Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 18
Við förum á puttanum og fylgjum reglunni um eina evru í eyðslu á dag og bara konur mega bjóða okkur í glas, þá þarf maður að vera skemmti- legur í al- vöru, ekki bara brosa og kinka kolli eins og vanviti. Eva Magnúsdóttir er á ferð og flugi þessa dagana og ætlar ekkert að koma til Íslands til að fylgja Lausninni eftir. Fljótleg og fersk – þau koma á óvart á kvöldverðarborðinu Fyrsta skáldsaga Evu Magnúsdóttur kom út á dögunum. Lausnin nefnist hún og fjallar um unga konu sem lætur líf sitt í hendur meðferðarstöðvarinnar Lausnarinnar gegn loforði um hamingju. Eva býr ekki á Íslandi, hefur raunar aldrei búið hér og er nú á flakki um Evrópu á leið til Íran og lifir á einni evru á dag. Þ að er hægara sagt en gert að ná sambandi við Evu Magn-úsdóttur, hún er hvorki með fartölvu né snjallsíma með sér á flakkinu en kemst í netsamband einu sinni á dag og fæst eftir nokkr- ar fortölur til að svara nokkrum spurningum um sjálfa sig og bók- ina. Fyrsta spurningin snýst auðvitað um þig sjálfa: Hver ertu, hvað ertu gömul, hver er bakgrunnur þinn? „Ég er 26 ára núna, 27 bráð- um. Foreldrar mínir kynntust á skemmtiferðaskipi á Miðjarðarhaf- inu og ári síðar fæddist ég. Pabbi er norskur og mamma íslensk, ég er uppalin hér og þar í Noregi, aðallega í Osló. Foreldrar mínir skildu, ég bjó áfram með mömmu í Noregi og Hollandi en hef verið mikið á Íslandi, alltaf átt vini á Ís- landi og heimsótt þá og þeir mig. Fengið jólabókaflóð sent í kössum í desember frá ömmu. Menntaskóli í Osló, háskóli í Suður Frakklandi þar sem pabbi býr, byrjaði í land- búnaðartækni og ætlaði að fara í vínrækt eins og pabbi en entist ekki, var í París síðasta ár í heim- speki, svo bókmenntafræði.“ Hvers vegna ertu Magnúsdóttir ef pabbi þinn er norskur? „Pabbi heitir Magnus, en Forlagið vildi bæta við kommu fyrir ofan til að enginn áliti það vera innsláttar- villu eða eitthvað. Þú talar og skrifar mjög góða íslensku, hefurðu aldrei búið á Ís- landi? „Ég hef stundum búið á Íslandi svona þriðjung úr ári en veturinn þar er allt of dimmur fyrir mig. Varðandi tungumálið þá er ég auð- vitað uppalin næstum alfarið af mömmu og við tölum aldrei annað en íslensku og lesum lítið annað nema þá helst norsku og dönsku.“ Fær borgað fyrir að ímynda sér Bókin er dálítil ádeila á allar þessar hjálparstofn- anir fyrir fólk með gervivandamál, hefur þú slæma reynslu af þeim? „Ég er ekki viss með ádeiluna, en það eru að minnsta kosti hlægilegar hliðar á öllu. Ég veit hvað þú átt við með gervivandamál en hversu fábjánaleg sem orsök málanna er geta þau verið vandamál fyrir því. Karli sem líður illa yfir rústi einhverra ídóla sinna í enska boltanum líður kannski jafn illa og öðrum sem nær honum ekki upp, þótt fótbolti sé auðvitað bara í gamni. Það mætti alveg eins snúa því við og segja að manneskja sem hefur fengið greiningu á vandamáli sé í góðum málum. Ég hef verið með kvíðaröskun frá því ég var krakki og það er ákveðinn lúxus að hafa nafn á því, vinir mínir sem hafa slubbast um í veseni frá því þeir voru ung- lingar og líður oft illa og aldrei sérstaklega vel eiga miklu meira bágt en ég.“ Aðalpersónan, Lísa, vinnur sem blaðamaður á Nýju lífi. Hefurðu unnið sem blaðamaður sjálf? „Nei, ég þekki það ekki. Vinkona mín hefur unnið á héraðsblaði í Norður Noregi, sem er varla svo ólíkt því sem gerist á Nýju lífi. Svo ímynda ég mér restina, fyrir það fær maður víst borgað sem rithöfundur!“ Finnst þér fólk um fertugt í dag sem hefur það gott í lífinu vera sjálfhverft og í litlum tengslum við raunveruleg vandamál í samfélaginu? „Ætli fólk sé ekki bara mestanpart svipað, á hvaða aldri sem það er eða hvaða kynslóð það tilheyrir? Ég er ekki enn orðin 27 ára og veit svo sem ekkert en mér sýnist við öll vera í sama pakk- anum, reynum að gera vel og mistekst, reynum aftur og gerum örlítið betur og svo deyjum við. Þessi aðalpersóna mín er ekkert byggð á heim- ildavinnunni úr Öldinni okkar eða 20 ára út- skriftarriti menntaskólanna. Hún er eins og ég nema vandræðin á henni eru minni, svo bæti ég við einhverjum barneignablús sem ég hugsa að ég fái í hausinn upp úr þrítugu. Vinkonur mínar munu allar yfirgefa mig fyrir börnin sín, það er hrikalegt.“ Fékk ekki leyfi hjá Sollu Allar staðsetningar í bókinni eru mjög nákvæmar og engin tilraun gerð til að breyta nöfnum á börum, veitingastöðum o.s.frv., en svo koma inn sambýli í Hafnarfirði og túristadótsverksmiðja, á það sér raunverulegar fyrirmyndir? „Ég hef komið á sambýli. Ég geri ráð fyrir að Kaldi sé ennþá á sínum stað og Ölstofan, og ég Ég er 26 ára – ég veit ekkert! 18 viðtal Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.