Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 42
Nú verða að koma við sögu yfirskilvitleg öfl, helst verður aðalhetjan að hafa ónátt- úrulega eigin- leika og algjört skilyrði er að galdrar og vænn skammtur af miðaldamyrkri fylgi með í kaup- unum. Gerður Kristný, Þórdís Gísladóttir og Hildur Knútsdóttir senda allar frá sér áhugaverðar barnabækur fyrir þessi jól. Ekkert elsku mamma Spenna, hrollur, fantasía og furður eru einkennandi fyrir barnabækur vertíðarinnar. M unið þið þegar barnabækur voru sak-leysislegar? Hrekkjóttir krakkar sem fundu upp á ýmsu í Ólátagörðum eða á Ævintýraeyjum og lentu í mesta lagi í útistöðum við nokkra bófa á stangli? Þeir dagar eru liðnir, bara svo þið vitið það. Nú verða að koma við sögu yfirskilvitleg öfl, helst verður aðalhetjan að hafa ónáttúrulega eiginleika og algjört skilyrði er að galdrar og vænn skammtur af miðaldamyrkri fylgi með í kaupunum. Bækur sem ekki bjóða upp á slíkt eiga bara ekki séns í baráttunni við tölvu- leikina. Ógnin verður að vera við annað hvert fót- mál annars er ekkert gaman. Þetta er reyndar töluverð einföldun en ef rennt er yfir innihaldslýsingar þeirra barnabóka sem út koma í þessari vertíð er nokkuð ljóst að venjulegt líf í venjulegum Vesturbæ eða Hafnarfirði er ekki málið. Fyrst ber fræga að telja verðlaunabók ís- lensku barnabókaverðlaunanna í ár, Arftakann eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem dómnefnd verðlaunanna segir „jafnast á við bestu furðu- sögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku“, meira verður nú ekki krafist. Síðan koma þær hver af annarri og káputextar lofa furðum og hryllingi, æsispennu, plágum, drýslum og djöflum. Sem er auðvitað bara hið besta mál og nægir vonandi til að draga litlu tölvuleikjafíklana frá skjáum og að pappírnum. Meðal þeirra sem skrifa barnabók í ár eru Gerð- ur Kristný, sem snúið hefur sér frá prinsessutralli og yfir í dúkku með óhugnanlega eiginleika, Hild- ur Knútsdóttir með trylli um plágu, Gunnar Theo- dór Eggertsson, sem skrifar um Drauga-Dísu og „sækir efnivið jafnt í þjóðararfinn og erlendar hrollvekjur“, bræðurnir Ævar Þór Benediktsson með framhald af Þinni eigin þjóðsögu, nema hvað nú er viðfangsefnið Þín eigin goðsaga, og Guðni Líndal Benediktsson, sem heldur áfram að skrifa um ótrúleg ævintýri afa sem hann hóf að segja frá í verðlaunabókinni Leitin að Blóðey í fyrra. Þórdís Gísladóttir er, ef miðað er við fyrri bækurnar tvær, á öllu raunsærri nótum í þriðju bókinni um Randalín og Munda, en þó má þar einnig búast við óvæntum vendingum sé tekið mið af nafni bókar- innar; Randalín og Mundi og afturgöngurnar. Enginn skilji þó orð mín svo að það sé eitt- hvað neikvætt við furðusögur, fantasíur, hroll og spennu, síður en svo. Það eru alskemmtilegustu bækur sem maður les ef vel er að verki staðið og eins og sjá má á upptalningu höfundanna hér á undan má nokkuð treysta því að þeir bjóði lesend- um sínum í spennandi ferðalög um furðuheima, hver með sínum hætti. Það verður engin logn- molla hjá lesendum frá átta til tólf ára þessi jólin. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is 42 bækur Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.