Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 2
10% af sölu á Bleiku línu aPÓTeksins rennur Til kraBBameinsfélags íslands í okTÓBer Jólageitin mætt í Garðabæ Líkt og lóan boðar komu vorsins hefur sænska jólageitin nú boðað komu jólanna framan við Ikea í Garðabæ. Geitur eins og sú sem heimsækir Ikea eru afar vinsælar í Svíþjóð í aðdraganda jólanna og má finna þær þar í öllum stærðum og gerðum. Sú frægasta er geitin í Gävle sem hlýtur oft þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Ikeageitin hefur áður hlotið sömu örlög, auk þess að hafa beðið í lægri hlut fyrir íslenska veðrinu. Það verður spennandi að sjá hvernig henni mun vegna þetta árið. Fuglavika í Reykjavík Fuglavika hefst í Reykjavík á morgun, laugardag. Það eru Reykjavíkurborg og Fuglavernd sem standa að Fuglaviku sem er haldin með því markmiði að vekja at- hygli á því fjölskrúðuga fuglalífi sem glæðir borgina lífi allt árið um kring. Fuglavikan hefst með málþingi í Norræna húsinu þar sem Snorri Sigurðsson líffræðingur flytur erindi um fugla Reykjavíkur og búsvæði þeirra, Elma Rún Benediktsdóttir fugla- ljósmyndari segir frá reynslu sinni af því að taka myndir af fuglum og Sigrún Björg Ingþórsdóttir, leikskólastjóri Furuskógar, segir frá fuglaverkefnum sem unnin hafa verið á leikskólanum. Út vikuna verður svo boðið upp á ýmiskonar fræðsluviðburði auk gönguferða um borgina með fugla- fræðingum. Sjá nánar á veg borgarinnar eða hjá Fuglavernd. Skora á Myndform að sýna Suffragette Íslenskar kvenréttindakonur eru óhressar með að Myndform skuli ekki hafa ákveðið hvort kvikmyndin Suffragette, sem segir sögu baráttu breskra kvenna fyrir kosn- ingarétti, verði sýnd hér á landi. Hafin er undirskriftarsöfnun á vefsíðunni change. org þar sem skorað er á Myndform að setja myndina í sýningar hér, ekki síst vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. „Við trúum ekki öðru en að það sé mikill áhugi fyrir því að fá myndina í íslensk kvik- myndahús. Þá sérstaklega í ljósi þeirrar miklu femínísku vitundarvakningar á liðnu ári, sem og í ljósi þess að í ár fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt,“ segir þar. Að undirskriftasöfnuninni standa Femínista- félag Háskóla Íslands, Kvenréttindafélag Ís- lands, Femínistafélag Íslands og femíníska vefritið Knúzið. Sala húsgagna eykst um 10% Sala húsgagna jókst um fimmtung í september síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Þessi aukning ræðst að nokkru leyti af lítilli sölu í samanburðarmánuðinum í fyrra, en engu að síður hefur sala á húsgögnum farið vaxandi síðustu má- nuði. Ef sala húsgagna síðustu þrjá mánuði er borin saman við sama tímabil í fyrra er hún um 10% meiri í ár. Söluaukningin sést meðal annars á því að sala sérverslana með rúm jókst um 55% frá því í fyrra. Veltuaukning var í flestum tegundum smásöluverslunar í september frá sama mánuði í fyrra. Í veltuhæsta vöruflokknum, dagvöruverslun, jókst veltan um 3,8% að nafnvirði miðað við september í fyrra. Að magni til hélst veltan nánast óbreytt á milli ára. Verð á dagvöru var 3,9% hærra en fyrir ári síðan en hefur hækkað um 1,6% það sem af er þessu ári. 10%  Íþróttir Framkvæmdastjóri BridgesamBandsins ósátt við hæstarétt Bretlands Bridge er ekki íþrótt „Þetta eru fáránlegar fréttir!“, segir Ólöf Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Bridgesambands Íslands, um þær fregnir að hæstiréttur í Bretlandi hafi úrskurðað sem svo að bridge sé ekki íþrótt. Enska bridgesambandið var ósátt við að Íþróttasamband Eng- lands vildi ekki viðurkenna bridge sem íþrótt og ákvað að fara með mál- ið fyrir dómstóla en nú hefur dæmt sem svo að bridge sé ekki íþrótt. Íþróttasambandið neitaði að viður- kenna bridge sem íþrótt þar sem það „reyndi ekki líkamlega á spilarana“ og væri frekar „eins og að lesa bók“. „Ég var bara að heyra þetta en finnst þetta bara ótrúlegt. Við í Bridgesambandinu höfum alltaf haldið því fram að þetta sé íþrótt, enda er keppt í bridge á ólympíuleik- um. Ef skák er íþrótt þá er bridge íþrótt, það er engin munur á þessu. Þetta er hugaríþrótt.“ Íslenska bridgesambandið, er ekki hluti af Íþróttasambandi Íslands, en landslið Íslands vann Norðurlanda- mótið í bridge í maí síðastliðnum, annað skiptið í röð. Lið Íslands í opnum flokki skipuðu þeir Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Gunnlaugur Sævarsson, Kristján M. Gunnarsson, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson. „Við erum öll frekar hissa á þessum fréttum en eigum ennþá eftir að hittast og ræða þetta frekar. Mér finnst þetta allavega vera mjög sérstök niður- staða,“ segir Ólöf. -hh Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðar að bridge sé ekki íþrótt þar sem það „reyni ekki líkamlega á spilara“ og sé „eins og að lesa bók“ en til að flokkast sem íþrótt verði athöfnin að reyna á líkamann.  knattspyrna árangur smáþjóðar með áherslu á þjálFun æskulýðs Ísland rannsóknarefni sérfræðinga víða að Á undanförnum misserum hefur Íslandsáhugi erlendra blaðamanna og fólks innan knattspyrnuhreyfingarinnar víða um heim aukist gríðarlega. Ástæðan er einföld. Uppgangur íslenska landsliðsins og knattspyrnu- manna frá Íslandi hefur vakið spurningar þeirra sem fjalla um og stunda knattspyrnu. Hvernig getur landslið frá svona litlu landi náð svona langt í þessar vinsælustu íþróttagrein heims?. Daði Rafnsson, yfirþjálfari hjá Breiðabliki í Kópavogi, hefur á undanförnum mánuðum tekið á móti óteljandi blaða- mönnum og þjálfurum frá öllum heimshornum. Hann segir ástæðuna fyrir þessum uppgangi vera margþættan. h ingað koma hópar í stríð-um straumum,“ segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari hjá Breiðabliki. „Bara núna nýlega hef ég verið með hópa frá Bandaríkjun- um, Sviss og Englandi. SKY Italia var svo hér í vor og gerði heilmikla úttekt,“ segir hann. „Það er búið að vera gríðarlega mikið undanfarið. Þetta eru fjölmiðlamenn sem koma hingað og vilja fjalla um af hverju landsliðið er komið á stórmót. Þeir tala við Lars, Heimi og KSÍ. Svo koma þeir til félaganna og oft til okkar í Breiðabliki þar sem við erum bæði með atvinnumenn og með knattspyrnuhús. Svo fara þeir til Vestmannaeyja og upp á Akra- nes því þar er landslag sem þeir hafa ekki séð áður. Þetta er orðið það algengt að þessar kynningar eru orðnar partur af minni starfs- lýsingu,“ segir Daði. Gömul kempa í heimsókn „Einnig koma stórir hópar af þjálfurum hingað í heimsókn,“ seg- ir hann. „Ég var með 20 þjálfara frá sænska knattspyrnusambandinu hér í síðustu viku, til dæmis. Gamla kempan Stig Inge Björnebye kom svo hingað með norska þjálfara, þar sem hann er yfir hæfileikamótun norska sambandsins og svona mætti lengi telja,“ segir Daði sem telur Ís- land og þjálfun á Íslandi vera ein- staka um allan heim. „Það fara margir hlutir saman hér á landi,“ segir hann. „Mín kenn- ing er sú að hvergi í heiminum séu krakkar með jafn góða aðstöðu, með jafn menntaða þjálfara og jafn mikinn æfingatíma fyrir jafn lít- inn kostnað og hér á landi. Það er bara heilt yfir öll félög á landinu,“ segir hann. „Ég hef bloggað mikið um þessi mál og hvergi í heiminum smella þessir hlutir jafn vel saman. Það sem fólk er að borga í æfingagjöld og það sem það fær í staðinn er gríðarlega dýrmætt, og finnst hvergi annarsstaðar,“ segir Daði. Foreldrar kaupa sér æfingar „Hér heima er þetta heldur ekki orðið svokallað „elítusport“ eins og tíðkast í mörgum löndum. Sem ger- ir það að verkum að þar er dregið úr möguleikunum á að finna hæfileika krakka. Frændur okkar á Norðurlöndun- um eru að berjast við samfélags- lega menningu sem bannar það að getuskipta krökkum í íþróttum,“ segir hann. „Við getuskiptum mjög snemma hér á landi, en allir hafa jafn menntaða þjálfara til 19 ára ald- urs. Við erum heldur ekki hrædd við að láta krakka keppa mjög snemma sem tíðkast ekki eins mikið hjá nágrannaþjóðunum. Getuskipting hefur vissulega kosti og galla, en ef maður vill búa til gott knattspyrnu- fólk og lið, þá er það nauðsynlegt,“ segir Daði, sem segir markmiðið að halda áfram að búa til gott knatt- spyrnufólk í öllum liðum landsins. „Ég er á því að það séu mjög góðir hópar að koma upp hjá öllum liðum landsins. Það eru þó hlutir sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ segir hann. „Ég hef áhyggjur af því þróunin sé að fara í sömu átt og er að gerast í Banda- ríkjunum og á Norðurlönd- unum, sem er sú að foreldr- ar eru farnir að ráða miklu. Foreldrar eru að kaupa sér æfingar fyrir börnin í stað þess að leyfa menntuðum þjálfurum liðanna að sjá um þetta og láta krakkana frek- ar leika sér á milli æfinga,“ segir hann. „Félagslegi þátturinn er mjög mikilvægur í þessu starfi og það er nauðsynlegt að krakkar séu ekki alltaf undir hand- leiðslu þjálfara. Félögin sjá til þess að krakkar æfa vel, og undir hand- leiðslu mjög góðra þjálfara. Þess á milli verða þeir að fá að leika sér á sparkvelli eða vera með foreldrum sínum,“ segir Daði Rafnsson, yfir- þjálfari knattspyrnudeildar Breiða- bliks. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Daði Rafnsson, yfirþjálfari knattspyrnu- deildar Breiða- bliks. Við getuskiptum mjög snemma hér á landi, en allir hafa jafn mennt- aða þjálfara til 19 ára aldurs. 2 fréttir Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.