Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 25
Fréttir | 25Helgarblað 15.–17. júlí 2011 Þjóðvegur í Kanada gengur und- ir viðurnefninu „þjóðvegur táranna“. Ástæðan er sú að þar hafa fjölmarg- ar konur horfið eða verið myrtar. Um er að ræða þjóðveg 16 í norðurhluta Bresku Kólumbíu, en á því svæði búa margir frumbyggjar. Yfirvöld á svæð- inu segja að átján konur hafi horfið eða verið drepnar nálægt þjóðveg- inum síðustu þrjá áratugi. Leiðtog- ar frumbyggjanna segja hins vegar konurnar vera 43 að tölu. Nú síðast hvarf ung stúlka í grennd við þjóðveginn í maí síðast- liðnum, Madison Scott, en síðast sást til hennar við Hogsback-vatn sem er vinsæll útilegustaður. Lögreglan fann tjald hennar og pallbíl en engin merki fundust um afdrif hennar sjálfrar. Leit að henni hefur engan árangur borið. Varnarlausir puttaferðalangar Lögregla hefur fáar vísbend- ingar um hver beri ábyrgð á hvarfi stúlknanna. Hvort um einn rað- morðingja sé að ræða eða fleiri ein- staklinga er ómögulegt að segja til um. Íbúar telja að einstaklingar með annarlegar hvatir hafi getað sigtað út „auðveld fórnarlömb“ – ungar konur sem ferðast á puttanum. Algengt er á meðal frumbyggjakvenna að ferðast á puttanum til að komast á milli af- skekktra byggðalaga. Af þeim átján konum sem horfið hafa sporlaust eru tíu þeirra frumbyggjakonur. Þegar konurnar setjast upp í bíla ofbeldismanna eru þær varnarlaus- ar gagnvart ofbeldi af þeirra hálfu. Þá mun vera tiltölulega auðvelt að komast upp með morð á þess- um slóðum, enda um afar strjálbýlt svæði að ræða. Vegurinn er mjög af- skekktur og liggur að stórum hluta til á óbyggðu svæði. Mjög langt er á milli bæja og símasamband er oft og tíðum mjög slæmt. Auðvelt er að losa sig við lík á þessum slóðum án þess að það finnist, til dæmis með því að keyra langan veg með það og henda í gil eða á aðra staði þar sem erfitt er að leita. Lögreglan tók frumbyggja ekki alvarlega Hin dularfullu kvennahvörf vöktu gríðarlega athygli í Kanada árið 2002 þegar 25 ára gömul kona að nafni Nicole Hoar hvarf. Síðast sást til hennar við þjóðveginn. Lögreglan hóf viðamikla rannsókn í kjölfarið en málið er enn í dag óleyst. Frum- byggjar gagnrýndu lögreglu í kjöl- farið og fullyrtu að hún tæki málið ekki alvarlega vegna þess um að var að ræða frumbyggjakonu. Frum- byggjum finnst sem almenningur í Kanada taki því léttar þegar um er að ræða frumbyggjakonur í saman- burði við hvítar konur. Árið 2005 skipuðu yfirvöld rann- sóknarnefnd sem vann að verkefni undir heitinu E-Pana (sem er nafn eins guða Inúíta). Nefndinni var ætlað rannska morð á þremur frum- byggjastúlkum sem framin voru ná- lægt veginum árið 1994. Umfang rannsóknarinnar jókst og fór nefnd- in að skoða mál allt frá sjöunda ára- tugnum. Nú þegar hafa um 200 mál sem varða ofbeldi gagnvart konum verið tekin fyrir. Erfitt hefur reynst að komast til botns í mörgum þeirra því mjög langt er liðið frá sumum þeirra á meðan önnur voru ekki rannsökuð um leið og þau áttu sér stað. Frumbyggjar segja hins vegar málin vera fleiri og að karlmenn séu einnig á meðal fórnarlamba. Lítil trú á að málin upplýsist Vegna seinagangs lögreglunnar í gegnum árin bera frumbyggjar lítið traust til hennar og hafa sumir feng- ið sjálfstætt starfandi rannsóknar- lögreglumann í lið með sér. Þá hafa kvenréttindasamtök kvartað yfir því að pólitískan vilja skorti til að rann- saka málin. Viðleitni yfirvalda sé frekar í orði en á borði. Margir eru á þeirri skoðun að rannsókn nefndar- innar komi of seint og útlit sé fyrir að málin verði aldrei upplýst. Þjóðvegur táranna n Fjöldi kvenna hefur horfið á kanadískum þjóðvegi síðustu 30 ár n Frumbyggja og lögreglu greinir á um fjöldann n Frumbyggjar óánægðir með áhugaleysi lögreglunnar Þjóðvegur númer 16 Liggur meðal annars í gegnum snævi þakin fjöll Bresku Kólumbíu. „Vegurinn er mjög afskekktur og ligg- ur að stórum hluta til á óbyggðu svæði. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Teknir í tölu gyðinga á ný Rabbínadómstóll hefur úrskurðað að Chueta-fólkið á Mallorca skuli vera tekið í tölu gyðinga á ný. Fólkið er afkomendur gyðinga sem sættu ofsóknum af hálfu spænska rann- sóknarréttarins og voru þvingaðir til að taka upp kristna trú á 15. öld, nokkrum áratugum áður en gyð- ingar voru reknir frá Spáni árið 1492. Þar sem fólkið giftist innbyrðis eftir að hafa verið þvingað til að taka kristni var auðveldlega hægt að sýna fram á að núlifandi afkomendur væru raunverulega gyðingar. Rabb- ínar hafa í kjölfarið boðist til að veita fræðslu um gyðingdóminn en hins vegar eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem mæta í sam- kunduhús gyðinga í Palma, höfuð- borg Mallorca. Ítalir skera niður Öldungadeild ítalska þingsins sam- þykkti á fimmtudaginn fjárlaga- frumvarp sem felur í sér niðurskurð upp á um 48 milljarða evra, jafngildi tæplega átta billjóna króna. Neðri deildin á eftir að samþykkja frum- varpið en ólíklegt þykir að því verði hafnað. Með frumvarpinu vonast Ítalir til að komast hjá því að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu líkt og Grikkir hafa þurft. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn brýndi fyrir Ítölum fyrr í vikunni að skera niður til að komast hjá frek- ari vandræðum með efnahaginn. Ítölsk stjórnvöld vilja einnig með þessum niðurskurði rétta af fjárlaga- halla Ítalíu fyrir árið 2014. „Brú til brottfluttra“ 14. – 17. júlí 2011 „Vinir frá Vík í Mýrdal“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.