Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 90
 Tíska íslenskar húðvörur heilla Kínverskir tískurisar sækja Ísland heim í sland er einstakt land að heim-sækja, Íslendingar eru opnir og vinalegir,“ segir Jing Li, ritstjóri Marie Claire í Kína. „Ég hef ferðast víða um heiminn en ég verð að viður- kenna að ég vissi ekki að Ísland væri svona mikið öðruvísi. Ég elska allt við Ísland, fólkið og sérstaklega mat- inn þar sem skammtarnir eru svo stórir,“ segir Gang Dong, ritstjóri Harper´s Baazar í Kína. Þau eru öll sammála um fegurð landsins en þau heilluðust einnig af því hversu hljóðlátt er hér. „Ef ég væri að leita að stað til að fela mig á yrði Ísland fyrir valinu,“ segir Jing Li og hlær. Einstakt að sjá hraun í gróðurhúsi Í Íslandsferðinni kynntu þau sér starfsemi Bioeffect og heim- sóttu meðal annars gróðurhúsið í Grindavík þar sem EGF frumuvak- inn er ræktaður í byggplöntum. „Það var einstakt að sjá ræktun- ina með eigin augum,“ segir Jing Li. „Ég hef áður komið inn á ýms- ar rannsóknarstofur í snyrtivöru- heiminum en aldrei í gróðurhús, þetta var því mjög sérstök upplif- un, allt var svo hreint og tært. Það kom einnig á óvart að ekki er not- ast við mold við ræktun byggsins, heldur hraun úr Heklu. Það heill- aði mig einnig að öll framleiðslan er innlend,“ segir Gang Dong. Rík tískumeðvitund á Íslandi Jing Li segir að tískumeðvitund Kínverja hafi farið seint af stað og hafi hingað til einkennst af því að elta tískutrendin í Evrópu, það sé hins vegar að breytast núna. „Við viljum verða leiðandi afl í tískuheiminum.“ Jing Li segir það heillandi hvernig náttúran og loftslagið endurspeglast í íslenskri tísku. „Íslendingar eru greinilega með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku.“ „Það er einnig magnað hvernig svona lítið land getur verið virkt á snyrtivöru- markaðnum og ég held að íslensk- ar snyrtivörur eigi mikið erindi á kínverskum markaði, sérstaklega á kaldari svæðum,“ bætir Gang Dong við. Að sögn Li og Dong er kínverski húðvörumarkaðurinn ansi þéttskipaður og það er erfitt fyrir nýja aðila að komast inn á markaðinn. Aðspurður um hvort búast megi við því hvort Kínverjar muni brátt nota íslenskar húðvör- ur segir Gang Dong að Kínverjar þurfti fyrst að fræðast meira um Ísland og íslenska menningu. „Ís- lenskar bækur og kvikmyndir eru ekki fáanlegar í Kína og auk þess er Björk bönnuð. Kínverjar eru samt sem áður áhugasamir um Ís- land svo það er aldrei að vita hvað framtíðin mun bera í skauti sér.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Ritstjórar þriggja stærstu tískutímarita Kína, Harpeŕ s Baazar, Marie Claire og Modern Weekly, heimsóttu Ísland á dögunum. Tilefni ferðarinnar var áhugi á íslenskum húðvörum. Ritstjór- arnir gáfu sér góðan tíma til að skoða landið og heilluðust meðal annars af náttúrunni og skammtastærðunum á ís- lenskum veitingastöðum. Hópurinn tók sér góðan tíma til að ferðast um landið. Hér má sjá Pearl Shang sem sér um dreifingu Bioeffect í Kína, Kristin Grétarsson, forstjóra Bioeffect, Yi Shen, ritstjóra Modern Weekly, Mao Wu yfirhönnuð hjá Only Lady í Kína, Gang Dong, rit- stjóra Harper‘s Bazaar, Lan Ma, eiginkonu hans og Jing Li, ritstjóra Marie Claire.  sjónvarp sTelpan í rauða kjólnum í þriðju þáTTaröðinni af réTTi Úr Eurovision í leiklist Nýjasta þáttaröðin af Rétti verður frumsýnd á sunnudaginn á Stöð 2. Þetta er þriðja serían af þessum sakamálaþáttum og er það Baldvin Z sem leikstýrir. Með eitt hlutverk- anna fer hin 17 ára gamla Elín Sif Halldórsdóttir sem margir muna eftir sem stelpunni í rauða kjólnum í Söngvakeppni sjónvarpsins í byrjun ársins. Hún segist hlakka til að sjá afraksturinn á skjánum. „Ég er auðvitað spennt að sjá,“ segir Elín Sif. „Ég leik 14 ára stelpu sem heitir Elva Dögg og er besta vinkona stelpunnar sem finnst lát- in í Þjóðleikhúsinu. Elva er mjög venjulega stelpa úr Grafarvoginum sem flækist inn í heim sem hún á ekki heima í. Mjög ung og saklaus en vill vera einhver önnur en hún er,“ segir Elín. „Þetta er fyrsta hlut- verkið mitt og Baldvin Z sagði við mig að hann hefði séð einhvern svip í mér í Eurovision sem hann var hrifinn af,“ segir hún. „Þetta var alveg ótrúlega gam- an og ég get varla lýst því hversu skemmtileg lífsreynsla þetta var,“ segir Elín. „Ef það er svona gaman í öllum verkefnum þá er ég alveg til í að halda áfram að leika. Ég mun allavega skoða það.“ Elín er á öðru ári í MH og seg- ist ekki vera með á planinu að taka aftur þátt í Eurovision. „Ég stórefa það,“ segir hún. „Það er ekki hægt að grínast tvisvar með það. Þetta var bara eitt flipp,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir. -hf Elín Sif Halldórsdóttir vakti athygli í undakeppni Eurovision fyrr á árinu. Nú birtist hún í Rétti á Stöð 2. Lockerbie gefur út Hljómsveitin Lockerbie sendi frá sér sína aðra breiðskífu síðastliðinn miðvikudag og heitir gripurinn Kafari. Sveitin sem gaf út sína fyrstu breiðskífu, Ólgusjór, sem meðal annars kom út víðsvegar um Evrópu og Japan sumarið 2011 gaf af því tilefni út nýtt myndband síðastliðinn mánu- dag við titillag plötunnar. Platan sem hefur verið í rúmlega tvö og hálft ár í vinnslu inniheldur 10 lög og er henni dreift frítt á vefsíðu sveitarinnar, www.lockerbie.is. Í framhaldi af því mun hljóm- sveitin setja af stað hópsöfnun á Karolina fund þar sem boðið verður upp á að kaupa plötuna á vínyl ásamt öðrum varningi tengdum sveitinni. John Grant fílar Búkalú Heimasíða útflutnings- stofu íslenskrar tónlistar, www.imx.is, birtir reglulega lista tónlistarmanna yfir uppáhalds íslensku lögin þeirra. Tónlistarmaðurinn John Grant birti á dögunum fimm laga lista af sínum uppáhaldslögum. Á listanum eru algengir sökudólgar eins og GusGus og Sykurmolarnir, en athygli vakti þó að Grant setti lagið Búkalú með hljómsveit allra landsmanna, Stuðmönnum, á listann sinn, sem og hið hádramatíska Hvað um mig og þig, sem Ragnhildur Gísladóttir söng á eftirminnilegan hátt í upphafi níunda ára- tugarins. Smekkmaður hann John. Betra sánd í Hörpu Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds birti myndir frá tvennum tónleikum sínum í Óperuhúsinu í Sydney í vikunni. Uppselt var á báða tón- leika kappans þar sem hann flutti sínar eigin tónsmíðar ásamt Kamm- ersveit Sydney- borgar. Hann sagði á Facebook síðu sinni að það væri betra sánd í Hörpu, sem hljóta að teljast meðmæli. Sturla Atlas og Úlfur Úlfur á Sónar Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík tilkynntu í gær fyrstu 14 nöfnin af þeim sem koma fram á hátíðinni í Hörpu í febrúar á næsta ári. Rappsveitin Úlfur Úlfur er þar á meðal en hún nýtur mikilla vinsælda eftir að hafa gefið út plötuna Tvær plánetur fyrr á árinu. Þá kemur ungstirnið Sturla Atlas sömuleiðis fram, rétt eins og Apparat Organ Quartet og Vaginaboys. Hinn gamalkunni Squarepus- her treður og upp ásamt Hudson Mohawke, Holly Herndon, Oneothrix Point Never, Rødhåd, Recondite, AV AV AV, The Black Madonna, Gangly og Skeng. Alls munu um 70 listamenn verða á hátíðinni en miða- sala fer fram á Tix.is. Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir Leikum okkur! 90 dægurmál Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.