Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun „Samtök dúnútflytjenda eru að ein­ oka markaðinn á sama máta og olíu­ félögin gerðu. Það er samráð í verði gagnvart birgjum og það er samráð í verði gagnvart kaupendum,“ segir Jón Sveinsson æðarbóndi, hreinsari, dúnvöruframleiðandi og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit. Jóni bauðst að vera með í samtökum dún­ útflytjenda í upphafi en segir að hann hafi hryllt við þeim vinnubrögðum sem átti að viðhafa innan þeirra. Jón er einn af þremur útflutningsaðilum sem standa fyrir utan félagið. „Þetta er geðveikur maður“ Jón er eini dúnframleiðandinn á Ís­ landi sem þvær dúninn sjálfur og hann segist því í raun vera með verð­ mætari vöru í höndunum en aðrir. Þá er hann, að eigin sögn, einnig með fullkomnari vélar en gengur og gerist í dúnframleiðslu á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa síðustu ár að fóta sig á Japansmarkaði, sem er stór. Hann kannaði hvernig á því stæði og segir þá hafa komið í ljós að mikill áróður var í gangi gegn honum frá stóru heildsölunum. „Maður er búinn að vera í þessu í yfir tuttugu ár, gera þetta að ævistarfi, byggja nýjar vélar og koma sér upp viðskiptum. Svo er þetta kroppað af manni með bolabrögðum. Þeir ráð­ ast á kaupendurna úti og segja: skipt­ ið ekki við Jón á Miðhúsum, þetta er geðveikur maður,“ segir Jón og vísar þar til símtals sem hann fékk frá er­ lendum kunningja sínum. Sá hafði fengið þær upplýsingar frá aðilum innan heildsölu í Reykjavík að Jón gengi ekki heill til skógar. „Svo ráð­ ast þeir á bændurna og segja: skiptið ekki við Jón á Miðhúsum, hann getur ekkert selt, komið frekar til okkar.“ Jón segist hafa verið með um tuttugu pró­ sent af framleiðslunni á tímabili en nú sé hlutur hans óverulegur. „Þeir hafa lokað á mig á markaðnum úti og náð til sín birgjum hérna innanlands. En ég er þó ekki af baki dottinn og ég finn ný og rækta ný viðskiptasambönd.“ Gróðinni er í sölunni, ekki tínslunni Jón segir þó steininn hafa tekið úr þegar hann opnaði nýjasta eintakið af Bændablaðinu og sá þar að nýtt kynningarefni um æðarfuglinn væri í smíðum. „Ríkið er að borga fyrir þetta með styrkjum í gegnum Æðar­ ræktarfélagið og Bændasamtökin og það er verið að taka upp mynd í verksmiðju keppinautanna sem eru einnig í útflutningi. Kynningarefn­ ið kemur því væntanlega til með að þjóna þeim sérstaklega,“ segir Jón sem er eðlilega mjög ósáttur. „Það er ekki verið að hygla einum eða neinum í þessari mynd. Þetta er almenn kynningarmynd um æðar­ rækt á Íslandi sem er tekin á fjölda­ mörgum stöðum,“ segir Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, hlunninda­ ráðgjafi hjá Bændasamtökum Ís­ lands. Hún segir það hafa verið til­ viljun að Bændablaðið myndaði í þessari ákveðnu verksmiðju, en nafn verksmiðjunnar komi hvergi fram í myndinni. Bændasamtök Íslands koma ekki að gerð myndarinnar, heldur eingöngu Æðarræktarfélag­ ið, að sögn Guðbjargar. Það fjármagn sem fer í kynningarefnið kemur því beint frá félagsmönnum en ekki frá ríkinu. Vill fá dúninn á uppboð Jón hefur verið talsmaður þess að fella út heildsölustigið og að dúnn­ inn fari frekar á uppboð. „Ég bar þessa hugmynd upp á fundi félags æðarræktenda og það var púað á hana. Það var frá fulltrúum heild­ salanna því þeir myndu missa spón úr aski sínum ef þetta fyrirkomulag kæmist á.“ Hann segir heildsalana ekki taka neina áhættu þegar illa gengur að selja enda láta þeir framleiðendur þá sitja uppi með hráefnið. Þá full­ yrðir Jón að heildsalarnir sitji beggja vegna borðsins því fulltrúar þeirra séu komnir inn í stjórn Æðarræktar­ félagsins. Það sé mjög óeðlilegt enda sé það hagur þeirra að halda verðinu gagnvart bændum eins lágu og þeir geta. Framleiðendur fá brot af smásöluverði Jón bendir á að æðardúnninn sé mjög verðmæt vara en að hagnað­ ur framleiðendanna sé ekki nema um 1/25 af smásöluverði vörunnar. Meðalverð á sængum úr íslenkum æðardún í Japan mun vera um tvær milljónir króna en dæmi eru um að sængur séu verðlagðar á allt að 45 milljónir króna. Þá eru sængurver­ in einnig úr gæðahráefni. „Þetta er grein sem enginn veitir athygli og enginn hugsar um en þetta er al­ vöru vara sem er að fara í eina mestu lúxus afurð heims, en okkur er þrykkt út í horn með hana,“ segir Jón sem vill sjá breytingar sem fyrst. Einangraður æðarbóndi segir heildsala loka á sig n Jón Sveinsson æðarbóndi segir félag dúnútflyjenda vera með áróður gegn sér n Sagður vera geðveikur n Ríkið greiðir niður kynningarefni tekið upp í verksmiðju keppinautar hans „Þeir ráðast á kaupendurna úti og segja: skiptið ekki við Jón á Miðhúsum, þetta er geðveikur maður. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Þvær dúninn Jón segist vera eini dún- framleiðandinn á Íslandi sem þvær dúninn sjálfur. Það geri vöru hans mun verðmætari en annarra. Enginn gróði í tínslu „Gróðinn felst ekki í því að hlaupa hér út í allar eyjar í vindi og roki og ganga klukkutímunum saman og tína hráefnið,“ segir Jón. Ósáttur Jón Sveinsson æðarbóndi segir samtök dúnútflytjenda stunda áróður gegn sér. mynd JÓn SVEinSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.