Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 21
Fréttir | 21Helgarblað 15.–17. júlí 2011 sínum. Við þurfum að vinna með þau sjónarmið og reyna að komast til móts við þau eins og kostur gefst.“ En hvað með undanþágur eða sérlausnir? Nú er ljóst að það eru fjölmörg fordæmi fyrir þeim og því engu líkara en að Bændasamtökin séu að reyna að leiða umræðuna á villigötur. „Ég myndi ekki orða það þannig og það er eðlilegt að allar lögfræði- legar hliðar málsins séu skoðaðar í kjölinn, þó ég eigi eftir að kynna mér rit Stefáns Más – en ég mun gera það. Það liggur hins vegar alveg fyrir að það hefur verið samið um undan- þágur og sérlausnir sem eru teknar upp í aðildarsamningum. Aðildar- samningar milli ESB og aðildarrík- is eru í Evrópurétti jafngildir stofn- sáttmálum sambandsins þannig að þessar sérlausnir hafa mjög sterka stöðu.“ Harðbýlt og strjálbýlt Þegar kemur að samningaviðræð- um um landbúnaðarmál eru til for- dæmi um að aðildarríki hafi sam- ið um sérlausnir. Þar má nefna samninga Finnlands og Svíþjóð- ar sem sömdu um búskap á norð- lægum slóðum, sá búskapur sem er stundaður fyrir norðan 62. breidd- argráðu. Þá samdi Malta til dæm- is um bann á innflutningi á lifandi búfénaði, þar sem um eyríki er að ræða og nauðsynlegt að vernda stofna fyrir sjúkdómum. Eru slíkar lausnir ekki borðleggjandi fyrir Ís- land? „Ísland yrði strjálbýlasta landið í ESB, ef af aðild yrði. Landið er jafn- framt mjög harðbýlt. Gróðurtímabil- ið er stutt og landbúnaður er mjög fábreyttur hér miðað við það sem gengur og gerist í Evrópu, auk þess sem markaðir Evrópu eru fjarlæg- ari okkur en aðildarríkjum á megin- landinu. Við höfum því veigamikil rök fyrir því að þessar sérreglur eigi fyllilega við hér. Það eru fordæmi fyr- ir því og þessi svæði njóta sérstaks stuðnings.“ Gott að hafa Norðurlöndin Þann 1. júlí síðastliðinn tóku Pól- verjar við formennsku í ráðherraráði ESB og koma því til með að vera við- semjendur Íslendinga næsta hálfa árið. Skipt er um formennskuríki á sex mánaða fresti en á eftir Pólverj- um taka Danir við keflinu, þá Kýpur og svo Írland. Skiptir máli hvaða ríki fer með formennsku þegar kemur að aðildarviðræðum? „Það skiptir ekki öllu máli en auð- vitað skipti máli þegar við sóttum um upphaflega, að hafa átt stuðn- ing Svíþjóðar vísan sem þá fór með formennsku. Öll formennskuríki sem við höfum talað við hafa þá lýst yfir eindregnum samstarfsvilja. Það verður þó ekkert verra að hafa náið samstarfsríki eins og Danmörku í formennskusæti eftir áramót, því er ekki að neita.“ Þjóðin ákveður Nú er ljóst að almenningsálitið á Evr- ópusamstarfinu hefur sveiflast mik- ið á undanförnum misserum. Eina stundina virðist sem meirihluti Ís- lendinga styðji aðild en í næsta mán- uði gæti meirihlutinn verið andvígur. Óttast Stefán að vinnan sem samn- inganefndin hefur unnið verði að lokum til einskis? „Aðalatriðið er það að við höf- um fengið ákveðið hlutverk. Alþingi ályktaði um að sótt skyldi um að- ild og það er umboð Alþingis sem við förum með. Það er þjóðin sem ákveður hvort verði fallist á aðild- arsamning eður ei. Þetta er mikil vinna, það er rétt, en hún mun eftir sem áður gagnast okkur. Við höfum lært heilmikið um ESB og sömuleið- is hefur ESB lært mikið um okkur. En við vinnum eftir lýðræðislegu um- boði og okkar hlutverk er einfaldlega að skila af okkur eins góðu starfi og mögulegt er.“ Hvað breytist? Flestir Íslendingar sem velta Evrópu- samstarfinu fyrir sér langar ef til vill að vita hvað komi til með að breyt- ast í daglegu lífi hér á landi, verði af aðild. Getur Stefán bent á einhverjar breytingar? „Ætli það séu ekki fyrst og fremst efnahagsmálin. Hvort aðildin leiði ekki til meiri efnahagslegs stöð- ugleika. Afnám verðtryggingar og mögulega lægri vextir í kjölfarið sem verði merkjanlegar breytingar. Svo er rétt að minnast á að með aðild fáum við loksins sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Til þessa höf- um við fylgt ákvæðum EES-samn- ingsins en aðeins með því að geta haft takmörkuð áhrif á þær reglur sem við þurfum að taka upp í lands- rétti. Það myndi auðvitað breytast.“ „ Ísland er mjög vel í stakk búið til að tileinka sér löggjöf ESB. Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu Hvernig er aðildarferlið? Ríkjaráðstefna milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins Ríkjaráðstefnan markar formlegt upphaf samningaviðræðnanna Leiðtogaráð ESB fjallar um umsókn Íslands Leiðtogaráðið tekur umsóknina ásamt áliti framkvæmda- stjórnarinnar til umfjöllunar og getur með einróma samþykki allra aðildarríkja ákveðið að hefja aðildaviðræður við Ísland Ísland verður aðildarríki Evrópusam- bandsins á sérstakri aðildarráðstefnu Löggjöf íslands yfirfarin og kannað að hve miklu leyti hún er í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins Framkvæmda- stjórnin fer yfir löggjöf ESB með Íslandi Ísland lýkur við gerð lista yfir inn- leiðingu lög- gjafar ESB Framkvæmda- stjórnin gerir skýrslu um niðurstöðu yfir- ferðarinnar Ráðherraráð ESB fjallar um umsóknina Ráðherraráð ESB leggur fyrir fram- kvæmdastjórn ESB að vinna álit um umsókn Íslands Framkvæmdastjórnin beinir umfangsmiklum spurningalistum til Íslands um löggjöf og lagaframkvæmd Ísland svarar spurningum fram- kvæmda- stjórnarinnar Framkvæmdastjórn ESB semur álit um aðildarumsókn Ís- lands og sendir hana til leiðtogaráðs ESB Formlegar samningaviðræður Samningaviðræður hefjast um einstaka kafla lög- gjafar ESB (alls 35 kaflar) Undirbúningur samningsafstöðu ESB og Íslands Samningarviðræður innan vébanda ríkja- ráðstefna Íslands og aðildaríkja ESB Þegar einróma samkomulag hefur náðst um kafla er honum lokað þar til heildar- niðurstaða liggur fyrir Viðræðum lýkur – undirbúningur að aðild hefst Aðildarsamningurinn er undirritaður af öllum aðildarríkjum ESB og Íslandi og fullgildingarferli hefst Þjóðaratkvæða- greiðsla á Íslandi Samn- ingum er lokið um alla kafla viðræðn- anna Niðurstöður viðræðnanna eru felldar saman í aðildarsamning Íslands, dag- setning aðildar er ákvörðuð og Ísland fær stöðu verðandi aðildaríkis Leiðtog- aráð ESB sam- þykkir aðildar- samninginn einróma og Evrópuþingið veitir sam- þykki sitt Stefán Haukur Jóhannesson Leiðir samninganefnd Íslands í við- ræðum við ESB. MyNd SiGtRyGGuR ARi Ef samþykkt Löng og ströng leið inn í ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.