Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
É
g er mjög ánægður með þá
vinnu sem hefur verið unnin
hingað til og þá fagmennsku
sem hefur einkennt hana,“
segir Stefán Haukur Jóhann-
esson, aðalsamningamaður Íslands
í aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið. Mánudaginn 27. júní
síðastliðinn hófust eiginlegar að-
ildarviðræður um fjóra fyrstu samn-
ingskafla regluverks ESB en þeir eru
alls 35 talsins. Stefán segir að um
tímamót hafi verið að ræða en tek-
ur einnig fram að nú taki við mikil-
vægar samningaviðræður í mögu-
lega stærsta máli stjórnmálasögu
Íslands. Blaðamaður DV settist nið-
ur með Stefáni á skrifstofu hans í ut-
anríkisráðuneytinu til að ræða gang
mála.
Víðtæk reynsla að baki
„Minn bakgrunnur er sá að ég út-
skrifaðist úr lagadeild Háskóla Ís-
lands árið 1985 og hóf störf hjá
utan ríkisþjónustunni 1986 og hef
verið þar síðan, eða svo gott sem all-
an minn starfsferil, en lengst af hef
ég verið að fást við Evrópumál og við-
skiptamál.“ Eins og áður segir leiðir
Stefán íslensku samninganefndina í
aðildarviðræðum við ESB. Íslending-
ar eru ef til vill forvitnir um reynslu
Stefáns þegar kemur að samninga-
viðræðum, þegar jafn mikilvægt mál
er á sjóndeildarhringnum og aðild-
arviðræðurnar óneitanlega eru. „Frá
2001 til ársins 2005 var ég sendiherra
Íslands gagnvart Alþjóðaviðskipta-
stofnuninni (WTO), EFTA og fleiri
alþjóðastofnunum í Genf í Sviss, en
frá 2005 og allt þangað til í janúar á
þessu ári hef ég gegnt starfi sendi-
herra Íslands gagnvart Evrópusam-
bandinu í Brussel.“
Fjölmörg viðamikil mál hefur
rekið á fjörur Stefáns á þessum tíma.
Hann hefur meðal annars verið for-
maður gerðardóms hjá WTO í máli
Bandaríkjanna við ESB, Kína, Japan
og fleiri ríki um tolla á stáli. Þá var
hann formaður samninganefnd-
ar WTO um aukið frelsi í vöruvið-
skiptum í heiminum sem var hluti
hinna nafntoguðu Doha-viðræðna.
Þá hefur hann verið formaður samn-
inganefndar WTO um aðild Rúss-
lands að stofnuninni, en þeirri nefnd
stýrir hann ennþá. „Þetta eru senni-
lega stærstu málin sem ég hef tekið
að mér, auk þess að síðan í nóvem-
ber 2009 hef ég verið aðalsamninga-
maður Íslands í aðildarviðræðum
við ESB.“
Ánægður með starfið hingað til
„Skipulagið á starfinu hérna heima
hefur gengið mjög vel. Skipað var í
tíu samningahópa sem taka fyrir sér-
stök svið auk aðalsamninganefnd-
arinnar. Í samningahópunum sitja
meðal annars fulltrúar hagsmuna-
aðila, þar eru til að mynda LÍÚ og
Sjómannasamtökin með sína full-
trúa í sjávarútvegshópnum, í land-
búnaðarhópnum eru Bændasam-
tökin með sína fulltrúa, svo dæmi
séu tekin. Þá koma ýmsir sérfræð-
ingar einnig að málum sem bjóða
fram sína þekkingu. Að mínu mati
eru þetta því mjög vönduð vinnu-
brögð og þetta hefur gengið vel upp.“
Ísland sótti formlega um aðild
að Evrópusambandinu þann 23. júlí
árið 2009, þegar Össur Skarphéðins-
son utanríkisráðherra afhenti Carl
Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar
og þáverandi formanni ráðherraráðs
ESB, aðildarumsókn Íslands. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar síðan þá
og eru nú formlegar aðildarviðræð-
ur hafnar. En í hverju felast breyt-
ingarnar fyrir Stefán og samninga-
nefndina?
„Fyrsti liðurinn í þessu er að ESB
skrifar heilmikla skýrslu um Ísland,
um hversu vel landið er í stakk búið
til að ganga til viðræðna og gerast
mögulega aðildarríki. Þessari vinnu
lauk í febrúar 2010 og á grundvelli
skýrslunnar er tekin formleg ákvörð-
un um að ganga til viðræðna við okk-
ur. Sú ákvörðun var tekin í júní árið
2010 og mánuði síðar má segja að
viðræður hafi hafist þegar rýnivinna
hófst í að yfirfara löggjöf Íslands og
kanna að hve miklu leyti hún sam-
ræmdist löggjöf ESB. Þessi vinna
hófst í nóvember síðastliðnum og
lauk nú í júní. Þar var farið yfir alla
35 kaflana í regluverki ESB og hvern-
ig þeir samræmast íslenskri löggjöf,
bæði af hálfu okkar sérfræðinga og
sérfræðinga sambandsins. Sú vinna
gekk vel, og staðfestir enn og aftur að
Ísland er mjög vel í stakk búið til að
tileinka sér löggjöf ESB. Það er ekki
síst vegna EES-samningsins, sem
tók gildi fyrir 17 árum og Schengen-
samningsins.“
„Þurfum að undirbúa okkur vel“
Það sem brennur þó einna helst
á Íslendingum eru tvímælalaust
sjávarútvegsmálin, en þau standa
utan samningsins um EES. Sömu-
leiðis má nefna landbúnaðarmál,
sem hafa löngum verið rædd á til-
finningalegum nótum hér á landi.
Hvernig hyggst samninganefndin
tækla þessar viðræður?
„Þau mál sem standa utan EES-
samningsins höfum við afmarkað.
Við höfum lagt áherslu á að skilja
þau mál betur og það sama hefur
reyndar ESB gert. Sambandið hefur
sent hingað sérfræðinga til að ræða
við hagsmunaaðila og sérfræðinga
hér á landi, til að auka skilning ESB
á aðstæðum okkar.“
En er Stefán á sama máli og ut-
anríkisráðherra, að mikilvægt sé að
opna þessa „erfiðu kafla“ sem fyrst í
samningaferlinu?
„Ég tel mjög æskilegt að það verði
gert. Til þess að við getum það þurf-
um við auðvitað að undirbúa okkur
mjög vel og móta samningsafstöðu
okkar í einstökum málaflokkum.
ESB þarf auðvitað að gera það líka,
því þar eru 27 aðildarríki sem þurfa
að fjalla um einstök málefni.“
Vinnum með sjónarmið
hagsmunaaðila
Það hefur ekki verið launungarmál
að hagsmunasamtök í sjávarútveg-
inum á borð við LÍÚ, sem og bænda-
forystan öll, hefur tekið mjög ein-
dregna stefnu í Evrópumálum og eru
í stuttu máli andvíg aðild að ESB. Í
síðustu viku var til að mynda hald-
inn blaðamannafundur á vegum
Bændasamtakanna þar sem kynnt
var rit eftir lögfræðinginn Stefán Má
Stefánsson. Þar var fullyrt að engar
undanþágur væru í boði fyrir Íslend-
inga í sjávarútvegs- og landbúnaðar-
málum. Getur slík umræða heima
fyrir veikt samningsstöðu Íslands?
„Það er ekkert óeðlilegt við að
fólk hafi mismunandi skoðanir, enda
er þetta stórmál. Við sáum það að
þegar Finnar, Svíar og Austurríkis-
menn gengu til liðs við ESB árið 1995
þá var þetta mjög umdeilt mál. Þar
náðu samninganefndir þó að tala
sig niður á sameiginlega niðurstöðu,
meðal annars með aðkomu hags-
munaaðila. Hér hafa þessir aðilar
beina aðkomu að samningaborðinu
í gegnum samningahópana og þar
geta þeir komið fram sjónarmiðum
n Stefán Haukur Jóhannesson er aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB n Segir hagsmuna-
aðila hafa greiðan aðgang að samningaborðinu í gegnum samningahópa n Skýr fordæmi fyrir sérlausnum„Það er þjóðin sem
ákveður hvort
verði fallist á aðildar-
samning eður ei.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Löng og ströng leið inn í ESB