Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 38
38 | Fókus 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
Boðið verður upp á leiðsögn um
listaverkin í Viðey á sunnudag en þar
mun Heiðar Kári Rannversson vera
leiðsögumaður. Meðal annars verð-
ur rætt um Friðarsúlu Yoko Ono og
Áfanga eftir bandaríska listamann-
inn Richard Serra.
Verkið Áfangar var sett upp í
tengslum við Listahátíð árið 1990 og
stendur það á vesturhluta Viðeyjar.
Verkið samanstendur af níu súlna-
pörum úr stuðlabergi sem ramma
inn nærliggjandi kennileiti eða
áfangastaði. Listamaðurinn Serra er
einn áhrifamesti myndhöggvari sam-
tímans og var verkið gjöf hans til ís-
lensku þjóðarinnar.
Flestir ættu að kannast við Frið-
arsúlu Yoko Ono en hún var fyrst
tendruð 9. október 2007 og var lista-
verkið sett upp í minningu látins eig-
inmanns hennar, Bítilsins Johns Len-
non. Á hverju ári lýsir Friðarsúlan
frá fæðingardegi Lennons 9. októ-
ber til 8. desember sem er dánardag-
ur hans. Einnig er kveikt á ljósinu á
gamlársdag, á jafndægri að vori og á
sérstökum hátíðisdögum sem lista-
maðurinn og Reykjavíkurborg koma
sér saman um. Friðarsúlan er hvít að
lit og myndar nokkurs konar óska-
brunn, en á hann er rituð setningin:
„Hugsið ykkur frið“ á 24 tungumál-
um.
Heiðar Kári er með BA-gráðu í
listfræði frá Háskóla Íslands en loka-
verkefni hans fjallaði um listaverkin í
Viðey. Í leiðsögn sinni skoðar Heiðar
Kári sérstaklega tengsl verkanna við
umhverfi og áhorfendur. Lagt verð-
ur af stað frá Viðeyjarkirkju stund-
víslega klukkan 14.30. Allir eru vel-
komnir en gangan tekur um eina og
hálfa klukkustund.
Heiðar Kári Rannversson leiðsögumaður um Viðey:
Leiðsögn um listaverkin í Viðey
Friðarsúla Yoko Ono Á hverju ári lýsir Friðarsúlan frá fæðingardegi Lennons til
dánardags hans.
mælir með...
KVIKMYND
Super 8
„Super 8 er frábær
afþreying. Hún nær
jafnt til barna og fullorðinna, sérstaklega
þeirra sem ólust upp við kvikmyndir Stevens
Spielberg.“ Jón Ingi Stefánsson
KVIKMYND
Bridesmaids
„Ég hafði heyrt utan
að mér að myndin
væri góð en ég gerði mér engan veginn grein
fyrir því hversu góð hún væri.“ Viktoría Her-
mannsdóttir
BÓK
Sláttur
„Sláttur er fram-
bærilegt og fínlega
skrifað verk.“ Kristjana
Guðbrandsdóttir
HLJÓMPLATA
Ég vil fara upp í sveit
„Aðdáendur fyrri
platna þeirra verða
ekki sviknir og fólk
á örugglega eftir að
skemmta sér ein-
staklega vel áfram
á knapaböllum
með Helga í broddi
fylkingar.“ Birgir Olgeirsson
Hvað ertu að gera?
Gunnar Páll Ólafsson leikstjóri
Hvað ertu að lesa núna?
„Myrkfælni eftir Þorstein Má Gunnlaugsson.
Hrollvekju- og draugasmásagnarit sem ég
er hálfnaður með.“
Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?
„Þetta er versta spurning sem ég gat fengið
og hef meira að segja oft hugsað út í það
hvernig ég myndi svara henni. En ætli sú
kvikmynd sem hefur haft mest áhrif á mig
sé ekki The Shawshank Redemption.“
Hvað sástu síðast í bíó og hvernig
fannst þér?
„Kærastan vildi sjá Hangover part 2 þannig
að það var brunað upp í Breiðholt því hún
er bara sýnd í litlum sal núna. Myndin byrjar
rólega og mikið af sömu bröndurunum út
í gegn en myndaserían í lokin var alveg
fyndin. Ekki eftirminnileg.“
Hvaða tónlist ertu að hlusta á
núna?
„Ég var að kaupa nokkur lög af nýju Bon
Iver plötunni ásamt „soundtrackinu“ úr
kvikmyndinni Hanna en Chemical Brothers
gerðu einmitt tónlistina við þá mynd. Mæli
með báðum plötunum.“
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
„Á föstudagskvöld reikna ég með því að
þurfa að vinna fram á kvöld og mæta
seint í eigið matarboð sem er klassískt.
Laugardagurinn kemur sterkur inn því það
spáir sól þannig að sundferð í Neslaugina
væri tilvalin ásamt léttum dinner og tón-
leikum með Quarashi. Á sunnudaginn spái
ég afslöppun og því að það verði slökkt á
símanum en ég á samt mjög erfitt með spá
svona fram í tímann.“
Quarashi og
sundferð um helgina
Þ
etta er fyrsta afkvæmið,“
segir tónlistarmaðurinn,
ritstjórinn og Hafnfirðing-
urinn Jón Jónsson um sína
fyrstu plötu, Wait for Fate,
sem komin er út. Vinsældir Jóns hafa
aukist jafnt og þétt undanfarna mán-
uði en lögin hans Lately, Kiss in the
Morning og When You're Around
hafa öll gert það gott.
Jón er með tónlistina í blóðinu
en bróðir hans er söngvarinn Friðrik
Dór sem einnig hefur gert það gríð-
arlega gott undanfarið. Bræðurnir
koma stundum fram saman þar sem
þeir taka lög hvor annars en engin
áform eru uppi um að vinna tónlist
saman á næstunni.
Jón, sem lærði hagfræði við Bos-
ton University, tók nýlega til starfa
sem ritstjóri Monitor. Hann sakn-
ar stundum þess að ganga áhyggju-
laus um háskólasvæðið í Boston með
iPodinn í eyrunum.
Jón Jónsson og hljómsveit hans
spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
um verslunarmannahelgina og segir
hann drauminn að allir í brekkunni
syngi með.
Eldra en tvívetra
„Ég er búinn að bíða lengi eftir því
að þessi plata komi út og er búinn
að vera að semja lengi. Mörg þessara
laga eru ekkert samin í gær,“ segir Jón
um plötuna en hann vakti fyrst at-
hygli þegar hann tók þátt í nemenda-
sýningum Verslunarskólans á sínum
tíma. Ábreiða hans af laginu Slapp-
aðu af náði nokkrum vinsældum.
„Það er mikilvægt að koma þessu
efni frá sér til þess að geta haldið
áfram sem tónlistarmaður en það er
svo erfitt án þess að hafa gert nokk-
uð við gamla efnið.“ Wait for Fate
inniheldur 12 frumsamin lög en Jón
samdi nánast allt efnið einn síns liðs.
„Ég sem lög og texta en fæ smá hjálp
hér og þar. Mín hægri hönd, Krist-
ján Sturla Bjarnason, semur með
mér tvö lög og svo sömdum við Frið-
rik bróðir tvo texta fyrir löngu. Alveg
2006 minnir mig.“
Jón og Kristján Sturla kynntust
í Verslunarskólanum og hafa verið
miklir vinir síðan. „Kristján tók svo
upp mest af efninu og sér um all-
ar útsetningar,“ en Jón segist mjög
ánægður með alla þá sem komu að
plötunni og nefnir sérstaklega Haf-
þór Karlsson, eða Haffa tempó eins
og hann er oftast kallaður. „Svo auð-
vitað strákarnir í hljómsveitinni.
Maður þarf ekkert að segja þeim
hvað á að gera. Þeir lesa mann bara
algjörlega og allar uppástungur sem
þeir koma með eru bara til bóta.“
Jón er sáttur við hljóminn sem
tókst að skapa á plötunni sem og
útlit hennar. „Hún rennur mjúk-
lega í gegn og er þægileg en samt
skemmtileg.“
Bræðurnir í bílskúrnum
Jón og systkini hans hafa öll verið að
sýsla í tónlist frá blautu barnsbeini.
„Við fórum öll fjögur systkinin í Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar þegar við
vorum sex ára. Fórum svo að læra
á hljóðfæri átta ára. Eldri systir mín
fór í Söngskólann og ég og tvíbura-
systir mín vorum svo saman þarna í
Verslósöngleikjunum. Frikki fór svo
líka í það.
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sendi nýlega frá
sér sína fyrstu plötu, Wait for Fate. Hann er ánægður
með gripinn sem inniheldur 12 frumsamin lög. Jón er
bróðir Friðriks Dórs sem hefur einnig gert það gott og
leika þeir stundum lög hvor annars. Jón er nýsestur í
ritstjórastól Monitor og líkar starfið vel. Hann kemur
fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og ætlar að ná
brekkunni á sitt band.
Dreymir um
að allir í
brekkunni
syngi með
Wait for Fate
Jón semur allt
sitt efni.
„Ég er búinn
að bíða lengi
eftir því að þessi plata
komi út og er búinn
að semja lengi.