Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 34
34 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 15.–17. júlí 2011 Helgarblað Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur og yfirkennari – f. 16.7. 1863, d. 29.9. 1955 Sigurður Thoroddsen fædd-ist á Leirá í Borgarfirði en foreldrar hans voru Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld, sá er skrif- aði skáldsögurnar Pilt og stúlku og Mann og konu sem lengst af hafa verið taldar fyrstu íslensku skáldsög- urnar, og k.h., Krist- ín Ólína Þorvalds- dóttir, dóttir Þor- valds, um- boðsmanns og alþm. í Hrappsey Sí- vertsen. Sigurður var á fimmta árinu er faðir hans lést en þá kom í ljós að skáldið og sýslumað- urinn hafði verið full gest- risinn og risnudrjúgur, enda skildi dánarbúið eftir sig umtalsverðar skuldir. Það var því úr vöndu að ráð fyrir ekkjuna, Kristínu Ólínu, að koma ungum sonum sínum, öll- um fjórum til mennta eins og ætíð hafði staðið til. En hún var kjark- mikil og átti góða að, s.s. Katínu, systur sína, og eiginmann hennar, Jón Árnason þjóðsagnasafnara er bjuggu að Laufásvegi 5 í Reykjavík. Með dugnaði, ráðdeild og góðri að- stoð komst Sigurður þó til mennta sem og bræður hans þrír, sem allir uðu þjóðþekktir menn, hver á sínu sviði. Bræður Sigurðar voru þeir Skúli Thoroddsen, sýslumaður og rit- stjóri Þjóðviljans á Ísafirði og einn ötulasti baráttumaður gegn Upp- kastinu árið 1908, faðir Sigurðar Thoroddsen yngri, föður Dags Sig- urðarsonar skálds og afi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra en frá Skúli er kominn áberandi einstaklinga. Meðal annarra barna Skúla, og k.h., Theodóru Thorodd- sen skáldkonu, voru Katrín Thor- oddsen, alþm. og læknir, og Skúli Thoroddsen, alþm. og lögmaður, Guðmundur læknaprófessor, faðir Þrándar kvikmyndagerðarmanns og afi Birgis Bragasonar teiknara, Einars, læknis og vínsmakkara, Jóns kennara og Guðmundar heit- ins myndlistarmanns. Þá var Skúli faðir Jóns, lögfræðings og skáld sem dó ungur, og Unnar, móður Skúla Halldórssonar tónskálds, föður Magnúsar arkitekts. Annar bróðir Sigurðar var Þórður Thor- oddsen, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Þorvalds, forstjóra sem stofnaði Tónlistarfélagið. Loks var svo Þorvaldur náttúrufræð- ingur sem samdi fræg- ar Íslandslýstingar og þótti einn vir- stasti fræðimað- ur um íslenska náttúru á sinni tíð. Sigurður lauk stúd- entsprófi 1882, tók próf í for- spjalls- vísindum í Kaup- manna- höfn 1883 og útskrif- aðist með próf í bygg- ingarverkfræði 1891. Sigurður var fyrst verkfræðing- ur hjá vega-málastjór- ninni i Kaupmannahöfn, starfaði síðan á ýmsum stöðum í Danmörku til 1893 er hann tók við starfi sem Landsverkfræðingur á Íslandi og gegndi því starfi til árs- ins 1905. Á þeim tíma mældi hann fyrir Hellisheiðar-, Kamba og Flóa- vegi og hafði umsjón með bygg- ingu vegarins, hafði einnig umsjón með byggingu brúar á Þjórsá auk fjölda annara verka. Sigurður gerðist síðan bæjar- verkfræðingur í Reykjavík 1908 og vann við það með hléum til 1921. Hann var Adjunkt við Menntaskól- ann í Reykjavík a árunum 1904–20 og yfirkennari frá þar 1920–35. Ekki er ofsagt um fyrstu íslensku verk- fræðingana að þeir hafi lyft Grett- istaki í sókn þjóðarinnar til nú- tímans. Sigurður var í þeim hópi og með þeim merkari. Sigurður átt sæti bæjarstjórn Reykjavíkur á árunum 1900–1906. Hann var stofnandi Verkfræðinga- félags Íslands og heiðursfélagi þess. Þá var hann heiðursfélagi Taflfélags Reykjavíkur og Skauta- félags Reykjavíkur. Eiginkona Sigurðar var Maria Kristín, f. Claessen, dóttir Jean Val- gard van Deurs Claessen lands- féhirðis, og k.h., Kristínar, dótt- ur Eggerts Briem, sýslumanns á Reynisstað. Meðal sex barna þeirra Sigurðar og Maríu Kristínar voru þeir Þórður Jónas borgarfógeti og dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra, en fjölskyldan bjó lengst af við Fríkirkjuveginn í sínu fallega timburhúsi sem þar stendur enn, milli Miðbæjarskólans og Fríkirkj- unnar. Merkir Íslendingar B jarni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Bráðræðisholt- inu í Vesturbænum. Að loknu sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1946 hóf Bjarni nám við Vélstjóra- og stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi sem vélfræðingur 1950. Bjarni starfaði nánast alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslunni og var yfirvélstjóri á flestum skip- um gæslunnar allt þar til hann lét af störfum 1994. Þó Bjarni hafi starfað nánast alla tíð hjá sama vinnuveitanda verður ekki sagt að starfsævin hjá Landhelg- isgæslunni hafi verið viðburðalítil. Alþjóð þekkir krefjandi hlutverk og viðfangsefni starfsmanna gæslunnar og má nefna að Bjarni tók þátt í öll- um þorskastríðunum þar sem átök voru algeng og líf og limir áhafnar- meðlima oft í mikilli hættu. Bjarni var um áratugaskeið félagi í Oddfellowreglunni. Bjarni og eiginkona hans, Ástríð- ur, áttu lengst af heimili að Bugðu- læk 16 í Reykjavík, eða frá 1968. Hann flutti sig síðan um set í Laug- arnesinu, árið 2008, í íbúð fyrir aldr- aða að Brúnavegi 9. Þar bjó hann við sérlega góðar aðstæður, naut þess að búa í félagsskap með jafnöldrum sín- um og var virkur í íþrótta- og félags- starfi sem þar er haldið úti með mikl- um sóma. Fjölskylda Bjarni kvæntist 23.9. 1954, Ástríði Hannesdóttur , f. í Reykjavík 6.6. 1927, d. 9.7. 2001, húsfreyju. Ástríður var dóttir hjónanna Hannesar Friðsteins- sonar, f. 3.1. 1894, d. 27.7. 1977, skip- herra, og k.h., Guðrúnar Hallbjörns- dóttur, f. 3.2. 1896, d. 29.7. 1940, húsfreyju. Börn Bjarna og Ástríðar: Gunnar Rúnar f. 28.8. 1955, d. 16.11. 1960. Dóra f. 27.5. 1957, kennari en maður hennar er Gylfi Gunnarsson framkvæmdastjóri og eru synir þeirra Bjarni Már, f. 1975, hagfræðingur en kona hans er Jóhanna Vernharðsdótt- ir viðskiptafræðingur og börn þeirra eru Bergdís, Steinar og Brynja; Atli f. 1978, viðskiptafræðingur en kona hans er Sigríður Bjarney Sigmunds- dóttir kennari og eru börn þeirra Gylfi Örn og Dagbjört Arna; Egill f. 1985, lögfræðingur en unnusta hans er Kristín Georgsdóttir hjúkrunarfræði- nemi. Gunnar Ásbjörn f. 16.3. 1962, verk- fræðingur en kona hans er Guðný Káradóttir rekstrarhagfræðingur og er dóttir þeirra Ásthildur f. 1984, stjórn- málafræðingur en unnusti hennar er Björn Steinar Árnason tölvunarfræð- ingur. Hannes Bjarnason f. 13.3. 1963, kadett en kona hans er Birna Dís Vil- bertsdóttir kadett og eru dætur þeirra Jóhanna Sif, f. 1984 en unnusti henn- ar er Andri Þór Valgeirsson; Ágústa f. 1985, en fóstursynir Hannesar eru Einar Karl Ágústsson, f. 1977 en kona hans er Ingileif Finnbogadóttir og dóttir þeirra er Iðunn Embla; Haukur Freyr Ágústsson, f. 1982, d. 2006. Sonur Bjarna og Elínar Þórhalls- dóttur er Gunnar Ólafur, f. 15.10. 1953 en kona hans er Sigrún Sigfúsdóttir og eru börn hans og Margrétar Reyn- isdóttur Soffía, f. 1974, hagfræðingur en maður hennar er Runólfur Svein- björnsson og sonur þeirra er Svein- björn; Jónas Reynir f. 1980 en kona hans er Arnþrúður Anna Gísladóttir og eru dætur þeirra Maríanna Hlíf og Aldís Anna, en fósturdóttir Gunnars Ólafs er Heiður Margrét Björnsdóttir. Dóttir Ástríðar og fósturdóttir Bjarna er Birna Birgisdóttir, f. 11.8. 1952, þroskaþjálfi en dætur hennar eru Ástríður Dóra Kjartansdóttir, f. 1974 og eru börn hennar Bjarni Geir og Birna Sigríður; Bergþóra Guðna- dóttir, f. 1978, hjúkrunarfræðingur en synir hennar eru Huginn og Erlendur. Systkini Bjarna eru öll látin en þau voru Jóhannes Bjarni Magnússon, f. 19.7. 1910, d. 12.7. 2001, kaupmaður í Reykjavík; Leó Magnússon, dó í frum- bernsku; Hrefna Lea Magnúsdóttir, f. 4.7. 1915, d. 31.5. 1988, húsmóð- ir í Reykjavík; Kjartan Magnússon, f. 15.7. 1917, d. 3.12. 1998, kaupmað- ur í Reykjavík; Rósbjörg Hulda Beck Magnúsdóttir, f. 22.7. 1919, d. 6.12. 1981, húsmóðir í Reykjavík; Magnús Gunnar Magnússon, f. 3.10. 1923, d. 2.12. 1991, húsasmiður í Reykjavík. Foreldrar Bjarna voru Magnús Sig- urðsson frá Fróðá á Snæfellsnesi, f. 12.1. 1885, d. 28.2. 1928, sjómaður á Hellissandi og síðan í Reykjavík, og k.h., Guðrún Jóhannesdóttir frá Vind- ási í Eyrarsveit, f. 16.2. 1890, d. 6.12. 1968, húsmóðir á Hellissandi og síð- an í Reykjavík. Ætt Magnús var sonur Sigurðar Ólafs, sjómanns í Seiglu í Ólafsvík Sig- urðssonar, b. á Fróðá Sigurðssonar. Móðir Sigurðar Ólafs var Anna, yfir- setukona Pálsdóttir, b. í Vindási í Eyr- arsveit Jónssonar, bróður Ingveldar, langömmu Bryndísar, ömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, föður Hallgríms, hrl. og fyrrv. fram- kvæmdastjóra Árvakurs, og Finns framkvæmdastjóra. Móðir Önnu var Kristín Naomi Þorgilsdóttir. Móðir Magnúsar var Þóra Krist- björg Magnúsdóttir, b. í Klettakoti Einarssonar, og Sigríðar Brandsdótt- ur, b. í Miðskógum í Dölum Björns- sonar, b. á Sauðafelli Björnssonar, b. á Brimilsvöllum Bjarnasonar. Móð- ir Brands var Sigríður Brandsdóttir, á Kolsstöðum í Miðdölum Þorláks- sonar, hreppstjóra í Miðskógum Ein- arssonar. Móðir Sigríðar í Klettakoti var Sigríður Jónsdóttir, stúdents á Prestbakka, bróður Hannesar, pr. í Glaumbæ. Jón var sonur Jóns, pr. á Stað í Steingrímsfirði Sveinssonar og Guðríðar Jónsdóttur. Guðrún var dóttir Jóhannes- ar, b. í Vindási í Eyrarsveit, bróður Brands, útvegsb. á Hallbjarnareyri, föður Kristínar, konu Helga Pjeturs, og ömmu Stefáns Páls Þórarinsson- ar forstjóra. Önnur dóttir Brands var Ingveldur, móðir Brands Brynjólfs- sonar hrl. Þriðja dóttir Brands var Una, móðir Hjartar, sem var forstjóri O. Þorláksson og Norðmann. Una var auk þess amma Gunnars Hans- sonar, fyrrv. forstjóra IBM, og amma Guðrúnar Hannesdóttur félagsfræð- ings. Jóhannes var sonur Bjarna, frá Norðursetu í Keflavík undir Jökli Bjarnasonar, frá Hnausum Jóns- sonar, b. á Búðum í Eyrarsveit Jóns- sonar. Móðir Bjarna frá Norðursetu var Þuríður Steindórsdóttir, í Kefla- vík á Hellissandi Ketilssonar og Mar- grétar Sveinsdóttur. Móðir Jóhann- esar var Steinunn Jóhannesdóttir, frá Kinn í Staðarsveit Sigurðssonar, b. í Kinn Guðmundssonar. Móðir Stein- unnar var Ingibjörg Þórarinsdóttir, b. í Berserkjahrauni Helgasonar. Móðir Ingibjargar var Guðrún Einarsdóttir, b. í Haukabrekku Þorleifssonar, og Ingibjargar Steindórsdóttur. Móðir Guðrúnar Jóhannesdótt- ur var Rósbjörg Hallgrímsdóttir, b. í Miðhúsum í Breiðuvík Hallgríms- sonar, b. í Blönduhlíð, bróður Þóru, langömmu Berg, föður Guðbergs rithöfundar. Hallgrímur var son- ur Magnúsar, b. í Hlíð Guðmunds- sonar. Móðir Hallgríms í Miðhúsum var Þóra Bjarnadóttir, b. á Dunkár- bakka Þorsteinssonar, og Guðrúnar Brandsdóttur. Móðir Rósbjargar var Þorbjörg Þorkelsdóttir, í Bárðarbúð í Hellnaplássi Árnasonar, í Einarslóni Þorkelssonar. Þorbjörg Þorkelsdóttir var hálfsystir, sammæðra, Steinunn- ar Jóhannesdóttur. Útför Bjarna fer fram Laugarnes- kirkju, föstudaginn 15.7. kl. 15.00. Bjarni Magnússon fyrrv. yfirvélfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands f. 5.7. 1926 – d. 6.7. 2011 Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.