Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 20.11.2015, Qupperneq 8
Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is Greiði fyrrum starfsmanni milljónir  Dómsmál lanDspítali DæmDur í héraðsDómi l andspítalinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrr-verandi starfsmannastjóra spítalans 26,5 milljónir króna auk dráttarvaxta og laun frá 1. desember 2014 til 31. maí 2017. Greiðslurnar eru í samræmi við starfslokasamning sem gerður var við hann í maí fyrir tveimur árum. Landspítalinn taldi að Björn Zöega, þáverandi forstjóri LSH, hefði ekki haft heimild til að gera umræddan starfslokasamning og rifti honum. Þá var staðhæft að starfsmanna- stjórinn hefði hafnað boði um að koma aftur til starfa og taka að sér önnur verkefni hjá spítalanum. Héraðsdómur féllst ekki á skýr- ingar forsvarsmanna Landspítal- ans. Einu fyrirvararnir sem starfs- mannastjórinn hefði gert væru að halda óbreyttum launakjörum úr fyrra starfi. Þá taldi dómurinn að þáverandi forstjóra spítalans hefði verið heimilt að gera slíkan samning. Héraðsdómur dæmdi því spítal- ann til að greiða starfsmannastjór- anum 26,5 milljónir króna auk dráttarvaxta og laun samkvæmt starfslokasamningnum. Björn Zöega, fyrrum forstjóri Land- spítalans.  sveitarstjórnarmál Barátta um perlu Breiðafjarðar Sveitarstjórn Reykhólahrepps segir að Flatey sé órjúfanlegur þáttur í sögu landsvæðisins þar sem hreppurinn er nú. Íbúar Flateyjar leituðu álits sveitarstjórnar vegna hugmynda um að stjórnsýsla þeirra færist til Stykkishólms. Sveitarstjórn Reykhólahrepps vill halda perlu Breiðafjarðar, Flatey, áfram innan sinna vébanda. Mynd/Kolbrún Ragna m iklir hagsmunir eru fólgnir í því að stjórnsýsla um Flatey (Flateyjarhrepp hinn forna) sé í höndum Reykhólahrepps, segir í svari sveitarstjórnar Reykhólahrepps, þar sem Flatey sé órjúfanlegur þáttur í sögu land- svæðisins sem nú er Reykhólahreppur, bæði í ættfræðilegu og menningarlegu tilliti. Svarið er til komið vegna erindis frá 6 íbúum Flateyjar, allra íbúa sem þar hafa lögheimili, varðandi viðhorf sveitar- stjórnar Reykhólahrepps til þess að stjór- nsýsla Flateyjar færist til Stykkishólms. „Reykhólahreppur á mikið land í Flat- ey og myndi ekki hafa hagsbót af því að Stykkishólmsbær færi með stjórnsýslu eyjunnar. Þá markar eyjan einnig það svæði sem heyrir undir Reykhólahrepp í víðari skilningi, þ.e. undirstaða þorpsins á Reykhólum veltur á því að Þörunga- verksmiðjan geti sótt um eyjarnar þang og þara. Sveitarstjórn Reykhólahrepps á erfitt með að sjá grundvöll fyrir því að það gæti komið íbúum Flateyjar betur ef stjórnsýsla eyjunnar heyrði undir Stykkishólmbæ. Íbúar í Flatey sækja þjónustu í Stykkishólm, verslanir o.fl. Það á líka við um aðra íbúa sveitarfélags- ins þegar þeir leita til Búðardals, Hólma- víkur eða Reykjavíkur. Þeim þáttum sem falla undir þjónustu sveitarfélags hefur Reykhólahreppur sinnt eftir bestu getu, eins og félagsþjónustu, þjónustu bygg- ingafulltrúa o.fl. og hafa íbúar ekki þurft að sækja þá þjónustu annað. Alltaf má gera samninga á milli sveitarfélaga um tiltekna þjónustu, henti það íbúum betur, það gæti átt við um félagsstarf aldraðra o.þ.h. En betur má ef duga skal og hafa íbúar með erindi sínu komið á framfæri við sveitarstjórn að þeim finnist þeir ekki til- heyra sveitarfélaginu að fullu. Það verður því verkefni sveitarfélagsins að taka betur utan um íbúana og gera þá að meiri þátttakendum í daglegri stjórnsýslu og tekur sveitarstjórn því verkefni fagnandi og mun gera sitt besta,“ segir í svari sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem leggst gegn því að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Flateyjarhreppur var einn þeirra hreppa Austur-Barðastrandarsýslu sem sameinaðir voru í Reykhólahrepp. -jh Reykhólahreppur vill halda Flatey Reykhóla- hreppur á mikið land í Flatey og myndi ekki hafa hags- bót af því að Stykkishólms- bær færi með stjórnsýslu eyjunnar. 8 fréttir Helgin 20.-22. nóvember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.