Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
í Múrbúðinni
Reykjavík - Suðurnes
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjar
VEGLEG VERKFÆRI
DURATOOL
Rafhlöðuborvél 18V
2.990 kr.
NOVA 18V Rafhlöðuborvél
2 hraðar
4.990 kr.Verkfærasett
33 hlutir
1.495 kr.
NOVA TWISTER 4,8V
Skrúfvél og skrúfbitar
1.790 kr. Verkfærasett
5 hlutir
395 kr.
Flísasög 800w,
sagar 52 cm
19.900kr.
1400W
360 min/lit/klst
Þolir 50C heitt vatn
5 metra barki
Sápubox
Black&Decker
háþrýstidæla 110 bar
13.900 kr.
Beðið um nöfn þeirra 50 sem fá hæstu lífeyrisgreiðslurnar:
LSR neitar að birta listann
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins (LSR), Haukur
Hafsteinsson, neitar að gefa DV upp
lýsingar um þá 50 einstaklinga sem fá
hæstu mánaðarlegu greiðslurnar frá
lífeyrissjóðnum. Sjóðurinn hafði áður
neitað stjórnlagaráði um þessar upp
lýsingar. DV óskaði eftir upplýsing
unum í lok síðasta mánaðar og sagð
ist myndu kæra synjun á beiðninni til
úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Í svari Hauks við beiðni DV kem
ur fram að upplýsingarnar varði per
sónuleg málefni þeirra sem um ræðir
og því sé ekki hægt að verða við beiðni
blaðsins:
„LSR telur sér ekki heimilt að veita
umbeðnar upplýsingar enda varða
þær persónulega hagi viðkomandi
sjóðfélaga.“
Í svari Hauks segir jafnframt að
upplýsingalög taki eingöngu til ríkis
og sveitarfélaga en ekki til til lífeyris
sjóða sem starfa á vegum hins vegar
opinbera, líkt og LSR: Upplýsingalög
in gildi því ekki um starfsemi LSR: „Í
1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kem
ur fram að þau taki til ríkis og sveitar
félaga. LSR fer ekki með opinbert vald
í skilningi upplýsingalaga en til hlið
sjónar er bent á dóm Hæstaréttar frá
17. janúar 2008, mál nr. 286/2007,
þar sem fram er tekið í forsendum
dómsins að ákvæði stjórnsýslulaga
nr. 37/1993 taki ekki til Lífeyrissjóðs
Reykjavíkurborgar.“
Enn frekar tekur Haukur það fram
að jafnvel þó að upplýsingalög ættu
við um starfsemi sjóðsins gæti sjóð
urinn ekki veitt umræddar upplýsing
ar vegna persónuverndarsjónarmiða.
DV mun engu að síður kæra synj
unina til úrskurðarnefndar um upp
lýsingamál.
Hæstu lífeyrisgreiðslurnar DV bað
LSR um upplýsingar um þá 50 sem fá hæstu
lífeyrisgreiðslurnar frá sjóðnum. Líklegt má
telja að Davíð Oddsson, og fleiri stjórnmála-
menn sem hafa unnið hjá hinu opinbera
um áralangt skeið í ýmsum mismunandi
störfum, séu á listanum.
Tölvupóstur sem DV hefur undir
höndum sýnir hvernig Glitnir kynnti
Stímverkefnið fyrir öðrum fjárfest
um, meðal annars fjármálafyrirtækj
um, með það fyrir augum að þeir
fjárfestu í því. Tölvupósturinn var
sendur frá Glitni og virðast undir
tökurnar hafa verið dræmar miðað
við hvernig endanlegur hluthafa
listi Stíms leit út. Lítill áhugi virðist
hafa verið fyrir þátttöku í félaginu og
endaði Glitnir sjálfur á því að þurfa
að halda utan um stærsta hlutinn í
félaginu auk þess sem stórir hlutir
voru seldir til viðskiptavina Glitnis.
Stím var einkahlutafélag í eigu
ýmissa fjárfesta sem keypti hluta
bréf í Glitni og FL Group fyrir um
25 milljarða króna í nóvember 2007,
þar af voru tæpir 20 fengnir að láni
frá Glitni. Um var að ræða kúlulán
til 12 mánaða á 20 prósenta vöxtum.
Félagið keypti í Glitni fyrir tæpa 16,5
milljarða og í FL Group fyrir rúma
6,5 milljarða. Um var að ræða hluta
bréf sem Glitnir hafði keypt og þurfti
helst að losna við.
Þessi viðskipti Stíms hafa ver
ið til rannsóknar hjá embætti sér
staks saksóknara vegna gruns um að
markaðsmisnotkun hafi átt sér stað:
Að tilgangur viðskiptanna hafi verið
að halda uppi hlutabréfaverði í Glitni
og stærsta hluthafa hans, FL Group,
sem kominn var í umtalsverða erfið
leika vegna taprekstrar.
Hlutafé átti að vera lítið
Í bréfinu, sem ber yfirskriftina „Proj
ect Stím“, segir: „Áformað er að sam
an komi hópur fjárfesta sem setji
fjármagn í félag sem stofnað er til
kaupa á hlutum í FL Group og Glitni.
Þar sem gert er ráð fyrir að hlutafé
félagsins sé fremur lítið miðað við
efnahag þess, þá er það eindregin
ráðlegging lánveitenda að lán verði
í ISK, a.m.k. fyrst um sinn. Gert er
ráð fyrir að lánin séu veitt til tveggja
ára, sem þá sé áætlaður tímarammi
verkefnisins. Á miðju tímabilinu, eða
eftir eitt ár, megi þó greiða upp lánin
og slíta félaginu þannig að hver fjár
festir leysi til sín hluti í FL Group og
Glitni í hlutfalli í eign sín [sic]. Gert
er ráð fyrir að neðangreindir fjár
festar kaupi félagið FS37 ehf. og auki
hlutafé þannig að það verði tveir
milljarðar króna eftir aukningu (fyr
ir utan þegar innborgað lágmarks
hlutafé).“
Alveg frá upphafi var því gert ráð
fyrir að hlutafé Stíms væri lítið og að
hluthafar þess þyrftu ekki að leggja
því til mikið hlutafé. Stím var því
hugsað sem einhvers konar eigna
lítil skel sem átti að halda utan um
hlutabréf sem erfiðlega gekk að selja
vegna lægðar á markaði.
Samherji og Saga stærst
Samkvæmt tölvupóstinum átti út
gerðarfyrirtækið Samherji hf. á Ak
ureyri að vera stærsti hluthafi Stíms
með 45 prósenta eignarhluta. Þetta
rímar við frétt sem DV birti um Stím
viðskiptin sumarið 2009. Þá hafði
blaðið samband við Þorstein Má
Baldvinsson, forstjóra Samherja,
sem varð stjórnarformaður Glitnis
í byrjun árs 2008 og átti að reyna að
snúa rekstri hans til betri vegar. Þor
steinn gekkst við því að Samherji
hefði ætlað að kaupa í Stími: „Við
skoðuðum einhvern tímann einhver
mál sem sjálfsagt síðar meir kunna
að hafa orðið að Stími. En það voru
ekki forsendur fyrir okkur að fara út
í það... Við skoðuðum kaupin á bréf
unum en keyptum ekki bréfin í þessu
tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Ekki var hins
vegar vitað að Samherji hefði átt að
að eiga svo mikið í Stími.
Saga Capital átti að verða næst
stærsti hluthafinn með 25 prósenta
eignarhluta. Fjárfestingabankinn
endaði hins vegar á því að eiga ein
göngu rúm 6 prósent auk þess sem
viðskiptavinir bankans áttu 8,75
prósent. Saga átti því einnig talsvert
minna í Stími en gert var ráð fyrir í
upphafi. Þá áttu Jakob Valgeir Flosa
son, útgerðarmaður í Bolungarvík,
og viðskiptavinir Glitnis að eiga 30
prósent í félaginu.
Endanlegur hluthafahópur Stíms
var hins vegar þannig að félag í eigu
Glitnis var stærsti hluthafinn með
rúm 30 prósent og viðskiptavinir
Glitnis áttu svo bróðurpartinn af af
gangi bréfanna, auk Sögu Capital.
Sala á hlutabréfum Stíms gekk því
ekki eins vel og bankinn hafði ætl
að, bæði Samherji og Saga hættu við
þessar stóru fjárfestingar sínar, og
bankinn sat sjálfur eftir sem stærsti
hluthafi félagsins.
Samherji átti að eiga
45 prósenta hlut í Stími
n Tölvupóstur sýnir hvernig Glitnir ætlaði að fá fjárfesta að Stími n Félagið átti að
vera með lítið hlutafé n Samherji og Saga Capital áttu að vera stærstu hluthafarnir„Við skoðuðum ein-
hvern tímann ein-
hver mál sem sjálfsagt
síðar meir kunna að hafa
orðið að Stími.
32,5% Félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til endursölu
15,0% Gunnar Torfason
10,0% SPV fjárfesting hf.
10,0% BLÓ ehf. – félag í eigu Óskars Eyjólfssonar
10,0% Ofjarl ehf. félag í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingvarssonar
8,75% Viðskiptavinir Sögu Capital fjárfestingabanka
6,25% Saga Capital fjárfestingabanki
2,5% Jakob Valgeir Flosason
2,5% Ástmar Ingvarsson
2,5% Flosi Jakob Valgeirsson
Endanlegur hluthafalisti Stíms
Átti að eiga 45 prósent Samherji Þorsteins
Más Baldvinssonar átti upphaflega að eiga 45
prósenta hlut í félaginu Stími sem fjárfesti í
hlutabréfum Glitnis og FL Group síðla árs.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Skortur á blóði í Blóðbankanum:
Gleymum ekki
að gefa blóð
„Það sem gerist alltaf á þessum tíma
árs er að það gengur verr að ná í
blóðgjafa. Þó svo skurðstofur séu
lokaðar eða þó dregist hafi saman
fjöldi fyrirhugaðra aðgerða, þá er
alltaf eitthvað sem gerist. Slys eru
tíðari á þessum tíma,“ segir Sigríður
Ósk Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur
í Blóðbankanum.
Það er töluverður skortur á blóði
í Blóðbankanum þessa dagana og
því mikilvægt að blóðgjafar gefi sér
tíma til að heimsækja bankann. Þeir
flokkar sem vantar hvað mest af eru
O og Aflokkar en allir eru þó hvatt
ir til að leggja sitt af mörkum.
„Lagerstaðan var mjög bág á
mánudaginn en það hefur komið
ágætlega inn í vikunni. Við hvetj
um þó fólk til að muna eftir okkur í
næstu viku,“ segir Sigríður og bætir
við að oft gleymist þetta hjá fólki yfir
sumartímann. Hún biður því þá sem
hafa hug á að gefa blóð að muna
eftir því áður en farið er í frí.
„Staðan er betri hjá okkur á vet
urna en við þurfum þó að hafa að
eins fyrir því og minna á okkur,“ segir
Sigríður Ósk en vert er að minna á
að bankinn þarf um 70 gjafa á dag til
að anna eftirspurn.
Blóðbankinn er staðsettur við
Snorrabraut 60 og er opinn á mánu
dögum og fimmtudögum á milli 11
og 19 en á þriðjudögum og miðviku
dögum á milli 08 og 15. Lokað er á
föstudögum.