Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 14
F Fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim fyrstu níu mánuði ársins var yfir millj- ón samanborið við 788 þúsund á sama tíma í fyrra – sem þá var metár eins og árin þar á undan. Reikna má með því að fjöldi erlendra ferðamanna sem fer um Leifsstöð á árinu verði um 1250 þúsund. Í nýliðnum septem- ber fóru um 123 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu, rúmlega 39% fleiri en í septem- ber í fyrra. Tölur um ferðamannafjöld- ann gefa til kynna að metaf- gangur af þjónustujöfnuði á þriðja ársfjórðungi sé í upp- siglingu, eins og greiningar- deild Íslandsbanka bendir á, en þróunin hefur átt mikinn þátt í miklu gjaldeyrisinn- f læði að undanförnu. Það hefur gert Seðlabankanum kleift að bæta gjaldeyrisforð- ann og gengi krónunnar hefur styrkst. Ferðaþjónustan hefur dregið vagninn í ár líkt og undanfarin ár. Atvinnuvegurinn er sá stærsti hérlendis og hefur ekki síst staðið undir þeim efnahagsbata sem hér hefur orðið. Fyrirtæki í greininni keppa við að halda í við þróunina. Fjöldi flugfélaga flytur fólk til og frá landinu. Hótel rísa og gististöðum fjölgar um allt land. Spreng- ing hefur orðið í útleigu íbúða í einkaeign. Bílaleigur og hópferðafyrirtæki hafa fjölgað farartækjum og endurnýjað. Þá er aukin af- þreying í boði. Stjórnvöld hafa hins vegar verið furðu sein að bregðast við þróuninni þegar kemur að stefnumörkun þar sem hugað er að heildar- sýn, stýringu, náttúruvernd samhliða nýt- ingu, skattlagningu eða annars konar gjald- töku og bættri dreifingu ferðamanna um landið en fyrir liggur að ásetnustu staðirnir þola vart aukinn fjölda, að óbreyttu. Bót var að fjárveitingu stjórnvalda fyrr á árinu til helstu ferðamannastaða en áður hafði dýrmætur tími farið til spillis þegar ein- blínt var á andvana fæddan náttúrupassann. Í síðustu viku var hins vegar frá því greint að sett yrði á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem starfa mun til ársins 2020. Sú ákvörðun var tekin í framhaldi af vinnu stýri- og verk- efnahóps þar sem unnið var að gagnaöflun og staðan greind. Mikið er undir því áætlað er að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu muni fara úr 350 milljörðum króna í ár í 620 millj- arða árið 2020 og yfir 1.000 milljarða árið 2030. Vinna stýrihópsins sýndi fram á veik- ar undirstöður fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustunni. Samanburðarhæf gögn vantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgerðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Vonir standa til þess að hin nýja stjórn- stöð nýti næstu fimm ár til þess að ráðast í bráðnauðsynleg verkefni. Fram hefur komið að hlutverk hennar sé að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hags- munaaðila. Athygli vekur að sönnu nokkuð sam- hljóða gagnrýni frá Össuri Skarphéðins- syni, alþingismanni og fyrrum ráðherra, og Vigdísi Hauksdóttur, formanni f jár- laganefndar. Össur gagnrýndi það að kom- ið væri á laggirnar nýrri stofnun við hlið Ferðamálastofu, að tvær ríkisstofnanir væru að sinna sama verkefni. Öll grund- vallaratriðin, m.a. um gjaldtöku fyrir að- gengi, væru jafn óleyst og áður. Vigdís tók undir orð Össurar um að þetta „batterí“ ætti þegar að vera til staðar í landinu en ef það væri ekki brúklegt eða væri ekki að skila þeim árangri sem stjórnvöld vilja hefði fyrst átt að athuga með það hvort það hefði verið hægt að laga með einhverjum hætti. Ragn- heiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, svarar þessari gagnrýni með því að benda á að Stjórnstöð ferðamála sé samráðsvett- vangur en ekki stofnun. Hvernig sem á það er litið er mest um vert að skikk komist sem fyrst á mál þessarar ört vaxandi atvinnugreinar sem skiptir ein- staklinga, fyrirtæki í greininni og þjóðarbú- ið í heild svo miklu, að staðið verði við þau markmið sem lagt er upp með, að tryggja já- kvæða upplifun ferðamanna, aukna dreifingu þeirra um landið, arðsemi og jákvætt viðhorf til greinarinnar. Stjórnstöð ferðamála Bráðaþörf skipulagningar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. PARÍS flug f rá 12.999 kr. AMSTERDAM flug f rá 9.999 kr. DUBLIN flug f rá 12.999 kr. BOSTON flug f rá 16.999 kr. BERLÍN flug f rá 9.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ÚLLEN, DÚLLEN DOFF! Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! nóvember 2015 - mars 2016 nóvember 2015 - mars 2016 desember 2015 - mars 2016 nóvember 2015 - mars 2016 janúar - mars 2016 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * 14 viðhorf Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.