Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 15.–17. júlí 2011 erandi og heillandi manneskja.“ Hélt áfram með lífið Elva segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því eftir áfallið að þessi hluti lífs hennar væri búinn. Hún yrði að halda áfram og Andri myndi ekki koma aftur. Hún fór fljótt að vera með öðrum manni og segist hafa verið gagnrýnd mikið fyrir það. „Ekki þó af mínum nánustu heldur aðal­ lega af þeim sem hvorki þekktu að­ stæður né komu lífi mínu við á neinn hátt. Elva ákvað að gefast ekki upp. „Það tók tíma að læra að lifa við breyttar forsendur. Það hjálpaði mér að ég á góða fjölskyldu og vini sem voru mér mikill stuðningur í gegn­ um þetta og stóðu við hlið mér eins og klettar. Í kjölfar áfalls koma svo margir hlutir upp sem eru svo flóknir og erfiðir, bæði praktískir og svo and­ legir líka.“ Hún segir að þrátt fyrir að þessi reynsla hafi verið ótrúlega erfið og sársaukafull þá hafi hún líka kennt henni ýmislegt sem hún nýtir sér í dag. „Öll reynsla sem við öðlumst og allt sem við göngum í gegnum verður óneitanlega til þess að ýta við þeirri hugsun hvað lífið hefur upp á að bjóða og hvernig við viljum lifa því. Maður hugsar um lífið og tilveruna á nýjan og annan hátt. Og akkúrat þessi spurning, að þora að vera til, að þora að lifa og þora að taka ákvarð­ anir. Það eru svo margir sem ganga í gegnum lífið án þess að þora að lifa því. Það finnst mér svo sorglegt því við eigum bara þetta eina líf.“ Hlustaði ekki á kjaftasögurnar Elva segist alltaf hafa haft þetta að leiðarljósi. „Ég hugsaði alltaf svona áður en reynslan skerpti á því og það hefur hjálpað mér til að taka ákvarð­ anir óhrædd, þótt þær séu ekki endi­ lega alltaf réttar.“ Hún var óhrædd þegar hún steig næsta skref í sínu lífi. Lífið hélt áfram.„Ég var í rúm þrjú ár í sam­ bandi. Sem betur fer er manneskjan þannig gerð að hún missir aldrei þá þrá að elska og vera elskuð. Það er eðlilegasti hlutur í lífinu finnst mér.“ Margir gagnrýndu hana en hún lét það sem vind um eyru þjóta. „Ég hef verið leikari í svo mörg ár og okk­ ar vinnu fylgir daglega gagnrýni í blöðum. Það lærist smám saman að höndla þessa hluti. Að lifa fyrir sjálf­ an sig en ekki aðra. Vera trúr sjálfum sér. Ekki reyna að uppfylla óskir ein­ hverra annarra. Mitt líf er ekki þeirra líf. Það er voðalega sorglegt að sjá hve margir hafa lítið að gera í sínu lífi og eru að velta sér upp úr svona hlut­ um. Mér er bara nokk sama um hvað fólki finnst,“ segir hún ákveðin. Ástfangin á ný Sambandið gekk ekki upp og þau héldu hvort í sína áttina. „Síðan var ég ein með börnunum í fimm ár og það var bara tími sem ég og við saman þurftum á að halda. Það var ómetanlegur tími og ég virkilega naut hans. Ég hugsaði samt að ef það kæmi nú einhver æðislegur maður þá væri ég til í að skoða það, en hann þyrfti þá að vera ansi hreint fullkom­ inn,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég segi svona. Það er náttúru­ lega enginn fullkominn. Ég hef alltaf verið svo sjálfstæð og svo næg sjálfri mér og lifi góðu og skemmtilegu lífi finnst mér.“ Í dag hefur hún fundið ástina á ný og það hjá íslenskum manni, búsett­ um í Miami. Honum kynntist hún fyrir tilviljun fyrir tveimur árum, í bæ úti á landi. „Þessi yndislegi maður heitir Ingi­ mar Örn Pétursson og býr í Miami. Við kynntumst á Grundarfirði af öll­ um stöðum,“ segir hún hlæjandi með glampa í augum. „Við kynntumst í gegnum vina­ hjón okkar beggja, fyrir algjöra til­ viljun og erum búin að vera saman síðan þá,“ segir Elva og brosir einlægt og viðurkennir að hún sé ástfangin. „Já, við erum mjög ástfangin. Ég trúi á ástina og ég veit að hún er í kringum okkur, en það er alls ekki sjálfgefið að hún komi til manns. Hún birtist þegar maður á síst von á henni og er ekki að leita.“ Skoðar tækifæri erlendis Ingimar er hér heima í sumar en heldur svo aftur heim til sín í haust. Sjálf hefur hún dvalið hjá kærast­ anum í Miami og líkar vel. „Ég fékk launalaust frí frá leikhúsinu frá sept­ ember og þangað til í maí og var þá úti hjá honum.“ Hún segir það hafa verið skemmtilega tilbreytingu og þau skemmti sér vel saman og séu góð­ ir vinir. „Við erum búin að þvælast rosalega mikið um. Hann er mikill mótorhjólamaður og ég er búin að þvælast með honum út um allt. Það er bara dásamlegt að fá tíma saman og kynnast betur.“ Elva segist þó hafa saknað þess sem var heima á meðan hún var úti. „Ég vinn mikið og er mikil „career“ kona og allt það. Ég saknaði þess svolítið þegar ég var úti. Ég saknaði líka auðvitað vina og fjölskyldu.“ Elva hefur einnig verið að skoða það að taka jafnvel að sér einhver verkefni í Miami. „Ég hef ekki verið með atvinnuleyfi þar, en nú er ég að sækja um listamannavisa sem ég fæ vonandi núna í haust. Það eru svona þreifingar í gangi með hluti sem ég hef verið að skoða. Það eru allavega möguleikar þótt það sé ekkert borð­ fast sem ég get talað um. Þetta er á algjöru byrjunarstigi svo ég get ekk­ ert sagt um það meira.“ Hún segir þetta einmitt vera einn af kostunum við að vera ekki lengur samningsbundin. Nú sé hún frjáls og geti ráðið sínum verkefnum sjálf. „Ég get valið verkefni eftir því hvern­ ig þau eru, hvort þau séu spennandi, krefjandi, gefandi eða allt þetta.“ Persónusköpunin skiptir miklu Leiklistin er Elvu hjartans mál. Hún segir að það liggi mikil vinna að baki hverri persónu sem hún leikur og það geti verið í senn krefjandi og skemmtilegt að undirbúa sig undir hlutverk. Persónusköpunin sé mikil­ væg. „Það eru tvær hliðar á öllum kar­ akterum. Það sem stendur í handriti er bara önnur hliðin, þá er allur und­ irtextinn eftir og meira til. Grunnur­ inn ert þú og í byrjun gengurðu út frá sjálfum þér. Hvernig þú sérð karakt­ erinn fyrir þér og síðan þróast hann.“ Elva segir mikla undirbúnings­ vinnu liggja að baki. „Það þarf að komast að því hvernig persónan hef­ ur lifað áður, úr hvernig umhverfi hún kemur, hvernig hún bregst við áreiti og hvort hún segi eitt en meini annað. Þetta er heilmikil sálfræði­ pæling. Ég les mér til ef verið er að fjalla um eitthvað sem ég hef ekki þekkingu á. Til dæmis ef um er að ræða fólk fyrr á öldum eða fólk sem hefur sérkenni og þess háttar. Sagan öll hefur áhrif á sköpunina. Ég byrja að vinna karakterinn inn­ an frá. Leikarar byrja oftast að vinna karakter innan frá og enda síðan á pælingum um útlit og líkamsburði. Eins og hvort manneskjan er hokin, tannlaus, klæðist Chanel­drögtum eða þess háttar,“ segir hún og segist oft hafa notað eiginleika frá fólkinu í kringum sig þegar hún býr til pers­ ónu. „Ég hef notað ýmsa takta og annað frá fólki sem ég þekki, ég nefni samt engin nöfn,“ segir hún og skellihlær. Getur ekki hugsað sér að hætta að leika Leiklistin er enn hennar líf og yndi og hún segist ekki geta hætt að leika, allavegana ekki alveg. „Ég hef oft hugsað um það að gera eitthvað annað en það er svo skrítið að það kemur alltaf yfir mig að ég get ekki hugsað mér að hætta. Mér finnst þetta líf bjóða upp á það að prófa sem flest. Það eru svo margir mögu­ leikar í kringum okkur.“ Það er margt í pípunum hjá Elvu Ósk og mörg spennandi verkefni fram undan. „Það eru til dæmis ein­ hverjar kvikmyndir í bígerð og stutt­ myndir, síðan fer ég með Vesturporti til Síberíu í október og svo til Suður­ Kóreu. Og svo er ýmislegt spennandi sem ég er að skoða. Meðal annars tvö ný íslensk verk sem fara á fjalirnar á þessu leikári. Það er margt að gerast og þetta eru hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri föst á samningi. Þann­ ig að þetta er bara mjög gott og já­ kvætt allt saman.“ viktoria@dv.is „Það er svo auðvelt að lifa í blekkingu, þykjast og búa til eitthvað sem ekki er. Stundum er raunveruleikinn svo sársauka- fullur að það er næstum ógjörn- ingur að komast í gegnum hann. Algengt er í slíku ástandi að fólk ljúgi að sjálfu sér til að lifa sárs- aukann af. Ég gerði það aldrei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.