Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 40
 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 SJÓRÆNINGJAR · GALDRAMENN SKRÍMSLI · VÖLUNDARHÚS LAGARFLJÓTSORMURINN STÆRSTA ÆVINTÝRI ÁRSINS! F yrstu bókina skrifaði ég með Kristjáni Eldjárn,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leikari, sem hefur nú gefið út sína þriðju bók um kirkjustaðinn Hóla í Hjaltadal. „Sú bók var um Hóladómkirkju og kom til í framhaldi af vinnu minni við endurgerð kirkjunnar. Svo fékk ég það verkefni að endurgera Auðunarstofu sem var byggð árið 1316 á Hólum en var rifin snemma á 19. öld, sem varð svo aftur til þess að ég skrifaði bók um Auðunarstofu þegar hún var reist. Í öllum mínum pælingum um Hóladóm- kirkju í gegnum árin þá fannst mér vera til staðar þó nokkrar eyður í sambandi við eldri kirkj- urnar sem þyrfti að fylla inn í. Svo árið 2013, í tilefni af 250 ára vígsluafmæli steinkirkjunnar, var ég beðinn, af Hólanefnd, að setja upp sýningu um kirkju- staðinn með honum Goddi. Út frá því kom upp sú hugmynd að gera eldri kirkjunum betri skil og ég hef unnið að þessu síðan.“ Bestu smiðir landsins byggðu kirkjurnar Bókin varpar nýju ljósi á Jóns- kirkju, Péturskirkju og Hall- dórukirkju, allt viðarkirkjur sem stóðu á Hólum áður en steinkirkjan var byggð, og er hún full af myndum og teikn- ingum sem margar hverjar eru nýjar og allar teiknaðar af Þor- steini. „Þegar steinkirkjan var reist kom hingað steinsmiður frá Danmörku sem reisti hana og skrifaði mjög nákvæmar skýrslur til stjórnarráðsins í Danmörku um alla vinnuna. Þær eru mjög athyglisverðar því hvergi hefur verið gerð jafn nákvæm vinnulýsing á verkstað á Norðurlöndum frá þessum tíma. En það voru íslenskir smiðir sem reistu timbur- kirkjurnar. Það var Jón Ögmundsson sem reisti fyrstu kirkjuna upp úr 1106 og þá fékk hann besta smið landsins til þess.“ Fyrsta kirkjan gæti verið að ítalskri fyrirmynd En hvaðan kom fyrirmyndin að kirkjunum? „Já, það er nú það. Hún Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur setti fram þá skemmtilegu tilgátu að hugsanlega hefði Jón Ögmundsson, þegar hann fór utan til Lundar árið 1106, fengið teikningu af Hóladómkirkju sem hann hugðist þá reisa. Þetta vor sem hann er þarna er hafin bygging á Lundardóm- kirkju, sem stendur þar enn, en við þá kirkju voru fengnir handverksmenn og arkitekt frá Norður-Ítalíu. Mér fannst þessi hugmynd svo heillandi að ég ákvað að láta eins og ég væri uppi árið 1106 og teiknaði upp kirkju eftir Jón Ögmunds- son á þessum forsendum, sem er í bókinni. Auðvitað er þetta mín hugsmíð sem ég set fram í bókinni, en út frá hennar kenn- ingum og líka út frá lýsingum af Jónskirkju úr Sturlungu og því sem Arngrímur lærði segir um stærð hennar.“ Hólakirkja í uppáhaldi Áttu þér einhverja uppáhalds- kirkju? „Mér þykir orðið afskaplega vænt um Hólastað og Hóladóm- kirkja er mikil uppáhaldskirkja. Ég annaðist líka endurgerð Dómkirkjunnar í Reykjavík og þykir líka mjög vænt um hana, eins um Viðeyjarkirkju og Fríkirkjuna í Hafnarfirði sem ég hef líka komið að sem endur- gerðararkitekt. Sem arkitekt og mikill áhugamaður um gömul hús fer ég inn í allar kirkjur sem ég keyri fram hjá. Ætli mín uppáhaldskirkja úti á landi sé ekki Knappstaðakirkja í Fljót- unum, en ég kom að uppgerð hennar á sínum tíma. Hún er elsta timbur- kirkja á landinu, frá 1840.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þykir afskaplega vænt um Hólakirkju Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari hefur unnið við uppbyggingu fjölda kirkna vítt og breytt um landið á löngum ferli auk þess að hafa ritstýrt metnaðarfullri ritröð um allar friðaðar kirkjur á Íslandi. Elsta kirkja landsins, Hólakirkja, á þó sérstakan sess í hjarta hans og hefur hann nú gefið út sýna þriðju bók um Hólastað og byggingar hans, Hóladómkirkjur til forna. „Sem arkitekt og mikill áhugamaður um gömul hús fer ég inn í allar kirkjur sem ég keyri fram hjá. Ætli mín uppáhaldskirkja úti á landi sé ekki Knappstaðakirkja í Fljótunum, en ég kom að uppgerð hennar á sínum tíma,“ segir Þorsteinn Gunnarsson. Ljós- mynd/Hari Hólakirkjur til Forna Í bókinni um Hóla- kirkjur til forna varpar Þorsteinn nýju ljósi á íslenskar miðaldadómkirkjur og fyllir í eyður í húsagerðarsögu landsmanna. Sagt er frá timbur- dómkirkjunum fjórum, sem stóðu á Hólum í Hjaltadal áður en núverandi steinkirkja var byggð 1757-1763, Jónskirkju, sem reist var upp úr 1106, Jörundarkirkju, reist um 1280, Péturskirkju 1395 og Halldórukirkju 1625-1627. Þorsteinn hefur auk þess rit- stýrt safni um frið- aðar kirkjur frá því hann var forstöðu- maður Minjaverndar. Nýlega kom út 25. bindi ritraðar um friðaðar kirkjur hér á landi en að verkinu standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminja- safn Íslands og Biskupsstofa. Bókin varp- ar nýju ljósi á Jónskirkju, Péturskirkju og Halldóru- kirkju, allt viðarkirkjur sem stóðu á Hólum áður en stein- kirkjan var byggð, og er hún full af myndum og teikningum sem margar hverjar eru nýjar og allar teikn- aðar af Þor- steini. 40 viðtal Helgin 16.-18. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.