Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Side 54
Ásdís Rán vill aukavinnu Þ etta tekur á, ég æfi þrisvar á dag um þessar mundir, segir Margrét Edda Gnarr sem æfir stíft fyrir módelfitnesskeppni sem fram fer laugardaginn 16. nóvember næstkomandi. Hún vaknar eldsnemma á morgnana til að taka sína fyrstu æfingu, æfir aftur í hádeg­ inu og svo seinna um daginn. Vatnslosun fyrir keppni Mataræðið fyrir keppni eins og þessa er strangt. Margrét Edda segist borða á tveggja tíma fresti. „Við þurfum að vera há í prótínum og lág í kolvetnum. Ég borða á tveggja tíma fresti og þrjár stórar máltíðir á dag. Á morgnana fæ ég mér hafragraut með kanil, í hádeg­ inu kjúklingabringu og hrísgrjón og í kvöldmat fæ ég mér oftast lax með grjónum. Í millimál fæ ég mér oftast grænmeti og poppkex.“ Eins og aðrir losar hún líkamann við vatn áður en hún fer á svið svo vöðvarnir sjáist betur. „Vatnslosun­ in er það óhollasta við þessa íþrótt. Við byrjum á því að drekka mikið af vatni, sex lítra á dag. Svo minnkum við magnið og plötum þannig líkamann því líkaminn heldur áfram að losa sig við mikið magn af vatni.“ Verður að vera sólbrún Keppendur í módelfitness eru afar sólbrúnir. Margrét Edda fer í sól­ brúnkumeðferð og segir brúnkuna nauðsynlega. „Þegar húðliturinn er dekkri þá sést betur hversu vel vöðva­ rnir eru skornir. Ég fer í sólbrúnku­ meðferð hjá Miso og þar fæ ég brúnkumeðferð sem keppendur úti í heimi nota og er víst sú allra besta.“ Með svarta beltið í taekwondo Margrét er 23 ára og byrjaði að æfa fit­ ness í fyrra og hefur sinnt íþróttinni af heljarkrafti. Eftir mótið um helgina hefur hún tekið þátt í sjö keppnum á árinu. „Þetta er búið að vera rosaleg keyrsla, nú ætla ég að taka mér pásu og einbeita mér að starfinu, en ég fékk nýverið nýja vinnu sem einkaþjálfari í Sporthúsinu. Þá ætla ég að byrja að æfa taekwondo aftur. Ég fékk svarta beltið í sumar en hef ekkert æft að ráði vegna fitnessæfinganna. Það er eigin­ lega ekki hægt, þegar maður er að borða fæði sem er hátt í prótínum og lágt í kolvetni er maður lengur að jafna sig eftir meiðsli. Ég fékk til dæmis mar­ blett á æfingu og hann var heilar fjórar vikur að hverfa. Ég gat ekki hætt á það,“ útskýrir hún. Brjálað að gera hjá pabba Hún byrjaði ung í íþróttum. Hún var fimm ára þegar hún byrjaði í fim­ leikum. Hún færði sig svo í listdans á skautum sjö ára og var fljót að ná ár­ angri. Hún meiddist hins vegar illa á ökkla og þurfti að hætta. „Þá kynntist ég taekwondo, fór á eina æfingu og heillaðist og fór ekki aftur á skauta. Ég er með mikið keppnisskap og er því venjulega oft mjög fljót að ná árangri og svo varð einnig í taekwondo.“ Margrét Edda er dóttir borgar­ stjóra Reykjavíkur, Jóns Gnarr. „Mamma og pabbi reyna að mæta, en það er auðvitað alltaf brjál­ að að gera hjá pabba. En þau styðja mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.“ n 54 Fólk 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Undur uppeldisins n Með kúkalyktarröskun á háu stigi S vanhildur Hólm þekkir það líkt og margir aðrir foreldrar að barnauppeldi getur tekið á líkt og hún sagði frá í stöðu­ uppfærslu á Facebook. „Það er ekki ofsögum sagt af undrum uppeldis­ ins og þeim gjöfum sem manni eru færðar,“ segir hún og lýsir því næst þegar hún fór inn á bað gleraugna­ laus til þess að þvo sér í framan. „Var í þann mund að skella þvotta­ stykkinu framan í mig þegar ég uppgötva að af því er ekkert ann­ að en ilmandi kúkalykt. (Þetta er enn alvarlegra í ljósi þess að ég er með kúkalyktarröskun á háu stigi.) Yngsta dóttirin hefur sem sagt ákveðið að það væri heppi­ legt að skeina sig með þvottapoka og skilja hann svo eftir á viðeigandi stað,“ segir Svanhildur sem hlær þó að uppátækinu. „Þessu hef­ ur hún náð einhvern tímann milli þess sem hún skúraði klósettið upp úr heilli túpu af Sensodyne tannkremi og drekkti hálfri kló­ settrúllu. Í þessu sama klósetti. Og já, það var hljótt og ég var senni­ lega að tala í símann, borða og lesa yfir ritgerð fyrir stjúpdóttur mína í einu á meðan aðgerðir stóðu yfir.“ n Margrét Edda Gnarr er dóttir borgarstjórans, Jóns Gnarr n Með svarta beltið í taekwondo Æfir þrisvar á dag Byssurnar Margrét sýnir „byssurnar“ September 2012 Margrét Edda æfir stíft um þessar mundir, eða þrisvar á dag. Sjöunda mótið Eftir laugardaginn hefur Margrét Edda keppt á sjö mótum á þessu ári. Gjafir barnanna Svanhildur ætlaði að skella þvottastykkinu framan í sig þegar hún uppgötvaði að dóttirin hafði ákveðið að skeina sér með því. S jónvarpsmaðurinn Sigur­ steinn Másson hefur verið greindur bæði með geðhvörf, sem valda maníuköstum, og þunglyndi. Í viðtali í nýjasta tölu­ blaði Séð og heyrt segir hann frá skrautlegasta maníukastinu sínu sem átti sér stað þegar hann vann að þáttunum Aðför að lögum um Guðmundar­ og Geirfinnsmálin. Hann áttaði sig á því að á Íslandi byggi hann ekki við það öryggi sem hann taldi sig gera. „Ég varð væni­ sjúkur og fór á flótta, faldi mig hjá vinum mínum og í sumarbústöð­ um og gerði alls kyns tilraunir til að tryggja öryggi mitt.“ Sigursteinn vinnur nú að bók þar sem hann fer yfir þau tímabil ævi sinnar þegar hann þurfti að leggj­ ast inn á geðdeild vegna veikinda sinna. n Sigursteinn gerir upp veikindatímabilin í nýrri bók „Ég varð vænisjúkur“ A thafnakonan Ásdís Rán virðist ætla að dvelja á Ís­ landi í desember og jan­ úar og fésbókarsíðu sinni auglýsir hún eftir vinnu á þeim tíma. „Atvinnuauglýsing: Er laus í aukavinnu í desember og janúar í Rvk ef einhver gæti hugsanlega nýtt sér það :)“ skrifar Ísdrottn­ ingin en tekur ekkert fram hvernig vinnu hún sækist eftir. Ásdísi Rán er vissulega margt til lista lagt svo tilboðunum mun eflaust rigna yfir hana. Ásdís Rán býr í Búlgaríu þar sem hún hefur haft nóg fyrir stafni. Hún starfar sem fyrirsæta og rekur verslun sem selur meðal annars undirföt, förðunarvörur og kjóla í Icequeen­tískumerkinu. n Birtir atvinnuauglýsingu á Facebook G uðmundur Benediktsson, fyrr­ verandi fótboltakempa og nú­ verandi íþróttakynnir, eyddi að­ faranótt fimmtudags á spítala. Hann reyndist vera með blóðeitrun. „Þetta er ekki alvarlegt, en ég eyddi nóttinni á spítala. Ég hafði verið að naga á mér neglurnar og fékk blóð­ eitrun. Mér mun batna fljótt,“ sagði Guðmundur. n Eyddi nótt á spítala fékk blóðeitrun af því að naga neglurnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.