Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 70
70 matur & vín Helgin 16.-18. október 2015  Bjór Gestir á Mikkeller-BarnuM í daG Omnipollo í heimsókn Það verður veisla fyrir bjóráhuga- fólk á Mikkeller & Friends-barnum við Hverfisgötu í dag, föstudag. Þá verða í boði átta bjórar frá sænska brugghúsinu Omnipollo sem hefur verið á mikilli uppleið í heimi hand- verksbjóra að undanförnu. Strákarnir að baki Omnipollo eru svokallaðir sígauna-bruggarar, rétt eins og hinn kunni Mikkel Borg Bjergsø sem á og rekur Mikkeller og er einn eigenda Mikkeller-bars- ins hér. Sígauna-bruggarar eiga ekki sjálfir brugghús en brugga þess í stað bjóra sína í hinum ýmsu brugghúsum, allt eftir því hvaða bjór þeir framleiða hverju sinni. Þannig ná þeir að nýta sér styrk- leika og sérhæfni ýmissa kollega sinna í stéttinni. Omnipollo var stofnað 2011 af He- nok Fentie og Karl Grandin. Fen- tie var efnilegur heimabruggari en Grandin er hönnuður og meðal annars frægur fyrir að vera annar af stofnendum Cheap Monday fata- merkisins. Grandin hannar vita- skuld allar bjórflöskur Omnopollo. Nokkrir af bestu bjórum Omni- pollo verða í boði á Mikkeller- barnum í dag og svo lengi sem birgðir endast. Má þar nefna Noa Pecan Mud Cake Stout sem er al- gjör bragðsprengja, Fatamorgana Double IPA, Lemonade Pale Ale, Ice Cream Pale Ale og Bianca Mango Lassi Gose. -hdm Karl Grandin er annar tveggja stofn- enda brugghússins Omnipollo. Áður setti hann hið kunna fatamerki Cheap Monday á stofn. mt. (mynd: 21821 Freyr) mt. (mynd: 23414) Skúli kominn á Skúla „Viðtökurnar hafa verið góðar og hann hefur selst vel. Það hafa hrúgast inn dómar og það verður gaman að fara yfir það hvað fólki finnst,“ segir Freyr Rúnarsson, bjór- stjóri á Skúla Craft Bar. Byrjað var að selja bjórinn Skúla á Skúla Craft Bar um síðustu helgi en bjórinn er samvinnuverkefni forsvarsmanna staðarins og Borgar brugghúss. „Ég var með ákveðna sýn í huga, bjórinn átti að vera American Red Ale, dálítið humlaður en ekki of, létt sætur og í kringum fimm prósent. Ég bar þetta undir strákana í Borg og þeim leist vel á. Þeir smíðuðu svo uppskriftina og nú er fyrsta lögun komin,“ segir Freyr. Hann segir bjórinn Skúli sé og eigi að vera bjór í þróun. Þannig gefst gestum á barnum færi á að segja skoðun sína á bjórnum á þar til gerðum eyðublöðum. Þegar næsta lögun af bjórnum verður brugguð verður tekið tillit til þeirra athuga- semda. „Ég er mikill fullkomnunarsinni sem háir mér í leik og starfi,“ segir Freyr í léttum dúr. „Fyrsta lögun er nokkuð vel lukkuð en ekki alveg eins og ég sá þetta fyrir mér. Nú viljum við heyra hvað öðru fólki finnst og munum styðjast við það þegar við höldum áfram með þróunina.“ -hdm Skúli er rauðöl og fallegur í glasi.  Bjór BorG BruGGhús á Bjórhátíð í london Íslenskir bruggarar í góðum félagsskap Strákarnir í Borg brugghúsi tóku þátt í bjórhátíð í London á dögunum. Þar voru þeir í félagsskap flottra erlendra brugghúsa og má búast við því að erlendir kollegar komi hingað til lands til að brugga með þeim á næstunni. B org brugghúsi var á dögun-um boðið að taka þátt í mik-illi bjórhátíð í London. Há- tíðin var haldin á nokkrum börum þar í borg á vegum The Craft Beer Co. og fóru Borgar-menn með tólf tegundir af bjór sínum sem kynntir voru á hátíðinni og eru nú til sölu á þessum börum. Fréttatíminn fylgdist með há- tíðinni eins og kom fram í blaðinu í síðustu viku. Íslensku bjórararn- ir vöktu mikla lukku og búast má við því að hátíðin skili frekari út- breiðslu Borgar-bjóra á næstunni. En London-ferðin var ekki bara til þess að semja um dreifingu á Borgar-bjórunum heldur voru bruggararnir líka að stofna til við- skiptasambanda við erlenda kollega sína, rétt eins og kom fram í máli Árna Long, bruggmeistara Borg- ar, í blaðinu í síðustu viku. Og ekki vantaði áhugaverð brugghús sem Borg deildi sviðinu með. Á sama bar og íslensku bjórararnir voru kynntir voru önnur skandi- navísk brugghús að kynna sína bjóra. Af þeim má nefna sænska brugghúsið Dugges sem kynnti flotta súrbjóra – rabarbara-, kirsuberja- og ástar- aldins-súrbjór. Eins var 7 Fjell frá Bergen í Noregi afar athyglisvert. Á öðrum stað voru nokkur banda- rísk brugghús, til að mynda Funky Buddha, Cigar City og Other Half. „Þetta voru allt mjög frambæri- leg brugghús,“ segir Árni um koll- ega sína. Forsvarsmenn Borgar hafa staðfest að von sé á er- lendum bruggurum hingað til lands á næstunni til að brugga með Árna og Val- geiri í Borg en ekki hefur fengið staðfest um hvaða brugghús er að ræða. Freyr Rúnarsson, bjórstjóri á Skúla, staðfestir hins vegar að tvö brugghús komi hing- að á næstunni, en Freyr sótti hátíð- ina í London. „Þeir í 7 Fjell ætla að koma í des- ember og við gerum eitthvað jóla- legt með þeim. Svo eftir áramót á ég von á því að Other Half komi hingað. Það var fimmta besta nýja brugghús í heimi árið 2014, sam- kvæmt Ratebeer. Þeir hafa sýnt því mikinn áhuga að koma hingað.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Freyr Rúnarsson. Frá vinstri Valgeir í Borg, Gahr Smith-Gahrsen hjá 7 fjell, Mikael Dugge Engström hjá Dugges, Martin Haynes hjá The Craft Beer Co., Jens Eikeset hjá 7 fjell og Árni Theodór Long í Borg. Ljósmynd/Teitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.