Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 32
32 | Ættfræði 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
L
ára fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Mosfellsbæ. Hún var í
Varmárskóla og Laugalækjar-
skóla, stundaði nám við Flens-
borg í Hafnarfirði og lauk þaðan
stúdentsprófi 2002, stundaði síðan
nám við University of California í Irv-
ine í Bandaríkjunum og lauk þar BA-
prófi í alþjóðafræðum og félagsfræði,
stundaði nám við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri og lauk það-
an BS-prófi í náttúru- og umhverf-
isfræði árið 2010 og var nú að ljúka
diplómagráðu í kennslufræði við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Lára var vélamaður hjá túnþöku-
fyrirtæki eitt sumar, var vörustjóri
Speedo-sundfatnaðar hjá Tótem ehf
2006–2007 og starfaði hún við sund-
þjálfun í Borgarnesi um skeið.
Lára æfði og keppti í sund frá því
í barnæsku, fyrst hjá Aftureldingu í
Mosfellsbæ, síðan hjá Ægi í Reykja-
vík, þá hjá Þór í Þorlákshöfn, æfði
um skeið með Sundfélagi Hafnar-
fjarðar og loks með Breiðablik í
Kópavogi.
Lára hefur sett fjölda Íslandsmeta
í öllum sundgreinum. Hún keppti
með unglingalandsliði og A landsliði
Íslands í sundi á árunum 1993–2004.
Þá keppti hún á tvennum Óympíu-
leikum fyrir Íslands hönd, í Syd-
ney í Ástralíu árið 2000, og í Aþenu í
Grikklandi, árið 2004.
Fjölskylda
Eiginmaður Láru er Jóhannes Már
Gylfason, f. 24.9. 1982, garðyrkju-
maður.
Sonur Láru og Jóhannesar Más
er Gylfi Freyr Jóhannesson, f. 29.6.
2009.
Hálfsystir Láru, samfeðra, er Vig-
dís Edda Halldórsdóttir, f. 1.4. 2004.
Foreldrar Láru eru Björg Jóns-
dóttir, f. 4.1. 1959, verkefnastjóri, og
Halldór Ó. Zoega, f. 14.5. 1958, fjár-
málastjóri.
J
ón Friðgeir fæddist í Bolungar-
vík og ólst þar upp. Hann lauk
sveinsprófi í húsasmíði við
Iðnskólann í Reykjavík og öðl-
aðist síðar meistararéttindi.
Jón Friðgeir stofnaði sitt eigið
byggingafyrirtæki í Bolungarvík
1956, sem var verktakastarfsemi, tré-
smiðja og plast-einangrunarverk-
smiðja, ásamt byggingarvöruverslun.
Fyrirtækið var um skeið eitt umsvifa-
mesta byggingar- og verktakafyrir-
tæki utan höfuðborgarsvæðisins en
það annaðist húsbyggingar og marg-
víslegar verklegar framkvæmdir í
Bolungarvík og víðar á Vestfjörðum,
m.a. byggingu ratsjárstöðvar á Bola-
fjalli ásamt vegagerð upp á fjallið.
Jón Friðgeir var formaður sókn-
arnefndar í Bolungarvík, formaður
Rauðakrossdeildar Bolungarvíkur,
ræðismaður Finnlands á Vest-
fjörðum, sat í mörg ár í stjórn Verk-
takasambands Íslands og starfaði í
nefndum fyrir Bolungarvíkurbæ, þar
á meðal í atvinnumálanefnd og for-
maður hennar 1982–86. Hann var
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Bolungarvíkur og var formaður
klúbbsins og svæðisstjóri, lengi for-
maður sjálfstæðisfélagsins Þjóð-
ólfs og starfaði í fulltrúaráði og kjör-
dæmisráði, var einn af stofnendum
skátafélagsins Gagnherjar og starf-
aði í Ungmennafélagi Bolungarvíkur.
Einnig hefur hann lagt íþróttahreyf-
ingunni í Bolungarvík lið.
Fjölskylda
Jón Friðgeir kvæntist 6.4. 1974 Mar-
gréti Kristjánsdóttur, f. 9.6. 1941,
fyrrv. umboðsmanni Flugleiða og
Úrvals – Útsýnar í Bolungarvík. For-
eldrar hennar voru Kristján Þor-
varðsson, f. 19.8. 1904, d. 8.11. 1993,
læknir og Jóhanna Elíasdóttir, f. 7.12.
1910, d. 11.3. 1994, húsmóðir.
Fyrri kona Jóns Friðgeirs var Ás-
gerður Hauksdóttir, f. 9.6. 1932, d.
1972.
Börn Ásgerðar og Jóns Friðgeirs
eru Margrét, f. 7.3. 1957, ferðafræð-
ingur hjá Icelandair, búsett í Garða-
bæ, var gift Sigurði Sigurjónssyni
verktaka sem er látinn og eignuð-
ust þau tvo syni, Sigurð Magnús,
f. 30.11. 1985, og Jón Friðgeir, f. 6.6.
1990, en sambýlismaður Margrétar
er Skúli Gunnarsson, f. 5.4. 1966;
Einar Þór, f. 2.11. 1959, þroskaþjálfi,
lýðheilsufræðingur og framkvæmda-
stjóri Alnæmissamtakanna, kvæntur
Stig Arne Vadentoft, f. 26.4.1940, en
hann á eina dóttur, Kolbrúnu Ýr, f.
18.8. 1983; Ásgeir Þór, f. 21.4. 1967, d.
12.8. 2007, var viðskiptafræðingur í
Reykjavík, var kvæntur Ásu Ásmund-
ardóttur og eru börn þeirra Ásgrímur
Þór, f. 2.11. 2003, Ásgerður Margrét,
f. 7.1. 2006, og Ása Þóra, f. 22.7. 2007,
en stjúpdóttir Ásgeirs Þórs og dótt-
ir Ásu er Ásdís Bjarkadóttir, f. 20.7.
1993.
Sonur Jóns Friðgeirs og Margétar
er Kristján, f. 9.8. 1977, stjórnmála-
fræðingur og blaðamaður við Morg-
unblaðið.
Systkini Jóns Friðgeirs: Guðfinn-
ur, f. 17.10. 1922, d. 27.8. 2000, var
framkvæmdastjóri í Bolungarvík;
Halldóra, f. 13.6. 1924, d. 1.8. 2007,
var húsmóðir í Reykjavík; Hjalti, f.
14.1. 1926, verkfræðingur og fyrrv.
framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, búsettur í Garða-
bæ; Hildur, f. 3.4. 1927, húsmóðir í
Bolungarvík; Jónatan, f. 1.7. 1928,
fyrrv. framkvæmdastjóri í Bolungar-
vík; Guðmundur Páll, f. 21.12. 1929,
fyrrv. yfirverkstjóri í Bolungarvík;
Pétur Guðni, f. 20.8. 1937, d. 29.10.
2000, bifreiðastjóri í Bolungarvík.
Foreldrar Jóns Friðgeirs voru
Einar Guðfinnsson, f. 17.5. 1898, d.
29.10. 1985, útgerðarmaður og for-
stjóri í Bolungarvík, og k.k., Elísa-
bet Hjaltadóttir, f. 11.4. 1900, d. 5.11.
1981, húsmóðir.
Ætt
Einar var sonur Guðfinns, útvegsb.
við Djúp Einarssonar, smiðs á Hvíta-
nesi, bróður Helga sálmaskálds, föð-
ur Jóns biskups, og Álfheiðar, ömmu
Sigurðar Líndal lagaprófessors og
Páls Líndal, ráðuneytisstjóra og
Reykjavíkursagnfræðings, föður Þór-
hildar Líndal, forstöðumanns Rann-
sóknastofnunar Ármanns Snævarr
við Háskóla Íslands um fjölskyldu-
málefni. Helgi sálmaskáld var auk
þess afi Tómasar læknis, föður Helga
yfirlæknis, föður Tómasar yfirlæknis
og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Einar
var sonur Hálfdánar, prófasts á Eyri
Einarssonar og Álfheiðar Jónsdótt-
ur lærða, pr. á Möðruvöllum Jóns-
sonar. Móðir Guðfinns var Kristín
Ólafsdóttir Thorberg, systir Bergs
Thorberg landshöfðingja og Hjalta,
langafa Jóhannesar Nordal, föður
Guðrúnar Nordal, forstöðumanns
Stofnunar Árna Magnússonar,og
Ólafar Nordal, alþm. og varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins. Krist-
ín var dóttir Ólafs Thorberg, pr. á
Breiðabólstað.
Móðir Einar Guðfinnssonar var
Halldóra Jóhannsdóttir, b. á Rein í
Skagafirði Þorvaldssonar, og Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur.
Elísabet var dóttir Hjalta Jónsson-
ar, sjómanns í Bolungarvík, og Hild-
ar Elíasdóttur. Hjalti var af svokall-
aðri Ármúlaætt, kenndri við Ármúla
á Langadalsströnd við Djúp, en Hild-
ur af Eldjárnsætt, einnig úr Djúpi.
Jón Friðgeir Einarsson
byggingameistari í Bolungarvík
Lára Hrund
Bjargardóttir
sunddrottning
30 ára á föstudag
80 ára á laugardag
E
lías fæddist á Akranesi, ólst þar
upp og hefur dvalið þar allan
sinn aldur. Á unglingsárunum
vann hann ýmis störf, m.a. við
byggingavinnu og fleira. Hann hóf
síðan nám í húsasmíði hjá Akranes-
kaupstað og lauk sveinsprófi 1964 en
meistararéttindi öðlaðist hann 1974.
Elías var húsasmiður hjá Akranes-
kaupstað 1960–75, hjá Húsverki hf.
á Akranesi 1976–77 og við byggingu
Íslensku járnblendiverksmiðjunnar
á Grundartanga 1977–79. Hann var
síðan ofngæslumaður hjá Íslenska
járnblendifélaginu 1979–92 og var
útfararstjóri Akraneskirkju, umsjón-
armaður kirkjugarðs og gjaldkeri
safnaðarins 1994–2001.
Elías var verslunarmaður hjá
versluninni Axel Sveinbjörnsson ehf.
á Akranesi 2001–2004 og starfaði hjá
Fjöliðjunni Akranesi 2004–2011.
Elías var félagi í Lionsklúbbi Akra-
ness 1991–2001. Hann átti sæti í stjórn
Gólfklúbbsins Leynis á Akranesi og
Íþróttabandalags Akraness um skeið.
Fjölskylda
Elías kvæntist 8.5. 1965, Dröfn Ein-
arsdóttur, stuðningsfulltrúa. Hún er
dóttir Einars Magnússonar, f. 26.8.
1917. d. 28.12. 1971, sjómanns á
Akranesi, og k.h. Elínar Elíasdóttur, f.
20.2. 1920, d. 28.2. 2003, húsmóður.
Sonur Elíasar og Drafnar er Jó-
hannes, f. 7.7. 1967, hárskerameist-
ari í Kópavogi en kona hans er Þuríð-
ur Björk Sigurjónsdóttir, f. 9.5. 1970,
lögfræðingur og eru dætur þeirra El-
ísa, f. 8.4. 1995, og Sylvía Rut, f. 15.3.
2001.
Systkini Elíasar eru Pétur Stein-
ar, f. 6.8. 1942, múrarameistari á
Akranesi; Guðrún, f. 26.6. 1944, d.
14.7. 2004, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík; Dagbjartur, f. 25.10. 1946,
blikksmíðameistari, búsettur í Dan-
mörku; Ómar Þór, f. 29.4. 1948, blikk-
smíðameistari á Akranesi; Elísabet, f.
18.3. 1951, kennari á Akranesi; Haf-
steinn, f. 31.10. 1952, verkamaður á
Akranesi; Jóhanna Guðborg, f. 17.7.
1954, húsfreyja í Kópavogi.
Foreldrar Elíasar: Jóhannes Jóns-
son, f. 3.6. 1917, d. 18.8. 1985, bakara-
meistari á Akranesi, og k.h., Guðborg
Elíasdóttir, f. 5.4. 1920, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Jóhannesar voru Jón Pét-
ursson, fiskmatsmaður og vigtar-
maður á Akranesi, og Guðrún Jó-
hannesdóttir. Foreldrar Jóns voru
Pétur Jón Daníelsson, b, í Vatnsholti
í Staðarsveit, síðar íshúsvörður í Sjó-
búð á Akranesi, og Steinunn Jóns-
dóttir. Foreldrar Guðrúnar voru Jó-
hannes Jónsson, b. á Garðabrekku
í Staðarsveit, og Valgerður Magn-
úsdóttir. Foreldrar Steinunnar voru
Jón Sigurðsson, b. í Ysta-Skála og
Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, og
Ingibjörg Sigurðardóttir, frá Barkar-
stöðum í Fljótshlíð. Jón og Ingibjörg
voru systkinabörn en faðir Jóns og
móðir Ingibjargar voru systkini séra
Tómasar Sæmundssonar Fjölnis-
manns, prófasts á Breiðabólstað í
Fljótshlíð.
Foreldrar Guðborgar voru Elías
Borgarsson, b. á Tyrðilmýri á Snæ-
fjallaströnd og síðar verkamaður
á Akranesi, og Elísabet Hreggviðs-
dóttir. Foreldrar Elíasar voru Borgar
Bjarnason, sjómaður í Borgarshúsi
við Berjadalsá á Snæfjallaströnd, og
Guðný Pálsdóttir. Foreldrar Elísa-
betar voru Hreggviður Þorleifsson
frá Flatey, formaður í Bolungarvík
og k.h. Helga Jensdóttir.
Elías verður út og suður með fjöl-
skyldunni á afmælisdaginn.
70 ára á föstudag
Elías Jóhannesson
húsasmíðameistari á Akranesi
A
rnþór fæddist á Vopnafirði
og ólst þar upp. Hann tók
landspróf frá Héraðsskólan-
um á Laugum 1952 og var í
Lýðháskólanum Ryslinge á Fjóni í
Danmörku 1952 –53.
Arnþór var verslunarmaður við
Kaupfélag Vopnfirðinga 1954–60
og hótelstjóri við Hótel Reynhlíð á
Mývatni, 1955–93. Hann var síðan
verslunarmaður á Akureyri 1993–
97.
Arnþór hefur átt sæti í ýmsum
stjórnum og nefndum. Hann var í
stjórn Ungmennafélagsins Einherja
á Vopnafirði og Ungmennafélagins
Mývetnings í Mývatnssveit. Þá átti
Arnþór sæti í sóknarnefnd Reykja-
hlíðarsóknar í Mývatnssveit. Hann
var í sveitarstjórn Skútustaðahrepps
og gegndi margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir sveitarfélagið. Arnþór
var líka í stjórn Ferðamálafélags Mý-
vatnssveitar og í varastjórn Sam-
bands veitinga- og gistihúseigenda.
Hann var stofnandi Kiwanisklúbbs-
ins Herðubreiðar og gegndi þar
margvíslegum stjórnunarstöðum,
var m.a. svæðisstjóri Óðinssvæðis-
ins. Þá var hann gjaldkeri í Félagi
eldri borgara á Akureyri.
Fjölskylda
Arnþór kvæntist 26.6. 1956 Helgu
Valborgu Pétursdóttur, f. 26.6. 1936,
fyrrv. verslunarmanni. Foreldrar
hennar voru Kristín Þuríður Gísla-
dóttir húsmóðir og Pétur Jónsson,
bóndi og hreppstjóri í Reynihlíð.
Börn Arnþórs og Helgu Valborg-
ar eru Anna Sigríður Arnþórsdótt-
ir, f. 3.4. 1957, lífeindafræðingur,
búsett á Akureyri en maður henn-
ar er Tryggvi Jónsson, flugstjóri
hjá Flugfélagi Íslands og eru börn
þeirra Andrea, Arnþór og Arnrún;
Birna Margrét Arnþórsdóttir, f. 13.6.
1961, kennari á Akureyri en mað-
ur hennar er Steinar Magnússon,
véltæknifræðingur hjá Sandblæstri
og málmhúðun á Akureyri og eru
börn þeirra Helga Valborg, Hildur
Sara og Andri Oddur; Drífa Þur-
íður Arnþórsdóttir, f. 29.10. 1969,
leikkona, búsett í London en mað-
ur hennar er Mark Siddall og eru
þeirra börn Daníel Bjartur og Ísa-
bella.
Systkini Arnþórs eru Halldór
Björnsson, f. 5.4.1930, d. 7.12. 2003,
var bóndi í Engihlíð í Vopnafirði;
Sigurður Björnsson, f. 5.11. 1932,
fyrrv. bóndi á Háteigi í Vopna-
firði; Methúsalem Björnsson, f. 3.8.
1935, d. 21.11. 2009, var húsasmið-
ur í Reykjavík; Guðlaug Björnsdótt-
ir, f. 21.9. 1939, fyrrv. læknaritari
í Reykjavík; Magnús Björnsson, f.
20.4. 1937, d. 14.4. 1978, var bóndi
á Svínabökkum í Vopnafirði; Þórar-
inn Sigurbjörnsson (fósturbróðir),
f. 3.10. 1945, vélstjóri í Hafnarfirði.
Foreldrar Arnþórs voru Björn
Vigfús Methúsalemsson, f. 29.5.
1894, d. 2.12. 1953, bóndi á Svína-
bökkum í Vopnafirði, og k.h., Ólafía
Sigríður Einarsdóttir , f. 22.8. 1899,
d. 30.3.1990, húsfreyja.
Arnþór verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Arnþór Björnsson
fyrrv. hótelstjóri á Hótel Reynihlíð við Mývatn
80 ára á laugardag