Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 78
Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Tanzania 22. janúar – 4. febrúar Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. *Verð per mann í 2ja manna herbergi 675.900.-* 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innl ndur og íslensk r fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðg ngs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588 8900 – transatlantic.is Á dögunum kom út hljóm-platan Voice of a Woman með nýrri hljómsveit sem kallar sig Foreign Land. Foreign Land er ný íslensk hljómsveit sem byggir á gömlum grunni vina sem hafa spilað saman í gegnum árin. Í hljómsveitinni eru tónlistarmenn með ólíkan bakgrunn sem þar sameina krafta sína. Hljómsveitin var upphaflega stofnuð til þess að spila blús en fljótlega var farið að vinna með eigið efni sem þróaðist í aðrar áttir. Tónlist Foreign Land er einföld og einlæg popp/rokktón- list þar sem blúsáhrifin leyna sér ekki. Sveitin hefur verið nokkuð áberandi í tónlistarlífínu og komið víða fram. „Við njótum þess að koma fram og spila, tjá tilfinningar okkar og hreyfa við fólki. Við erum í raun ólíkir tón- listarmenn en náum að sameina krafta okkar í þessu samstarfi,“ seg- ir Haraldur Gunnlaugsson, gítarleik- ari sveitarinnar. „Þetta er eitthvað sem við öll þurfum að eiga við. Við byrjuðum á að spila blús en tónlistar- stíllinn þróaðist í nýja og óvænta átt. Það sem skiptir máli er að við höfum náð hljómi sem við erum sátt við að leyfa öðrum að heyra, vinna með og þróa til framtíðar,“ bætir söngkonan Rakel María Axelsdóttir við. Hægt er að nálgast plötuna á geisladisk á N1 stöðvunum eða rafrænu niður- hali á slóðinni: http://foreignland.bandcamp.com/  TónlisT FyrsTa plaTa Foreign land komin úT Við njótum þess að hreyfa við fólki Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með hlutverk Nínu í Mávinum. Verkið verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ljósmynd/Hari  leikhús Þuríður Blær leikur í mÁvinum eFTir Tsjékov sem Frumsýndur er í Borgarleikhúsinu í kvöld Hlýtur eldskírnina í Mávinum Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, leikritið Mávinn eftir rússneska leikskáldið Anton Tsjékov. Mávurinn er talið eitt besta leikrit allra tíma, gamansamt og alvarlegt í senn. Verkið fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Með hlutverk Nínu í uppfærslu Borgarleikhússins fer hin unga og efnilega Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Þetta er hennar fyrsta hlutverk eftir að hafa útskrifast úr Listaháskólanum í vor. é g er furðulega róleg, en um leið líka spennt,“ segir Þur-íður Blær Jóhannsdóttir þegar hún er spurð út tilfinning- una í frumsýningarviku. „Ég vona að það viti á gott samt. Fyrsta for- sýningin var á miðvikudaginn og mér fannst það ganga bara vel,“ segir hún. „Ég hitti samt engan eft- ir sýninguna og þekki engan sem var á henni svo ég er ekkert búin að heyra hvað fólki fannst. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt eftir útskrift og þetta er mín eldskírn í leikhús- inu,“ segir hún. „Aðlögunin hefur gengið vel og það er rosalega góður andi í Borg- arleikhúsinu,“ segir Blær, eins og hún er kölluð, sem einnig er með- limur í rappsveitinni Reykjavíkur- dætur. „Ég þekki nú þegar svo marga sem vinna þarna. Helming- urinn af Reykjavíkurdætrum er að vinna þarna og svo erum við þrjú úr bekknum mínum í Listaháskólan- um sem fengum vinnu þarna, ásamt mörgu fólki sem ég þekkti fyrir svo þetta er bara allt saman mjög nota- legt,“ segir Blær. „Ég fór í smá rann- sóknarvinnu þegar ég undirbjó mig fyrir þetta hlutverk. Ég fór að skoða hvernig fólk hugsar og slíkt. Fór til Malmö sem var mikil rannsóknar- vinna og svo lærði ég smá að húlla,“ segir hún. Leikritið var frumsýnt í Alex- andra-leikhúsinu í Moskvu árið 1896 og er þetta er í fyrsta sinn sem Mávurinn er sýndur á fjölum Borg- arleikhússins. Verkið var áður sýnt í Iðnó árið 1971 og í Þjóðleikhúsinu fyrir næstum aldarfjórðungi. Blær segir uppfærsluna í dag vera stað- færða og því sumu breytt til þess að færa það til nútímans. „Verkið fjallar um alveg svakalega margt,“ segir hún. „Það er verið að fjalla um list og listamanninn og manneskjuna á bak við hann. Einnig er þetta um samskipti fólks. Samskipti ungra við þá eldri, samskipti kynjanna og þeirra við samfélagið. Yfirskriftin er samt fólk í listum, það er kannski munurinn á þessu verki og öðrum úr hans fórum. Verkið er auðvitað rúmlega 100 ára gamalt og þess vegna var því aðeins breytt svo það eigi heima í nútímanum,“ seg- ir Blær. „Það er ýmislegt sem var tekið út, en annað sem var sett inn í staðinn. Ekkert sem tengist tilfinn- ingum persónanna, heldur frekar það sem viðkemur textanum sjálf- um,“ segir hún. Mávurinn er ekki það eina sem Blær er að vinna við í vetur því í desember frumsýnir hún Njálu í Borgarleikhúsinu, sem er jólasýn- ing leikhússins. Eftir áramót verður hún svo í Mamma Mía og mun einn- ig hoppa inn í Línu langskokk þess á milli. „Það er bara verið að nýta mann í sem flest, sem er frábært,“ segir hún. „Það er akkúrat það sem maður vill vera að gera. Gera sem mest,“ segir Þuríður Blær Jóhanns- dóttir leikkona. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 78 menning Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.