Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 36
Getum lært margt af sögunni Þ að hefur alltaf blundað í mér áhugi á sögu hvalveiða við Ís-land,“ segir Smári Geirsson sem hefur nú gefið út bók um stór- hvalaveiðar við Ísland, frá landnámi og þar til þær voru bannaðar árið 1915. „Þegar ég var lítill strákur í Neskaupstað þótti mér afskaplega spennandi að fara til Hellisfjarðar og Mjóafjarðar þar sem hægt var að sjá leifar hvalstöðva. Þetta þótti mér mjög áhugavert og ég spurði fólk mikið út í þetta, hvernig þetta hefði nú verið í gamla daga. En ég fékk ekki mörg svör því fólk vissi ótrúlega lítið. Ég man líka þegar ég kynntist hvalveiðimönnum sem höfðu farið til Afríku að veiða og það var nú ekki til að draga úr forvitn- inni. Ég byrjaði því að kynna mér þessa sögu fyrir mörgum áratugum en hef verið að vinna að þessari bók síðastliðin fimm ár,“ segir Smári. Arnfirðingar voru lengi helstu hvalveiðimenn Íslands Í bókinni rekur Smári sögu veið- anna og er meginumfjöllunin um veiðar erlendra manna, komu Baskanna, tilraunaveiðar Banda- ríkjamanna, Hollendinga og Dana, og um veiðar Norðmanna sem var viðamesta tímabilið. Bókin fjallar líka um daglegt líf fólks í hvalstöðv- unum og lagði Smári mikla vinnu í að finna persónulegar heimildir á borð við bréfasöfn, endurminninga- skrif, dagbækur og ljósmyndir, sem síðari hluti bókarinnar byggir á. „Íslendingar hafa veitt hval frá upphafi byggðar í landinu. Það er vitað að á þeim tíma sem Ísland byggðist voru stundaðar hval- veiðar við Noregsstrendur og þeir hafa auðvitað flutt þekkinguna og tæknina með sér þaðan. Helstu heimildirnar um þessar veiðar eru frá Vestfjörðum, þá aðallega úr Arn- arfirði en Arnfirðingar voru lengi álitnir mestu hvalaveiðimenn Ís- lendinga. Baskar komu svo hingað á 17. öld og settu upp hvalstöðvar, voru mjög stórtækir og höfðu tölu- verð samskipti við Íslendinga, eins og basknesk/íslensk orðasöfn frá þeim tíma eru vitnisburður um. Vera Baskanna hér er þekkt, ekki síst vegna víganna 1615. Minna þekkt er þó vera Hollendinga hér, en fornleifarannsóknir benda til þess að Hollendingar hafi sett upp hvalstöð á Strákatanga í Stein- grímsfirði,“ segir Smári. Norðmenn veiddu yfir 1300 hvali á einu ári „Árið 1863 hefst svo nýtt tímabil, þegar Bandaríkjamenn koma til landsins. Bandaríkjamenn reistu fyrstu vélvæddu hvalstöð í heimi á Seyðisfirði eystra og stunduðu hér tilraunaveiðar á reyðarhval, sem er mun öflugri, sterkari og erfiðari við- ureignar en sléttbakur og búrhvalur. En ekki nóg með það heldur eru þeir þannig gerðir að þegar þeir drepast þá fljóta þeir ekki heldur sökkva. Þannig að í þessar tilraunaveiðar Bandaríkjamanna, og síðar Dana og Hollendinga, þurfti miklu flóknari og betri búnað en áður var notaður.“ „Viðamesta tímabilið í hvalveiði- sögunni er norska tímabilið, sem hefst 1883 og lýkur ekki fyrr en Smári Geirsson þjóðfélagsfræðingur hefur frá því hann var drengur í Neskaupstað haft brennandi áhuga á sögu hval- veiða við Ísland. Fyrir fimm árum ákvað hann að leggjast í gerð bókarinnar sem nú hefur litið dagsins ljós, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Stór hluti bókarinnar byggir á dagbókum, sendi- bréfum, ljósmyndum og öðrum persónulegum gögnum fólks sem upplifði lífið við hvalstöðvarnar, sem voru alls 13 á landinu þegar mest var. Smári segir margt hægt af læra af sögunni og gaman sé að bera heitar umræður um bann við hvalveiðum árið 1913 við umræður dagsins í dag. hvalveiðar eru bannaðar árið 1915. Fyrsta norska hvalstöðin er reist í Álftafirði við Ísafjarðardjúp en þær urðu alls átta fyrir vestan þegar þær voru flestar og fimm fyrir austan. Þetta hafði gríðarleg áhrif því þarna sáu menn vélvædda framleiðslustarf- semi í fyrsta sinn. Þegar umsvifin voru hvað mest voru héðan gerðir út 32 hvalveiðibátar og mesta veiðiárið, árið 1902, þá voru veiddir yfir 1300 hvalir við landið. Þetta skipti gríðar- lega miklu máli fyrir íslenskt sam- félag en það var auðvitað umdeilt í samfélaginu hvernig ætti að skatt- leggja þessa starfsemi,“ segir Smári. Heitar umræður um bann við hvalveiðum Undanfari þess að hvalveiðar voru bannaðar við Ísland voru mjög heit- ar umræður sem Smári segir líkar þeim sem eigi sér stað í dag þó þær fari auðvitað fram á allt öðrum for- sendum. Lögin um hvalveiðibannið voru samþykkt á Alþingi árið 1913, fyrst og fremst á forsendum hval- rekstrarkenningarinnar. „Menn trúðu því að hvalurinn gegndi því hlutverki að reka torfufisk upp að landinu og inn í flóa og firði. Hér var auðvitað mest talað um síld og menn vissu það að síldinni fylgdi þorskurinn. Þannig að forsendur fyrir því að menn gætu veitt síld og þorsk á innfjarðamiðum var sú að hvalir væru til staðar til að reka síld- ina að landinu. Átrúnaðurinn á þessa kenningu var mjög sterkur og þegar upp kom aflabrestur þá var hvalveiðimönn- unum kennt um. Hér voru samt líka menn, eins og fiskifræðingurinn Bjarni Sæmundsson, sem höfnuðu hvalrekstarkenningunni en þá voru þeir dæmdir á móti og umræðurn- ar voru mjög miklar og heitar. Við getum lært svo mikið af sögunni og þessari umræðu, sérstaklega ef við berum hana saman við umræðu nútímans, um það hvort það eigi að sýna hvalinn í hafinu eða veiða hann og nýta að einhverju leyti.“ Getur þetta tvennt farið saman? „Já, ég held það nú. En þá verða menn auðvitað að geta rætt saman og skipulagt sig vel. Ég held að það eigi að vera hægt ef menn láta af allri ofsatrú í sambandi við þessi mál, tilfinningarnar mega ekki verða skynseminni yfirsterkari. Og nú gera menn sér fullkomlega grein fyrir því að allar veiðar þurfa að vera sjálfbærar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Smári Geirsson þjóðfélagsfræðingur segir margt hægt af læra af sögunni og gaman sé að bera heitar umræður um bann við hvalveiðum árið 1913 við umræður dagsins í dag. www.odalsostar.is GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni. 36 viðtal Helgin 16.-18. október 2015 Vín drukkið í garðinum framan við Framnes, íbúðarhús veiðistjóra hval- stöðvarinnar í Dýrafirði í ágúst 1902. Hannes Hafstein, sýslumaður og al- þingismaður, er fremst til hægri með hatt á höfði. Málverk frá 17. öld sem sýnir hvalveiðar í norðurhöfum. Listamaðurinn er Hol- lendingurinn Abraham Storck og virðist hann leggja áherslu á að gera aðstæður hvalveiðimanna sem ævintýralegastar. Hvalur skorinn á Vestfjörðum. Teikning sem birtist í Illustreret Tidende. Búrhvalur á flenisplani hvalstöðvarinn- ar í Hamarsvík á vertíðinni 1906. Uppi á hvalnum standa Mims, dóttir Bergs veiðistjóra, og íslenskir vinir hennar sem heita Gísli og Bjössi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.