Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 32
KOMDU OG NJÓTTU MEÐ OKKUR! Tapasbarinn er 15 ára og þér er boðið í afmælisveislu mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október tapasbarinn – hinn eini sanni í 15 ár 10 vinsælustu tapasréttirnir 590 kr./stk. • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu • Bleykja með hægelduðu papriku salsa • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Marineðar kjúklingalundir með alioli • Serrano með melónu og piparrót • Grillaðar lambalundir Samfaina með myntusósu • Spænsk eggjakaka með lauk og kartöflum • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu • Nautalund í Borgunion sveppasósu ... og allir fá ljúffenga og margrómaða súkkulaðiköku Tapasbarsins í eftirrétt. Codorníu Cava-glas 490 kr./stk. Peroni, 330 ml 590 kr./stk. Campo Viejo, léttvínsglas 690 kr./stk. veitingar á afmælisverði BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 2344 AFMÆLISleikur Í tilefni tímamótanna langar okkur að gleðja heppna viðskiptavini. Fylltu út þátttökuseðil á tapas.is og þú gætir unnið veglega vinninga t.d. ferð fyrir tvo til Tenerife á Spáni í tólf daga - að verðmæti 455.582 kr. Vinningar verða dregnir út 22. október 2015. Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR Framtíðarkonan mun klæðast kjól úr grasi og starfar neðansjávar Sigurlaug Brynj- ólfsdóttir er nemandi í 9. bekk í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Nemendur í textíl- vali við skólann fengu það verk- efni að hanna klæðnað sem framtíðarkonan mun klæðast eftir 100 ár. Hönnun Sigurlaugar var valin til að prýða sýninguna Taktur í 100 ár, sem er hluti af Menningarhátíð Seltjarnarness sem fram fer um helgina. Sigurlaug er þess fullviss að eftir 100 ár verði heimurinn betri en í dag og að náttúran verði einkennandi í klæðaburði. M enningarhátíð Seltjarnarness var sett í gær, fimmtudag, í Gallerí Gróttu á bókasafni Seltjarnarness. Þar hefur sýningin Taktur í 100 ár verið sett upp, en sýningin varpar ljósi á baráttusöngva kvenna síðustu 100 árin og er sýningar- stjórn í höndum Sigurlaugar Arnar- dóttur kennara. „Við settum af stað samstarf við skólann og fengum krakka í textílvali til að teikna og hanna kjól sem framtíðarkonan mun klæðast eftir 100 ár. Með hönnuninni létum við svo fylgja hvað hún væri að gera, hvernig hennar fjölskylduhagir eru og hver væru hennar baráttumál,“ segir Sigur- laug. Til urðu margar flottar hannanir og var kjóll nöfnu hennar valinn. Snjallkjóll í stað snjallsíma „Ég fékk strax hugmynd að kjól sem átti að vera látlaus og úr grasi. Mér finnst eins og heimurinn eigi eftir að verða jákvæðari og betri í framtíðinni, og auðvitað á tæknin eftir að þróast,“ segir Sigurlaug. Framan á kjólnum er því eins konar snjallstykki sem á að geta sagt til um heilsufar þess sem klæðist kjólnum. „Stykkið á að auð- velda konunni lífið, segja til um heilsu- far hennar og hvort hana vanti næringu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurlaug. Kjóllinn er einnig náttúrulegur og sjálfbær. „Hugsunin er að dýr eigi að geta borðað kjólinn þegar hann er ekki lengur nothæfur eða þegar konan vill ekki nota hann lengur. Kjóllinn er því afar umhverfisvænn,“ segir Sigurlaug. Hluti af verkefninu var að lýsa fram- tíðarkonunni og sér Sigurlaug fyrir sér að hún starfi neðansjávar við að byggja nýja borg. „Ég hugsaði frekar um náttúruna en geiminn eða eitthvað slíkt.“ Kjóllinn var saumaður undir handleiðslu Ástu Vilhjálmsdóttur, textílkennara við skólann, og verk- efnið var einnig unnið í samstarfi við félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi. Spennt fyrir því að hanna og sauma Við framleiðslu kjólsins var ákveð- ið að notast við hör, þar sem ekki er hægt að sauma úr grasi, ennþá. „Hörið er frekar líkt grasi og það gekk vel að sauma kjólinn,“ segir Sigurlaug. Hún hannaði einnig skó sem passa við kjólinn. „Þeir eru þykkbotna og með bandi yfir ristina og hugmyndin er að skreyta það með blómum.“ Hægt verður að berja kjólinn augum í Gallerí Gróttu um helgina og í dag, föstudag, verður Sigur- laug sýningarstjóri með leiðsögn um sýninguna. Sigurlaug, hönnuður kjólsins, segir þetta verkefni hafa verið afar skemmtilegt og öðruvísi. „Textíl- og myndmenntastarfið í skól- anum er mjög öflugt og mér finnst mjög gaman í þeim tímum. Það getur því vel verið að ég muni hanna og sauma meira í framtíðinni,“ segir hönnuðurinn Sigurlaug. Dagskrá Menningarhátíðar Seltjarnarness í heild sinni er hægt að nálgast á heimasíðu bæjarins, seltjarnarnes.is. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Kjóll framtíðarkonunn- ar er hluti af sýningunni Taktur í 100 ár, sem fer fram um helgina í Gallerí Gróttu í tilefni Menningarhátíðar Seltjarnarness. Sigur- laug Brynjúlfsdóttir, nemandi í 9. bekk við Valhúsaskóla, hannaði kjólinn og sér hún fyrir sér að framtíðarkonan verði náttúrusinnuð baráttukona sem starfi neðansjávar. Hér hún með nöfnu sinni, Sigurlaugu Arnardóttur, sýningarstjóra. Ljósmynd/Hari 32 viðtal Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.