Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað Fjölþrepa bakbrettið • Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Glitnir lánaði millj- arða í gegnum Byr Eignar- haldsfélagið FL Group, stærsti eigandi Glitnis, lét bankann lána sér þrjá milljarða króna í gegnum sparisjóðinn Byr í mars 2008. FL Group var komið í erfiðleika vegna endurfjármögnunar félagsins þegar þetta var og gat ekki fengið meira lánað frá Glitni þegar þarna var komið sögu. Viðskiptin fóru þannig fram að Glitnir lánaði Byr þrjá milljarða króna og fékk svo sömu upphæð lánaða frá Byr. Þetta kemur fram í tölvupóstum, fundar- gerðum, lánasamningum og fleiri gögnum sem DV vísaði til í umfjöllun sinni á mánudag. „Grafalvarlegt ástand“ „Þetta er auðvitað grafalvar- legt ástand. Bæði fyrir okkur sem íbúa hérna og ekki síst fyrir ferða- mannaiðnaðinn, við erum mörg hérna sem eigum allt undir honum.“ Þetta sagði Elías Guðmundsson, hót- elstjóri á Hótel Vík, í DV á mánudag. Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardags kom hlaup í Múlakvísl undan Mýrdalsjökli. Talsverður kraftur var í hlaupinu sem greip með sér brúna yfir Múlakvísl og er hring- vegurinn því rofinn. Ferðaþjónustan óttast að rof hringvegarins muni hafa slæm áhrif í för með sér. „Hefði sennilega látist þarna“ „Dóttir mín fór á Bestu útihátíðina á laugardaginn og kom til baka með sjúkrabíl sama dag.“ Þetta sagði faðir ungrar konu í DV á miðviku- dag. Dóttir hans veiktist alvarlega á Bestu útihátíðinni sem haldin var á Gaddstaðaflötum við Hellu um síðustu helgi. Talið er að henni hafi verið byrluð ólyfjan. Konan, sem er 26 ára einstæð móðir, fór ásamt vinum á útihátíðina á laug- ardeginum. Sjálf man hún ekkert frá hátíðinni og er enn að jafna sig eftir raunirnar. Fréttir vikunnar í DV svona var byr misnotaður tölvupóstar lýsa leynimakki byrs og fl-group Viðar Þorkelsson Sagði Byrslánið komið frá Glitni Jón Sigurðsson Ósáttur þegar Byr vildi ekki lána FL Ragnar Z. Samþykkti viðskiptin Hannes Smárason Stýrði FL Group í ógöngur Jón Ásgeir Skuggastjórnandi Glitnis F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 11.–12 . júlí 2011 Mánudagur/Þriðjudagur w w w .d v .i s 7 8 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . n Lánuðu þrjá milljarða til FL n Milljarðar teknir frá Glitni í gegnum Byr n „Þið hljótið að geta komið til móts við okkur“ n „Bendi a Jon Sig,“ segir Jón Ásgeir 10–12 2–3 20 Bolabíturinn var mun snyrtilegri en Ómar Ragnarsson Andri Freyr þvældist í húsbíl6 Þjófurinn stal leikriti úr bifreið „Ég hafði vonast til að leik- ritið yrði sett upp í haust“ Lögreglan mætti í grillpartí Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „Við buðum í SS-pylsur“ 8 Grafalvarlegt ástand vegna Kötluhlaups Brúin yfir Múlakvísl er algjört forgangsmál Innanríkisráðherra beitir sér Fékk Office 1 aftur eftir þrot F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 13.–14. júl í 2011 miðvikudagur/fimmtudagur w w w .d v .i s 7 9 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Kominn með annan fótinn inn í N1 Hægri hönd athafna- mannsins inn í fyrirtækið 10 14–15 Í lÍfsháska á Bestu útihátÍðinni Byrluð ólyfjan n Ung kona á sjúkrahús með hraði n Fannst með vitundar laus í brekku n Deyfiefni fundust í blóðinu n Faðirinn: „Ekki búin að jafna sig“ n Konan man ekkert frá atburðinum 2–3 3 Syngur með Önnu Mjöll „Hún líður fyrir að vera ljóshærð“ Ingunn Wernersdóttir slapp betur frá hruninu en bræður hennar Auðkonan á 1,5 milljarða í Lúxemborg Lögfræðingar stórgræða á skuldurum 500 kall varð að 12.000 krónum Farangurinn týndur í þrjár vikur Mæðgur í „draumaferð“ fengu 11 þúsund hvor frá Iceland Express Skuldir hurfu 12 4 26 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt ástand. Bæði fyrir okkur sem íbúa hérna og ekki síst fyrir ferðamanna- iðnaðinn, við erum mörg hérna sem eigum allt undir honum,“ segir Elías Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Vík. Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt laugardags kom hlaup í Múla- kvísl undan Mýrdalsjökli. Talsverð- ur kraftur var í hlaupinu sem greip með sér brúna yfir Múlakvísl og er hringvegurinn því rofinn. Um tíma var óttast að gos væri hafið í Kötlu og er jafnvel talið að um lítilsháttar kvikuinnskot hafi verið að ræða og því hægt að tala um smágos. Samkvæmt jarðeðlisfræðingnum Magnúsi Tuma Guðmundssyni er mjög erfitt að sannreyna hvort um gos hafi verið að ræða en til að fá úr því skorið þyrfti í raun að bora í gegn- um ísinn á jöklinum. „Það yrði mjög erfitt að sannreyna það.“ Að hans mati er mikilvægast að fá samgöngur í samt horf, en nú þyk- ir víst að þetta rumsk í Kötlu sé yfir- staðið. „Erum bara botnlangi“ Elías er búinn að vera á ferðinni síð- an hlaupið átti sér stað en auk þess að reka Hótel Vík er hann einnig með verslun og veitingahús á sín- um snærum. Hann segir að hlaup- ið hafi sett stórt strik í reikninginn og að áhrif hlaupsins væru nú þegar merkjanleg. „Það er búið að vera talsvert um afbókanir nú þegar. Þetta er mjög slæmt fyrir okkur hérna á Suðurlandi og ég bara trúi ekki að það eigi að taka tvær til þrjár vikur að opna veg- inn á ný. Það er of langur tími og ég tala ekki um því að núna erum við að detta í háannatíma þegar við eigum von á sem flestum ferðamönnum. Nú erum við bara botnlangi við suð- urströndina og það verður að laga það sem fyrst.“ Þarf að byggja hærra Bóndi úr Vestur-Skaftafellssýslu sem vildi ekki láta nafns síns getið hafði samband við DV. Hann sagði að það væri vitað meðal almennings á svæð- inu að hlaupið gæti í Múlakvísl og að þá væri brúin í hættu. Hann sagði að ef brúin hefði verið hækkuð um tvo til þrjá metra hefði hún sennilega haldið. „Þetta var bara grínhlaup. Það var enginn kraftur í þessu. Eina ástæðan fyrir því að brúin fór er að hún var byggð of lágt. Hún hefði haldið, hefði hún verið hærri.“ Verður unnið dag og nótt DV hafði samband við Ögmund Jón- asson innanríkisráðherra sem sagði að unnið yrði dag og nótt til að koma upp brú yfir Múlakvísl til bráða- birgða. „Ég fór til Víkur í gær og átti fund með fulltrúum Almannavarna og Vegagerðarinnar. Það sem er á okk- ar borði núna, eftir að ljóst er að allt virðist vera með kyrrum kjörum í jöklinum, er að koma samgöngun- um í samt horf. Það verður unnið dag og nótt að því að opna veginn á nýjan leik.“ Ögmundur sagðist ekki geta sagt með vissu hvenær bráðabirgðabrú- in yrði komin í gagnið. Hreinn Har- aldsson vegamálastjóri sagði í við- tali á laugardag að slík framkvæmd gæti tekið tvær til þrjár vikur en flest- ir eru sammála um að það sé alltof langur tími – þjóðvegurinn geti ekki verið rofinn svo lengi á háannatíma í ferðaþjónustunni. Samtök ferða- þjónustunnar sendu frá sér fréttatil- kynningu í gær þar sem þau furðuðu sig á ummælum Hreins. „Samtök ferðaþjónustunnar lýsa furðu sinni yfir viðtali við vegamála- stjóra í gær þar sem hann sagði að það myndi væntanlega taka 2 til 3 vikur að koma á umferð yfir Múla- kvísl eftir að brúna tók af í jökul- hlaupi. Stjórnendur fyrirtækja í greininni trúa ekki að stjórnvöldum sé alvara. Það er skýlaus krafa ferða- þjónustunnar að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að opna leið yfir Múlakvísl sem allra fyrst. Hver dagur er mjög dýr þar sem ferðir um hring- veginn er ein helsta söluvara ferða- þjónustunnar.“ Í tilkynningunni er skorað á Ög- mund Jónasson að beita sér af öllu afli, þar sem um algert neyðarástand sé að ræða. Ögmundur virðist vera sömu skoðunar en hann sagði í við- tali við DV að brúin yfir Múlakvísl væri algjört forgangsmál. „Ég get ekki sagt það með vissu en ég hef heyrt talað um tvær vikur eða svo. En ég legg áherslu á að við mun- um vinna eins hratt og nokkur kostur gefst og það verður unnið hverja ein- ustu stund uns umferð kemst aftur á yfir Múlakvíslina,“ sagði Ögmundur að lokum. „Alveg ótækt“ DV hafði samband við Ernu Hauks- dóttur, framkvæmdastjóra Sam- taka ferðaþjónustunnar. Hún sagði að ferðaþjónustan gæti ekki unað við vegrofið enda sé hringvegurinn helsta söluvara ferðamannaiðnaðar- ins á Íslandi. „Það er alveg ótækt að vegurinn verði rofinn í tvær til þrjár vikur. Við tökum það bara ekki í mál. Það eru skilaboðin sem við höfum komið til stjórnvalda. Það verður að leita allra mögulegra leiða til að opna veginn á nýjan leik.“ Flestir rólegir Margir brostu sennilega út í annað þegar heyrðist af sóknarprestinum í Vík í Mýrdal, Haraldi Kristjánssyni, sem fór með þyrlu frá Vík til Kirkju- bæjarklausturs en þar þurfti hann að sjá um jarðarför. Haraldur segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikið áfall þá virðist bæjarbúar vera hinir rólegustu. „Það má kannski segja að fólkið sé farið að kannast við það að vera undir miklu álagi. Þetta hlaup er auðvitað mjög slæmt og stórt högg fyrir ferðamannaiðnaðinn. Hér í Vík höfum við þurft að þola ýmislegt, til að mynda tvö eldgos með skömmu millibili. En ég held að við komumst yfir þetta, mikilvægast er að fá sam- göngurnar aftur í lag og vonandi verður það sem fyrst.“ Hræddari við Kötlugos Haraldur segir að íbúar á Vík hafi ekki verið óvenjulega óttaslegnir, enda aðeins um lítið hlaup að ræða. „Ég held að við yrðum þá hrædd- ari við Kötlugos. Sú hætta er auðvitað alltaf fyrir hendi og það vita allir sem búa hérna við suðurströndina. En ég held að fólk sé ekkert að stressa sig of mikið á því heldur. Það eru til við- bragðsáætlanir um hvað á að gera og þær höfum við æft margoft. Þannig að þar vitum við hvað við erum að gera, eða við höldum það að minnsta kosti. Það er skárra en ekkert.“ 2 | Fréttir 11. júlí 2011 Mánudagur Fréttir | 3 Mánudagur 11. júlí 2011 Arnþrúður Karlsdóttir neitar út- varpskonunni Önnu Kristine Magn- úsdóttur um að fá afrit af útvarps- þáttunum sem hún gerði sem dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Anna Kristine á ótvíræðan höf- undarrétt á þáttunum og hefur hún beðið um aðstoð Blaðamannafélags Íslands við að fá afrit af þáttunum afhent frá Útvarpi Sögu. Eiginkona Ólafs Þórðarsonar tónlistarmanns, sem varð fyrir hrottalegri árás sonar síns fyrir tæpum átta mánuðum, hef- ur beðið um að fá þátt þar sem mað- ur hennar var í viðtali afhentan en ekki fengið. Anna Kristine segist allt- af hafa fengið eintak af öllum sínum útvarpsþáttum fyrir sig og viðmæl- endur sína, nema á Útvarpi Sögu. Höfundarrétturinn óumdeildur Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélagsins, staðfestir í samtali við DV að Anna Kristine hafi leitað til félagsins í tilraunum sínum til að fá þættina afhenta. Hann segist hafa reynt að hafa milligöngu um það en að það hafi ekki tekist. „Þetta hefur ekki skilað niðurstöðu ennþá. Það er dálítið um liðið en ég þarf að taka þetta mál upp aftur,“ segir hann að- spurður hvernig málið standi í dag. Hann tekur undir með Önnu varð- andi höfundarréttinn á þáttunum. „Að mínu viti er það ekki spurning,“ segir hann aðspurður hvort Anna Kristine eigi ekki ótvíræðan höfund- arrétt á þáttunum. Konu Ólafs langar að eiga afrit af viðtalinu „Blaðamannafélagið hefur reynt að tala við hana,“ segir Anna Kristine aðspurð hvernig málið standi í dag. „Viðmælendur hafa alltaf fengið af- rit af viðtalinu við sig sjálfa og ég líka. Kona Ólafs Þórðarsonar heyrði aldrei viðtalið sem ég átti við hann um jól- in 2009 og langar mikið til að eiga þetta. Þar er mikið um hann og hans barnæsku,“ segir hún. „Sameiginleg vinkona hennar og Arnþrúðar hefur beðið hana um að fá afhentan geisla- diskinn en hún neitar því.“ Í viðtalinu fór Ólafur yfir ævi sína og ræddi um fólkið í kringum sig. Ræddi hann meðal annars um son sinn, sem seinna réðst á hann með alvar- legum afleiðingum. Starfaði fyrir Arnþrúði í tíu mánuði Arnþrúður sagði Önnu Kristine upp störfum óvænt 13. september í fyrra en Anna stjórnaði útvarps- þættinum Milli mjalta og messu á sunnudagsmorgnum. Arnþrúður tilkynnti Önnu með tölvupósti að hún þyrfti að afboða viðmælendur því þátturinn yrði ekki oftar á dag- skrá. Í tölvupóstinum sagði með- al annars: „Menn vilja sjá harðari fréttatengda umfjöllun á þessum tíma eins og Bylgjan gerir og ég hef Anna mín verið að tala þínu máli en varð alveg undir í þessu þ.e.a.s. á þessum útsendingartíma.“ Síðan þá hafa deilurnar um útvarpsþætt- ina staðið og sér ekki enn fyrir end- ann á þeim. Kona Ólafs fær ekki afrit af viðtali Heldur þáttunum Arnþrúður Karlsdóttir vill ekki afhenda neinum þættina. n Anna Kristine Magnúsdóttir stendur í deilum við Útvarp Sögu vegna eigin útvarpsþátta n Hefur ekki fengið afrit af þáttunum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Kona Ólafs Þórðarsonar heyrði aldrei viðtalið sem ég átti við hann um jólin 2009 og langar mikið til að eiga þetta. „Það verður unn- ið hverja einustu stund uns umferð kemst aftur á yfir Múlakvíslina. Starfsmönnum bannað að fara á netið Starfsmönnum á Útvarpi Sögu er bannað að skoða netmiðla og hlusta á útvarpið á vinnutíma. Þessar reglur voru kynntar starfsmönnum á miðvikudag, sama dag og DV fjallaði um starfsmannamál útvarpsstöðvarinnar. Ekki hefur náðst í Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu, vegna málsins. Sam- kvæmt heimildum DV voru starfsmenn stöðvarinnar, sem eru rúmlega 20 talsins, boðaðir á fund með Svanhildi Ásgeirs- dóttur, markaðsstjóra stöðvarinnar, þar sem þessi nýbreytni var tilkynnt. Arn- þrúður sat sjálf ekki fundinn. Í DV á miðvikudag, sama dag og starfs- mannafundurinn á útvarpsstöðinni var haldinn, var fjallað um uppsögn Hauks Holm, fréttastjóra stöðvarinnar, og Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings og starfsmanns fréttastofunnar. Þá var farið yfir sérstæðar aðferðir Arnþrúðar við að segja upp starfsfólki sínu en hún hefur ýmist sent því SMS-skilaboð eða tölvupóst með uppsögn. Þá voru einnig birt ummæli sem Arnþrúður lét falla í tölvupósti til lögmanns síns þar sem hún kallaði brottrekið starfsfólk sitt rusl. Aldrei verið vandamál fyrr en núna Anna Kristine segist alltaf hafa fengið útvarpsþætti sína afhenta en hún var um árabil með þátt sinn Milli mjalta og messu í Ríkisútvarpinu. Mynd RAKEl ÓSK SiguRðARdÓttiR M Ý R d A l S S A n d u R Vík Hvolsvöllur 1 Katla Mýrdalsjökull Eyjafjallajökull Skógar Þórsmörk Helstu leiðir jökulhlaupa úr Kötlu dV gRAFÍK JÓn ingi 1 Séð yfir Múlakvísl Brúin er farin og hringvegurinn rofinn. Ljósmynd IngóLfur júLíusson n Hringvegurinn rofnaði þegar jökulhlaup tók með sér brúna yfir Múlakvísl n Mikið áfall fyrir ferðamanna-iðnaðinn n Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að unnið verði dag og nótt við að smíða nýja brú „Grafalvarlegt ástand“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Sótsvartur jökull Eldgos undangenginna ára hafa sett svip sinn á jökulinn. Ljósmynd LandheLgIsgæsLan Sig í jöklinum Á myndinni má sjá hvernig jökullinn hefur sigið. Ljósmynd LandheLgIsgæsLan 1 2 3 Brúin yfir Múlakvísl: Líklega tilbúin á undan áætlun Á fimmtudagsmorgun voru öll okin fyrir bráðabrigðabrú yfir Múlakvísl komin og var í kjölfarið lokið við að leggja stálbita á þau. Brúin verður 156 metra löng, en búið er að leggja um 50 metra af trégólfi brúarinnar og stefnt var að því að allt gólfið yrði komið upp í lok dags á fimmtudag. Þá hófst einnig vinna við að setja upp vegrið á brúna og að leggja slit- gólf ofan á trégólfið. Jafnframt var unnið að stífingum og festingum á brúnni. Stefnt er að því að hleypa vatninu undir nýju brúna aðfaranótt laugar- dags. Þar sem mikil dægursveifla er í vatnsmagninu er hægast um vik að hleypa vatninu undir þegar það er minnst undir morgun. Unnið er af krafti við vegtengingu brúarinnar að vestanverðu og koma þar upp garði með grjótvörn við brú- arendann. Þá er verið að ýta upp efni úr ánni að austanverðu, efni sem fljótið ber með sér, en það mun nýtast í varnar- garðana og vegagerðina. Byggður verður varnargarður að austanverðu til að verja vegtenginguna við brúna þar en ekki þarf að lengja langa varnargarðinn að austan fyrr en í kjölfarið á því. Miðað við þennan framgang má búast við að hægt verði að hleypa umferð á bráðbirgðabrúna um miðja næstu viku eins og áætlað var. Fljótið ræður þó miklu um hvernig gengur að koma upp varnargarði að austanverðu og tengja brúna þeim megin. Á Fjallabaksvegi nyrðri er búið að fjölga mjög umferðarmerkjum en alls verða sett upp um 70 skilti. Flest eru aðvörun um beygjur og um leiðbein- andi hraða í beygjum en nokkuð hef- ur verið um að ökumenn aki of hratt í beygjum. Einnig hafa verið sett upp hraðamerki en hámarkshraði er 60 km/klst. Leiðbeinandi hraði við vöð er 5 km/klst. Sama verður gert í dag á Dómadalsleið og verður verkinu lokið í síðasta lagi á morgun. Brúarvinnuflokkar Vegagerð- arinnar gefa því ekkert eftir þessa dagana frekar en aðrir starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna hörð- um höndum að því að koma upp bráðabirgðabrúnni yfir Múlakvísl og tengja Hringveginn við hana. Löggan keypti iPad fyrir milljón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur keypt ellefu iPad-spjaldtölv- ur það sem af er ári en þeim var út- hlutað til þeirra lögreglumanna sem sjá um Facebook-síðu lögreglunnar. Ódýrasta gerð af Ipad kostar 85.000 krónur og kosta tölvurnar því emb- ættið tæpa eina milljón króna. Rekst- ur lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu hefur verið erfiður undanfarin ár og embættið hefur þurft að grípa til margvíslegra aðgerða til að láta enda ná saman. Sem dæmi má nefna var lögreglumönnum fækkað um 60 á árunum 2009 til 2010. Tilraunaverkefni Stefán Eiríksson, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir spjaldtölvurnar nýtast vel til að koma upplýsingum hratt og örugg- lega til almennings. Því sé þess- um fjármunum vel varið. Þær séu eign embættisins og ekki ætlaðar til einkanota. „Þetta er tengt því að lög- reglan er að sinna þessu verkefni á Face book og þeir nota iPad til þess. Þetta er ákveðin tilraun af okkar hálfu og til dæmis geta lögreglumenn- irnir verið með þessi tæki í bílunum þegar þeir eru úti að sinna eftirlits- störfum og sett inn upplýsingar. Til dæmis ef að það er lokuð einhver gata vegna umferðarslyss eða eitt- hvað slíkt.“ Aðspurður hvort það sé á döfunni að kaupa fleiri iPad-a og hafa þá í öllum lögreglubílum segir hann lögregluna ekki getað svarað fyrir það. „Það er ríkislögreglustjóri sem sér um lögreglubílana og sér um að koma tækjum fyrir í þá. En það er held ég á stefnuskránni að sjá til þess að það séu tölvur af þessari tegund eða sambærilegri í lögreglubílunum til þess að sinna meðal annars þess- um verkefnum lögreglu.“ Fjármunum vel varið Aðspurður hvort honum finnist ekki fullmikið að kaupa ellefu spjald- tölvur í þetta Facebook-verkefni í ljósi þess að lögreglan hefur þurft að kljást við mikinn niðurskurð á undanförnum árum svarar hann því neitandi. „Ekki til að sinna þessu verkefni, nei. Það eru yfir ellefu þús- und áhangendur hjá lögreglunni á Facebook og við náum þarna mjög góðum tengslum við fólk. Við getum komið upplýsingum mjög hratt og örugglega til almennings í gegnum þetta. Þessi tilraun hefur gefist vel og hefur ekki kostað okkur annað en kaup á þessum tækjum. Við teljum því að fjármunum embættisins sé vel varið í því að miðla upplýsingum hratt og örugglega til almennings. Það er eitt af lykilatriðunum í okkar rekstri að almenningur fái góðan og greiðan aðgang að lögreglunni. Lög- reglan á að vera sýnileg og hún á að vera aðgengileg. Þetta er liður í því. Þetta er því algjörlega í samræmi við stefnu embættisins.“ „Lögreglan á að vera sýnileg og hún á að vera aðgengileg. Þetta er liður í því. Þetta er því algjörlega í sam- ræmi við stefnu embætt- isins. n Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keypti ellefu iPad-spjald- tölvur á árinu n Kostar embættið tæpa milljón króna Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is IPad IPad er nýjasta tækniundrið frá Apple. Lögreglan á tækniöld Stefán Eiríksson,lög- reglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir iPad-spjaldtölvurnar nýtast vel til að koma upplýsingum hratt og örugglega til almennings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.