Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 46
E
lsta og virtasta golfmót heims,
opna breska meistaramótið,
hófst á fimmtudaginn en það
nær hápunkti á sunnudags-
kvöldið þegar nýr meistari
verður krýndur. Mótið fer að þessu
sinni fram á Royal St. George’s vellin-
um á Englandi en þetta er í fjórtánda
skiptið sem þetta merka mót er haldið
á þeim velli.
Augu allra þessa helgina beinast
að Norður-Íranum unga Rory McIlroy
sem á dögunum tók sig til og jarðaði
keppinauta sína á opna bandaríska
mótinu. Hann fór þó ekki nægilega
vel af stað á fimmtudaginn. Rory fór
holurnar átján á 71 höggi eða einu yfir
pari vallarins og er fimm höggum á
eftir efsta manni, Dananum Thomas
Björn.
Aðeins einu sinni í sögu mótsins
hefur einhver unnið það eftir að hafa
verið fimm höggum á eftir efsta manni
eftir fyrsta dag. Það var árið 2004 þegar
Todd Hamilton hrósaði sigri.
The Claret Jug, verðlaunagripur-
inn sem slegist er um, er sá eftirsótt-
asti í golfinu og ekki skemmir fyrir að
peningaverðlaunin eru þau hæstu
sem um getur. Sigurvegarinn fær í
sinn hlut 900.000 pund eða 170 millj-
ónir íslenskra króna.
Langt síðan heimamaður bar
sigur úr býtum
Royal St. George’s völlurinn er á Eng-
landi en heimamenn eru búnir að
bíða lengi eftir því að sjá Englending
vinna opna breska. Þeim hefur lítið
gengið síðustu tvo áratugina en síð-
asti Englendingurinn sem vann opna
breska var Nick Faldo. Það gerði hann
hann á St. Andrews-vellinum í Skot-
landi árið 1990.
Fara þarf 42 ár aftur í tímann til
að finna síðasta sigur Englendings á
enskum velli en það var Tony Jacklin,
sigursælasti fyrirliði Ryder-liðs sem
vann á Royal Lytham & St. Annes vell-
inum árið 1969.
Englendingar vonast þó eftir að
það breytist í ár en í fyrsta skiptið í
ansi langan tíma á England tvo efstu
kylfingana á heimslistanum, þá Luke
Donald og Lee Westwood.
„Ég er klár í þetta. Ég þekki vel að
spila á strandvöllum og finn mig allt-
af vel þar. Þetta verður auðvitað erfitt
enda vilja allir vinna þetta magnaða
mót. Ég er samt í góðu formi núna
og tel mig alveg kláran til að halda á
silfukönnunni á sunnudaginn,“ sagði
Luke Donald í vikunni.
Allir horfa til Rorys
Norður-Írinn ungi Rory McIlroy
stimplaði sig heldur betur inn sem
mest spennandi kylfingur heims í síð-
asta mánuði þegar hann vann opna
bandaríska með fáheyrðum yfirburð-
um. Þessi 22 ára gamli piltur hefur
lengi verið að láta vita af sér en sig-
urinn í Bandaríkjunum skaut hon-
um rakleiðis upp á stjörnuhimininn.
Pressan sem hann er undir er gífurleg
en hann fór ekki nægilega vel af stað
og skoraði einum yfir pari vallarins á
fyrsta degi.
„Þetta var allt í lagi. Þetta var erf-
iður dagur og ég þurfti að vera þolin-
móður. Ég vissi að ég fengi ekki mörg
tækfæri á fuglum en ég er þokkalega
ánægður með þessa byrjun. Þegar
maður er ekki búinn að spila jafn-
lengi á móti og ég er maður orðinn
spenntur að komast aftur út á völlinn.
Á meðan ég held mig við parið ætti ég
að vera góður því ég er að slá boltann
vel þannig þetta er bara spurning um
púttin,“ sagði Rory sáttur eftir fyrsta
hringinn.
Verðlaunaféð hækkar enn
Sá sem sigrar í opna breska fær í sinn
hlut 900.000 pund eða 170 milljón-
ir króna. Verðlaunaféð hefur hækk-
að duglega undanfarin ár en gaman
er að horfa til fyrstu mótanna. Fyrstu
fjögur mótin var ekkert verðlaunafé
en næstu ellefu ár eftir það fékk sigur-
vegarinn 6 pund í sinn hlut. Hafa ber
þó í huga að þetta var fyrir aldamót-
in þarsíðustu og því 6 pund dágóður
skildingur.
Svo fór verðlaunaféð úr 6 pund-
um upp í 10 og þaðan í 30 og síðan
100 og fyrst voru eitt þúsund pund
í verðlaun árið 1955. Árið 1993 var
búið að hundraðfalda þá upphæð
og varð Greg Norman fyrstur til að fá
100 þúsund pund fyrir að vinna mót-
ið.
Þegar Tiger Woods ungur að árum
hampaði sigri á St. Andrews árið
2000 vann hann sér inn 500 þúsund
pund. Sjö hundruð og fimmtíu þús-
und pund fengust fyrir að vinna mót-
ið 2007 til 2009 en eftir það hækkaði
verðlaunaféð upp í 850.00 pund sem
Louis Oosthuizen fékk í fyrra. Sig-
urvegarinn í ár fær því meira en
nokkur annar hefur fengið fyr-
ir að vinna opna breska
Saga silfurkönnunnar
Sigurvegari opna breska
fær að launum silfraða
könnu sem ber heitið
Claret Jug. Sá áhugakylf-
ingur sem endar efst-
ur og sigrar í keppni
þeirra fær silfurmed-
alíuna. Claret Jug er
ekki upphaflegi verð-
launagripur opna
breska. Fyrstu
árin var notast
við belti sem gert
var úr dýru leðri
frá Mónakó en á
því var beltissylgja
úr silfri og merki.
Beltið sem verðlauna-
gripur kom til fyrir tilstilli
jarlsins af Eglinton sem hafði gíf-
urlegan áhuga á miðaldabúskap.
Beltið mátti sá eiga sem vann
þrjú mót í röð og þegar það gerð-
ist strax fyrstu árin að menn unnu
opna breska hvert árið á fætur öðru
þurfti að grípa í taumana. Árið 1872
var ákveðið að sigurvegarinn fengi til
eignar medalíu og þeir þrír klúbbar
sem fyrst komu að mótinu myndu
hver og einn leggja 10 pund í púkk
fyrir nýjum verðlaunagrip. Sá gripur
var og er Claret Jug.
46 | Sport 15.–17. júlí 2011 Helgarblað
Allra augu
á McIlroy
n Opna breska meistaramótið hafið n Mikil pressa á
22 ára gamlan Norður-Íra n Verðlaunaféð hækkar enn
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Golf
Ár Kylfingur Þjóðerni Völlur (Skor)
2010 Louis Oosthuizen, Suður-Afríka St. Andrews (-16)
2009 Stewart Cink, Bandaríkin Turnberry (-2, vann í umspili)
2008 Pádraig Harrington, Írland Royal Birkdale (+3)
2007 Pádraig Harrington, Írland Carnoustie (-7, vann í umspili)
2006 Tiger Woods, Bandaríkin Royal Liverpool (-18)
2005 Tiger Woods, Bandaríkin St. Andrews (-14)
2004 Todd Hamilton, Bandaríkin Royal Troon (-14, vann í umspili)
2003 Ben Curtis, Bandaríkin Royal St. George (-1)
2002 Ernie Els, Suður-Afríka Muirfield (-6, vann í umspili)
2001 David Duval, Bandaríkin Royal Lytham & St. Annes (-10)
2000 Tiger Woods, Bandaríkin St. Andrews (-19, met á öllum
stórmótum)
Sigurvegarar á Opna breska síðustu ellefu árin