Ég kom inn á þetta virðingarleysi gagnvart kynlífsþjón- um í bókinni minni Ekki lita út fyrir - sjálfshjálparbók handa sjálfri mér og öðrum ýlandi dræsum, sem kom út 2010. Ég hef líka skrifað ljóðabók þar sem sjóninni er beint að fólki í kynlífsiðnaði. Hún heitir Bláþræðir - dagbók vændiskonu og er til á blogg- formi á netinu en útgáfu var hafnað með þeim orðum að viðfangsefnið gæti seint talist ljóðrænt – ég á þetta skriflegt. Þetta segir dálítið um af- stöðuna til kvenna sem hafa valið að vinna við kynlífsþjónustu, það má ekki einu sinni yrkja ljóð um þær.“ Aðspurð hvort þessir bókatitlar vísi í persónulega reynslu segir hún öll sín skrif litast á einhvern hátt af reynslu. „Yfirskriftin á persónulega blogginu mínu er sú að góð saga sé ekki verri þótt hún sé login. Ég ætla ekki að fara út í það hvar mörkin milli skáldskapar og veruleika liggja; bendi fólki bara á að lesa það sem ég hef að segja.“ Eva segir að það sé ekki erfitt að hafa femínista á móti sér. „Nei, alls ekki. Það er mjög auðvelt að hrekja málflutning femínista. Ég hef með rökum og gögnum hrakið helstu fullyrðingar sem þeir halda á lofti, til dæmis því að kynlífsþjónusta sé alltaf nauðung, að ofbeldi gegn kon- um sé viðurkennd hegðun á Íslandi, að réttarkerfi hygli nauðgurum og að orsakasamband sé milli klámneyslu og kynferðisofbeldis. Femínistar reyna ekki einu sinni að svara þessu með rökum. Stundum koma rökvillur og útúrsnúningar sem þarf ekkert að svara. Ég svara þeim oft, mér til skemmtunar, en gagnrýni mín hefur aldrei verið hrakin svo femínistar eru algerir lúxusandstæðingar.“ Hamingjusöm og ástfangin Eva segir tilganginn með skrifum sín- um ekki vera að hneyksla heldur að fá fólk til að endurskoða hugmyndir sín- ar. „Mér finnst hressandi að fá blauta tusku í andlitið og neyðast jafnvel til að hugsa hlutina upp á nýtt. Að sama skapi fæ ég kikk út úr því ef mér tekst að fá einhvern til að efast um það sem hann hefur gengið út frá sem sannleika. Maður kemst ekki hjá því að ganga fram af einhverjum ef maður ætlar að hafa áhrif á samfélags- umræðuna og ég stæði ekkert í þessu nema af því að mig langar að hafa áhrif. Ég hef gaman af að stuða fólk en það hafa ekki allir sömu þolmörk.“ Eva eyðir drjúgum tíma í bloggskrif en félagslíf hennar fer einnig að miklu leyti fram á veraldar- vefnum. „Þótt mér þyki vænt um vini og ættingja hef ég ekki þörf fyrir stöð- ugan félagsskap. Á netinu er auðvelt að halda uppi samskiptum í stuttan tíma í senn svo það hentar mér vel. Þótt ég sé ekki með vinahópinn í kringum mig hef ég aldrei orðið ein- mana hér í Glasgow en Einar er líka alltaf nálægur.“ Eva kynntist Einari á netinu og flutti til hans í janúar. „Það er ekki komin mikil reynsla á sambandið en ég er mjög hamingjusöm. Ég hef aldrei verið með manni sem skilur mig svona vel og okkur lyndir ákaflega vel saman. Við erum sammála um það sem skiptir mestu máli en við höfum oft komist að sömu niðurstöðum út fá ólíkum sjónarhornum og það býður upp á mjög áhugaverðar samræður. Ég hef þráð einmitt svona ástarsamband í tvo áratugi og ég trúi því að það muni endast.“ n Alin upp við sjálfstæði Eva segir umhverfisáhrif ofmetin. Systkini hennar hafi verið alin upp á sama heimili en rífi þó ekki kjaft á netinu eins og hún. myndir ingólfur Júlíusson Fáðu greinar í heild sinni á DV.is og vefáskrift af prentútgáfu DV * Verðið er 790 kr. fyrstu 3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það. fyrir 790 kr. á mánuði * Sjáðu meira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.