Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 30
M
agga Stína kemur inn í Al-
þingisgarðinn á hlaupum.
„Ég er alltaf of sein,“ út-
skýrir hún. „Því það síð-
asta sem ég geri áður en
ég legg af stað verður alltaf svo gríð-
arlega mikilvægt.“
Hún er í sykurbleikum kjól og alls
kyns litríkir fylgihlutir skreyta hana.
Ljóst hárið er lýst af sólinni. Magga
Stína er svolítið eins og Lína lang-
sokkur Íslands. Anarkistinn í henni
myndi líklega verða stoltur af samlík-
ingunni.
Blendnar tilfinningar
Magga Stína hefur alltaf sinnt tónlist
og alltaf haft áhuga á tónlist. Þegar
hún var lítil lærði hún á blokkflautu
og fór að læra á fiðlu sex ára gömul,
hún ber nokkuð blendnar tilfinningar
til þessa tímabils.
„Ég hafði yndislegan kennara,
hana Helgu Óskarsdóttur en ég var
dálítið löt að æfa mig, þar að auki
var ég feimin. Kannski dálítið kvíðin
alltaf. Og þegar ég þurfti að spila fyrir
framan fullan sal af fólki fylltist ég al-
gerri skelfingu. Ég man bara hvernig
hnén titruðu svo ég gat varla staðið og
svitinn rann úr lófunum sem er ekki
sérlega hentugt við hljóðfæraleik.“
Er félagsspilari
Hún lærði á fiðlu í sjö ár. „Mér fannst
samt gaman að spila á fiðluna svona
fyrir utan þessar hálfopinberu sam-
komur og þykir vænst um fiðluna í
dag. Fiðlunámið eins og það var sett
upp veitti kannski ekki þá vellíðan
sem mér finnst nú að hljóðfæranám
eigi að gera.
Ég er svona félagsspilari, enda
eru sælustu minningarnar tengd-
ar hljómsveitinni sem starfrækt var í
skólanum undir styrkri stjórn Gígju
Jóhannsdóttur. Þar man ég fyrst eft-
ir þessari dásamlegu tilfinningu sem
verður til við að spila með öðrum.
Tilfinning sem er faktískt ólýsan-
leg og er ein sú dýrmætasta og ein af
þeim sem maður verður háður. Það
að ná sambandi við umhverfi sitt og
aðrar manneskjur í gegnum tónlist.
Það er eitthvað sem ég myndi segja
að nálgaðist fullkomnun alls.“
Ætlaði aldrei að snerta fiðluna
aftur
Ég hætti svo að læra á fiðlu á fjór-
tánda ári og hét því að ég myndi aldrei
snerta hana aftur en stóð síðan ekki
frekar við það en önnur prinsipp. Ég
þurfti samt að finna mér annan vett-
vang en þennan akademíska, þannig
að ég byrjaði svo að spila á hana aft-
ur þegar mér fannst eins og ég væri í
réttu samhengi. En það samhengi var
hljómsveitin Risaeðlan.“
Enginn Vesturbæingur
Foreldrar Margrétar eru Haraldur S.
Blöndal og Sólveig Hauksdóttir, en
systkinin eru fjögur, auk Margrétar,
Elsa María sem er nýútskrifaður fata-
hönnuður, Haukur eðlisfræðingur og
Sölvi, tónlistarmaður og aðalsprauta
rapphljómsveitarinnar Quarashi,
sem nú hefur verið endurvakin.
Magga Stína ólst fyrst upp á Berg-
staðastrætinu og seinna í Vesturbæn-
um. Hún hefur lengst af verið viðloð-
andi Vesturbæinn. Hún segist þó ekki
vera neinn sérstakur Vesturbæingur.
„Hér hef ég bara búið, mér hefur
aldrei fundist ég finna fyrir neinni
þörf fyrir að tilheyra bæjarhluta,
íþróttafélagi, hópum eða hreyfing-
um af nokkru tagi. Eiginlega einmitt
þvert á móti. Ég hef hugsanlega þörf
fyrir að stíga út úr hópum ef eitthvað
er og hef fundið mig best í sundruðu
og samhengislausu andrúmslofti. Þó
leyni ég því ekki að það er einn stað-
ur sem ég er algerlega háð en það er
Vesturbæjarlaugin. Það er minn eilíf-
legi fasti punktur.“
Pönkið er afstaða hjartans
Magga Stína segist oft hafa neitað því
að vera pönkari. „Ég veit ekki nógu
vel hvað pönk er til að geta talið mig
tilheyra því.“ Nú þegar hún er óneit-
anlega hluti af Besta flokknum þá er
ekki laust við að pönkið sé áberandi.
„Tja, jú, jú, það er kannski satt ef
pönk felst í einhverri afstöðu hjartans.
Ég kann betur við orðið anarkisma ef
við erum að tala um Besta flokkinn.
Pönk er bara einhver stemning sem
tilheyrir ákveðnu tímabili og hefur
ekkert með daginn í dag að gera. Besti
flokkurinn er að mínu viti einhvers
konar tilraun til þess að innleiða an-
arkíska hugsun með súrrealísku yfir-
bragði inn í samfélagið. Inn í samtal
okkar allra sem tökum þátt.
Ég vona að það muni takast.
Allavega að einhverju leyti og því þyk-
ir mér gott að vera þátttakandi í því.
Það er er vandasamt því við erum
manneskjur og bara breysk og þurf-
um þess vegna að vera vakandi yfir
okkur sjálfum og sérstaklega þar sem
við höfum gengið inn í ákveðna form-
festu og reglugerðir sem virðast lúta
lögmálum sem virðast á köflum vera
greypt í stein. En það er ekkert óum-
breytanlegt. Munum það!“
Reifst við kaffikönnuna
Magga Stína hafði aldrei verið viðrið-
in stjórnmál þegar hún gekk til liðs
við Besta flokkinn.
„Þetta var nú einmitt og akkúrat
sá vettvangur mannlífsins sem mað-
ur hafði verið hvað harðast á harða-
30 | Viðtal 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
Reifst við kaffikönnuna „Ég hef alltaf haft sterkar stjórnmálaskoðanir en ég hef nú vanið mig á að rífast við útvarpið og kaffikönnuna í gegnum árin.“ MyndiR SigtRygguR ARi
Margrét Kristín Blöndal á sér langan og
farsælan tónlistarferil sem hófst með sprengingu á
unglingsárunum. Hún á sér líka stutta sögu um þátt-
töku í stjórnmálum sem einnig hófst með miklum
hvelli. Margrét Kristín, eða Magga Stína eins og hún
hefur alltaf verið kölluð, borðaði nesti með Kristjönu
Guðbrandsdóttur í Alþingisgarðinum og ræddi við
hana um allar þessar sprengingar, tónlistina og lífið.
„Ég vakna alltaf glöð“