Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 6

Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 6
Nú förum við að skoða möguleikana á því að gera þetta þannig að kostnaður- inn sé innan þess ramma sem íslensk kvikmynda- gerð ræður við. Ísland vermir fyrsta sætið í árlegri úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) á kynja- jafnrétti, sjöunda árið í röð. 145 ríki voru tekin til greina í úttektinni þar sem lagt er mat á stöðuna á fjórum sviðum; út frá aðgengi að heilbrigð- is- og félagsþjónustu, aðgengi að menntun, þátttöku í stjórnmálum og efnahagslegri stöðu þar sem horft er til atvinnuþátttöku, launa- jafnréttis, heildaratvinnutekna og hlutfalls kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Það sem Íslandi er helst talið til tekna er jafnt aðgengi stúlkna og drengja að menntun og völd kvenna, þ.e. í forsetastóli og í stóli forsætisráðherra en fæðingaror- lofið, sér í lagi 90 dagar fyrir feður, á einnig þátt í þessum árangri Ís- lands. Norðurlandaþjóðirnar eru sem fyrr í efstu sætum listans en það vekur athygli að Danmörk er ekki í efstu sætum listans í ár, fellur úr 5. sæti í það 14. Á eftir Íslandi er Noregur í öðru sæti, Finnland í þriðja og Svíþjóð í því fjórða. Í úttektinni segir að tæp 20% vanti á til að jafna stöðu kynjanna að fullu meðal þessara þjóða. Í fimmta sæti er Írland, Rwanda í sjötta sæti og Filippseyjar í því sjöunda. -hh B orgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að ganga til við-ræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af fram- tíðarmynd Gufuness. Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og einn eigenda RVK Studios, segir hugmyndina á frumstigi og næsta skref sé að skoða aðstæður, finna fjárfesta og komast að samkomulagi um verð. „Ef það gengur allt upp þá höfum við mikinn áhuga á að sjá hvort hægt sé að endurhanna húsið og byggja þarna kvik- myndaver. Húsið er í hálfgerðri rúst eins og er, þannig að það er margt sem eftir er að skoða.“ Baltasar segist hafa haft þessa hug- mynd lengi og bæði hann og aðrir fulltrúar kvikmyndaiðnaðarins hafi átt í viðræðum við marga borgarstjóra um möguleikann á að reisa kvikmyndaver í Reykjavík. „Þegar þessi möguleiki opnaðist ákvað ég að skoða hvort ég og mitt fyrirtæki gæt- um gert þetta og nú förum við að skoða möguleikana á því að gera þetta þannig að kostnaðurinn sé innan þess ramma sem ís- lensk kvikmyndagerð ræður við.“ Spurður hvort hugmyndin sé að leigja kvikmyndaverið jafnframt út til erlendra kvikmyndafyrirtækja segir Baltasar að sá möguleiki sé vissulega fyrir hendi. „Hér hefur verið töluvert af erlendum kvik- myndafyrirtækjum við tökur, mest auðvit- að úti í náttúrunni, og það er ekkert því til fyrirstöðu að sá möguleiki opnist að hægt sé að taka meira upp hér. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að gera þetta þannig að íslensk kvikmyndagerð geti nýtt sér það. Ég hef sjálfur rekið kvikmyndaver í Reykjavík, sem gekk bara mjög vel, en það grundvallaðist á því að menn fengu þar að- stöðu fyrir lítinn pening svo íslenska fram- leiðslan réði við það. Það er grunnurinn að því að þetta sé framkvæmanlegt, því eftirspurnin erlendis frá er ekki það mikil að hægt sé að gera ráð fyrir erlendum verkefnum í tökum hér allt árið um kring. Það þarf að hugsa þetta þannig að allir möguleikar séu til staðar.“ Baltasar hefur þegar ráðið Pál Hjaltason arkitekt til að forvinna hugmyndir að nýt- ingu kvikmyndaversins og gera kostnaðar- áætlun. „Ef fjárhagshliðin virðist vera yfir- stíganleg förum við síðan að útfæra þær hugmyndir.“ Eins og er hefur Íslenska gámafélagið svæðið til umráða en leigusamningur þess rennur út í árslok 2018. Baltasar segist þó hafa vilyrði fyrir því að húsið losni mun fyrr. „Það tekur tíma að endurbyggja og skipuleggja og reyna að láta þennan draum rætast. En vonandi gengur þetta allt saman upp og íslenskt kvikmyndaver verður að veruleika.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is  Úttekt „Ísland Best Í heimi“ Ísland í fyrsta sæti í kynjajafnrétti Fæðingarorlofið, sér í lagi 90 dagar fyrir feður, á stóran þátt í árangri Íslands.  kvikmyndir Borgin gengur til viðræðna við rvk studios Baltasar vill byggja kvikmyndaver í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að ganga til viðræðna við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers í Gufunesi. Baltasar Kormákur segir hugmyndina á frumstigi en gangi allt upp verði íslenskt kvikmyndaver að veruleika á næstu árum. „Eftirspurnin erlendis frá er ekki það mikil að hægt sé að gera ráð fyrir erlendum verkefnum í tökum hér allt árið um kring. Það þarf að hugsa þetta þannig að allir möguleikar séu til staðar,“ segir Baltasar Kormákur um uppbyggingu íslensks kvikmynda- vers. TAXFREE SÓFAR Allir sófar á taxfree tilboði* CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 96.766 kr. 119.990 kr. ELLY Þriggja sæta sófi. Litir: Ljós- og dökkgrár, gráblár, sand bleikur og dustygrænn. Stærð: 183 x 82 x 85 cm 80.637 kr. 99.990 kr. COSTA Tungusófi. Vinstri tunga. Hvítt eða svart bongo áklæði. Stærð: B:340 D:240/163 cm 322.573 kr. 399.990 kr. Þú finnur sófaTAXFREE­ blaðið á husgagnahollin.is * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisauka- skatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum. www.husgagnahollin.is 558 1100 TAXFREE SÓFAR Allir sófar á taxfree tilboði* Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is Húsgagnahöllin 50 ára * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallar-innar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum. CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði.Stærð: 231 × 140 × 81 cm 96.766 kr. 119.990 kr. TAXFREE SÓFAR LÝKUR UM HELGINA NÝTTU TÆKIFÆRIÐ íslensk hönnun í gulli og silfri Líttu við hjá okkur á nýjum stað Skólavörðustíg 18 FRIDASKART.IS G U L L S M I Ð U R - S K A R TG R I PA H Ö N N U Ð U R 6 fréttir Helgin 20.-22. nóvember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.