Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 30
segir hann. „Rithöfundar eru samt dæmdir harkalega. Þeir eru nánast dæmdir sem manneskjur þegar bækurnar eru dæmdar. Í hljómsveit geturðu gefið fingurinn og tekið aðra tónleika og öllum er sama hvað einhver gagnrýnandi sagði. Þessi saga getur öðlast líf,“ segir Bibbi. „Þessi saga er bara brot af ferli mannsins sem hún er skrifuð um. Þetta er samt engin hljómsveit- arbók. Miklu frekar um mannlega bresti og fávitaskap. Eða ég vona það allavega,“ segir hann. Sex bækur á fimmtán árum Bibbi er alinn upp á Húsavík og er elstur þriggja systkina. Baldur bróðir hans er með honum í Skálm- öld og Ljótu hálfvitunum og fengu þeir ósköp eðlilegt uppeldi, eins og hann orðar það. Það var þó mikið lagt upp úr því að tala gott mál en pressan um það að fara í tónlist var engin, þrátt fyrir að faðir þeirra hafi verið tónlistarkennari. „Ég skrifaði aldrei mikið en ég rifjaði það samt upp um daginn að ég skrifaði sögu þegar ég var átta ára gamall,“ segir hann. „Alvöru sögu með framvindu og söguþræði. Svo hef ég ekkert verið mikið í því að skrifa. Ég datt inn í það að skrifa fyrir sjónvarpið fyrir nokkrum árum, þegar hálfvitafélagar mínir voru að skrifa fyrir Stundina okk- ar. Það kveikti í mér að halda því áfram,“ segir hann. „Ég skrifaði einhver leikrit sem hafa verið sýnd úti um allt. Mikið af barnaleikritum og fannst alltaf gaman að segja sögu. Mikið af hálf- vitatextunum eru sögur með fram- vindu. Mér finnst gaman að búa til karaktera og aðstæður en ég les mjög lítið,“ segir Bibbi. „Ég er ný- byrjaður að lesa bækur upp á nýtt. Ætli ég hafi ekki lesið svona sex bækur á síðustu fimmtán árum. Ég les þeim mun meira af teiknimynda- sögum, sem eru bókmenntir út af fyrir sig. Síðustu jól settist ég niður og las Sjálfstætt fólk. Ég þurfti að gera það á hnefanum, og mér fannst hún frábær. Mér finnst samt svona lestur mjög óyfirstíganlegur. Þetta eru allt of margar blaðsíður, mað- ur,“ segir Bibbi. „Þess vegna var það mikil áskorun fyrir mig að skrifa bók.“ Minnst gaman að rífa kjaft Þungarokkarinn varð faðir í fyrsta sinn í vor og margir lásu færslu hans um ástandið á Landspítalan- um, þar sem hann og unnusta hans, Agnes Grímsdóttir, lentu í vægast sagt erfiðari fæðingu þar sem mátti litlu muna að allt hefði farið á versta veg. Allt gekk þó að lokum og stúlk- an kom frísk í heiminn. Bibbi segir það hafa verið mjög skrýtna tilfinn- ingu að vera kominn með lítið líf í hendurnar, sem hann bæri ábyrgð á. „Það var alveg jafn skrýtið fyrir mig eins og aðra, en þetta er alveg geðveikt,“ segir hann með bros á vör. „Ég er voða feginn að hafa gert þetta 37 ára en ekki 17 eða bara 27 ára. Þetta kemur á fínum tíma fyrir mig. Ég er vel mannaður líka,“ segir hann. „Agnes er djöfull góð í þessu. Þegar ég stend bara og veit ekkert hvað ég er að gera þá er eins og hún hafi gert þetta tvö hundruð sinnum áður. Þetta er líka miklu skemmti- legra en ég hélt,“ segir hann. „Ég hélt að þetta yrði kannski hátíðlegra og rómantískt en stundum er þetta bara eins og að vera í Playstation. Mikið stuð. Stelpan er hálfs árs og hún getur ekki neitt, og veit ekk- ert,“ segir hann og hlær. „Þetta er gaman. Fæðingin var samt erfið. Það er rosalegt að lenda í svona að- stæðum þar sem maður getur ekk- ert gert. Maður reynir að gera þetta pínu gagn sem maður getur gert. Að öðru leyti er maður upp á aðra kominn,“ segir Bibbi. „Aðstæðurnar voru þannig að ég gat ekki annað en tjáð mig um það. Í hvaða heilabúi verður til sá sann- leikur að það eigi að skera niður á þessum vettvangi? Á kostnað ein- hvers sem er svo mikið minna mikil- vægt, og allir eru sammála um það. Ég er ekki gaurinn sem lætur allt fara í taugarnar á sér og rífur kjaft þrisvar í viku,“ segir Bibbi. „Það verður samt að velta þessum hlut- um fyrir sér. Ég hef gengið of langt og hef verið skammaður. Í því til- viki var ég að drulla yfir fólk og ég á ekkert að vera að drulla yfir fólk. Ég gekk kannski ekkert of langt með málefnið, en ég fór með það á rangan stað. Öllum fannst ég samt frábær við lesturinn en ég las yfir og sá að þarna var ég bara að vera fáviti, eins og mér hafði verið bent á, og það þurfti að benda mér á það. Maður lærir á meðan maður lifir, en mér finnst voða gaman að rífa kjaft,“ segir hann. Reykt inni í Rúmeníu Bibbi er ekki bara að gefa út bók heldur eru hljómsveitin Ljótu hálf- vitarnir að gefa út sína fimmtu breið- skífu á næstu vikum, og Skálmöld fer í tvær ferðir til útlanda að spila fyrir áramót. „Ég er að fara bara á morgun með Skálmöld til Póllands og Rúmeníu að spila,“ segir hann. „Við höfum gert það áður og Pól- land er stórkostlegt land. Rúmenía er aðeins vafasamara. Það er alveg reykt inni þar,“ segir hann sposkur. „Svo förum við aðeins lengri ferð í lok nóvember. Þangað til ætla ég að koma þessari bók út og kynna hana, sem og nýju hálfvitaplötuna sem við tókum upp í sumar. Við fórum svo- lítið aftur í grunninn með þessa nýju plötu og tókum hana upp í Hrísey í góðu yfirlæti. Það var mjög skemmtilegt og ég hef ekki verið jafn spenntur yfir nýju hálfvitaefni í langan tíma. Skálmöld kemur svo líklega með nýja plötu á næsta ári, svo það er alltaf eitthvað í pípunum,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, eða Bibbi hálfviti. Skáldsagan Gerill kemur út hjá bókaútgáfunni Sögur þann 5. nóvember og plata Ljótu hálfvitanna kemur út í sama mánuði. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Ég endaði á því að finna einhverja mjög týpíska byrjun eins og „Hann vaknaði í rúminu,“ og gat því haldið áfram,“ segir Bibbi. „Ég breytti svo fyrstu 50 blaðsíð- unum og bókin byrjar ekkert á því að hann vaknar í rúminu sínu. Hann vaknar uppi á eldhúsborði, sem er skemmtilegra.“ mynd/Hari Helgin 16.-18. október 201530 viðtal Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Heyrðu með bleiku Fáðu heyrnartæki til prufu í 7 daga Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árverknis- og fjáröflunar átaks Krabba- meins félagsins gegn krabba meini hjá konum. Heyrnartækni vill leggja þessu málefni lið og mun allur ágóði af sölu heyrnartækjarafhlaða og 10.000 kr. af hverju seldu bleiku heyrnartæki í október renna óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Taktu þátt og njóttu þess að heyra vel í öllum aðstæðum með heyrnartæki frá Oticon. Áratuga þróunarstarf hefur nú fært okkur nýja tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni gerir þér kleift að heyra talmál skýrar en nokkurn tíma áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.