Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 50
B oðið er upp á ferðir frá Húsa-felli í Borgarfirðinum þar sem farið verður í breytta jöklatrukka. Trukkarnir eru fyrr- verandi NATO bílar sem hefur verið breytt í ofvaxnar jöklarútur. Ekið er frá Húsafelli og í átt að hálendi Íslands. Keyrt er nánast upp á topp Langjökuls og að ísgöngunum sem eru í um 1250 metra hæð og á fal- legum degi er útsýnið magnað. Við komuna að gangamunnanum fær hópurinn mannbrodda áður en hald- ið er af stað inn í göngin. Farið er í skoðunarferð með leiðsögumanni í litlum hópum um göngin, sem ná um 200 metra inn í jökulinn og 40 metra undir yfirborði hans, og fræðst um leyndardóma jökla og íss. Svalasti veislusalur landsins Göngin eru um 500 metra löng og eru þau lengst sinnar tegundar í heiminum. Göngin voru fjögur ár í undirbúningi og tóku framkvæmd- irnar alls 14 mánuði, en göngin voru opnuð í júní fyrr á þessu ári. Göngin eru fallega lýst að innan og í ferð- inni um göngin er meðal annars fræðst um hvernig jöklarnir verða til og hegða sér, jöklabúskap sein- ustu áratuga og farið er yfir spár vísindamanna næstu áratuga. Einn- ig eru ýmis áhugaverð rými í göng- unum skoðuð og loks er farið að 40 metra djúpri og nokkuð hundruð metra langri jökulsprungu. Í ferð- inni er mögulegt að bjóða upp á ljúf- fengar veitingar í svalasta veislusal landsins. Boðið eru upp á nokkra matseðla sem framreiddir eru af Hótel Húsafelli. Hægt er að velja á milli mismunandi standandi pinna og tapasrétta og gourmet samloka, allt eftir höfði hvers hóps. Borgarfjörður er sannkölluð perla Í Húsafelli, sem Íslendingum er löngu kunnugt, er nóg af fallegum gönguleiðum um þessa perlu Borg- arfjarðar. Þá opnaði Hótel Húsafell eitt glæsilegasta hótel landsins nú í sumar. Hótelið er 36 herbergja í hjarta skógarins í Húsafelli, með út- sýni yfir dalinn, fjöllin og jöklana í kring. Þar gefst hópum tækifæri að fara í hádegis- eða kvöldverð sem kokkar hótelsins töfra fram. Veit- ingastaður hótelsins býður upp á norræna matargerð með alþjóðleg- um áhrifum og eldað er úr ferskum hráefnum úr héraði. Í vetur býður hótelið upp á spennandi jólamat- seðil sem vert er að skoða nánar. Borgarfjörðurinn er fullur af sögu, jarðhita og náttúruundrum. Það er því hægt að skipuleggja skemmti- legan dag með hópnum. Aðrir staðir sem vert er að skoða á leiðinni til Into the Glacier eru meðal annars Hraunfossar, Deildartunguhver, Reykholt Snorra Sturlusonar, hell- arnir Víðgelmir og Surtshellir, og brugghúsið Steðji þar sem hægt er að fá kynningu um brugggerð og smakka afraksturinn. Öðruvísi fyrirtækjaferðir Into the Glacier er með almennar brottfarir frá Hótel Húsafelli klukk- an 12.30 fjórum sinnum í viku í vet- Einstök upplifun á Langjökli Into the Glacier býður hópum og starfsmannafélögum upp á ógleymanlega upplifun inn í hjarta Langjökuls. Lagt er af stað frá Hótel Húsafelli og í ferðinni er boðið upp á ljúffengar veitingar í svalasta veislusal landsins. Ferð í ísgöngin er tilvalin fyrir vinahópa og fyrirtæki og býður Into the Glacier upp á ferðir sérsniðnar að þörfum hvers hóps. ur, mánudaga, fimmtudaga, föstu- daga og laugardaga. Hópar eru hins vegar hjartanlega velkomnir alla daga og á öðrum tímum í sérferðir, í samráði við Into the Glacier. Boðið er upp á spennandi kost fyrir fyrir- tækja- og vinahópa sem vilja upplifa öðruvísi dag og hrista hópinn sam- an. Hægt er að skipuleggja stuttar og lengri heilsdagsferðir í ísgöngin með viðkomustöðum fyrir hópa. Við bendum einnig á þann möguleika að njóta léttra veitinga í ísgöngunum eða njóta gómsætra rétta á jólamat- seðli Hótel Húsafells í vetur. Fyrir nánari upplýsingar og tilboð í ferðir er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst: info@intotheglacier.is Unnið í samstarfi við Into the Glacier Ísgöngin í Langjökli voru opnuð í sumar en þau eru lengst sinnar tegundar í heiminum. Mynd/Skarphéðinn Þráinsson Mögulegt er að gæða sér á dýrindis veitingum í ísgöngunum og því er hægt að fullyrða að ísgöngin séu svalasti veislusalur landsins. Hótel Húsafell er glæsilegt hótel í hjarta skógarins í Húsafelli, með útsýni yfir dalinn, fjöllin og jöklana í kring. 50 jólahlaðborð Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.