Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 46
46 bílar Helgin 16.-18. október 2015  ReynsluakstuR toyota land CRuiseR 150 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Draumur allra ferðalanga Ný og betrumbætt útgáfa af Toyota Land Cruiser 150, hinum sívinsæla „Íslandsbíl“, er með vél sem uppfyllir nýjustu mengunarstaðla og eyðir þar að auki 10% minna. Land Cruiser-inn er fyrir löngu búinn að sanna sig sem einhver besti ferðabíll sögunnar enda vandfundinn þægilegri ferðafélagi. Þ að valtar engin yfir þig ef þú ert á Toyota Land Cruiser, svo mikið er víst. Þetta er stór bíll, risastór. Þetta er ekki ald- rifsbíll sem reynir að vera hvoru- tveggja í senn, jeppi og bæjarbíll, heldur er þetta alvöru torfærujeppi sem kemst hvert á land sem er og meira en það. Hann kemst yfir fjöll og ár og örugglega jökla og spúandi eldfjöll líka. Og eyðimerkur, enda er Land Cruiserinn vinsælasti jepp- inn í Sádi-Arabíu. Það er ekki skrít- ið að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan risajeppa, því hann get- ur tekist á við allar mögulegar ís- lenskar aðstæður og á sama tíma er gott að keyra hann í borginni. Þetta er ekki jeppi til að skjótast um í stórborgum, en hann er fínn í Reykjavík og kannski ekki skrítið að hann sé kallaður Íslandsbíllinn, meðal ákveðins hóps sem notar bílaslangur. Ný útgáfa eyðir 10% minna Land Cruiser-inn er sá bíll sem To- yota hefur verið með hvað lengst í framleiðslu, sleitulaust síðan 1951, en það er helst að frétta að endur- bætt útgáfa sem nú er hægt að nálgast á Íslandi er með 2,8 l vél sem uppfyllir nýja mengunarstað- alinn, Euro 6. Þessa endurbætta út- gáfa eyðir auk þess 10% minna og er með 6 þrepa sjálfskiptingu. Bíllinn er um sekúndu lengur í 100 km/ klst en eldri útgáfan en á móti kem- ur að nýja vélin gefur meira tog en sú gamla. Hönnuðir bjóða ekki upp á neinar útlitsbreytingar að þessu sinni svo bíllinn heldur sínu ágæta útliti. Gott útsýni úr öllum sætum Þar sem bíllinn er stór er hann vita- skuld líka þungur en það er samt ekkert sem íþyngir við keyrslu þessarar lúxuskerru. Hann er mjúkur og einstaklega þægilegur og hreinlega hrópar á að farið sé með hann út fyrir borgarmörkin í ferðalag um fjöll og firnindi. Það er óhætt að segja að þægilegri ferða- bíll sé vandfundinn. Hann er ekki bara þægilegur í upphituðum raf- stýrðum fjöldastillingar leðursæt- unum þar sem útsýnið er með besta móti heldur er hann alveg jafn þægi- legur og með alveg jafn gott útsýni aftur í, sem er hreint ekki gefið. Far- angursrýmið er jafn stórt og bíllinn gefur til kynna utan frá og er auk þess þægilega aðgengilegt að innan jafnt sem utan og kallar hreinlega á að vera fyllt af útilegudóti áður en haldið er á vit ævintýranna. Þessi bíll hlýtur að vera draumur allra ævintýraþyrstra ferðalanga. -hh Land Cruiserinn býður upp á ýmsar góðar öryggis- varnir sem staðal- búnað. DAC-kerfið sem stjórnar hraða niður brekkur, stöðugleikastýr- ingu, blindsvæð- askynjara, við- vörunarkerfi við umferð að aftan og 7 loftpúða. toyota land CRuiseR 150 Verð: frá 8.820.000 Eyðsla: frá 7,4 l/100 Afl: upp í 281 din hö CO2: frá 192 g/km Svipaðir bílar: Range Rover Land Rover Discovery Jeep Wrangler Mitsubishi Pajero Nissan Patrol Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Fyrir baðherbergið Burstað stál og króm 3.190,- 3.790,- 1.390,- 3.190,- 1.590,- 1.490,- 2.690,- Gæðavara ! Gott úrval ! 1.990,- 2.590,- 1.590,- 2.990,- 5 lítrar margar stærðir og gerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.