Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 27
E vrópuumræðan er einhver sú krampakenndasta sem hring- ast hefur um iður þjóðarinnar. Enda snertir hún opna kviku fullveldisins sem enn er grundvöll- ur umræðna um tengslin við útlönd. Fyrir vikið verða deilur um utanríkis- mál alltaf eins og svæsið harðlífi í ís- lenskum stjórnmálum. Nýverið urðu taktskipti í samn- ingaferlinu þegar loks voru hafnar efnislegar viðræður í fjórum auð- veldustu köflunum af 33. Tveimur var lokað samdægurs. Sú staðreynd að beðið var með að hefja eiginlegar viðræður í erfiðu köflunum, einkum sjávarútvegsmálum og svo landbún- aðar- og byggðamálum, bendir til þess að samningaferlið sé ekki á jafn- lygnum sjó og utanríkisráðuneytið vill láta í veðri vaka. En hvað um það. Á þessum tímamótum er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða aðdragand- ann. Sem hófst á sjötta áratug síð- ustu aldar og hefur síðan hlykkjast í tíu krampakenndum umræðulotum. Sjötti og sjöundi áratugurinn Aðkoma Íslands að Evrópusam- vinnu hefur verið til umræðu allt frá því að Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía og Lúxemborg hófu undirbúning að Rómarsáttmálan- um, sem undirritaður var árið 1957 og markar upphaf þess Evrópusam- starfs sem við þekkjum nú. Á vett- vangi Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OECD) tók Ísland næstu tvö árin þátt í undirbúningi að stofnun fríverslunarsvæðis innan Evrópu. Þar til að viðræðurnar sigldu í strand. Í upphafi sjöunda áratugarins vann sérstök nefnd að því að skil- greina stöðu Íslands gagnvart Efna- hagsbandalagi Evrópu en þá höfðu Bretar sóst eftir aðild. Rætt var um þrjá möguleika, fulla aðild, aukaað- ild eða tvíhliða tollasamninga. Marg- ir fulltrúar Efnahagsbandalagsins voru jákvæðir í garð aukaaðildar en Íslendingarnir útilokuðu ekki held- ur fulla aðild. En forsendur fyrir því brustu þegar ljóst varð í ársbyrjun 1963 að ekkert yrði af aðild Bret- lands. Þriðja lota Evrópuumræðunnar hófst svo í lok sjöunda áratugarins þegar stjórnvöld undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar hófu undirbúning að inngöngu í EFTA, sem varð árið 1970. Eins og átti við um önnur EFTA-ríki var svo gerður sérstakur fríverslun- arsamningur milli Íslands og EB árið 1972. Sem skráist sem fjórða lotan. Níundi og tíundi áratugurinn Evrópumálin lágu svo í láginni allt þar til að umræða hófst um Evrópska efnahagssvæðið (EES) árið 1989 að frumkvæði Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Afstaðan til EES varð helsta umræðuefni stjórnmálanna allt fram á árið 1993 þegar Alþingi samþykkti samninginn. Sjötta umræðulotan hófst svo í aðdraganda Alþingiskosninganna 1995 þegar Alþýðuflokkurinn setti stefnuna á fulla ESB-aðild. Ungliða- hreyfing flokksins, Samband ungra jafnaðarmanna, var hins vegar fyrsta stjórnmálahreyfing landsins sem barðist með virkum hætti fyrir aðild en ályktun þess efnis var samþykkt á landsþingi árið 1990. Eftir kosningarnar 1995 fjaraði hratt undan umræðum um Evrópu- mál þar til samið var um Schengen- aðildina undir aldamótin. Sem telst sjöunda lotan. Fyrsti áratugur nýrrar aldar Umræður um Evrópusambandsaðild hófust af fullum krafti á nýjan leik í kjölfarið á útgáfu á skýrslu utanríkis- ráðherra um stöðu Íslands í Evrópu- samstarfi í apríl árið 2000. Umræðan í þessari áttundu lotu var hávær í söl- um Alþingis og varði fram í aðdrag- anda þingkosninga vorið 2003 – þeg- ar Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, tók málið af dagskrá í kjölfar ósvífinnar kröfu framkvæmdastjórnar ESB um 38-falda aukningu á framlagi Íslands í þróunarsjóð ESB. Krafan var sett fram í samhengi við austurstækkun ESB. Umræða um upptöku evru gaus svo upp á yfirborðið þegar óróleika varð vart í íslensku efnahagslífi í árs- byrjun 2006, í kjölfar neikvæðrar skýrslu greiningarfyrirtækisins Fitch Ratings um íslenskt efnahagslíf. Þá tók krónan enn eina dýfuna og verð- bólgudraugurinn fór að láta á sér kræla á ný. Níunda umræðulotan stóð sleitulaust fram að falli bank- anna í október 2008 en snéri nánast eingöngu að gjaldmiðlinum því lít- ið var fjallað um inntak Evrópusam- bandsaðildar að öðru leyti. Tíunda lotan Tíunda umræðulotan hófst svo í kjölfar hrunsins fyrir tveimur árum þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað með harm- kvælum að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. Tíunda umræðu- lotan stendur enn yfir og hefur eins og þær fyrri einkennst af krampa- kenndum hrykkjum og skrykkum. – Og á aðeins eftir að magnast. Umræða | 27Helgarblað 15.–17. júlí 2011 Ætlar þú að fara á lokatónleika Quarashi um helgina? „Nei, ég verð á ættarmóti.“ Davíð Jónsson, 26 ára starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar „Nei.“ Hafdís Dögg, 43 ára starfsmaður hjá Rio Tinto Alcan „Nei.“ Axel Guðmundsson 22 ára starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar „Nei.“ Tinna Björk Ómarsdóttir, 21 árs nemi „Já, ég ætla að gera það.“ Sigrún Eyfjörð, 22 ára afgreiðsludama í Gyllta kettinum Myndin Gaman í góðviðrinu Þessi börn voru alsæl við leik í Húsdýragarðinum fyrir skömmu og ekki skemmdi veðurblíðan gleðina. Ágætis veðri er spáð um helgina en hlýjast verður sunnan- og vestanlands og vætulítið um mestallt landið. MyND: SiGTryGGur Ari JÓHANNSSoN Maður dagsins Reiknað með meira en 1.500 þátt- takendum Jón Berg Torfason er formaður unglingaráðs hjá knatt- spyrnudeild Breiðabliks. Hann hefur haft í mörgu að snúast undanfarna daga en hann er mótsstjóri Símamótsins, sem er knattspyrnumót fyrir 5. til 7. flokk kvenna en búist er við yfir 1.500 manns í Kópavoginn um helgina. Hver er maðurinn? „Jón Berg Torfason, formaður unglingaráðs hjá knattspyrnudeild Breiðabliks.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Það er nú svo margt. Eigum við ekki bara að segja að horfa á góðan fótboltaleik.“ Áttu þér uppáhaldsmat? „Góð nautasteik og rautt með.“ Með hverjum heldurðu í ensku? „Stórliðinu Tottenham Hotspurs.“ Fylgistu með kvennaboltanum? „Já, ég fylgist með honum.“ Hvað verða margir þátttakendur á mótinu? „Við reiknum með að þátttakendur verði um 1.550.“ Hefur mótið ekki stækkað mikið undanfarin ár? „Jú, mótið í fyrra var það stærsta og aukn- ingin er gríðarleg, um svona 250 iðkendur. Það ber kannski vott um það góða starf sem Breiðablik er að gera.“ Hefur undirbúningurinn staðið lengi? „Undirbúningurinn hefur í raun og veru staðið yfir frá því að síðasta móti lauk en af fullum krafti undanfarna þrjá mánuði.“ Er ekki mikil vinna lögð í svona mót? „Jú, gríðarleg en það er ekki hægt að halda svona mót án hjálpar alls þess góða fólks sem leggur hönd á plóginn. bæði starfsfólks Breiðabliks og Smárans auk sjálfboðaliða sem eru iðkendurnir sjálfir og foreldrar. Ég vil endilega koma á framfæri þökkum til allra sem koma að mótinu.“ Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann Tíu krampakenndar umræðulotur Dómstóll götunnar „Tíunda umræðu- lotan stendur enn yfir og hefur eins og þær fyrri einkennst af krampakenndum hrykkj- um og skrykkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.