Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað Verkalýðsfélag Akraness ætlar að styrkja Þórarin Björn Steinsson, sem slasaðist við að hjálpa samstarfs- konu sinni hjá Norðuráli, um 300 þúsund krónur. Með því vill félagið auðvelda honum að áfrýja máli sínu til Hæstaréttar. Dýrt að áfrýja Eins og DV hefur áður greint frá meiddist Þórarinn í baki þegar hann kom samstarfskonu sinni til hjálpar eftir að 620 kílóa stálbiti féll yfir fæt- ur hennar þegar þau voru við störf í Norðuráli. Björn er í dag metinn sem 75 prósent öryrki vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut við að hjálpa konunni. Norðurál og Sjóvá neituðu að vera skaðabótaskyld og unnu málið í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðustu viku. Þórarinn sagði í samtali við DV eftir að dómurinn féll að hann væri mikið áfall og hef- ur nú áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Þórarinn er fjögurra barna faðir og framfleytir fjölskyldu sinni á endur- hæfingarlífeyri, en kona hans er at- vinnulaus. Þórarinn segist þurfa að reiða fram um hálfa milljón króna ofan á styrkinn frá Verkalýðsfélagi Akraness til þess að ná upp í lögfæði- kostnað og önnur gjöld. „Ég er mjög þakklátur fyrir þenn- an styrk og hann breytir miklu fyr- ir mig og fjölskyldu mína. Kostn- aður við að fara með svona mál fyrir Hæstarétt er á bilinu átta til níu hundruð þúsund. Það kostar 150 þúsund að áfrýja máli og svo bætist lögfræðikostnaður ofan á það. Mað- ur reddar þessu einhvern veginn, en ég get ekki lýst því hversu þakklátur ég er Vilhjálmi Birgissyni [formanni félagsins, innskot blaðamanns] og Verkalýðsfélagi Akraness fyrir að gera þetta fyrir mig.“ Mjög ósáttur við héraðsdóm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir gríð- arlega hagsmuni vera í húfi fyrir alla íslenska launþega að leiða þetta mál til lykta. Því hafi verið ákveðið að styrkja Þórarin um þessa upphæð. „Þetta er búið vera Þórarni gríðar- lega erfitt mál og dýrt þar sem hann tapaði í héraði og þar af leiðandi átti hann fullt í fangi með að hafa fjár- magn til að áfrýja málinu til Hæsta- réttar. Við í stjórninni töldum að hér væru svo gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir alla íslenska launþega að við tókum þá ákvörðun að styrkja hann um 300.000 til þess að geta áfrýjað. Þannig fáum við endanlegan úr- skurð í málinu frá Hæstarétti.“ Vilhjálmur er mjög ósáttur við úr- skurð héraðsdóms. „Það er vægt til orða kveðið að ég sé ósáttur við dóm- inn. Þetta eru ljót skilaboð sem ver- ið er að senda út til allra launþega; ef samstarfsmenn lenda í alvarlegu slysi þurfa þeir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir koma náunganum til hjálpar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel og rækilega og ég vonast til þess að Hæstiréttur snúi þessum dómi við.“ Hann skorar á fleiri samtök og einstaklinga til að styrkja Þórarin og rétta honum hjálparhönd. „Það að missa starfsgetu og og verða 75 pró- sent öryrki eftir að hafa komið sam- starfsmanni sínum til hjálpar hlýtur að reyna mikið á viðkomandi fjölskyldu. Þórarinn á fjögur börn svo þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Ég skora svo sann- arlega á fólk að rétta honum hjálpar- hönd þannig að hann komist klakk- laust frá þessu öllu saman.“ Þeir sem hafa áhuga á að styrkja Þórarin geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 1147-05-182, kt:120281- 3139. Skorar á fólk að aðstoða Þórarin n Verkalýðsfélag Akraness styrkir Þórarin Björn um 300.000 þúsund n Formaður segir dóminn senda ljót skilaboð til allra launþega„Það er vægt til orða kveðið að ég sé ósáttur við dóminn. Þetta eru ljót skilaboð sem verið er að senda út til allra launþega. Rétta hjálparhönd Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir mikla hagsmuni í húfi fyrir íslenska launþega og hefur Verkalýðsfélagið ákveðið að styrkja Þórarin um 300.000 krónur upp í þann kostnað sem fylgir að áfrýja máli hans til Hæstaréttar. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Fer með málið fyrir Hæstarétt Þórarinn Björn Steinsson segist ekki geta lýst hversu þakklátur hann er Vilhjálmi Birgissyni og Verka- lýðsfélagi Akraness fyrir styrkinn. Ekkert misjafnt og/eða ólöglegt fannst í rannsókn sem Íslandsbanki lét framkvæma innan bankans á sölu Glitnis, sem endurskírður var Ís- landsbanki eftir hrun, á meirihluta hlutabréfa í Skeljungi árið 2008. Sá starfsmaður bankans sem sá um söluna, Einar Örn Ólafsson, þáver- andi framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs, hætti í bankanum í apríl 2009 og réð sig skömmu síðar til Skeljungs þar sem hann gegnir starfi forstjóra í dag. Nokkur titringur var innan Ís- landsbanka vegna starfsloka Einars Arnar á vormánuðum 2009 og ráðn- ingar hans til Skeljungs en bank- inn hélt þá enn utan um 49 prósent hlutafjár í Skeljungi. Annar af tveim- ur fulltrúum Íslandsbanka í stjórn greiddi til að mynda atkvæði gegn því að Einar Örn yrði ráðinn sem forstjóri. Af þessum sökum, sem og þeim að núverandi eigendur Skelj- ungs greiddu að hluta til fyrir hluta- bréfin í Skeljungi með verðlitlum fasteignum í Danmörku og voru við- skiptin því ekki mjög hagstæð fyrir bankann, taldi Íslandsbanki þörf á að rannsaka söluna á Skeljungi. Þá voru starfslok Einars Arnar útskýrð með þeim hætti að „trúnaðarbrest- ur“ hefði komið upp milli hans og bankans. Líkt og DV greindi frá í júní 2009 lét Íslandsbanki óháðan aðila rann- saka þessa sölu bankans á hlutabréf- unum í Skeljungi. Þessari rannsókn lauk með þeirri niðurstöðu að ekk- ert fannst sem benti til þess að Einar Örn hefði gerst brotlegur í starfi, með einum eða öðrum hætti, þegar hann seldi Skeljung til núverandi eigenda olíufélagsins. Orðrétt segir í svarinu frá Íslandsbanka: „Á árinu 2009 fór fram ítarleg skoðun innri endur- skoðunar og regluvörslu bankans á viðskiptum með hluti í Skeljungi á árinu 2008. Við þá skoðun kom ekk- ert í ljós sem gefur tilefni til að ætla að Einar Örn hafi ekki haft hagsmuni bankans að leiðarljósi í vinnu sinni fyrir bankann.“ ingi@dv.is Rannsókn Íslandsbanka á Skeljungsviðskiptunum: Einar Örn braut ekki af sér Ekki brotlegur Rannsókn Íslands- banka á sölu Einars Arnar Ólafssonar, núverandi forstjóra Skeljungs, á hluta- bréfum í Skeljungi til núverandi eigenda olíufélagsins lauk með þeirri niðurstöðu að Einar Örn hefði ekki gerst brotlegur í starfi sínu fyrir bankann. Hraðamynda- vélar í Bolungar- víkurgöngum Þann 15. júlí verða hraðamyndavél- ar teknar í notkun í Bolungarvíkur- og Héðinsfjarðargöngum. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Umferðarörygg- isáætlun er hluti samgönguáætl- unar. Vegagerðin, innanríkisráðuneyt- ið, ríkislögreglustjóri og Umferðar- stofa vinna að uppsetningu hraða- myndavélanna. Um er að ræða stafræna mynda- töku þar sem upplýsingar um hraða- brot eru sendar samstundis til lög- reglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða. Fá óhöpp hjá Strætó Fyrri helmingur þessa árs hef- ur gengið vel í akstri strætisvagna Strætós bs. Óhöppum í umferðinni hefur fækkað um nærri helming samanborið við sama tímabil í fyrra, sem þó var metár hvað öryggi í aksti Strætós varðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs. Met maímánaðar á þessu ári var jafnað í júní, en í hvorum mán- uðinum fyrir sig lentu strætisvagnar Strætós einungis í þremur óhöpp- um. Áður hafa ekki verið skráð svo fá óhöpp hjá Strætó í einum mánuði. Í voru óhöpp samtals sautján. Óhöppin voru ellefu í febrúar, níu í mars, sex í apríl og sex samtals í maí og júní. Vilt þú sjá úrbætur? Rannsóknarnefnd kirkjuþings und- irbýr nú tillögur til úrbóta á starfs- háttum Þjóðkirkjunnar. Tillögurnar eiga að taka mið af skýrslu rann- sóknarnefndar kirkjuþings sem var gefin út nýverið. Tillögur og/eða erindi um efnið sem menn vilja koma á framfæri má senda á netfangið kirkjuthings- nefnd@kirkjan.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.