Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 8
www.icewear.is R E Y K J AV Í K - A K U R E Y R I - V Í K Í M Ý R D A L LitirLitir GLÆSILEGAR DÚNÚLPUR FYRIR DÖMUR OG HERRA | | KrKr . 21.890. 21.890 BRAGI Dúnúlpa BIRTA Dúnúlpa Við erum að skoða tilboð ríkisins frá því í gær, hvert félag í sínu horni, en ég sé ekkert sem bendir til að það semjist fyrir helgi. Þ að er langt í land ennþá, ég get ekki sagt að við séum farin að sjá neina skímu sem bendir til að samningar náist á næstunni,“ sagði Þórar- inn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, spurður um stöðuna í samningaviðræðum SFR og SLFÍ og ríkisins um þrjúleytið í gær, fimmtudag. „Við erum að skoða tilboð ríkisins frá því í gær, hvert félag í sínu horni, en ég sé ekkert sem bendir til að það semjist fyrir helgi.“ Verkfall hófst í gærmorgun, fimmtu- dag, og tekur til rúmlega fimm þúsund félagsmanna félaganna tveggja og hefur áhrif á starfsemi 158 stofnana. Verk- fallið er ótímabundið hjá félagsmönnum á Landspítalanum, Tollstjóra, Ríkisskatt- stjóra og sýslumannsembættum. Hjá öðrum stofnunum eru áætluð tveggja daga verkföll nokkrum sinnum yfir fjög- urra vikna tíma bil, starfsmenn þeirra eru í verkfalli í dag, föstudag, og verða að öllu óbreyttu einnig í verkfalli á mánudag og þriðjudag. Vonir vöknuðu um að hreyfing væri komin á samningaviðræðurnar með nýju tilboði ríkisins, en samkvæmt fyrrgreind- um orðum Þórarins voru þær óraunhæfar. „Það er ekki búið að aflýsa samninga- fundi í dag,“ sagði hann þá. „En í augna- blikinu er enginn fundur í gangi og ég veit ekki hvort framhald verður á honum í dag. Þetta á eftir að taka töluverðan tíma.“ Áhrif verkfallsins eru víðtæk, ekki síst á starfsemi Landspítalans þar sem 1600 starfsmenn hafa lagt niður störf. Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, sagði í fréttum RÚV í gær að dagdeildir og göngudeildir væru á talsvert minni afköstum en vanalega og fimm daga deildinni á Landakoti hafi verið lokað. Tölvudeild og símaver séu á tæplega helmings afköstum. Landlæknir birti í gær frétt á vefsíðu embættisins þar sem hann segir að „engin ástæða sé til þess að bíða eftir skaðlegum áhrifum „heldur fylgja fordæmi vorsins og binda endi á verkföllin eins fljótt og auðið er,“ og vísar þar til lagasetningar á verkföll BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í vor. Miklar tafir urðu á öryggiseftirliti á Keflavíkurflugvelli og seinkaði brott- farartíma nokkurra flugvéla töluvert. Þjónusta hjá tollstjóra, ríkisskattstjóra og sýslumönnum er verulega skert, nánast engin kennsla fer fram í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, sýningar Þjóðleikhússins falla niður og afgreiðslu- staðir ÁTVR eru lokaðir í dag, mánudag og þriðjudag en opið verður eins og venjulega á morgun, laugardag. Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðis- ins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is  Viðskipti Nýtt hugbúNaðarhús Meirihluti teknanna kemur erlendis frá „Með stofnun AGR-Reyndar erum við að sameina helstu sérfræð- inga landsins í vörustjórnun við einhverja reyndustu sérfræðinga landsins í innleiðingu og þjónustu á NAV viðskiptahugbúnaðnum. Sérstaða okkar byggir á því að bjóða fyrsta flokks vörustjórnunar- þekkingu til viðbótar við öfluga þjónustu á Dynamics NAV,“ segir Haukur Hannesson, framkvæmda- stjóri hjá AGR-Reynd ehf., en AGR og Reynd hafa nýverið sameinað krafta sína til að bjóða Dynamics NAV viðskiptalausnir samhliða vörustjórnunarlausnum AGR á inn- lendan og erlendan markað. Sameinað félag verður með starfsemi í Bretlandi og Dan- mörku en öll þróun fer fram hérlendis. Meiri- hluti tekna félagsins kemur erlendis frá í gegnum fjölbreyttan hóp viðskiptavina, en fyrirtækið þjónustar meðal annars alþjóðlega við- skiptavini á borð við Le Creuset, BoConcept, IKEA í Saudí Arabíu, Best Denki í Singapore ásamt meirihluta þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til lands- ins. Frá árinu 1997 hefur AGR sérhæft sig í hugbúnaðargerð og ráðgjöf á sviði að- fangastýringar en hugbúnaðurinn er í notkun hjá mörgum af öflugustu fyrir- tækjum landsins. Sérstaða Reyndar byggir á Dynamics NAV viðskipta- kerfinu ásamt verslunarlausnum frá LS Retail, segir í tilkynningu. Haukur Hannesson.  Verkfall Áhrif Á laNdspítalaNum og Víðar Samningar ekki í sjónmáli Ekkert bendir til að verkfalli félagsmanna SFR og SLFÍ ljúki á næstunni og tímabundin verkföll á mánudag og þriðjudag virðast verða að veruleika, samkvæmt framkvæmdastjóra SFR. Allir útsölustaðir ÁTVR eru lokaðir í dag, föstudag, og verða væntanlega einnig lokaðir á mánudag og þriðjudag. 8 fréttir Helgin 16.-18. október 2015 www.cargobilar.is Ertu að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.