Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 80
„Skuggahliðin er prýðisgóð ungmennabók; hér er spenna, forboðnar ástir, hryllingur og alveg ágæt saga … mörgum unglingnum, sem hefur gleypt í sig bækur á borð við Afbrigði, Hungurleikana og alla vampíru- bókaf lokkana, á eftir að líka lesturinn.“ ALÞ / MORGUNBLAÐIÐ UM SKUGGAHLIÐINA „Spennumynd í skáldsagnaformi.“ THE TELEGRAPH UM SKUGGAHLIÐINA Þ O R I R Þ Ú ? Sagan um ATAN ‚sem er afkvæmi hvítanornar og svartanornar‘ heldur áfram ... w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Stjórnandi Philharmonia Orchestra er Jakub Hrusa.  Börn Áslaug Jónsdóttir stendur í stórræðum Skrímslasýning í Gerðubergi Mikið stendur til í menningarmið­ stöðinni Gerðubergi því um næstu helgi, laugardaginn 24. október nánar til tekið, verður opnuð sýn­ ingin Skrímslin bjóða heim. Um er að ræða upplifunarsýningu úr heimi hinna vinsælu barnabóka um litla skrímslið og stóra skrímslið. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis og mun hún standa til 24. apríl á næsta ári. Sýningarhönnun og stjórn er í höndum Áslaugar Jónsdóttur og Högna Sigurþórssonar en Áslaug er einn höfunda bókaflokksins. Alls hafa átta bækur um skrímsins verið gefnar út og hafa þær verið þýddar á fjölmörg tungumál. Á sýningunni gefst allri fjölskyld­ unni tækifæri til að ganga inn í heim litla og stóra skrímslisins og upplifa veröldina út frá þeirra sjónarhorni. Meðal þess sem hægt er að gera er að líta inn á heimili stóra skrímslis­ ins eða heimsækja litla skrímslið, fara um vinalegan skrímslaskóginn eða spennandi skúmaskot skrímsla­ þorpsins. Víðsvegar í sýningunni er hægt leika sér að hætti skrímsl­ anna: leika með kubba eða liti, glíma við skrímslaskák og aðrar þrautir. Svo þurfa skrímslin auð­ vitað stöðuga hjálp gesta við að hafa upp á skrímslakisanum.  tónleikar Philharmonia orchestra í hörPu Sveitin sem lagði fram hjálparhönd Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Meðal gesta á tónleikunum árið 1985 voru frú Vigdís Finnbogadóttir, Karl prins af Wales og lafði Díana og gaf hljómsveitin allt fé sem safnaðist til byggingar tónlistarhúss á Íslandi. Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Ís- landi. Philharmonia Orchestra átti verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins. Tónleikarnir verða tvennir. Sunnudaginn 18. október og mánudaginn 19. október. Með sveitinni leikur píanóleikarinn Daniil Trifonov. P hilharmonia Orchestra er með réttu kölluð þjóðar­hljómsveit Breta. Hvar sem sveitin kemur fram spilar hún af sama metnaði og þegar hún leik­ ur í Lundúnum eða einhverjum af glæstustu tónlistarsölum heims. Árið 2015 fagnar hljómsveitin 70 ára afmæli sínu. Hún heldur yfir 160 tónleika á ári hverju, auk þess að taka upp tónlist fyrir kvikmyndir, tölvuleiki og geisla­ diska. Philharmonia Orchestra hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein fremsta hljómsveit heims og frumkvöðull í bresku tón­ listarlífi. Upptökur Philharmonia Orchestra eru rómaðar og hljóm­ sveitin leiðandi hvað varðar gæði flutnings, nálgun við áheyrendur, tónleikaferðir, tónlistarfræðslu og notkun nýrra miðla til þess að ná til áheyrenda um heim allan. Hljómsveitin starfar með mörgum af eftirsóttustu lista­ mönnum heims og ber þar fyrst að nefna stjórnandann og listræna ráðgjafann Esa­Pekka Salonen. Það á sinn þátt í því hví­ líkan heiðurssess Philharmonia Orchestra skipar í breskri tónlist. Stjórnandi sveitarinnar er Jakub Hrusa, sem fæddist í Tékkóslóv­ akíu og í tímaritinu Gramophone er hann sagður „jaðra við að vera snillingur“. Hann hefur verið tónlistarstjóri og aðalstjórnandi PKG, Prag­fílharmóníunnar, frá 2009. Hann er einnig aðalgesta­ stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Tókýóborgar (TMSO) og fram­ lengdi nýverið samning sinn við sveitina til ársins 2018. Rússneski píanóleikarinn Daniil Trifonov hefur náð undra­ skjótum frama, þökk sé óviðjafn­ anlegri tækni og næmri tjáningu. Síðasta vetur lék hann í fyrsta sinn með sinfóníuhljómsveitum í Atlanta, Dallas, Seattle, Toronto og Vín, auk þess að leika aftur með New York Philharmonic, Chicago Symphony, Cleveland Orchestra, National Symphony í Washington og Philharmonia Orchestra í Lundúnum. Hann fór í tónleikaferð um Japan með Mari­ insky­hljómsveitinni, ferðaðist um Bandaríkin með fiðluleikaranum Gidon Kremer og hélt einleikstón­ leika í rómuðum tónleikasölum á borð við Royal Festival Hall í Lundúnum, Opera City í Tókýó, Théatre des Champs Elysées í París og, þriðja árið í röð, í Carne­ gie Hall í New York. Sem fyrr ferðast Philharmonia vítt og breitt um heiminn. Í sumar lék hún m.a undir stjórn Vladimir Ashkenazy á tónleikaferð um Kína, sem og í Þýskalandi og Prag undir stjórn Christophs Von Dohnányi, áður en sveitin hélt til Íslands í fyrsta sinn í 30 ár. Á efnisskránni verða for­ leikurinn úr The Bartered Bride eftir Smetana. Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rachmaninov og Sinfónía nr. 7 eftir Dvorák. Tón­ leikarnir hefjast klukkan 19.30 bæði kvöldin. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Áslaug Jónsdóttir setur upp sýningu um litla og stóra skrímslið í Gerðubergi. 80 menning Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.