Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 15.–17. júlí 2011
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumað-
ur á Selfossi, lét framkvæma nauð-
ungarsölu á eign óléttrar konu, þrátt
fyrir að hann hefði enga heimild til
þess. Þá eru dæmi þess að ákærur
hafi verið unnar með hálfum huga, í
síðustu viku var til að mynda ákæru
um líkamsárás frá embættinu vísað
frá vegna formgalla.
Ólafur Helgi hefur sætt tölu-
verðrar gagnrýni að undanförnu, nú
síðast fyrir þá ákvörðun að hneppa
ekki níðing í Vestmannaeyjum í
gæsluvarðhald, þrátt fyrir að mynd-
bandsupptökur hafi fundist af brot-
um mannsins. Hann hefur sagt í til-
kynningu að þessi ákvörðun hafi
verið tekin í samráði við saksókn-
ara, en málið hafi verið rætt í óform-
legum samtölum á milli embætt-
anna.
Bauð upp hús óléttrar konu
Í dómi sem birtur var á miðvikudag-
inn var nauðungarsala sem sýslu-
maðurinn lét framkvæma dæmd
ógild. Þann 1. mars síðastliðinn lét
hann bjóða upp húseign í Þorláks-
höfn vegna skulda annars eigenda
hússins – einstæðrar móður á þrí-
tugsaldri. Skuldin var upp á 80.000
krónur vegna vangreiddra skipulags-
gjalda.
„Ég hringdi í sýslumanninn til
þess að fá nokkurra vikna frest á
þessa skuld,“ segir Arnheiður Aldís
Sigurðardóttir, enda ekki mjög auð-
velt að reiða fram 80.000 krónur með
stuttum fyrirvara. Ólafur kvaðst ekk-
ert geta gert fyrir hana heldur benti
henni á umboðsmann skuldara og
þar sótti hún um greiðsluskjól.
Sýslumanni var send sérstök til-
kynning um málið sem ætluð var til
þinglýsingar. Honum barst tilkynn-
ingin þann 28. febrúar. En daginn eft-
ir fór nauðungarsalan fram. „Ég talaði
við umboðsmann skuldara og þau
voru mjög hissa á þessu þar,“ segir
Arnheiður. Nauðungaruppboðið var
því framkvæmt án heimildar.
„Mjög ófagmannlegt“
„Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef
komið við sögu hjá honum og hann
var með hroka og leiðindi við mig.
Ég var nú ekkert dónaleg við hann,“
segir hún.
Hin umrædda eign hafði áður
farið á uppboð og síðar höfðu þær
kröfur verið dregnar til baka. Arn-
heiður segir að það hafi verið eins
og Ólafur hafi verið búinn að ákveða
það að húsið yrði selt.
Hún sendi honum skriflegt er-
indi um málið en þar voru útlist-
aðar ástæður fyrir því að lögin um
greiðsluskjól giltu ekki í þessu til-
felli, þar sem hún ætti bara helm-
ingshlut í húsinu. En engin krafa var
á hinn eiganda hússins og því var
nauðungarsalan í grunninn gerð
í heimildarleysi, enda úrskurðaði
héraðsdómur á þann veg.
Nú hefur hins vegar verið skipt
um lása í húsinu og það stendur enn
autt. Sýslumaðurinn gaf út upp-
boðsafsal á húsinu á meðan málið
var í héraði og því er þetta mál að
stóru leyti enn óleyst.
„Mér finnst allt í sambandi við
þetta mjög ófagmannlegt. Ég varð
mjög hissa á þessum vinnubrögð-
um enda hef ég aldrei komið við
sögu hjá honum áður.“
Ákærði eiginmanninn eftir slys
Helga Jónsdóttir lögfræðingur sagði
frá því í opnu bréfi í Fréttablaðinu
árið 2008 að sýslumaðurinn hefði
ákært eiginmann hennar fyrir að
hafa með gáleysi valdið henni skaða.
Hjónin lentu í bílslysi á Suðurlandi
og Helga slasaðist alvarlega í slys-
inu. Þriggja ára dóttir þeirra var með
þeim í bílnum en þau lentu í árekstri
við annan bíl á Suðurlandsvegi. Öku-
maður hins bílsins slasaðist ekki.
Helga segir í bréfinu að í kjölfar
slyssins hafi þau verið vöruð við því
að maðurinn hennar, sem ók bíln-
um, yrði líklega ákærður vegna slyss-
ins. Þó að slíkt væri ekki vaninn ann-
ars staðar þá yrði líklegast gefin út
ákæra, þar sem að þetta hefði gerst í
umdæmi Selfoss.
Sú varð raunin. Maðurinn hennar
var ákærður eftir slysið á grundvelli
þess að hafa valdið henni skaða af
gáleysi. Þrátt fyrir að Helga hafi sent
embættinu bréf þar sem sýslumaður
var beðinn um að láta af ákærunni,
þar sem fórnarlamb slyssins var ást-
vinur þess sem ákæra átti, var ákær-
unni fylgt eftir.
Greiddu 800 þúsund í máls-
kostnað
„Ég sendi honum bréf þar sem ég
lýsti því hvaða áhrif svona dómsmál
myndi hafa á okkur og sendi honum
meðal annars vottorð frá lækninum
sem hefur annast endurhæfingu
mína. Þar kom fram að fólk sem
hefði fengið heilaáverka eins og ég
væri í aukinni hættu á að fá kvíða
og þunglyndi auk þess sem lítið
þyrfti til að koma slíkum sjúkling-
um úr jafnvægi.
Í vottorðinu kemur enn frem-
ur fram að ákæra og allt það álag
sem málaferlum fylgir myndi
vafalítið hafa mjög slæm áhrif á
bata minn.“
Þá talaði Helga einnig við
hann í síma, í tilraun til þess
að fá ákærunni hnekkt.
Ákærunni var haldið til
streitu og maður Helgu var að end-
ingu dæmdur til að greiða henni
skaðabætur ásamt því að hjónin
þurftu að reiða af hendi hátt í 800.000
krónur í málskostnað. Maður hennar
var einnig dæmdur í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi.
„Ég höfðaði í einlægni til [Ólafs],
eða öllu heldur laganna sem hon-
um bar að gæta, fyrir hönd mína og
mannsins míns. Svar hans var: Nei.“
Þess má geta að í lögum er heim-
ild til þess að falla frá sambærilegum
ákærum, séu forsendur fyrir því að
telja að ákæra myndi skaða þolanda
meira en ella.
Ekki sérstaklega til umræðu
Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra segir emb-
ættisfærslur Ólafs ekki
hafa sérstaklega ver-
ið til umræðu innan
ráðuneytisins. Hörð
gagnrýni á vinnu-
brögð lögreglu-
stjórans hafi borist
ráðuneytinu vegna
barnaníðsmálsins
í Vestmannaeyjum
og í kjölfar þess hafi
skýringa verið óskað
frá ríkissaksóknara.
„Ég hef ekki átt
neina fundi með
sýslumanninum um hans embættis-
færslur,“ segir Ögmundur í samtali við
blaðamann. „Ég óskaði eftir skýring-
um frá ríkissaksóknara vegna máls-
ins sem upp kom í Vestmannaeyjum.
En það er í eðlilegri framvindu í ráðu-
neytinu.“
Gagnrýni vegna málsins barst
ráðuneytinu og því hefur eftirlits-
aðili sýslumanns verið inntur eftir
svörum. „Þarna berst
ráðuneytinu hörð
gagnrýni vegna
þessa máls og
ég óska eftir
greinargerð
ríkissak-
sóknara sem
hefur með
höndum eft-
irlitsskyldu
á lögreglu-
stjóraemb-
ættinu,“ segir
Ögmundur.
Ekki náð-
ist í Ólaf Helga
við vinnslu út-
tektarinnar.
n Ákærði eiginmann eftir bílslys n Framkvæmdi nauðungarsölu á húsi óléttrar
konu án heimildar n Ríkissaksóknari hefur eftirlit með störfum sýslumanns
Afglöp ÓlAfs
Hverfisgötu 106
101 Reykjavík
S: 551 6688
Þú finnur okkur líka á Facebook!
„Mér finnst allt
í sambandi við
þetta mjög ófagmann-
legt.
Í maí 2007 fór mál fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem kona kærði lögregluna á Selfossi
fyrir að neyða hana til þess að gefa þvagprufu. Hún kærði lögreglu fyrir kynferðislega
áreitni. Sýslumaður vísaði málinu frá.
Í janúar 2009 gaf Ólafur út handtökuskipanir á alla vanskilamenn í Árnessýslu.
Um var að ræða 370 manns. Hann vildi handtaka alla þá sem ekki hefðu skilað sér
í fjárnám hjá embættinu. Fólkið átti að handtaka á heimilum þess eða vinnustöð-
um og færa fyrir sýslumann eða hans fulltrúa.
Í júní á þessu ári úrskurðaði Hæstiréttur meintan barnaníðing í gæsluvarðhald á
grundvelli almannahagsmuna. Hann hafði níðst á átta ára gamalli stjúpdóttur sinni
og myndað athæfið. Málið kom inn á borð lögreglu fyrir rúmu ári síðan og Ólafur tók þá
ákvörðun að hneppa hann ekki í varðhald þá.
Önnur umdeild mál
Þykir refsiglaður
Heimildir DV herma að Ólafur
þyki óvenju refsiglaður
sýslumaður.
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is