Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 24
Hefur aldrei þótt hallærislegt að yrkjast á Bára Grímsdóttir ólst upp við að hlusta á ömmu sína og afa og foreldra sína setja saman vísur og kveða. Sjálf fór hún snemma að kveða og tónlistin hefur alltaf átt hug hennar allan, líka þegar hún var pönkari með röndótt hár. Í dag er Bára tónskáld, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari. Og síðast en ekki síst þá er hún formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. É g var umkringd kveðskap frá því ég fæddist,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæða- mannafélagsins Iðunnar, en hún bjó fyrstu ár ævinnar í Grímstungu í Vatnsdal. „Afi, pabbi og bræður hans og líka amma voru oft að kveða. Svo það hefur verið kveðskapur í kring- um mig frá frumbernsku. Þegar við svo fluttum í bæinn þá voru pabbi og bróðir hans oft fengnir til að kveða og æfðu þá heima hjá okkur. Síðar gengu foreldrar mínir í Iðunni. Ég man eftir því sem lítil stelpa að fara með þeim á fundi með yngri systkinum mínum og eftir sumarferðunum sem voru farnar árlega. Mér fannst alltaf ofsa- lega gaman að heyra fólkið búa til vísur og kveða.“ Fannst kveðskapurinn aldrei hallærislegur Bára segist snemma hafa farið að hnoða saman eigin vísum. „Ég setti eitthvað saman en var aldrei neitt sérstaklega góð í því, ég var alltaf betri í að læra lögin. Ég hef í gegnum tíðina kveðið mikið en þá eru það oftast vísur eftir aðra. Pabbi var aftur á móti rosa- lega góður í að setja saman vísur og var alveg svakalega snöggur að því. Ég man þegar vinir mínir voru að koma í heimsókn þá fann pabbi alltaf eitthvað fyndið til að yrkja um. Mamma var líka farin að setja saman vísur þó hún hafi verið dálítið lengur að því en hann. Svo voru þau stundum að yrkjast á. Kveðskapurinn hefur alltaf skipt mig miklu máli og ég fór aldrei í gegnum tímabil þar sem mér þótti þetta hallærislegt. Ég fór í gegnum ýmis tímabil og var meðal annars pönkari með svart og hvítt hár og hlustaði á allskyns rokk og popp en á sama tíma var ég að fara nið- ur í útvarp með mömmu að kveða. Reyndar höfðu vinir mínir ekkert við þetta að athuga. Mér hefði líka verið alveg skítsama þó einhverjum öðrum þætti það ekki nógu flott. Ég missti aldrei áhugann.“ Stofnaði kór í Vestmanna- eyjum „Það hefur verið dálítið flandur á mér,“ segir Bára sem hóf tónlistar- nám sitt sjö ára, fór svo í tónmennta- kennaranám og tónsmíðanám og flutti svo til Hollands þar sem hún nam tónsmíðar í fimm ár. Í millitíð- inni flutti Bára til Noregs þar sem hún kenndi tónlist við lýðháskóla en eftir heimkomu settist hún að í Vestmannaeyjum í átta ár. „Í Eyjum var ég tónmenntakennari og kenndi líka í tónlistarskólanum og svo setti ég auglýsingu í bæjarblaðið því mig langaði endilega til að stofna kór og það mættu 50 manns á fyrstu æf- inguna. Þar með var Samkór Vest- mannaeyja endurstofnaður sem ég svo sá um öll árin. Kórinn frum- flutti meðal annars nokkur verk eftir mig. Þegar ég svo skrapp til Reykjavíkur mætti ég stundum á fundi hjá Iðunni, einu sinni með yngsta son minn sem var þá hvít- voðunugur og hann fékk að laun- um margar vísur,“ segir Bára sem lagði svo aftur land undir fót og fór með eiginmanni sínum, Chris Fost- er sem einnig er tónlistarmaður og hennar helsti samstarfsmaður, til Englands. „Svo komum við aftur til Íslands árið 2004 og ég fór að mæta reglulega á fundi hjá Iðunni. Stuttu síðar varð ég varaformaður félags- ins og núna í vor var ég svo kjörin formaður.“ Kvæðunum oft líkt við arab- íska tónlist Bára er með mörg járn í eldinum því auk þess að sinna formennsku Iðunnar stjórnar hún kór, kennir og semur tónlist. Í dag er hún að leggja lokahönd á nýtt íslenskt tón- verk fyrir börn, Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi, sem verður gefið út í myndskreyttri bók með diski og verður frumflutt á Myrkum músík- dögum. Hún segir kvæða- og rímna- lögin klárlega hafa áhrif á hennar eigin tónsmíðar. „Ég nota til að mynda oft skrítnar tóntegundir, svona eins og eru í kvæðalögunum og eins hef ég verið dugleg við að nota fimmundir og flókinn ritma í mínum tónsmíðum. Fólk heldur oft að ég sé að vitna í balkantónlist en þessi hluti minna tónsmíða er beint frá íslensku kvæðunum. Íslensku kvæðalögin eru dálítið sér á báti þó það sé hægt að finna einhverskonar skyldleika í þeim við aðra tónlist. Þetta eru oftast mjög stutt lög en stíllinn í þeim er oft sagður minna á arabískan söng vegna flutnings- mátans og tóntegundanna.“ „Það er nú bara eins á þessu sviði og öðrum að karlarnir hafa haft sig meira í frammi,“ segir Bára að- spurð um það hvers vegna karlar kveði sér oftar hljóðs en konur. „Það heyrist ekki jafn mikið í konunum þó það hafi alltaf verið til mjög góð- ar kvæðakonur. Það eru mjög góð- ar kvæðakonur í félaginu og þeim er að fjölga. Svo vil ég nefna flottar kvæðakonur sem búa úti á landi, m.a. Ásu Ketilsdóttur úr Aðaldal, og systurnar Kristínu og Önnu Sig- tryggsdætur á Akureyri. Konurnar komast ekki jafn auðveldlega í kast- ljósið og karlarnir. Þeir eru kannski duglegri við að koma sér áfram en það virðist líka vera þannig þegar fólk biður um einhvern til að kveða þá er frekar leitað í karlana.“ Mikið af rappinu flott Bára og eiginmaður hennar Chris hafa verið með námskeið í Listahá- skólanum sem hafa verið vel sótt af bæði ungum tónskáldum og öðru listafólki. Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að kveðskapurinn fjari út en það þurfi samt að vinna í því að halda í honum lífinu. „Mér finnst áhuginn vera aðeins að vakna og það er mikið til Steindóri And- ersen að þakka. Þegar hann fór að kveða með Sigurrós vakti það ekki bara athygli hér á landi heldur líka erlendis og síðan á hefur allt- af smám saman vaxið áhuginn á þessu.“ „Mér finnst mikilvægt að fólk semji á íslensku. Það er oftast lé- leg afsökun þegar fólk segir að það liggi betur fyrir því að semja á ensku. Ég á nú enskan mann sem finnst oft ekki mikið um þessa texta koma,“ segir Bára og hlær. „En það er nú líka sem betur fer fólk að semja góða texta á íslensku. Jú, margt af rappinu er fínt, þó ég sé nú ekki alltaf hrifin af orðaforðan- um. Annars finnst mér hún Ragna í Cell7 alveg frábær, þó hún semji og syngi á ensku. En við þurfum að vinna í því að fá fleiri kvæðamenn og það þarf líka stanslaust að halda því við að fólk geri vísur og að það sé rétt gert, svo hefðin glatist ekki. Það eru að sjálfsögðu allir sem hafa einhvern áhuga velkomnir á fundi til okkar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Bára Grímsdótt- ir, formaður Kvæðamanna- félagsins Ið- unnar, vill vinna í því að fá fleiri kvæðamenn svo hefðin glatist ekki. Hún er hrifin af ís- lenska rappinu og sérstak- lega af Rögnu í Cell7, sem sé ein af fáum Íslendingum sem kunni að semja á ensku. Myndir/Hari. Kvæðamannafélagið, sem telur um 200 félaga, heldur reglulega kvæðakvöld í Gerðubergi. Föstudaginn síðastliðinn var Steindór Andersen heiðraður fyrir störf sín í þágu kveðskaparlistarinar. 24 viðtal Helgin 16.-18. október 2015 ILMANDI KAFFIPÚÐAR FRÁ TE & KAFFI PI PA R \ TB W A • S ÍA Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984 Te og Kaffi hafa nú framleitt þrjár vinsælustu kaffitegundir sínar sem kaffipúða. Sérvaldar kaffibaunir sem halda bragðgæðum og ilmi alla leið í bollann þinn, Java Mokka, Espresso Roma og French Roast. NÝ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.