Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 40
40 | Lífsstíll 8.–10. júlí 2011 Helgarblaðið Meistarakokkarnir Völundur Snær Völundarson, Sigurður Gíslason og Stefán Ingi Svansson stjórna nýjum matreiðsluþætti, Grillað, sem sýnd­ ur verður á fimmtudögum í Ríkis­ sjónvarpinu. Allir hafa þeir áratuga­ reynslu af matreiðslu og ættu þeir því að geta kennt Íslendingum réttu handtökin við grillin í sumar. Í þætt­ inum verður farið yfir hvernig á að grilla allt milli himins og jarðar, frá fiski og kjöti upp í ávexti og græn­ meti. Mikil áhersla verður lögð á að laga kryddblöndur og barbíkjúsjós­ ur auk þess sem drykkir og eftirréttir skipa stóran sess í hverjum þætti. Ekkert flókið á dagskránni „Þetta er ekkert flókið,“ segir Völund­ ur Snær um þættina. „Góður grill­ matur er bæði ótrúlega góður og skemmtilegur að elda. Við vildum einfaldlega sýna hvernig á að mat­ reiða góðan grillmat, hvað er nauð­ synlegt að vita, hvernig best er að meðhöndla hráefnið og fleira á þeim nótum. Markmiðið var að hafa þetta í senn fræðandi og áhugavert. Ég vona bara að það hafi tekist – en það er áhorfendanna að dæma.“ Sjálfur býr Völundur alla jafna á Bahama­ eyjum en hann á þar og rekur veit­ ingastað. Strákarnir ætla ekki að láta staðar numið við sjónvarpsþátt því samhliða þáttunum kemur út bók­ in Grillað. Í bókinni verður hægt að finna uppskriftir úr þáttunum auk annars fróðleiks. Skipta með sér verkum „Við ætlum að skipta þessu aðeins með okkur. Við verðum alltaf með einn fiskrétt, einn kjötrétt, einn drykk og einn eftirrétt í hverjum þætti. Við ætlum að leggja áherslu á það að sýna vandaða og skemmti­ lega matreiðslu í öllum þessum þáttum,“ segir Völundur Snær. „Þetta eru engin vísindi en þetta verður spennandi matreiðsla kennd á einfaldan hátt.“ Félagar Völundar í þáttunum hafa báðir mikla reynslu af mat­ argerð en Sigurður er fyrrverandi meðlimur í kokkalandsliðinu og nú­ verandi framkvæmdastjóri Turns­ ins í Kópavogi þar sem Stefán Ingi er yfir kokkur. „Við erum þrír alveg gjörólíkir karakterar. Það er meiri vídd en að horfa bara á sama kar­ akterinn,“ segir hann en þeir eru all­ ir góðir kunningjar og hafa þekkst í mörg ár. Allir geta leikið þetta eftir „Við erum bara að reyna að gera þetta á ferskan og skemmtilegan hátt en reynum að gera þetta eins vand­ að og auðskiljanlegt og hægt er. Það vill oft verða í svona þáttum að fólk er ekkert endilega að ná því hvern­ ig hlutirnir eru gerðir ef þeir eru of flóknir,“ segir hann. „Við grillum allt á kolagrilli og sýnum fram á að þú þarft ekki að vera með einhvern Cadillac í garðinum til að vera með góða grillmennsku. Þetta eru allt einfaldir hlutir en gerðir á virkilega spennandi hátt.“ Sjálfur segist Völundur vera í hörku grillformi en hann rekur veit­ ingastaðinn Sabor á Bahamaeyj­ um þar sem hann grillar allan árs­ ins hring. Bæði hann og Sigurður hafa starfað í Karíbahafinu og segir Völundur að suðrænna áhrifa gæti í nokkrum grillréttanna sem farið er yfir í þáttunum og bókinni. „Það fer alls ekki út í neinar öfgar samt,“ segir hann. n Völundur Snær, Sigurður Gíslason og Stefán Ingi Svansson með grillþátt í Ríkissjónvarpinu n Gefa samhliða út bók með einföldum grilluppskriftum Völundur Snær í hörku grillformi Grillað í allt sumar Völundur, Sigurður og Stefán Ingi ætla að kenna Íslendingum að grilla í allt sumar. Nýtt bragð í borgarana Það er hægt að gera smá snúning í grillmennskunni með einföldum hætti. Það eina sem þú þarft til að setja eigið mark á hamborgarana er Red Oak grill­plattarnir. Þú getur fengið pakka af fjórum eða átta plönkum sem hvern um sig er hægt að nota um tvisvar. Þegar þú grillar borgara á plönkunum færðu yndis­ legt viðarbragðið í kjötið. Það eina sem þú þarft að passa er að eldur­ inn nái ekki að festa sig í plank­ anum því tré er jú eldfimt. Það ætti þó ekki að vera mikið vandamál að nota plankana sem fást fyrir um 1.880 til 2.800 krónum á netinu. Öðruvísi kjöthitamælir Ef þú ætlar að ná kjötinu alveg rétt grilluðu kemur Steak Button sér mjög vel. Kjöthitamælirinn er gerður úr ryðfríu stáli og gleri og sýnir hann hitann út frá því hvort kjötið er lítið, miðlungs eða vel steikt. Þú getur því verið viss um að fá steikina þína grill­ aða nákvæmlega eftir smekk og þarft ekki lengur að treysta á tilfinninguna. Þannig getur þú líka orðið meistara­ kokkur í grillveislunum í sumar án þess að þurfa rosalega mikla æfingu. Skelltu grill- inu á bakið Þú ert ekki bara bundinn af því að grilla í bakgarðinum heima hjá þér. Þú getur farið með Fuego Element­ grillið með þér hvert sem er. Þú skellir því bara á bakið eins og tösku og ert ekki lengur bundinn af því að grilla alltaf á sama staðnum. Gæði grillsins líða ekki fyrir hversu ein­ falt er að færa það frá einum stað til annars og ættirðu að geta grillað dýrindis mat í sumar – ef þú ert með réttu hráefnin auðvitað. Þú þarft þó að borga tæpar 18.000 krónur fyrir grillið og panta það í gegnum netið. Grillaðu forréttinn og meðlætið Ef þú ert að slá upp grillveislu er ekki vitlaust að bjóða gestunum upp á forrétt eða eitthvað til að borða með grillkjötinu eða fisknum. Það er lítið mál að taka nachos­pakka og hella úr honum á grillplatta, smella smá guacamole yfir og rifnum osti. Þú getur náttúrulega líka skorið kart­ öflur í tvennt, sett rjómaost, beikon­ kurl og rifinn ost yfir og smellt því grillplatta. Til þess þarftu þó að eiga góðan grillplatta, en þú getur fengið mjög fínan slíkan platta frá Willi­ ams­Sonoma fyrir um 5.900 krónur. Appelsínu-, engifer- og timjan BBQ-sósa 1 msk. skalottulaukur, flysjaður og saxaður 1 msk. sítrónugras, saxað (notaðu hvíta laukinn og u.þ.b. 7 cm af því græna) ½ msk. ferskur grænn chili, fræhreinsaður og saxaður 2 msk. rifin engiferrót 10 stiklar ferskt timjan 1 msk. canola-olía 4 msk. Kikkoman sojasósa 1 bolli Heinz-chilisósa 2 bollar frosið appelsínuþykkni ½ bolli Meli hunang 1 þéttfull msk. Dansukker púðursykur Blandaðu saman í skál skalottlauk, sítrónugrasi, ferskum grænum chili og timjani. Settu til hliðar. Flysjaðu og rífðu engiferrótina og settu í litla skál. Hitaðu canola-olíuna í potti við miðlungshita. Settu skalottulauk, sítrónugras, chili, og timjan í pottinn og brúnaðu í 2 mínútur. Bættu sojasósu, chilisósu, appelsínuþykkni, hunangi og púðursykri út í og láttu malla í 5 mínútur. Helltu blöndunni gegnum sigti í skál. Helltu henni svo aftur í pott og láttu suðuna koma upp. bættu fersku engiferinu saman við og láttu sjóða í 1 mínútu. Taktu af hitanum og kældu. Notaðu sósuna á timjan-appelsínukjúkling eða annað kjöt. Sósuna má búa til fyrir fram og geyma í ísskáp í allt að viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.