Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
Þ
að voru margir sem áttuðu
sig á því hvernig maður var
þarna á ferðinni þrátt fyr-
ir útlit hans og sögu. Hann
hafði aðgang að alls kon-
ar fólki, jafnvel háttsettu og náði að
mynda þýðingarmikil tengsl,“ seg-
ir Erla Bolladóttir um Sævar Mar-
inó Ciesielski sem lést af slysförum
í Kaupmannahöfn aðfaranótt mið-
vikudagsins 12. júlí.
Vinir og vandamenn Sævars lýsa
honum sem vinamörgum baráttu-
manni sem var aldrei einn. Hann var
þó ekki gallalaus og hafði sína pers-
ónulegu djöfla að draga, en hann var
það sem hann valdi sér, lífsstíll hans
stöðvaði hann aldrei í því sem hann
ætlaði sér að gera.
Hann velti sér ekki upp úr að-
stæðum sínum þrátt fyrir að það
samfélag sem hann reyndi að að-
lagast eftir fangelsisvistina tæki á
móti honum á forsendum sem hann
gat ekki mætt.
Erla, barnsmóðir hans, sem var
einnig ákærð í Geirfinnsmálinu, lýs-
ir honum sem hæfileikaríkum lista-
manni, sem hafi verið fluggreindur.
„Sævar hafði mikla hæfileika til
að bera og var mikill hugsjónamaður
sem hafði djúpan og næman skiln-
ing á þjóðfélaginu. Eitt af því sem
einkenndi hann umfram aðra var að
hann hafði sterka innsýn og yfirsýn,
hann var fljótur að sjá heildarmynd-
ina og hafði mikla leiðtogahæfileika,“
segir hún.
Hélt fram sakleysi sínu
Sævar varð þekktur í íslensku þjóð-
félagi þegar hann var einn af sak-
borningunum í Geirfinns- og Guð-
mundarmálinu svokallaða á áttunda
áratugnum. Geirfinns- og Guðmund-
armálið er eitt stærsta og flóknasta
sakamál íslensks samtíma og hafa fá
mál verið jafnlengi í þjóðarsálinni.
Sævar hélt ávallt fram sakleysi
sínu og reyndi margoft að fá mál sitt
– og annarra sakborninga – tekið upp
aftur fyrir rétti án árangurs. Hann sat í
rúm tvö ár í einangrun á meðan mál-
ið var rannsakað, sem er lengsti tími
sem íslenskur gæsluvarðhaldsfangi
hefur setið í einangrun.
Sævar lýsti því margoft yfir að
játning hans hafi verið knúin fram af
miklu harðræði í fangelsinu. Sautján
ára dómur yfir honum vegna morðs-
ins á Geirfinni Einarssyni var byggður
á þeirri játningu. Sævar sagði frá því
hvernig þrúgandi og langvarandi yfir-
heyrslur yfir honum tóku sinn toll.
Bæði hann og hans nánustu að-
standendur telja að hann hafi aldrei
borið þess bætur að hafa setið svo
lengi í einangrun og hafa sætt þeirri
meðferð sem hann þurfti að þola á
meðan hann sat inni. Sævar taldi að
á sér hefði verið framið réttarmorð í
málinu og barðist fyrir því alla tíð að
réttlætinu yrði fullnægt og að hann
fengi uppreisn æru ásamt öðrum sak-
borningum.
Var á Breiðavík
Sævar ólst upp við erfiðar aðstæður
og var vistaður á Breiðavík sem ung-
ur maður. Í bókinni Stattu þig strákur
sem rituð var af fyrrverandi kennara
Sævars, Stefáni Unnsteinssyni, árið
1980 eru skráðar minningar hans frá
dvölinni á barnaheimilinu í Breiða-
vík sem haldast í hendur við lýsingar
annarra sem þar voru vistaðir.
Þrátt fyrir bókina og frásögn Sæv-
ars í henni var ekkert gert í þeim
málum sem tengdust Breiðavík fyrr
en tæplega 30 árum seinna. Bók-
in var þó notuð sem heimild þegar
rannsóknarnefnd um barnaheimili
fór yfir mál Breiðavíkurdrengjanna.
Þegar Sævar var um tvítugt hafði
hann hafið innflutning á hassi til
landsins og ásamt barnsmóður
sinni, Erlu Bolladóttur, tekið þátt í
svokölluðu póstsvikamáli. Hann var
handtekinn og færður í gæsluvarð-
hald vegna póstsvikamálsins og var í
kjölfarið grunaður um morðin í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu.
Einangrun og falskar játningar
Árið 1975 hurfu tveir ungir menn,
Guðmundur Einarsson og Geir-
finnur Einarsson. Í fyrstu voru mál-
in rannsökuð sem tvö aðskilin mál,
enda leið tæpt ár á milli þess sem
mennirnir hurfu. Fljótlega eftir að
Geirfinnur Einarsson hvarf, blönd-
uðust Sævar og Erla inn í málið
og voru ásamt öðrum grunuð um
morðið á mönnunum.
Í raun var fátt sem benti til þess að
þau hefðu framið morðin ef litið er á
þau fjölmörgu gögn sem til eru um
rannsókn lögreglunnar. Þar að auki
hafa lík Geirfinns og Guðmundar
aldrei fundist og enginn veit hvort um
óútskýrð mannshvörf hafi verið að
ræða eða hvort þeir hafi verið myrtir.
Í kjölfarið var Sævar hnepptur í
gæsluvarðhald og einangrun. Sæv-
ar var hafður í eitt og hálft ár í sex
fermetra klefa með óopnanlegum
glugga og suðandi loftræstikerfi dag
og nótt, er blés misheitu lofti inn í
klefann. Ljós logaði allan sólarhring-
inn í klefanum og var Sævari hald-
ið vakandi með hávaða og skarkala
sem barst inn í klefa hans.
Hann var í rúm tvö ár í gæslu-
varðhaldi og hámarkseinangrun
sem tók mikinn toll af honum. Þeg-
ar Sævar loksins losnaði úr einangr-
uninni mun hann hafa verið nán-
ast mállaus vegna fásinnis. Sævari
var einnig haldið sljóum með lyfj-
um, bæði vöðvaslakandi og þung-
lyndislyfjum, en hann var þó aldrei
skoðaður af sérfræðingi sem greindi
hann með þörf fyrir slík lyf.
Hafður í fótahlekkjum
Í viðtali við DV 2008 lýsti Erla Bolla-
dóttir því að hún vissi að verið var að
færa Sævar á milli staða í Síðumúla-
fangelsinu, þar sem þau voru bæði í
gæsluvarðhaldi, þegar hún heyrði í
fótahlekkjum hans hringla, en hann
var löngum í fótajárnum sem glumdi
í um alla ganga fangelsisins er hann
var færður í yfirheyrslur.
Í kjallaragrein í DV árið 1995 er því
lýst hversu illa var farið með Sævar í
einangruninni. Þar kemur einnig
fram að Sævar var í gæsluvarðhaldi
vegna svokallaðs póstsvikamáls, en
ekki beint vegna Guðmundar- og
Geirfinnsmálsins. Tíminn í gæslu-
varðhaldinu var þó notaður til að yf-
irheyra hann um það engu að síður.
Eftir á að hyggja er augljóst að
rannsóknarmennirnir í málinu
beittu einkennilegum aðferðum við
rannsókn sína. Framburður vitna í
málinu stangaðist á og voru notaðir
gegn þeim fjórum sem sátu í gæslu-
varðhaldi, án þess að sannanir væru
til staðar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið
var lengi á þvælingi á milli mismun-
andi dómstiga, enda bæði flókið mál
og fáar beinar sannanir gegn hinum
grunuðu. Áður en dómur Hæstarétt-
ar lá fyrir árið 1980 ávarpaði Sæv-
ar réttinn og lýsti yfir sakleysi sínu.
Hann sagðist gera sér grein fyrir því
að snara hefði verið bundin um háls
hans og hann ætti sér engrar undan-
komu auðið.
Þann 22. febrúar árið 1980 kvað
Hæstiréttur upp dóm í málinu og
Sævar Marinó Ciesielski, Krist-
ján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rún-
ar Leifsson, Guðjón Skarphéðins-
son, Erla Bolladóttir og Albert Klahn
Skaftason fengu samanlagt 63 ára
fangelsisdóm. Sævar fékk þyngsta
dóminn af þeim sex og sat inni í níu
ár af sautján.
Þegar hann losnaði úr fangelsis-
vistinni hóf hann strax baráttu sína
fyrir því að fá uppreisn æru. Meðal
þeirra sem studdu Sævar var Dav-
íð Oddsson, þá forsætisráðherra, en
árið 1995 sagði hann að sér þætti
ljóst að ekki hefði verið rétt staðið að
rannsókn málsins.
Þrátt fyrir það og ítrekaðar til-
raunir Sævars samþykkti Hæstiréttur
ekki endurupptöku.
Framboð til alþingiskosninga
Sævar ætlaði í framboð til alþingis-
kosninganna árið 2009 og fékk út-
hlutað listabókstafnum N fyrir fram-
boðið Samtök um réttlæti sem hann
fór fyrir. Samtök um réttlæti stofnaði
hann árið 1995 í kjölfar þess að hann
reyndi að fá endurupptöku á máli
sínu en tókst ekki.
Sama ár hafði hann reynt að taka
þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins
á Suðurlandi þar sem hann stefndi
á fyrsta sætið. Sævar taldi sig þá eiga
fullt erindi í framboð og sagði meðal
annars í viðtali sama ár að hann teldi
mikilvægt „[...] að standa vörð um þá
sem minnst mega sín í samfélaginu“.
Hann sagði í viðtölum að sam-
tökin myndu berjast fyrir réttindum
ungs fólks, auknum aflaheimildum
til sjávarþorpa og kæmu til með að
standa vörð um landbúnaðinn. N-
listinn hafði ekki uppfyllt þau skilyrði
sem yfirkjörstjórn setti fyrir kosning-
arnar og ekkert varð af framboðinu
á endanum. Sævar ætlaði sér samt
stóra hluti og sagðist vilja breyta
ástandinu á Íslandi eftir hrunið 2008.
Réttarmorð
Sævar var langt leiddur alkóhólisti
þegar hann lést, en í viðtali við DV
árið 2008 lýsti hann lífsstíl sínum
sem „drykkjumanni sem vildi ekki
vera fullur“.
Vinir hans segja að hann hafi
aldrei gefist upp og hafi alltaf stað-
ið fast í báða fætur þrátt fyrir að á
móti blési. Sævar hafði undanfarið
dvalið í Kaupmannahöfn, þar sem
hann lést, en hann hafði reynt að fá
dönsk yfirvöld til að beita þrýstingi
á það að mál hans yrði endurupp-
tekið.
Hann hafðist í nokkurn tíma við
í gistiskýlinu í Þingholtsstræti, en
ferðaðist oft til Danmerkur og dvaldi
þar og var með lögheimili sitt þar-
lendis síðustu ár. Hann var nýlega
orðinn 56 ára og lætur eftir sig fimm
börn.
Gögn í máli Sævars benda til
þess að rétt sé að á honum hafi ver-
ið framið réttarmorð. Hin ákærðu
höfðu verið beitt harðræði og ját-
uðu brot sem þau frömdu ekki, undir
áhrifum lyfja. Sævar var að loknum
fangelsisdómi sínum brotinn maður.
Lýsa má Guðmundar- og Geirfinns-
málinu sem draug sem hefur ásótt
íslenska þjóðarsál til langs tíma.
Ólíklegt er að nokkurn tímann
verði úr því máli skorið eða upplýst
hvað hafi orðið um þessa tvo menn.
Hvort Sævar fær uppreisn æru sinnar
eftir dauðann kemur tíminn til með
að leiða í ljós en málið hefur verið til
skoðunar hjá innanríkisráðuneytinu
í nokkurn tíma.
astasigrun@dv.is
n Beygður maður sem bugaðist ekki n Leitaði réttlætis eftir réttarmorð n Lögregla
þvingaði fram játningar með ótrúlegu harðræði n Sat í gæsluvarðhaldi í tvö ár
Sævar vildi fá
uppreisn æru
„Sævar hafði mikla
hæfileika til að
bera og var mikill hug-
sjónamaður sem hafði
djúpan og næman skiln-
ing á þjóðfélaginu.
Sævar Ciesielski
F. 0 6 . 0 7. 1 9 5 5 – D . 1 2 . 0 7. 2 0 1 1
Var útskúfaður Sævari er lýst sem fluggreindum og hæfileikaríkum manni sem aldrei
náði að sameinast samfélaginu á ný eftir að hafa verið útskúfaður úr því. Mynd RóBERt REyniSSon
Leirfinnur Eitt helsta sönnunargagn lög-
reglunnar í málinu gegn Sævari og félögum
og átti að vera eftirlíking af manni sem
Geirfinnur hefði mælt sér mót við. Síðar
kom í ljós að lögregla hafði notast við mynd
af einum sakborninganna til þess að gera
styttuna.