Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 20
Drukkið fólk er ekki með húmor Leikarinn og uppistandarinn Þorsteinn Guðmundsson venti sínu kvæði í kross á dögunum og skráði sig í sálfræðinám við Háskóla Íslands. Hann segir sálfræðina tengjast starfi leikarans mjög náið og hans von er að geta nýtt sér sálfræðina í sínu starfi sem uppistandari og námskeiðahaldari. Þorsteinn hefur undanfarið haldið nokkur uppistandsnámskeið í Þjóðleikhúsinu en er ekki smeykur um að kenna fólki öll trixin. Allir geti verið fyndnir á sinn hátt. J á, ég er kominn í nám,“ segir Þorsteinn Guðmundsson. „Ég byrjaði í sálfræði í HÍ haust. Það er búinn að vera gamall draum- ur að fara í eitthvert nám og ég var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að velja. Ég var næstum því farinn í sögu eða þjóðfræði sem mér finnst spennandi,“ segir hann. „Svo varð sálfræðin ofan á vegna þess að hún tengist öllu sem ég er að gera. Öll- um pælingunum, ritstörfunum og uppistandinu og það er alltaf þessi hugsun um hvernig manneskjan tikkar. Ég er í þessu núna og sé svo bara til,“ segir Þorsteinn. „Þetta er svolítið „heavy“. Ég er í fullu námi og fullri vinnu og það kemur í ljós hvort ég tek þetta í áföngum eða keyri þetta í gegn.“ Ekki allir með sama húmor Þorsteinn hefur um árabil verið einn vinsælasti uppistandari lands- ins. Hann skemmtir ekki bara á hinum hefðbundnu samkomum heldur hefur hann fært sig mikið inn í fyrirtækin þar sem hann er fenginn til þess að létta andann og tala við hina ýmsu hópa. „Uppi- standið hefur verið mín aðal vinna í mörg ár,“ segir hann. „Stundum eitthvað með auðvitað, en núna er það nánast eingöngu uppistandið. Svo eru það þessi uppistandsnám- skeið sem ég hef verið með og verð áfram. Ég verð með einhver tvö til þrjú í vetur og það fyllist mikið til fyrirfram. Maður kennir uppistand þannig að þetta er samvinna,“ segir Þorsteinn. „Manneskjan kemur inn með sínar sögur og sína brandara og ég hjálpa henni að koma þeim á framfæri. Þetta er svipað og að vera leikstjóri. Láta manneskjuna koma vel út og segja hvernig hún á að standa,“ segir hann. „Móta sögurn- ar og brandarana með þeim og svo kynni ég stefnur í uppistandi fyr- ir þeim. Fólk hefur yfirleitt klisju- kennda mynd af uppistandi í hug- anum og þegar maður hefur kynnt fyrir fólki mismunandi stefnur, þá er það tilbúnara til að vera það sjálft. Þetta hefur verið mjög skemmti- legt, einnig fyrir mig, og ég hef lært mikið á þessu sjálfur,“ segir Þorsteinn. „Ef einhver sem kemur á námskeiðið er svo ekkert fynd- inn, þá er það ekki mitt vandamál, en það hefur nú ekki gerst ennþá. Húmor er nú samt þannig að sami húmorinn er ekki fyrir alla. Ég hef upplifað það að vera með manneskju á námskeiði og hugsað: „Þetta verð- ur erfitt.“ Svo á lokasýningunni er fólk sem veltist um og þá er maður bara með annan húmor,“ segir Þor- steinn. „Ég er annars bara að leið- beina. Það eru margar týpur til af uppistandi. Það hjálpar samt alltaf ef uppistand er mótað á persónu- legan hátt af aðilanum sem fer með það, það er samt engin regla.“ Norm að vera á skjön Uppistandarinn er alltaf að skrifa og segir Þorsteinn það nauðsynleg- an part af starfinu. „Ég er alltaf að skrifa eitthvað, þó ég noti auðvitað ekki allt,“ segir hann. „Ég gæti fyllt nokkra klukkutíma með því efni sem ég á í tölvunni. Þegar ég fer hins vegar á svið þá líður mér stund- um eins og ég nái varla að slefa upp í korter sem auðvitað er ekki reynd- in. Sumt efni á bara við á sumum stöðum og annað ekki. Kikkið er að búa til nýtt efni, og bjóða upp á eitthvað nýtt. Ég meika samt ekki pólitík og trúmál. Þessi tvö efni á aldrei að tala um í partíum og þau henta mér ekki í uppistandi.“ segir hann. „Auðvitað gera sumir það vel, en ég geri það ekki. Ég hef voða gaman af vísinda- fréttum. Stundum heldur fólk að ég sé að bulla en mér finnst þetta áhugavert. Ég las um daginn um konu sem lét græða auka stofn- frumur í sig og henni fór að vaxa nef á bakinu. Þetta er svolítið minn húmor,“ segir hann. „Eitthvað óvenjulegt en um leið áhugavert. Ég hélt að ég væri á skjön, en ég er búinn að vera það lengi í þessu að ég hef áttað mig á því að það eru ansi margir á skjön. Kannski er það meira norm. Mörgum finnst að uppistand eigi bara að vera um samskipti kynjanna og einhverjar rúm-senur, sem mér finnst alveg svakalega leiðinlegt,“ segir Þor- steinn. „Ég hef alveg skoðanir á pólitík en ég er ekki á því að þær eigi að rata í mitt prógram.“ Staða bíómynda skrýtin „Ég er að skemmta nokkrum sinn- um í viku og þannig hefur það verið lengi,“ segir Þorsteinn. „Það sem ég hef samt mest gaman af er að koma inn í fyrirtæki og vera með uppistand í hádeginu. Ég bjó til nýtt prógram sem ég kalla Vinnusta- ðavítamín, setti það á heimasíð- una mína og fólk byrjaði strax að hafa samband. Þetta finnst mér miklu skemmtilegra en að vera að skemmta á einhverjum börum,“ seg- ir hann. „Það er enginn að hlusta á þessum börum, og erfitt að halda athygli fólks. Drukkið fólk er ekki með rænu, og þar af leiðandi ekki með húmor,“ segir Þorsteinn. „Ef ég fæ boð um það að koma í fyrirtæki með góðum fyrirvara þá næ ég að setja mig aðeins inn í það starf sem á sér stað þar. Ásamt því að fara í almennar pælingar um lífið og til- veruna. Ég skipti efni hægt út og er með svona tvö prógrömm á ári, en það er allur gangur á því. Sumt lifir lengur en annað,“ segir hann. Þorsteinn var áberandi leikari áður en hann fór að einbeita sér að uppistandi en segist þó ekki vera hættur að leika. „Þetta hefur nú bara æxlast svona,“ segir hann. „Ég var reyndar að frumsýna myndina „Humarsúpa innifalin“ á Riff um daginn með Styrmi Sigurðssyni leikstjóra. Hún verður sýnd á RÚV í vetur og við Styrmir erum að þróa nýtt verkefni þannig að ég þarf ekki að kvarta. En það hentar mér ekkert allt. Sumt passar maður bara ekkert inn í og hefur kannski ekki áhuga á. Eins og allir þessi sakamálaþættir. Ungt fólk er að gera bíómyndir sem er ekki einu sinni borgað fyrir,“ segir hann. „Myndir þar sem allir hafa gefið vinnu sína. Það er ekki góð þróun, enda eru sorglega fáir sem fara í bíó. Það er ekki bara því að kenna að fólk nennir ekki í bíó, það er líka vegna þess að myndirnar höfða ekki til fólks. Það er eitthvað skrýtið við þá stöðu. Við þurfum að hugsa okkar gang í þessu,“ segir hann. „Ég sé þennan bransa tví- skiptan; það er annars vegar Balti og félagar sem eru að byggja upp „kvikmyndaiðnað“ og allt í góðu með það. Svo eru það hinir sem eru að gera myndir sem eru nánast bara gerðar fyrir kvikmyndahátíðir. Örfáar þeirra fá reyndar ágætis að- sókn en allt of fáar samt. Mér finnst þetta dálítið varhugaverð þróun.“ Ögrun miðaldra manns Þorsteinn hefur áhuga á að sam- eina sálfræðina við uppistandið og segir húmor mjög gott verkfæri á mörgum stöðum samfélagsins. „Sálfræðin er framlenging á þeim pælingum sem ég hef verið í,“ segir hann. „Ég er mjög oft beðinn um að halda „alvöru“ fyrirlestra sem eiga ekkert endilega að vera fyndnir. Ég geri það eiginlega aldrei, vegna þess að ef að ég á að setja eitthvað fram af alvöru þá verður að vera eitthvað í það spunnið,“ segir hann. „Ég get ekki þóst vera einhver sér- fræðingur en gæti alveg hugsað mér að verða það. Ég hef nú þegar lært fullt sem mig langar að koma á framfæri og með þessu námi hef ég kannski meira fram að færa en ég „Ég meika samt ekki pólitík og trúmál. Þessi tvö efni á aldrei að tala um í partíum og þau henta mér ekki í uppi- standi.“ Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 20 viðtal Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.