Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
Björn Reynir Halldórsson
blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is
Starfsmenn í verksmiðjum Nike í
þriðja heiminum sæta illri meðferð
af hálfu yfirmanna sinna. Þetta kom
fram í umfjöllun Associated Press í
vikunni. Nike komst í heimsfréttirn-
ar fyrir áratug þegar upp komst um
barnaþrælkun í verksmiðjum fyrir-
tækisins í þriðja heiminum. Þrátt fyrir
auknar kröfur um viðunandi aðbún-
að starfsmanna er enn farið illa með
starfsfólk í verksmiðjum fyrirtækisins.
Starfsfólk lamið og skóm
kastað í það
„Við getum valið á milli þess að starfa
áfram og þjást eða að segja frá og
vera rekin,“ sagði starfskona í Pou
Chen-verksmiðjunni í Indónesíu,
sem framleiðir Converse-skó. Starfs-
menn í verksmiðjunni eru 10 þús-
und talsins og flestir konur. Þær fá
hálfan bandaríkjadal, sem jafngildir
tæpum sextíu íslenskum krónum, í
tímakaup sem rétt dugar fyrir mat og
leigu á hrörlegu húsnæði. Yfirmenn
lemja starfsfólkið og kasta skóm í
það. Þeir svívirða fólkið einnig með
því að kalla það hunda og svín. Allt
þetta er mikil móðgun fyrir múslima,
en Indónesía er stærsta múslimaríki
heims. Þá er dæmi um að starfskona
hafi verið rekin fyrir að hafa tekið
sér veikindaleyfi, þrátt fyrir að hafa
framvísað læknisvottorði.
Í annarri verksmiðju skammt frá
voru sex konur látnar standa úti í
steikjandi sólinni fyrir að hafa ekki
náð að klára að búa til 60 pör af skóm
á tilsettum tíma. Þeim var hleypt aft-
ur til vinnu grátandi þegar þær höfðu
verið utandyra í tvær klukkustundir.
Meirihluti verksmiðja stenst
ekki kröfur Nike
Nike-fyrirtækið er meðvitað um
vandamálið en forsvarsmenn þess
segjast lítið geta gert. Eftir að fyrir-
tækið var harðlega gagnrýnt fyr-
ir 10 árum setti það strangari reglur
og gerði fleiri ráðstafanir til að bæta
aðbúnað starfsfólks í verksmiðjum
fyrirtækisins í þriðja heiminum, en
þær eru yfir þúsund talsins. Skýrsla
sem Nike lét gera sýndi hins vegar
að af 168 verksmiðjum, sem fram-
leiða Converse-skó, uppfylla aðeins
tvær af hverjum þremur staðla fyrir-
tækisins um aðbúnað starfsfólks. Tólf
verksmiðjur falla í versta flokkinn þar
sem vinnustundir eru allt of marg-
ar. Þá sé eftirlitsmönnum á vegum
Nike ekki hleypt í verksmiðjurnar. Í
öðrum 97 verksmiðjum hafa engar
framfarir sést í þessum málum. Tals-
maður Nike segir vandamálið stafa af
því að framleiðendur í þriðja heims
löndum, hafi haft leyfi til að framleiða
Converse-skóna áður en Nike keypti
vörumerkið. Það hindri Nike frá því
að hafa eftirlit með eigin vörum.
Skilur ekki vanmátt Nike
Meðal annarra ráðstafana sem Nike
hefur gert er að upplýsa um nöfn og
staðsetningu verksmiðja fyrirtækis-
ins og stefnir að því að upplýsa fyrir
lok ársins um verksmiðjur í eigu dótt-
urfyrirtækja. Það er aukið vandamál
að framleiðendur færa verksmiðj-
urnar á afskekktari svæði þar sem
færri fylgjast með starfsemi þeirra.
Margir gagnrýna þó Nike og segja
fyrirtækið geta gert meira til að fram-
fylgja reglum sínum. „Mér finnst það
hreinlega ómögulegt að markaðs-
veldi á borð við Nike sé ófært um að
skipa verksmiðju í Indónesíu, eða
einhvers staðar annars staðar, að
koma til móts við reglur fyrirtækis-
ins,“ segir bandarískur prófessor.
n Verksmiðjur Nike standast ekki auknar kröfur um aðbúnað starfsmanna n Starfsmenn
beittir ofbeldi n Verksmiðjur færðar á staði þar sem færri fylgjast með starfseminni „Mér finnst það
hreinlega ómögu-
legt að markaðsveldi á
borð við Nike sé ófært
um að skipa verksmiðju
í Indónesíu, eða einhvers
staðar annars staðar, að
koma til móts við reglur
fyrirtækisins.
StarfSmenn í
verkSmiðjum nike
Sæta illri meðferð
„Við getum valið á
milli þess að starfa
áfram og þjást eða að
segja frá og vera rekin.
Slæmar aðstæður Aðbún-
aður starfsmanna er oft langt
frá því að vera til fyrirmyndar.
Bandaríkin glíma við mikinn skuldavanda:
Lánshæfismat gæti lækkað
Matsfyrirtækið Moody’s íhugar að
lækka lánshæfismat Bandaríkjanna
nú þegar illa gengur að finna lausn
á skuldavanda Bandaríkjanna. Við-
ræður hafa farið fram á milli repú-
blikana og demókrata í Hvíta húsinu
um skuldavandann en lítinn árangur
borið. Barack Obama Bandaríkjafor-
seti er sagður hafa gengið út í fússi af
fundi á miðvikudaginn.
Repúblikanar og demókratar eru
ekki sammála um hvaða leið eigi að
fara til að rétta af fjárlagahallann en
flokkarnir þurfa að semja um frum-
varp þess efnis þar sem repúblik-
anar hafa meirihluta í fulltrúadeild
bandaríska þingsins og demókratar
meirihluta í öldungadeildinni.
Repúblikanar vilja skammtíma-
lausn sem felur alfarið í sér niður-
skurð en demókratar vilja langtíma-
lausn sem felur í sér sparnað upp
á fjórar billjónir dala (468 billjónir
króna) næstu tíu árin. Repúblikan-
ar lögðust hins vegar gegn aðgerða-
pakkanum. Obama hefur boðist til
að samþykkja niðurskurð í velferðar-
málum gegn því að hækka skatta á
auðmenn. Repúblikanar neita hins
vegar að ræða allar skattahækkanir.
Skuldavandi Bandaríkjanna hefur
náð nýjum hæðum en Bandaríkin
hafa þegar náð skuldaþaki sínu sem
nemur 14,3 billjónum dollara, eða
1.675 billjónum króna. Rætt er um að
hækka skuldaþakið en það hefur ver-
ið gert tíu sinnum á síðustu tíu árum.
Bandaríkin þurfa að finna lausn fyrir
2. ágúst en náist ekki lausn fyrir það
gætu Bandaríkin farið í greiðsluþrot.
Greiðsluþrot Bandaríkjanna gæti
haft víðtæk áhrif meðal annars í Evr-
ópu sem nú glímir við mikinn efna-
hagsvanda. Hagfræðingar telja þó
að stjórnmálamenn í Bandaríkjun-
um muni ekki láta Bandaríkin fara í
greiðsluþrot heldur í versta falli finna
lausn á síðustu stundu. Pólitískt líf
þeirra sé í húfi.
Krísa Barack Obama fundar með leiðtogum þingsins.
Svört skýrsla á Írlandi:
Hylmt yfir
kynferðisbrot
Prestar og biskupar á Írlandi hylmdu
yfir kynferðislega misnotkun eftir
ráðleggingar frá Vatíkaninu. Þetta
kemur fram í rannsóknarskýrslu
sem kom út á miðvikudaginn og er
341 blaðsíða að lengd.
Brotin sem um ræðir áttu sér stað
á árunum 1996 til 2009 í Cloyne-
biskupsdæminu í Cork-sýslu. Í
skýrslunni kemur fram að grun-
semdir um brot 19 presta hafi verið
þaggaðar niður. Einn af þessum
prestum hefur nú verið ákærður.
John Magee sagði af sér í fyrra
sem biskup í Cloyne án þess þó að
viðurkenna að hafa hylmt yfir nokk-
urt brot. Hann sagðist þó taka fulla
ábyrgð á mistökum kirkjunnar.
Samkvæmt reglum írsku kirkj-
unnar ber að tilkynna allar grun-
semdir um kynferðislega misnotk-
un. Þær reglur tóku gildi árið 1996
og síðan þá hafa meira en 13 þúsund
mál verið tilkynnt. Fulltrúi Vatíkans-
ins sendi írskum biskupum trún-
aðarbréf í kjölfarið þar sem sagt var
að þessar reglur samrýmdust ekki
helgilögum kaþólsku kirkjunnar.
Helgilögin bæri að virða og prestar
sem ásakaðir væru myndu að öllum
líkindum hljóta sína refsingu frá
kirkjunni í Róm.
Skýrslan gefur í skyn að börn séu
áfram í hættu á að verða misnotuð
þar sem klerkar víða um Írland eru
tregir til að tilkynna slík brot. Alan
Shatter, dómsmálaráðherra Írlands,
hefur lofað frumvarpi þar sem lagt
er til að fangelsisvist verði refsing
þeirra sem leyna upplýsingum um
svo alvarleg brot. Hann segir fyrir-
heit kaþólsku kirkjunnar um að setja
veraldleg lög í fyrsta sæti byggð á
sandi.
Erkibiskupar hafa beðist afsök-
unar og heitið auknu gagnsæi og
enn frekara samstarfi við stjórnvöld.
Fulltrúar Vatíkansins tjáðu sig hins
vegar ekki um málið.
Nota fanga
sem skildi
Hermenn í Mjanmar nota dæmda
glæpamenn sem skildi í vopnuðum
átökum, samkvæmt skýrslu
Sameinuðu þjóðanna sem var birt á
miðvikudaginn. Auk þess eru
fangarnir látnir bera vopn, mat og
aðrar birgðir fyrir herinn. Fangarnir
fá hins vegar ekki nóg af mat, skýli
eða viðunandi læknisþjónustu.
Áætlað er að fangarnir hafi verið
1.200 í janúar síðastliðnum. Brot
þeirra eru misalvarleg og afplána
þeir dóma allt frá einu ári upp í tutt-
ugu. Margir fanganna eru ókunnugir
staðarháttum og erfiðara er fyrir þá
að sleppa. Þeir þykja ódýrt vinnuafl
og því hentugir til þessara verkefna.
Stjórnvöld hafa hafnað þessum
ásökunum með öllu.