Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 19
Fréttir | 19Helgarblað 15.–17. júlí 2011
OPINBERAR SKULDIR HAFA
FIMMFALDAST FRÁ 2008
n Skuldir hins opinbera hafa aukist úr 300 milljörðum í upphafi árs 2008 í 1.430 milljarða króna n Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur segir lántöku ekki notaða til reksturs ríkissjóðs
stóra liði eins og framlög til Íbúðal-
ánasjóðs upp á að minnsta kosti tólf
milljarða króna, tíu milljarða króna
vegna yfirtöku Landsbankans á Spari-
sjóði Keflavíkur, nærri fimm milljarða
króna vegna kostnaðar við nýja kjara-
samninga ríkisstarfsmanna og svo
mætti lengi telja.
„Ríkissjóður er búinn að vera að
reka sig með halla síðan árið 2008.
Nú liggur fyrir óopinber viðurkenn-
ing frá Steingrími J. Sigfússyni, fjár-
málaráðherra og Oddnýju G. Harð-
ardóttur, formanni fjárlaganefndar,
á því að áætlunin um hallalausan
ríkissjóð í árslok 2013 muni ekki
standast,“ segir Kristján.
Að hans mati geri þau sér grein
fyrir því að ef farið verði eftir núver-
andi áætlunum séu þau að rústa því
sem kallist grunnvelferðarþjónusta
í landinu. Tekjuaukning ríkissjóðs
hafi ekki verið samkvæmt áætlun
og því verði mjög erfitt að setja fram
nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012
á komandi þingi.
„Stjórnarmeirihlutinn átti í mikl-
um vandræðum með að koma sam-
an fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011
en þau fjárlög áttu að vera þau erfið-
ustu. Fjárlögin fyrir árið 2012 munu
ekki gefa þeim neitt eftir,“ segir
hann.
Auk þess berist nú fréttir af því að
innflutningur aukist hraðar en út-
flutningur sem heftir möguleika rík-
issjóðs og annarra til þess að standa
skil á afborgunum erlendra lána.
Fá merki um bata
Í upphafi vikunnar átti Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra fund
með Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands. Þar hrósaði Merkel íslensk-
um stjórnvöldum fyrir góðan árang-
ur í efnahagsmálum og það hversu
vel þeim hefði gengið að takast á við
bankahrunið og afleiðingar þess á
efnahagslíf landsins. Líklega verður
að efast um það að Merkel hafi sett
sig mjög vel inn í skuldastöðu ríkis-
sjóðs Íslands.
Aðspurður um það segir Kristján
Þór að samkvæmt fréttatilkynningum
stjórnvalda sé alls ekki allt neikvætt
sem gerst hafi eftir hrun.
„Fallið í landsframleiðslu virð-
ist hafa stoppað þannig að við erum
aftur komin í gang með hagvöxt þótt
hann sé illa merkjanlegur. Lands-
framleiðslan dróst saman um rúm-
lega tíu prósent og enn hefur ekki tek-
ist að leggja grunn að vexti hennar
til frambúðar. Þetta hafa verið tíma-
bundin ,,kvikuinnskot“ sem mælst
hafa í hagvextinum fram til þessa.
Væntingar um frekari vöxt byggja
á aukinni einkaneyslu en hverjum
manni má ljóst vera að skuldsett
heimili landsmanna munu tæpast
standa undir væntum varanlegum
hagvexti. Við gætum hins vegar náð
okkur hraðar upp úr niðursveiflunni
ef núverandi þingmeirihluti léti af
þráhyggju sinni um að koma fram alls
kyns gæluverkefnum stjórnarflokk-
anna sem bæði auka hallann á fjár-
lögunum og draga úr verðmætasköp-
un í landinu,“ segir hann.
Að mati Haraldar Líndals eru fá
merki um að ástand efnahagsmála
hérlendis sé á uppleið.
„Í fyrsta lagi held ég að stjórnvöld
verði að setjast niður og semja um
skuldir ríkissjóðs.
Í öðru lagi er núverandi efnahags-
ástand í þjóðfélaginu að valda okkur
vandræðum. Hagvöxtur er ekki að
ganga eftir eins og menn voru að spá.
Ég er þeirrar skoðunar að menn séu
of bjartsýnir um þann hagvöxt sem
spáð er á þessu ári.
Í þriðja lagi virðist peningastefna
Seðlabankans ekki vera að ganga eft-
ir. Verðbólga reynist nú meiri en spár
gerðu ráð fyrir og stefnt var að með
verðbólgumarkmiðum Seðlabank-
ans. Gengi íslensku krónunnar hefur
síðan fallið um fimm til sex prósent
frá áramótum.
Í fjórða lagi er seðlabankastjóri
nú jafnvel að boða hækkun stýrivaxta
sem mér finnst ganga þvert á það sem
þarf að gerast og mun valda meiri
verðbólgu. Það mun hækka skuldir og
útgjöld ríkissjóðs, sveitarfélaga, fyrir-
tækja og einstaklinga og fara beint út í
verðlagið,“ segir hann.
Einkaneysla vex hraðar en
útflutningur
Í gær, fimmtudag, birti greiningar-
deild Íslandsbanka fréttir af því að
aukning einkaneyslu landsmanna
á öðrum ársfjórðungi hefði verið sú
hraðasta frá því í upphafi árs 2008.
Var aukningin mest í erlendri kredit-
kortaveltu sem hafði aukist um heil
19 prósent að raungildi á milli ára.
Verður að telja að þetta valdi stjórn-
völdum miklum áhyggjum.
Kristján Þór sagði sjálfur frá því nú
nýlega í fjölmiðlum að á fundum sem
fjárlaganefnd átti með fulltrúum frá
efnahags- og viðskiptaráðuneytinu
hefðu þeir verið með „rauðu blokk-
ina“ uppi og beðið fjárlaganefnd um
að fara varlega í alla útgjaldaliði sem
kölluðu á gjaldeyri.
Ráðuneytið hefði miklar áhyggjur
af gjaldeyrisjöfnuði enda hefur út-
flutningur ekki vaxið í takt við aukna
einkaneyslu landsmanna.
Haraldur Líndal segist mjög svart-
sýnn á að gengi íslensku krónunn-
ar muni styrkjast á næstunni. Helsta
ástæða þess séu alltof háar erlendar
skuldir íslenska þjóðarbúsins sem
erfitt sé að standa skil á því okkur
vanti gjaldeyri til þess. Litlar forsend-
ur séu því fyrir styrkingu krónunnar.
Vantar alla fjárfestingu
Að mati Kristjáns Þórs ætti efnahags-
kerfið á Íslandi að geta risið hraðar
með því að láta heimilin og atvinnu-
lífið í landinu komast betur af en
raun ber vitni.
„Við ættum að stuðla að því að út-
flutningsgreinarnar sköpuðu sem
mest verðmæti í stað þess að ráðast
að þeim eins og gert hefur verið af
núverandi stjórnarmeirihluta.
Annars vegar með því að standa
í vegi fyrir framkvæmdum á sviði
orkunýtingar, svo sem gagnaverum
og iðnaðaruppbyggingu, og hins
vegar með hringavitleysunni í sjáv-
arútveginum.
Ferðaþjónustan hefur svo orðið
illa úti vegna hærri skatta og þjón-
ustugjalda. Meðan þannig er þjarm-
að að þessum þremur burðarásum
í atvinnulífi landsmanna þá er tómt
mál um að tala að hér muni hefjast
nýtt hagvaxtarskeið.
Því miður er ekkert sem bendir til
þess að áherslur ríkisstjórnarflokk-
anna muni breytast á næstunni. Að
óbreyttu mun ríkisstjórnin því skipa
hagsmunum erlendra eigenda fjár-
málafyrirtækja framar hagsmunum
íslenskra heimila og fyrirtækja,“ segir
Kristján að lokum.
Grænt ljós á launaskerðingu
Að mati Haraldar Líndal er nauðsyn-
legt að fara í stóriðjuframkvæmdir
á næstunni. Auk þess verði að taka
betur á skuldavanda heimila og fyr-
irtækja. Fólk sem hafi átt 50 prósent
í fasteign sinni fyrir hrun sé nú að
semja um 110 prósenta skuldsetn-
ingu sem komi því í vítahring sem
erfitt verði að komast út úr.
„Ég get ekki séð að eftirspurn í
hagkerfinu muni aukast á næstunni
eins og áætlanir gera ráð fyrir. Það
leiðir síðan til hækkunar skatta og
meiri niðurskurðar hjá ríkinu til þess
að ná fram hallalausum fjárlögum.
Það er þó einkennilegt að eini lið-
urinn sem ekki má snerta í fjárlögum
er vaxtakostnaður ríkisins. Það má
skerða laun fólks og þjónustu en það
þykir ekki í lagi að fara og semja við
kröfuhafa um að þeir fái minna í sinn
hlut,“ segir Haraldur Líndal að lokum.
Tegund Janúar 2008 Júní 2011 Hækkun%
Upphæð Upphæð
Verðtryggð ríkisbréf 15 milljarðar 103 milljarðar 687%
Ríkisvíxlar 10 milljarðar 52 milljarðar 520%
Óverðtryggð ríkisbréf 89 milljarðar 640 milljarðar 719%
Skuldabréf á Seðlabankann 0 krónur 169 milljarðar
Aðrar skuldir 30 milljarðar 55 milljarðar 183%
Erlendar skuldir 164 milljarðar 411 milljarðar 251%
Skuldir ríkissjóðs 308 milljarðar 1.431 milljarður 465%
Hlutfall innlendra skulda 47% 71% 151%
Hlutfall skulda af VLF 24% 93% 388%
Tekjur ríkissjóðs 476 milljarðar 478 milljarðar 0,3%
Fjármagnskostnaður* 22 milljarðar 74 milljarðar 336%
*Heimild: lanasysla.is og fjármálaráðuneytið
*Fjármagnskostnaður samkvæmt ríkisreikningi 2007 og fjárlögum 2011
Hækkun á skuldum og tekjum
Hækkun á skuldum og tekjum hins opinbera 2008-2011:
Skuldum vafin þjóð Skuldir hins opinbera hafa aukist úr 300 milljörðum í ársbyrjun 2008 í 1.430 milljarða.
Ekki lán til reksturs ríkissjóðs
Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur
segir umhugsunarvert hvert þeir peningar
fara sem ríkissjóður hefur verið að taka að
láni eftir hrun. Þeir hafi farið í allt annað en
að reka ríkissjóð. Mynd GUnnAr GUnnArSSon
„Ríkissjóður er mjög
skuldsettur. Þótt
öðru hafi verið haldið að
fólki þá hafa skuldir hans
verið að aukast.
„Mér finnst það
vanta meira inn í
umræðuna af hverju ríkið
hefur verið að taka þessi
lán. Það spyr enginn um
það.