Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 31
Viðtal | 31Helgarblað 15.–17. júlí 2011 hlaupum frá. Ég hef alltaf haft sterkar stjórnmálaskoðanir en ég hef nú vanið mig á að rífast við útvarpið og kaffikönnuna í gegnum árin. Besti flokkurinn varð bara til með jafnsér- kennilegum hætti og raun ber vitni. Ég tel það vera hans heilbrigðismerki og því gekk ég með glöðu geði til liðs við hann. Alls konar fólk með alls konar hug- myndir sem átti það eitt sameiginlegt að að hafa aldrei ætlað sér að leggja stund á það sem hefur verið kallað að leggja stund á stjórnmál. Sum hef ég þekkt lengi og vel. Annað alls ekki. Og í þessu samhengi þekkti ég náttúru- lega engan. Orka þessa hóps er góð og byggist á kærleika. Það hljómar ömurlega og hallærislega í sumra eyrum, sérstak- lega þeirra sem hafa kannski lengi verið í eða fylgst með stjórnmálum. En það getur ekki verið slæmt og alls ekki hættulegt. Við erum ekki söfnuð- ur. Og nauðsyn þess að breyta formi samtalsins í stjórnmálum er ótví- ræð. Og mér finnst eins og það séu ákveðnir hlutir að breytast.“ Um fíflagang Magga Stína finnur breytingar með tilkomu Besta flokksins. „Mér finnst á köflum eins og það sé eitthvað að vakna, á einhvern ósýni- legan máta. Það er ekki auðvelt að út- skýra hvað það er. Bara svo ég nefni dæmi, það að heyra mann sem starf- ar sem borgarstjóri tala bæði skýrt og óskýrt, sem sagt eins og manneskjur tala, ekki eins og hann sé að sigra í ræðukeppni. Það er gott og mikilvægt þegar til lengri tíma er litið. Ég held að það stuðli að því að almenningur fái auk- inn áhuga á að hafa áhrif á þennan málaflokk. Ég held að þetta sé alveg ótrúlega mikilvægt að hver og ein manneskja finni til eigin máttar og finni að það sé gott að hafa skoðan- ir á málum sínum og umhverfis síns. Fíflagangur er nefnilega ekki einsleitt fyrirbæri. Margir hafa lagt stund á fíflagang þótt í mismunandi myndum sé. Skilji það hver eins og hann vill.“ Vill ekki aðskilnað kynslóða Magga Stína segir það vera nauð- synlegt að brjóta upp þennan marg- fræga múr sem hefur verið á milli borgarbúa og þeirra sem fara með völd í borginni. Möggu Stínu er annt um að fólk upplifi sig sem þátttak- endur í heiminum og vildi óska þess að við hólfuðum okkur ekki jafn- mikið af í samfélaginu. „Við setjum börn á barnaheim- ili, gamalt fólk á elliheimili. Vinnum eins og minkar og kynslóðirnar lifa í alltof miklum aðskilnaði. Þetta er ekki mín uppgötvun en engu að síð- ur staðreynd sem við virðumst fest- ast í. Mér finnst allur þessi aðskiln- aður rangur og hann hefur slæmar afleiðingar og verður til þess að við missum af svo miklu í lífinu. Í sam- skiptum hvert við annað. Þetta þrengir sjónarhornið á lífið. Þessu væri nú gaman að breyta því allir yrðu ríkari af því held ég.“ Vaknar alltaf glöð Magga Stína er alltaf með bros á vör og í góðu skapi. Það segja þeir sem eru nálægt henni og gleðin virðist henni eðlislæg. Er það svo? „Ég vakna alltaf glöð. Ég hef stundum haldið að ég væri svona vitlaus. En ég get verið ægileg byssa líka þegar svo ber undir. Sumir segja fallbyssa. Þannig að ég er síður en svo skaplaus. En tilfinningin þegar ég vakna á morgnana er samt alltaf sú að í dag sé dagurinn! Það hljóm- ar kannski ekki skynsamlega en ég kann sífellt betur að meta þetta.“ Kyssir fýlupúka á nefbroddinn En hefur hún hitt andefni sitt, sann- an fýlupúka? „Nei, það er enginn alger fýlu- púki. Ekki frekar en að ég sé alger gleðipúki. Það hlýtur að vera lífsins ómögulegt. Ef ég myndi hitti slíkan þá myndi ég kyssa hann bara á nef- broddinn. Það ætti að snarvirka. Gæti reynst góður ísbrjótur. Fólk er auðvitað bara ólíkt og alls konar og alveg eins og allt þar á milli. Ég held að ef grunnurinn í uppeldinu er að mestu leyti áfallalítill þá reddi mað- ur sér nú nokkuð vel. Þetta er þó ekki þrauthugsað en samt eitthvað sem ég ímynda mér. Í því felst sú hugsun að öll göng- um við í gegnum eitthvað óvænt og misþægilega reynslu á lífsleiðinni og þurfum að takast á við alls kyns hluti og ef maður hefur verið örugg- ur með sig og sitt til að byrja með þá tekst maður öðruvísi á við það en ella. Ég hugsa að ég búi alveg að því að hafa verið algjörlega ofvernduð í æsku.“ Gerði öllum til hæfis Magga Stína var ekki bara ofvernd- uð. Hún var líka mikið í eigin heimi þegar hún var lítið barn. „Ég var svona barn sem gat horft á olíupolla löngum stundum. Hvarf bara inn í þá og horfði á litina hlykkj- ast um, eitthvað svona skilurðu, það er sterkt í mér. Ég er nú mesti sveim- arinn af systkinum mínum hugsa ég. Ég svaraði seint og var ekki alltaf á staðnum. Á meðan Sölvi bróðir minn hringdi í rússneska sendiráðið og lét þá vita að hann væri alveg að fara að sprengja það í loft upp, bara sex ára, þá man ég varla eftir því að hafa ver- ið til. En svo hugsa ég líka að á annan hátt hafi ég verið of mikið til friðs, ver- ið þannig barn sem varð að gera öðr- um til hæfis. Svolítið með vindáttirn- ar á hreinu og að lesa í aðstæður sem ég átti ekkert með að vera að lesa í. Ég átti auðvelt með að læra. Var að sögn ansi mikið fyrirmyndarbarn. Sprakk í loft upp Einn daginn þá sprakk ég í loft upp. Það hefur verið sumarið áður en ég fór í gagnfræðaskóla. Það var nokkuð hávaðasamt og pirrandi fyrir nær- umhverfið geri ég ráð fyrir en það var samt absalút hluti af því að tak- ast á við eigin öfl og finna hver ég var, hvað ég vildi vera og hvar ég vildi vera. Ég man eftir því að hafa tekið mjög einbeitta ákvörðun um að ég skyldi aldrei fá hærra en núll á prófi framar. Eitt prinsippið í viðbót. Einir fjötrarnir enn.“ Var rekin úr skóla En fékk hún aldrei hærra en núll í gagnfræðaskóla? „Jú, það gerðist nú. En ég reyndi mitt besta til að vera nálægt núllinu og var í mikilli baráttu við það að snúa sem mestu á hvolf. Skólastjórinn vildi oft reka mig úr skólanum og gerði það í tvígang. Þá var það hin ómótstæðilega Jóna Hansen dönskukennari sem hélt nú ekki. Og hafði feikilega trú á mér. Það var alveg sama þótt ég fengi tvo á dönskuprófi hjá henni, þá horfði hún á mig eða jafnvel inn í mig og sagði: „Þú hefðir getað feng- ið tíu á þessu prófi og því næsta bara ef þú hefðir áhuga á því.“ Trú hennar var ótrúleg. Ég var ekki vinsæll nem- andi hjá öllum kennurunum sem ekki var von. Ég átti mína vini og hélt fast við þá. Þarna vaknaði líka áhugi minn á tónlist fyrir alvöru. Það var mik- ið um tónleikahald á þessum tíma og hljómsveitir urðu til nánast dag- lega sem var mikil breyting. Ég leitaði uppi mína líka og þetta var mikill dá- semdartími. Tími uppgötvana eins og eðlilegt er á táningsaldri. En þetta var svona svolítill þroskahvellur og ég er mjög þakklát fyrir þetta. Ef ég hefði ekki sprungið þarna, hvernig sprenging hefði þá orðið síð- ar? Kannski hefði það einmitt gerst hérna í Alþingisgarðinum í miðju við- tali,“ segir hún og skellir upp úr. „Þá hefðir þú nú eitthvað til að skrifa um, ha!“ Ævintýraleg ár Magga Stína fann sig í rokkhljómsveit með fiðluna að vopni og fann fyrir frelsinu í því. Þegar klíkan sem Magga Stína var hluti af var komin í mennta- skóla hlaut tónlistaráhuginn að skila sér í hljómsveit og þau Margrét Örn- ólfsdóttir, Halldóra Geirharðsdótt- ir, Sigurður Guðmundsson og Ívar Ragnarsson ákváðu að stofna hljóm- sveit sem þau nefndu Risaeðluna. „Ég gekk svo til liðs við þau og fleiri á eftir mér. Ég hef verið viðloð- andi tónlist allar götur síðan. Bæði samið sjálf og spilað fyrir dansi, gert tónlist fyrir leikhús og nú legg ég stund á tónsmíðar hjá Listaháskóla Íslands.“ Galdrað með Hringjum Sýrupolkasveitin Hringir hefur starf- að í ýmsum myndum í 15 ár að sögn Möggu Stínu. Þegar hún er spurð að því hvernig hljómsveitin hafi tekið á sig núverandi mynd heldur hún að það hafi verið fyrir tilviljun. „Eða bara eins og allt annað í líf- inu. Ég leita það uppi eða aðrir leita hver annan uppi og síðan er galdrað. Ég hafði oft hugsað um það að mig langaði til að syngja með þessari hljómsveit. Og þá hafði náttúru- lega dreymt villta drauma um að ég myndi syngja með þeim og svo small þetta bara allt saman einn góðan veðurdag.“ Lögin sem sveitin spilar koma úr öllum áttum. Þetta eru erlend lög sungin á erlendri tungu, alíslensk lög og einnig erlend lög með íslenskum texta. Lögin taka þau síðan og setja í sinn sérstaka búning og eru sögð spila sýrupolka. Elskar að spila í brúðkaupum Magga Stína segir þau helst spila í brúðkaupum og gleðiveislum og hún geti ekki verið án þess því gleðin og hamingjan sem einkenni slíkar veislur sé gefandi orka. „Það myndast yfirleitt alltaf mikil gleði þar sem við spilum, þá sérstak- lega hjá okkur sjálfum. Stundum get- um við ekki hætt. Við höfum stund- um spilað í fleiri tíma af því að okkur finnst það svo gaman. Tónlistin er líka minn helsti drif- kraftur. Ég myndi hreinlega ekki nenna að vera til ef ég gæti ekki notið hennar.“ „Ég vakna alltaf glöð“ Getur verið ægileg byssa „Ég vakna alltaf glöð. Ég hef stundum haldið að ég væri svona vitlaus. En ég get verið ægileg byssa líka þegar svo ber undir. Sumir segja fallbyssa.“ „Ég man eftir því að hafa tekið mjög einbeitta ákvörðun um að ég skyldi aldrei fá hærra en núll á prófi framar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.