Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2011, Blaðsíða 32
32 | Ættfræði 15.–17. júlí 2011 Helgarblað L ára fæddist í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsbæ. Hún var í Varmárskóla og Laugalækjar- skóla, stundaði nám við Flens- borg í Hafnarfirði og lauk þaðan stúdentsprófi 2002, stundaði síðan nám við University of California í Irv- ine í Bandaríkjunum og lauk þar BA- prófi í alþjóðafræðum og félagsfræði, stundaði nám við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri og lauk það- an BS-prófi í náttúru- og umhverf- isfræði árið 2010 og var nú að ljúka diplómagráðu í kennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Lára var vélamaður hjá túnþöku- fyrirtæki eitt sumar, var vörustjóri Speedo-sundfatnaðar hjá Tótem ehf 2006–2007 og starfaði hún við sund- þjálfun í Borgarnesi um skeið. Lára æfði og keppti í sund frá því í barnæsku, fyrst hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, síðan hjá Ægi í Reykja- vík, þá hjá Þór í Þorlákshöfn, æfði um skeið með Sundfélagi Hafnar- fjarðar og loks með Breiðablik í Kópavogi. Lára hefur sett fjölda Íslandsmeta í öllum sundgreinum. Hún keppti með unglingalandsliði og A landsliði Íslands í sundi á árunum 1993–2004. Þá keppti hún á tvennum Óympíu- leikum fyrir Íslands hönd, í Syd- ney í Ástralíu árið 2000, og í Aþenu í Grikklandi, árið 2004. Fjölskylda Eiginmaður Láru er Jóhannes Már Gylfason, f. 24.9. 1982, garðyrkju- maður. Sonur Láru og Jóhannesar Más er Gylfi Freyr Jóhannesson, f. 29.6. 2009. Hálfsystir Láru, samfeðra, er Vig- dís Edda Halldórsdóttir, f. 1.4. 2004. Foreldrar Láru eru Björg Jóns- dóttir, f. 4.1. 1959, verkefnastjóri, og Halldór Ó. Zoega, f. 14.5. 1958, fjár- málastjóri. J ón Friðgeir fæddist í Bolungar- vík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og öðl- aðist síðar meistararéttindi. Jón Friðgeir stofnaði sitt eigið byggingafyrirtæki í Bolungarvík 1956, sem var verktakastarfsemi, tré- smiðja og plast-einangrunarverk- smiðja, ásamt byggingarvöruverslun. Fyrirtækið var um skeið eitt umsvifa- mesta byggingar- og verktakafyrir- tæki utan höfuðborgarsvæðisins en það annaðist húsbyggingar og marg- víslegar verklegar framkvæmdir í Bolungarvík og víðar á Vestfjörðum, m.a. byggingu ratsjárstöðvar á Bola- fjalli ásamt vegagerð upp á fjallið. Jón Friðgeir var formaður sókn- arnefndar í Bolungarvík, formaður Rauðakrossdeildar Bolungarvíkur, ræðismaður Finnlands á Vest- fjörðum, sat í mörg ár í stjórn Verk- takasambands Íslands og starfaði í nefndum fyrir Bolungarvíkurbæ, þar á meðal í atvinnumálanefnd og for- maður hennar 1982–86. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Bolungarvíkur og var formaður klúbbsins og svæðisstjóri, lengi for- maður sjálfstæðisfélagsins Þjóð- ólfs og starfaði í fulltrúaráði og kjör- dæmisráði, var einn af stofnendum skátafélagsins Gagnherjar og starf- aði í Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Einnig hefur hann lagt íþróttahreyf- ingunni í Bolungarvík lið. Fjölskylda Jón Friðgeir kvæntist 6.4. 1974 Mar- gréti Kristjánsdóttur, f. 9.6. 1941, fyrrv. umboðsmanni Flugleiða og Úrvals – Útsýnar í Bolungarvík. For- eldrar hennar voru Kristján Þor- varðsson, f. 19.8. 1904, d. 8.11. 1993, læknir og Jóhanna Elíasdóttir, f. 7.12. 1910, d. 11.3. 1994, húsmóðir. Fyrri kona Jóns Friðgeirs var Ás- gerður Hauksdóttir, f. 9.6. 1932, d. 1972. Börn Ásgerðar og Jóns Friðgeirs eru Margrét, f. 7.3. 1957, ferðafræð- ingur hjá Icelandair, búsett í Garða- bæ, var gift Sigurði Sigurjónssyni verktaka sem er látinn og eignuð- ust þau tvo syni, Sigurð Magnús, f. 30.11. 1985, og Jón Friðgeir, f. 6.6. 1990, en sambýlismaður Margrétar er Skúli Gunnarsson, f. 5.4. 1966; Einar Þór, f. 2.11. 1959, þroskaþjálfi, lýðheilsufræðingur og framkvæmda- stjóri Alnæmissamtakanna, kvæntur Stig Arne Vadentoft, f. 26.4.1940, en hann á eina dóttur, Kolbrúnu Ýr, f. 18.8. 1983; Ásgeir Þór, f. 21.4. 1967, d. 12.8. 2007, var viðskiptafræðingur í Reykjavík, var kvæntur Ásu Ásmund- ardóttur og eru börn þeirra Ásgrímur Þór, f. 2.11. 2003, Ásgerður Margrét, f. 7.1. 2006, og Ása Þóra, f. 22.7. 2007, en stjúpdóttir Ásgeirs Þórs og dótt- ir Ásu er Ásdís Bjarkadóttir, f. 20.7. 1993. Sonur Jóns Friðgeirs og Margétar er Kristján, f. 9.8. 1977, stjórnmála- fræðingur og blaðamaður við Morg- unblaðið. Systkini Jóns Friðgeirs: Guðfinn- ur, f. 17.10. 1922, d. 27.8. 2000, var framkvæmdastjóri í Bolungarvík; Halldóra, f. 13.6. 1924, d. 1.8. 2007, var húsmóðir í Reykjavík; Hjalti, f. 14.1. 1926, verkfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, búsettur í Garða- bæ; Hildur, f. 3.4. 1927, húsmóðir í Bolungarvík; Jónatan, f. 1.7. 1928, fyrrv. framkvæmdastjóri í Bolungar- vík; Guðmundur Páll, f. 21.12. 1929, fyrrv. yfirverkstjóri í Bolungarvík; Pétur Guðni, f. 20.8. 1937, d. 29.10. 2000, bifreiðastjóri í Bolungarvík. Foreldrar Jóns Friðgeirs voru Einar Guðfinnsson, f. 17.5. 1898, d. 29.10. 1985, útgerðarmaður og for- stjóri í Bolungarvík, og k.k., Elísa- bet Hjaltadóttir, f. 11.4. 1900, d. 5.11. 1981, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Guðfinns, útvegsb. við Djúp Einarssonar, smiðs á Hvíta- nesi, bróður Helga sálmaskálds, föð- ur Jóns biskups, og Álfheiðar, ömmu Sigurðar Líndal lagaprófessors og Páls Líndal, ráðuneytisstjóra og Reykjavíkursagnfræðings, föður Þór- hildar Líndal, forstöðumanns Rann- sóknastofnunar Ármanns Snævarr við Háskóla Íslands um fjölskyldu- málefni. Helgi sálmaskáld var auk þess afi Tómasar læknis, föður Helga yfirlæknis, föður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Einar var sonur Hálfdánar, prófasts á Eyri Einarssonar og Álfheiðar Jónsdótt- ur lærða, pr. á Möðruvöllum Jóns- sonar. Móðir Guðfinns var Kristín Ólafsdóttir Thorberg, systir Bergs Thorberg landshöfðingja og Hjalta, langafa Jóhannesar Nordal, föður Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar,og Ólafar Nordal, alþm. og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Krist- ín var dóttir Ólafs Thorberg, pr. á Breiðabólstað. Móðir Einar Guðfinnssonar var Halldóra Jóhannsdóttir, b. á Rein í Skagafirði Þorvaldssonar, og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur. Elísabet var dóttir Hjalta Jónsson- ar, sjómanns í Bolungarvík, og Hild- ar Elíasdóttur. Hjalti var af svokall- aðri Ármúlaætt, kenndri við Ármúla á Langadalsströnd við Djúp, en Hild- ur af Eldjárnsætt, einnig úr Djúpi. Jón Friðgeir Einarsson byggingameistari í Bolungarvík Lára Hrund Bjargardóttir sunddrottning 30 ára á föstudag 80 ára á laugardag E lías fæddist á Akranesi, ólst þar upp og hefur dvalið þar allan sinn aldur. Á unglingsárunum vann hann ýmis störf, m.a. við byggingavinnu og fleira. Hann hóf síðan nám í húsasmíði hjá Akranes- kaupstað og lauk sveinsprófi 1964 en meistararéttindi öðlaðist hann 1974. Elías var húsasmiður hjá Akranes- kaupstað 1960–75, hjá Húsverki hf. á Akranesi 1976–77 og við byggingu Íslensku járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga 1977–79. Hann var síðan ofngæslumaður hjá Íslenska járnblendifélaginu 1979–92 og var útfararstjóri Akraneskirkju, umsjón- armaður kirkjugarðs og gjaldkeri safnaðarins 1994–2001. Elías var verslunarmaður hjá versluninni Axel Sveinbjörnsson ehf. á Akranesi 2001–2004 og starfaði hjá Fjöliðjunni Akranesi 2004–2011. Elías var félagi í Lionsklúbbi Akra- ness 1991–2001. Hann átti sæti í stjórn Gólfklúbbsins Leynis á Akranesi og Íþróttabandalags Akraness um skeið. Fjölskylda Elías kvæntist 8.5. 1965, Dröfn Ein- arsdóttur, stuðningsfulltrúa. Hún er dóttir Einars Magnússonar, f. 26.8. 1917. d. 28.12. 1971, sjómanns á Akranesi, og k.h. Elínar Elíasdóttur, f. 20.2. 1920, d. 28.2. 2003, húsmóður. Sonur Elíasar og Drafnar er Jó- hannes, f. 7.7. 1967, hárskerameist- ari í Kópavogi en kona hans er Þuríð- ur Björk Sigurjónsdóttir, f. 9.5. 1970, lögfræðingur og eru dætur þeirra El- ísa, f. 8.4. 1995, og Sylvía Rut, f. 15.3. 2001. Systkini Elíasar eru Pétur Stein- ar, f. 6.8. 1942, múrarameistari á Akranesi; Guðrún, f. 26.6. 1944, d. 14.7. 2004, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Dagbjartur, f. 25.10. 1946, blikksmíðameistari, búsettur í Dan- mörku; Ómar Þór, f. 29.4. 1948, blikk- smíðameistari á Akranesi; Elísabet, f. 18.3. 1951, kennari á Akranesi; Haf- steinn, f. 31.10. 1952, verkamaður á Akranesi; Jóhanna Guðborg, f. 17.7. 1954, húsfreyja í Kópavogi. Foreldrar Elíasar: Jóhannes Jóns- son, f. 3.6. 1917, d. 18.8. 1985, bakara- meistari á Akranesi, og k.h., Guðborg Elíasdóttir, f. 5.4. 1920, húsmóðir. Ætt Foreldrar Jóhannesar voru Jón Pét- ursson, fiskmatsmaður og vigtar- maður á Akranesi, og Guðrún Jó- hannesdóttir. Foreldrar Jóns voru Pétur Jón Daníelsson, b, í Vatnsholti í Staðarsveit, síðar íshúsvörður í Sjó- búð á Akranesi, og Steinunn Jóns- dóttir. Foreldrar Guðrúnar voru Jó- hannes Jónsson, b. á Garðabrekku í Staðarsveit, og Valgerður Magn- úsdóttir. Foreldrar Steinunnar voru Jón Sigurðsson, b. í Ysta-Skála og Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, og Ingibjörg Sigurðardóttir, frá Barkar- stöðum í Fljótshlíð. Jón og Ingibjörg voru systkinabörn en faðir Jóns og móðir Ingibjargar voru systkini séra Tómasar Sæmundssonar Fjölnis- manns, prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Foreldrar Guðborgar voru Elías Borgarsson, b. á Tyrðilmýri á Snæ- fjallaströnd og síðar verkamaður á Akranesi, og Elísabet Hreggviðs- dóttir. Foreldrar Elíasar voru Borgar Bjarnason, sjómaður í Borgarshúsi við Berjadalsá á Snæfjallaströnd, og Guðný Pálsdóttir. Foreldrar Elísa- betar voru Hreggviður Þorleifsson frá Flatey, formaður í Bolungarvík og k.h. Helga Jensdóttir. Elías verður út og suður með fjöl- skyldunni á afmælisdaginn. 70 ára á föstudag Elías Jóhannesson húsasmíðameistari á Akranesi A rnþór fæddist á Vopnafirði og ólst þar upp. Hann tók landspróf frá Héraðsskólan- um á Laugum 1952 og var í Lýðháskólanum Ryslinge á Fjóni í Danmörku 1952 –53. Arnþór var verslunarmaður við Kaupfélag Vopnfirðinga 1954–60 og hótelstjóri við Hótel Reynhlíð á Mývatni, 1955–93. Hann var síðan verslunarmaður á Akureyri 1993– 97. Arnþór hefur átt sæti í ýmsum stjórnum og nefndum. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði og Ungmennafélagins Mývetnings í Mývatnssveit. Þá átti Arnþór sæti í sóknarnefnd Reykja- hlíðarsóknar í Mývatnssveit. Hann var í sveitarstjórn Skútustaðahrepps og gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir sveitarfélagið. Arnþór var líka í stjórn Ferðamálafélags Mý- vatnssveitar og í varastjórn Sam- bands veitinga- og gistihúseigenda. Hann var stofnandi Kiwanisklúbbs- ins Herðubreiðar og gegndi þar margvíslegum stjórnunarstöðum, var m.a. svæðisstjóri Óðinssvæðis- ins. Þá var hann gjaldkeri í Félagi eldri borgara á Akureyri. Fjölskylda Arnþór kvæntist 26.6. 1956 Helgu Valborgu Pétursdóttur, f. 26.6. 1936, fyrrv. verslunarmanni. Foreldrar hennar voru Kristín Þuríður Gísla- dóttir húsmóðir og Pétur Jónsson, bóndi og hreppstjóri í Reynihlíð. Börn Arnþórs og Helgu Valborg- ar eru Anna Sigríður Arnþórsdótt- ir, f. 3.4. 1957, lífeindafræðingur, búsett á Akureyri en maður henn- ar er Tryggvi Jónsson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands og eru börn þeirra Andrea, Arnþór og Arnrún; Birna Margrét Arnþórsdóttir, f. 13.6. 1961, kennari á Akureyri en mað- ur hennar er Steinar Magnússon, véltæknifræðingur hjá Sandblæstri og málmhúðun á Akureyri og eru börn þeirra Helga Valborg, Hildur Sara og Andri Oddur; Drífa Þur- íður Arnþórsdóttir, f. 29.10. 1969, leikkona, búsett í London en mað- ur hennar er Mark Siddall og eru þeirra börn Daníel Bjartur og Ísa- bella. Systkini Arnþórs eru Halldór Björnsson, f. 5.4.1930, d. 7.12. 2003, var bóndi í Engihlíð í Vopnafirði; Sigurður Björnsson, f. 5.11. 1932, fyrrv. bóndi á Háteigi í Vopna- firði; Methúsalem Björnsson, f. 3.8. 1935, d. 21.11. 2009, var húsasmið- ur í Reykjavík; Guðlaug Björnsdótt- ir, f. 21.9. 1939, fyrrv. læknaritari í Reykjavík; Magnús Björnsson, f. 20.4. 1937, d. 14.4. 1978, var bóndi á Svínabökkum í Vopnafirði; Þórar- inn Sigurbjörnsson (fósturbróðir), f. 3.10. 1945, vélstjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Arnþórs voru Björn Vigfús Methúsalemsson, f. 29.5. 1894, d. 2.12. 1953, bóndi á Svína- bökkum í Vopnafirði, og k.h., Ólafía Sigríður Einarsdóttir , f. 22.8. 1899, d. 30.3.1990, húsfreyja. Arnþór verður að heiman á af- mælisdaginn. Arnþór Björnsson fyrrv. hótelstjóri á Hótel Reynihlíð við Mývatn 80 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.