Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 26
Sandkorn B jörgun Eiríks Inga Jóhanns- sonar úr bráðum háska og hrikalegum aðstæðum undan ströndum Noregs er dæmi um gríðarlegan lífs- vilja og heppni sem á sér vart hlið- stæðu. Við verstu aðstæður sökk Hallgrímur SI, skip Eiríks og félaga hans. Það var stórviðri og gríðar- leg ölduhæð þegar skipið missti stýrið og tók inn á sig sjó og sökk á skömmum tíma. Harmleikur, sem kostaðir þrjá af fjórum úr áhöfn- inni lífið, hófst með bilun sem gat virst léttvæg. Þjóðin varð agndofa þegar Ei- ríkur lýsti því í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins hvernig hann komst af frá hildarleiknum. Í smáatrið- um sagði sjómaðurinn frá örlaga- deginum, allt frá því að áhöfn- inni tókst með harðfylgi að komast frá borði og í björgunarbát þar sem einn þeirra lést. Tveir höfðu komist í flotbúninga en hinir voru léttklæddir. Brotsjór skall síðar á björgunarbátnum með þeim af- leiðingum að þremenningarnir sem lifðu köstuðust fyrir borð. Þá fórst annar félagi Eiríks. Hildarleikurinn í hafinu hélt áfram því leiðir skildi með þeim tveimur sem eftir lifðu. Eiríkur Ingi lýsti því hvernig hann hugsaði um það eitt að lifa af í aðstæðum sem eru öllu venjulegu fólki óskiljan- legar. Gríðarleg ölduhæð og ær- andi hávaði frá ólgandi hafinu. Eiríkur Ingi hugsaði um það eitt að halda á sér hita og spara orku á meðan hann beið í þeirri veiku von að honum bærist hjálp í tíma. Öll skynsemi gat þó sagt honum að líkurnar á að hann fyndist í ógnar- víðáttu hafsins voru hverfandi. Þá vissi hann sem var að tíminn sem hann átti eftir ólifaðan í ísköldu hafinu var naumur, örfáar klukku- stundir. En hann gafst ekki upp og hélt æðruleysi sínu. Lýsing Eiríks á því þegar norsk björgunarþyrla birtist lýsir enn betur hetjulund hans. Þegar þyrlan flýgur yfir hann og fjarlægist syndir hrakinn sjómaðurinn af öllu afli í áttina til hennar og lífsins. Krafta- verkið gerðist og honum var bjarg- að. Eiríkur Ingi er öllum Íslending- um fyrirmynd þess hvernig hetjur hugsa og hegða sér við hryllilegar aðstæður. Hann tókst af skyn- semi á við raun sem virðist vera óbærileg og komst af. Á sama tíma og fólk gleðst yfir björgun hans er nístandi sorg vegna þeirra þriggja félaga hans sem fórust. Skips- skaðinn undirstrikar enn og aftur hversu stutt er milli lífs og dauða og hve ótrygg tilveran er hjá þjóð sem lifir af sjósókn og stöðugri baráttu við óblíð náttúruöfl. Saga Eiríks undirstrikar nauðsyn Slysa- varnaskóla sjómanna sem kennir fólki réttu viðbrögðin í sjávarháska. Eiríkur kunni það sem þurfti til að lifa af. Steinunn leitandi n Einhverjir eru nú að setja sig í startholurnar vegna yfir- vofandi forsetakosninga. Á meðal þeirra sem heitastir eru fyrir embættinu er Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir sem búsett er í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Karli Stefánssyni. Steinunn hef- ur ítrekað tjáð sig á Facebook um þessa þrá sína að setjast að á Bessastöðum. Hún er nú í heimsókn á Íslandi og er um það pískrað að hún sé að leita að kosningastjóra og húsnæði fyrir skrifstofu. Enn gjaldþrota n Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður banka- ráðs Landsbankans, lýsti sig gjaldþrota sumarið 2009. Setti Björg- ólfur þar vafa- samt met, þar sem allar eignir hans þurrkuðust út í bankahruninu. Eftir sátu hins vegar tæplega 100 millj- arða skuldir. Björgólfur slapp þar með við stefnu slitastjórn- ar Landsbankans sem vill milljarða króna frá stjórnar- mönnum bankans. Björgólfur sleppur ekki undir ný lög um gjaldþrotaskipti einstaklinga, þar sem þeir fá hreinan skjöld á tveimur árum. Auðmaður- inn fyrrverandi verður því að öllum líkindum gjaldþrota næstu tvö ár í viðbót. Bingi ritstýrir n Eftir að Karl Th. Birgisson og Pétur Gunnarsson hröktust af tenglasíðunni Eyjunni situr útgefandinn, Björn Ingi Hrafns- son á ritstjórastóli. Björn Ingi hrökklaðist úr sæti ritstjóra Pressunnar eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis upplýsti um himinháar skuld- ir hans sem urðu til á meðan hann var í stjórnmálum. Þá gerðist hann útgefandi. Á undanförnum misserum hef- ur aðsókn að vefmiðlum hans hrunið og obbi starfsfólks er hættur. Fullyrt er að reynt sé að selja Eyjuna á slikk. Óðinn beðinn afsökunar n Ranghermt var í sandkorni að Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hefði rekið Björgu Evu Erlendsdóttur fréttamann úr starfi á sínum tíma. Björg Eva hætti sjálf- viljug og fór á dagblaðið 24 stundir. Vinstri grænir hafa nú komið henni í stjórn RÚV ehf. þar sem búist er við að hún láti til sín taka með afgerandi hætti. Björg Eva hefur barist gegn ýmsum breytingum sem fylgdu hluta- félagavæðingu RÚV og þar með hugmyndafræði Páls Magnússonar. Björg Eva og Óð- inn eru beðin afsökunar. Ég gat valið á milli DTV og Bloomsbury Þetta er alltaf sárt Rithöfundurinn Gerður Kristný gat valið á milli útgefenda. – DV Útvarpskonan Sigga Lund var rekin af Léttbylgjunni. – DV Æðruleysi Eiríks Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Kraftaverk- ið gerðist og honum var bjargað N ú eru veður enn válynd í Fær- eyjum. Færeyskt efnahagslíf hrundi 1989–93 af svipuðum ástæðum og Íslandi 2008. Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru inni á gafli – uppi í rúmi! – hjá öllum. Að sitja báðum megin borðs var partur af lífs- stíl valdastéttarinnar eins og Eðvarð T. Jónsson lýsir vel í bók sinni Hlutskipti Færeyja 1994. Þar birtast Færeyjar eins skrípamynd af Íslandi. Færeyinga greinir enn á um, að hversu miklu leyti þessi lýsing á lífinu þar á við þjóðina eins og hún leggur sig frekar en valdastéttina eina. Stjórnmála- stéttin vill auðvitað, að allir séu taldir ábyrgir, svo að tryggt sé, að enginn þurfi að sæta ábyrgð. Sú varð raunin. Í Færeyjum var engin rannsóknar- skýrsla skrifuð, ekkert saksóknara- embætti stofnað og enginn ákærður, þótt vitað væri, að lög voru brotin í stórum stíl eins og Hermann Óskars- son, hagstofustjóri í Þórshöfn, lýsti í fyrirlestri í Háskóla Íslands mánuði eftir hrun 2008. Upprifjun og samanburður Hrun Færeyja 1989–93 var mun dýpra en hrunið hér heima 2008. Lands- framleiðsla Færeyja dróst saman um þriðjung líkt og gerðist við hrun kommúnismans í Sovétríkjunum um svipað leyti. Fimmti hver Færeyingur flúði land, en helmingur hinna brott- fluttu skilaði sér heim aftur nokkru síðar. Hér heima minnkaði lands- framleiðslan um 10% eftir hrun, og fólksfjöldinn er nú aftur kominn upp undir 320.000, segir Hagstofan. Hrun Færeyja varð þeim að ýmsu leyti til blessunar þrátt fyrir erfiðleikana. Hrunið leiddi þeim fyrir sjónir spill- inguna og ábyrgðarleysið, sem leiddi m.a. af ríflegum fjárveitingum Dana til Færeyja fyrir hrun. Færeyingar tóku sér tak. Þeir þiggja nú mun minni fjár- stuðning frá Dönum en áður. Reglum um sambandið milli landsstjórnar- innar og lögþingsins í Þórshöfn var breytt, svo að þingmenn verða nú að hætta á þingi, verði þeir ráðherrar, eins og mælt er fyrir um í frumvarpi stjórnarlagaráðs til nýrrar stjórnar- skrár hér heima. Frá 1995 hafa 20 til 25 ráðherrar þurft að segja af sér vegna nýrra reglna um ráðherraábyrgð. Frá 2008 hefur landið verið eitt kjördæmi til að girða fyrir landlægan hrepparíg og sundrung. Færeyingar tóku alvar- lega þörfina fyrir að draga úr líkum þess, að efnahagur landsins hryndi öðru sinni m.a. vegna bresta í stjórn- sýslunni. Næsta skref: Ný stjórnarskrá Mörgum þótti meira þurfa til. Ríkis- stjórn Jafnaðarflokksins, Sambands- flokksins og Fólkaflokksins með 60% atkvæða á bak við sig lét semja frum- varp að stjórnarskrá handa Færeyj- um 2009 og hét því að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um frumvarpið 2010. Frumvarpið er skínandi gott. Kaflinn um auðlindir og umhverfi er til fyrir- myndar. Hann felur í sér, að þjóðin á auðlindirnar og tekur gjald fyrir afnot þeirra eða tryggir öllum jafnan aðgang að þeim og að umgengni við auðlindir og umhverfi skal vera sjálfbær. Texti Færeyinga er í góðu samræmi við auð- linda- og umhverfisákvæðin í frum- varpi stjórnlagaráðs og hefur mann- réttindi í hávegum. Svik á svik ofan Nú hljóp snurða á þráðinn. Ríkis- stjórnin á bak við stjórnlagafrum- varpið liðaðist í sundur, og við tók að loknum kosningum 2011 stjórn Sambandsflokksins, Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sjálfstýrisflokksins með 57% atkvæða að baki sér. Nýja stjórnin hætti við að halda þjóðar- atkvæðagreiðsluna, sem fyrri stjórn hafði lofað. Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, sem sátu í báðum stjórnum, sneru m.ö.o. við blaðinu. Sambandsflokkurinn er vanur slík- um vinnubrögðum. Honum tókst ásamt jafnaðarmönnum að fá dönsk stjórnvöld til að ógilda úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslu 1946, þar sem meiri hluti Færeyinga lýsti sig fúsan til að slíta sambandinu við Danmörku, tveim árum eftir sambandsslit Ís- lands og Danmerkur. Kannski Sam- bandsflokkurinn beri því við nú, að danska stjórnin mótmælti færeyska stjórnlagafrumvarpinu á þeirri for- sendu, að það jafngildi sjálfstæð- isyfirlýsingu, sem samrýmist ekki áframhaldandi veru Færeyja í danska konungdæminu. Auðvelt hefði verið að mæta þeirri aðfinnslu með einni málsgrein um óbreytt samband landanna án þess að salta frum- varpið. Nú hefur spurzt, að stjórnarþing- menn í Þórshöfn hyggist bæta gráu ofan á svart með því að leggja drög að afhendingu auðlindarinnar í hendur útvegsmanna með íslenzka laginu í andstöðu við stjórnlaga- frumvarpið frá 2009, í andstöðu við lögin, sem kveða á um, að fiskimið- in séu í eigu þjóðarinnar líkt og hér heima, og í andstöðu við alþjóðleg mannréttindaákvæði. Stjórnarand- staðan streitist gegn þessum áform- um, þ.m.t. Jafnaðarflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn. Ekki hafa Færeyingar lært mikið af óförum Íslands, ef þeir ætla að afhenda útvegsmönnum kvótann á rússnesku silfurfati. Gæti þetta gerzt hér? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Ekki hafa Færey- ingar lært mikið af óförum Íslands, ef þeir ætla að afhenda útvegs- mönnum kvótann á rúss- nesku silfurfati.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.