Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 48
J ólahátíðin hefur löngum verið mikil matarhátíð þar sem menn belgja sig út af góðum mat og hefur kjötneysla verið sérstaklega áberandi hér á landi á þessum árstíma. Í seinni tíð hefur það reyndar þróast svo að það er ekki aðeins um hátíðina sjálfa sem mikið er borðað heldur byrj- ar átið jafnvel strax á aðventunni og stundum fyrr. Þá fer fólk að leggja leið sína á jólahlaðborð þar sem hægt er að borða nægju sína af alls kyns dýrindis krásum. Til að finna uppruna jólahlað- borða hér á landi þarf að fara 35 á aft- ur í tímann, til Bjarna Árnasonar, veit- ingamanns í Brauðbæ, sem síðar hét Óðinsvé. Á þessum árstíma var yfir- leitt lítið að gera á veitingastöðum bæj- arins og því hóf Bjarni að bjóða gestum jólahlaðborð að danskri fyrirmynd. Í dag þykja jólahlaðborð ómissandi hluti af aðventustemningu og flest fyrirtæki landsins reyna að bjóða starfsfólki sínu til slíkrar veislu. Jólaát eða jólafasta? Hér áður fyrr voru síðustu vikurnar fyrir jól kallaðar jólafasta vegna þess að í kaþólskum sið var fastað á þessum tíma og kjöt ekki borðað. Þetta orðalag hélst lengi fram eftir öldum þó að ekki væri lengur fastað í eiginlegum skiln- ingi þess orðs. Í dag á þetta orð þó tæp- ast við þar sem aðventunni fylgir yfir- leitt meira át en gengur og gerist. Það er samt áhugavert að sjá að einn er sá siður sem tíðkast hér á landi sem gæti flokkast sem nokkurs konar leifar af þessari kaþólsku föstuhefð en það er að á Þorláksmessu, þann 23. desemb- er, er það siður margra að borða svo- kallaða Þorláksmessuskötu. Nýslátrað um jólin Löng hefð er fyrir því hér á landi að vel sé gert við menn í mat og drykk um jólin. Heimildir eru til sem benda til þess að á þjóðveldisöld hafi það þótt brýnasta nauðsyn að menn fengju nýtt kjöt um jólin. Lengi fram eftir öldum slátruðu þeir bændur sem efni höfðu á vænni kind fyrir jólin svo heimilisfólkið gæti fengið kjöt af ný- slátruðu í jólamatinn. Hins vegar fór þetta allt eftir efnahag bændanna og ekki gátu allir séð af heilli kind um jólaleytið. Þá var brugðið á það ráð að bjóða upp á næstbesta kostinn sem var reyktur matur á borð við hangi- kjöt sem síðar varð einn vinsælasti jólamatur landsins og mörgum þykir enn í dag ómissandi um jólin. Algengt hefur verið að rjúpur, hamborgar- hryggur, lambalæri eða kalkúnn hafi verið á borðum landsmanna um jól- in en ekki er til neinn tæmandi listi um það hvað Íslendingar borða um jólin þar sem úrvalið er svo mikið og smekkur manna misjafn. Upplýsingar fengnar af vef Þjóðminjasafnsins Jólahlaðborð fastur liður í undirbúningi jólanna Epli, appelsín- ur og jól Langt fram á 20. öldina var það bara á jólunum að hægt var að fá ávexti þar sem þeir voru innfluttir og komu til landsins um jólaleytið. Enn eru margir sem minnast þess að hafa fengið epli eða appelsínur um jólin og þótt algert lostæti. Með árunum hafa málin þróast í þá átt að nú er hægt að nálgast nánast hvaða matartegund sem er á hvaða árs- tíma sem er og er því ekki nema eðlilegt að menn hafa það í jóla- matinn sem þeim finnst best. Í dag tengja þó margir aðventuna við mandarínur, þær eru afar bragð- góðar á þessum árstíma og tengja margir hinn eina sanna jólailm við mandarínur og negulnagla. 48 jólahlaðborð Helgin 16.-18. október 2015 Njóttu jólanna í hjarta borgarinnar Salir fyrir 20-80 manna hópa. Leitaðu tilboða Kaldir réttir 4 tegundir af síld, hreindýrapaté, kjúklingalifrarkæfa,saltfisksalat, nautatungusalat, grafið hross, heitreykt bleikja og reyktur og grafinn lax, kaldur hamborgarhryggur með heilkornasinneps sósu, Hangikjöt með uppstúf. Heitir réttir Jólasúpa Lækjarbrekku, Kryddjurta marinerað lambalæri, salvíukrydduð kalkúnabringa, purusteik hreindýrabollur í villibráðarsósu. Rauðvínssósa, sykurbrúnaðar kartöflur, heimalagað rauðkál, heimalagað brúnkál Meðlæti, sósur og dressingar Cumberland sósa, piparrótarsósa, graflaxsósa, waldorfsalat, kartöflusalat, grænar baunir, rúgbrauð, laufabrauð og snittubrauð Eftirréttir Riz a la mande, súkkulaðimús, ostakaka með piparkökubotni og glögg hlaupi, marengsterta, smákökur, kirsuberjacompot og vanillusósa Jólahlaðborð 2015 Borðapantanir í síma 551-4430 og info@laekjarbrekka.is Nánari upplýsingar á www.laekjarbrekka.is og facebook.com/laekjarbrekka /laekjarbrekka Let’s be friends! H ön nu n: M ar kn et e hf . w w w .m ar kn et .is dv_augl_halfsida_bjollur.pdf 1 14/10/15 12:50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.