Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 60
Þ eir sem hafa upplifað andnauð af hvaða toga sem hún kann að orsak-ast vita að henni fylgir mikil vanlíðan og varnarleysi. Frumþörf líkama okkar að anda að sér súrefni og skila út koltvísýringi er megin verkefni lungnanna sem tryggja þannig loftskiptin. Það að anda er okkur öllum lífsnauðsynlegt og þrátt fyrir að hver fullorðinn einstaklingur hreyfi marga lítra af lofti á hverri mínútu, þá tökum við ekk- ert sérstaklega eftir því nema ef eitthvað bjátar á. Helsta einkenni þess að ekki er allt með felldu er mæði, í fyrstu við áreynslu en svo einnig í hvíld. Fjöldamargar orsakir geta leg- ið henni til grundvallar og getur vandinn ver- ið bæði tengdur lungunum beint og/eða ein- hverjum öðrum líffærum, umhverfisþáttum, eitrunum, sýkingum og lyfjum svo dæmi séu tekin. Það getur því verið vandasamt verk að átta sig á ástæðunum og þá ekki síst fyrir sjúklinginn sem mögulega hefur þróað með sér mæði og vanist henni á löngum tíma þannig að hann kippir sér ekkert sérstaklega upp við hana í raun. Þeir sem reykja eru iðu- lega jafnt og þétt að skemma lungnavefinn og einkennin koma hægt og rólega á meðan þeir sem fá astmakast, hjartsláttaróreglu eða skyndilegan blóðtappa í lungu finna fyrir dramatískri breytingu á örskömmum tíma. Sjúkdómar eins og blóðleysi, hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein ýmis konar og langvinn lungnateppa geta lýst sér með skyndi- legri mæði en einnig slæðst aftan að einstak- l ingnum. Sjúklingnum finnst hann hafa minna út- hald, vera slappari en venjulega og svo framvegis. Þegar viðkom- andi leitar læknis geta oftsinnis hefð- bundnar rannsóknir verið eðlilegar líkt og hjartalínurit, röntgenmynd af lungum og venjubundnar rannsóknir í blóði. Til að geta greint á milli þess hvað veldur getur verið nauðsynlegt að fá ítarlegri rannsóknir og hugsanlega fá álit fleiri en eins læknis. Það getur verið gagnlegt að láta skoða sér- staklega fyrir járni í blóði, skjaldkirtli, sýru- stigi og nýrnastarfsemi. Mælst er til þess að gera öndunarpróf (spirometry) sem getur greint lungnasjúkdóm á frumstigi og einnig hjálpað enn frekar við mismunagreiningu á eðli vandans. Ítarlegri myndgreining þá með sneiðmyndatækni er gagnleg í sumum tilvikum og jafnvel enn frekar hjartaálags- próf. Mögulega getur einnig þurft að fylgjast með hjartslætti yfir lengri eða skemmri tíma með sírita. Ljóst er að mæði er ekki eðlilegt ástand og þarf að komast til botns í því hvers vegna einstaklingurinn finnur fyrir henni. Býsna auðvelt er að laga hana í sumum til- vikum líkt og við járnskort eða í einfaldari sýkingum, en það getur þurft flóknar aðgerð- ir líkt og kransæðaþræðingu með víkkun hjá þeim sem þjást af slíkum sjúkdómi. Megin reglan er þó að vernda lungun frá eiturefnum í umhverfinu, sérstaklega reykingum, leita orsakanna og leysa þann vanda sem hægt er svo þú þurfir ekki að standa á öndinni. Stendurðu á öndinni? Blóðleysi vegna járnskorts PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Lífsstílsbreytingar: n Reykingafólk ætti strax að hætta að reykja. Þær skemmdir sem hafa orðið á lungnavefnum ganga ekki til baka en hægt er að draga úr framvindu sjúk- dómsins og stöðva frekari skemmdir n Forðast ætti kringumstæður sem erta eins og reyk og svælu. n Leita samstundis meðferðar við berkjusýkingum. n Forðast óbeinar reykingar. n Forðast skyndilegar hitabreytingar og kalt og blautt veður. n Öll hreyfing er af hinu góða hversu lítil sem hún er og röskir göngutúrar geta haldið lungnastarfseminni við og jafnvel bætt hana. n Meiri vatnsdrykkja. Ef drukkin eru 8-10 glös yfir daginn þynnist lungna- slímið. Þetta skal þó gert í samráði við lækni ef sjúklingur er t.d. með alvar- legan hjartasjúkdóm samfara. Unnið í samstarfi við Doktor.is. Heilsufarslegur ávinningur af Því að Hætta að reykja Þekkir þú einkenni hjartabilunar? Hlutverk hjartans er að dæla blóði sem inniheldur súrefni og næringu til vefja líkamans. Vinstri helmingur hjartans tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum og dælir því um líkamann. Hægri helmingur hjartans fær súrefnissnautt blóð frá vefjum líkamans og dælir því til lungnanna þar sem það mettast súrefni á ný. Við hjartabilun uppfyllir dælugeta hjartans ekki þarfir líkamans. Mikilvægt er að þekkja einkenni hjartabilunar: Einkenni vinstri hjartabilunar: Þegar vinstri helmingur hjartans starfar ekki rétt myndast lungnabjúgur, það er vökvasöfnun í lungum. Það leiðir til andþyngsla (mæði) sem getur takmarkað getu viðkomandi til athafna dag- legs lífs. Við væga hjartabilun koma andþyngslin einungis við líkamlega áreynslu en við alvarlegri hjarta- bilun geta komið fram andþyngsli í hvíld. Stundum fylgir langvinnur og þurr hósti. Einkenni hægri hjartabilunar: Þegar hægri helmingur hjartans starfar ekki rétt getur myndast bjúg- söfnun á fótum. Vegna aukins þrýstings innan frá getur myndast þurr húð á sköflungum sem hugsanlega leiðir til stífluexems þ.e. útbrot sem verða að sárum og er erfitt að græða. Hún getur einnig valdið vökvasöfnun í líffærum kviðarhols, sérstaklega lifrinni. Líffærin bólgna og kviðurinn verður þaninn. Vökvi getur safnast í kviðar- holið, svokallaður skinuholsvökvi. Hvað er til ráða? n Borða fjölbreytt fæði. n Hafa augun opin fyrir því hvort járnþörfin verði meiri á vissum tímum. Þetta á einkum við um konur. n Veita einkennum athygli og leita læknis. n Konum með járnskort sem hyggja á barneignir er bent á að tala við lækni. Hverjar eru orsakir járnskorts? Járnsnautt fæði: Sérstaklega hjá græn- metisætum vegna þess að okkar aðal járnuppspretta er kjöt. Ungbörn, einkum þau sem eru fædd fyrir tímann, geta þjáðst af járnskorti fyrst um sinn vegna þess að járnbirgðirnar eru ekki nægar, en þær byggjast upp á mánuðunum fyrir fæðingu. Aukin þörf: Verður vegna aukinna frumu- skiptinga, t.d. á meðgöngu og á vaxtar- skeiði barna. Minnkuð upptaka frá meltingarvegi: Smáþarmasjúkdómar geta orsakað minnkaða upptöku næringarefna frá smáþörmum, t.d. glútenóþol (Coeliak sjúkdómur) eða svæðisgarnabólga (Crohns sjúkdómur) Járnskortur af óþekktum uppruna: Alltaf skal leita læknis þar sem orsökin getur verið sár í meltingarvegi sem eiga uppruna sinn í sepum eða krabbameini. Langvinn lungnateppa er samheiti yfir ýmsa sjúk- dóma, m.a. lungnaþembu, langvinna berkju- bólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem leiðir til ertingar í berkj- unum, aukinnar slímmyndunar og stækk- unar og eyðileggingar á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist af hósta og mæði sem versnar smám saman með árunum. Nauðsynlegasta „meðferðin“ er að hætta að reykja. Lokastig sjúkdómsins er í raun mjög kvalafullur dauðadagi þar sem sjúk- lingurinn nánast kafnar hægt og rólega. Langvinn lungnateppa Hvað er til ráða? Það er ekki hægt að lækna langvinna lungna- teppu en til er meðferð sem léttir á einkennum og minnkar líkur á fylgikvillum og felst hún í lífsstílsbreytingum, lyfjameðferð og þjálfun. Það er aldrei of seint að hætta. Lífslíkur þínar aukast við að hætta að reykja óháð því á hvaða aldri þú ert. Hætti fyrir 20 mínútum Ávinningur: Blóðþrýstingur og púls lækka og blóðflæði batnar, sérstaklega í höndum og fótum. Hætti fyrir 3-9 mánuðum Ávinningur: Öndunarvandamál minnka (hósti, mæði og surg fyrir brjósti) og lungnastarfsemi eykst um 5-10%. Hætti fyrir 48 tímum Ávinningur: Líkaminn er nú laus við nikó- tín. Lyktar- og bragðskyn batnar. Hætti fyrir 8 tímum Ávinningur: Súrefnismettun í blóði verður eðlileg og líkur á að fá hjartaáfall minnka. Hætti fyrir 72 tímum Ávinningur: Öndun verður léttari og úthald eykst. Hætti fyrir 5 árum Ávinningur: Hættan á hjartaáfalli hefur minnkað um helming. Hætti fyrir 24 tímum Ávinningur: Kolsýrlingur (CO) í blóði minnkar. Lungun byrja að hreinsa sig. Hætti fyrir 2-12 vikum Ávinningur: Blóðflæði um líkamann eykst. Áreynsla og hreyfing verður auð- veldari. Hætti fyrir 10 árum Ávinningur: Dregið hefur úr líkum á lungnakrabbameini um helming. Líkur á hjartaáfalli eru nú orðnar álíka og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Heimild: Embætti landlæknis. 60 heilsutíminn Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.